Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 23
0 ö w> Þriðjudagur 11. júní 1963 M O R C V IV B L A Ð I Ð 23 SÍÐASTLIÐINN laugardag komu þrír ungir franskir hellarannsóknarmenn upp í dagsljósið, eftir að flóð hafði meinað þeim upp- göngu úr neðanjarðarhelli í fimm daga. Tveir félag- ar þeirra, sem fóru með þeim niður í hellinn, urðu viðskila við þá. Lík ann- ars er fundið, en ekkert hefur til hins spurzt. Þegar félagarnir fimm héldu niður í hellinn, ætluðu þeir ekki að vera þar nema einn sólarhring. Þegar farið var að óttast um þá, héldu björgun- armann að hellisopinu og sáu, að á, sem rennur niður í hell- inn hafði vaxið mjög. Náðu þeir í jarðýtur og gerðu bráða birgða stíflugarð fyrir utan- hellismunnann og tókst að stöðva flóðið nokkurn veginn. ekki tókst þeim að komast niður í hellinn, en þangað sendu þeir nokkra loftþétta Fimm lokast niðri í helli Þremur matarpakka með straumnum. Það var daginn eftir að félagarnir héldu niður í hell- inn, sem vatnið í ánni tók að aukast. Þeir þrír, sem eftir lifa, Alain Besacier, Emile Cheilletz og Jacques Delacour, sögðu, er þeim hafði verið bjargað úr hellinum, að dag- inn, sem þeir ráðgerðu að halda upp á yfirborð jarðar, hefði neðanjarðar vatnsfall, sem fellur um hellinn vaxið mjög vegna rigninga. Þegar straumurinn jókst reif hann með sér einn félaga þeirra, Bernard Rassy, og síðan hef- ur ekkert til hans spurzt. Emile Cheilletz; sem er að- eins 18 ára, sagði: „Við urð- um að synda á móti straumn- um að hellisopinu. Rassy varð fljótlega viðskila við okkur. Straumurinn varð stríðari með hverri mínútu, sem leið bjargað og skömmu eftir að Rassy hvarf okkur, klifraði Jean Dupont upp á klettasyllu, en missti fótanna og hvarf í vatns flauminn. Við gátum ekkert aðhafst honum til bjargar. Okkur tókst að synda að gjá, sem er rétt við hellisopið og komum þangað tveimur dög- um eftir að flóðið hófst. Við héldum kyrru fyrir á gjár- barminum í tvo daga, en þá tókst okkur loksins að kom- ast yfir gjána. Skammt fyrir innan hellisopið mættum við björgunarleiðangrinum og vorum aðstoðaðir við að kom- ast siðasta spölinn. Við vor- um matarlausir þrjá fyrstu dagana, en síðar bárust til okkar matardósir með straumnum. Við létum nokkr- ar þeirra fljóta fram hjá okk- ur, ef ske kynni, að félagar okkar væru á lífi. Dagana, sem við vorum matarlausir tuggðum við leðurbita úr belti mínu. Ef við hefðum ekki gert það, hefðum við ekki haft þrek til þess að komast að opinu“. Eftir björgunina var þre- menningunum ekið í sjúkra- hús og þar gengust þeir und- ■ir nákvæma læknisskoðun. Niðurstaðan var sú, að þeir hefðu ekkert heilsutjón beðið af volkinu. Menn úr björg- unarleiðangrinum fundu lík Jeans Dupont inni í hellinum eftir að flóðið hafði sjatnað. Framhald af bls. 2. IMORÐURLAIMDSKJÖRDÆMI EYSTRA — Alþýðuflokkur .......... — Framsóknarflokkur ....... — Sjálfstæðisflokkur ..... — Alþýðubandal. og Þjóðv. .. Nú voru á kjörskrá 11203 auðir seðlar 106 + ógildir 20 — Úrslit 1963 tJrslit 1959 1012 atkv. 0 mann 10,1% 1045 atkv. 0 mann 10,9% 4530 — 3 — 45,2% 4166 — 3 — 43,5% 2856 — 2 — 28,5% 2645 — 2 — 27,6% 1621 — 1 — 16,2% 1373 — 1 — 14,3% + 341 — 0 — 3,7% 10019 — 6 — 100,0% 9570 — 6 — 100,0% (10936) 10145 kusu (9698) eða 90,6% (88.7%). Frá dragast 10019 gild atkvæði. Kjördæmakjömir þingmenn: 3. Gísli Guðmundsson (B) 5. Ingvar Gíslason (B) 1. Karl Kristjánsson (B) 4. Björn Jónsson (G) 6. Magnús Jónsson (D) 2. Jónas G. Rafnar (D) VESTFJARÐAKJÖRDÆMI A — Alþýðuflokkur ... B — Framsóknarflokkur D — Sjálfstæðisflokkur G — Alþýðubandalag ... Úrslit 1963 688 atkv. 0 mann 14,1% 1746 — 2 — 35,8% 1709 — 2 — 34.9% 744 — 1 — 15,2% Úrslit 1959 680 atkv. 1 mann 13,5% 1744 — 2 — 34,7% 1957 — 2 — 38.8% 658 — 0 — 13,0% 4887 — 5 — 100,0% 5039 — 5 — 100,0% Nú voru á kjðrskrá 5538 (5710) 5029 kusu (5136) eða 89,9% (89.9%). Frá dragast auðir seðlar 93 + ógildir 49 — 4887 gild atkv. - Kjördæmakjörnir þingmenn: 1. Hermann Jónasson (B) 2. Sigurður Bjarnason (D) 3. Sigurvin Einarsson (B) 4. Þorv. G. Kristjánsson (D) 5. Hannibal Valdimarsson (G) ISIíræður Stgurður Þorkelsson NÍRÆÐUR er í dag Sigurður Þorkelsson Hnífsdal, útvegsbóndi frá Látrum í Aðalvík. Sigurður er fæddur í Miðvík í Aðalvík árið 1873, sonur þeirra hjóna Þor kels ísleifssonar og Maríu Gísla- dóttur. Móðir sína missti hann sjö ára, en ólst síðan upp hjá föður sínum og stjúpu Guðrúnu Friðriksdóttur á Látrum. Árið 1896 gekk Sigurðar að eiga konu sína Ólínu Sigurðardóttur. Sett- ust þau hjón að á Látrum og bjuggu þar til ársins 1948 er þau fluttu í Hnífsdal. Eignuðst þau 3 dætur, sem allar eru á lífi, ásamt einum dóttursyni er þau ólu upp. Elzta dóttir hans er bú- sett í Kópavogi, en hinar dætur hans eiga heima í Hnífsdal. Sig- urður fluttist að heimili dóttur sinnar og tengdasonar Geirmund ar Júlíussonar í Hnífsdal eftir andlát konu sinnar 25. júlí 1959 og hefur búið þar síðan. Sigurð- ur byrjaði snemma að stunda sjómennsku á opnum bátum svo kölluðum sex-æringum. Tók hann við formennsku af tengda föður sínum og stundaði sjóinn jafnhliða búskap, refa- og sel- veiðum þar sem Sigurður var talinn góð skytta á yngri árum. Veturinn 1904 vildi það óhapp til, að Sigurður varð fyrir slysa- skoti, sem varð til þess að hann missti hægri höndina. Kjarkur Sigurðar var þó hinn sami og áður, var því haldið áfram bar- áttunni við erfið lífskjör, enga tækni eða hjálp frá samfélaginu aðeins að bjarga sér upp á eigin spítur. Sigurður var formaður á vélbátnum Björgvin nokkuð eft- ir aldamótin var með hann nokk- ur ár. Lenti hann í sjóhrakning á Björgvin og varð honum til bjargar Sæmundur Sæmundsson, skipstjóri, og er getið um það í bókinni „Virkir dagar“. Héldu þeir vináttu frá þessu þar til Sæmundur fluttist í hárri elli frá ísafirðL Ég hef margs að minnast frá uppvaxtarárunum þar sem ég ólst upp á heimili þeirra hjóna. Þau vildu allt fyrir mig gera og naut ég mikillar hjartahlýju og trúnaðartrausts í uppvextinum. Lifðu heill níræður, Sigurður minn. Halldór Geirmundsson. Féll út um glugga á þriðju hæð Akureyri, 10. júní. SEINT í gærkvöldi féll maður út — Bruni Framhald af bls. 24. verja þessar tunnur, en efnið í þeim er með afbrigðum eldfimt. Tunnubotnarnir létu undan vegna hitcins og rann lögurinn út og magnaði eldinn að mun, en engin sprenging átti sér sámt stað. Önnur verðmæti, sem geymd voru næst eldhafinu, voru aðallega rotvarnarefni og rykbindiefni, en hvorugt mun hafa sakað svo teljandi sé. Aft- ur á móti eyðilögðust birgðir Málningar h.f. og er það talsvert tjón. Fimmtíu menn unnu að slökkvistarfinu, er tók tæpa klukkustund. Starfsmenn Eim- skips í Borgarskála segja að það sé slökkviliðinu að þakka, að tjónið skyldi hafa orðið jafn furðanlega lítið og raun ber vitni. Geysimikil verðmæti eru geymd í Borgarskála en komið var í veg fyrir, að eldurinn breiddist út í annan varning en þegar hefur verið greint frá. Bílvelta í Vaðlaheiði Akúreyri, 10. júní. VOLKSWAGEN frá Akureyri valt neðst á Vaðlaheiðarvegi á 7. tímanum sl. laugard. og hvolfdi ofan í síki við veginn. Piltur og stúlka voru í bílnum og sluppu bæði ómeidd, en bíllinn er stór- skemmdur. — Sv. P. um glugga á íbúð sinni á þriðju hæð í húsi nokkru hér í bæ. — Lögreglan kom þegar á staðinn og flutti manninn í sjúkrahús. Var hann þá rænulítill og reynd- ist höfuðkúpubrotinn. Ekki hefur verið unnt að rann- saka meiðsli hans til fulls enn. Er spurzt var fyrir um líðan hans í kvöld var hún óbreytt. Sv. P. Hoppdrælti Hdskólans Mánudaginn 10. júní var dreg- ið í 6. flokki Happdrættis Há- skóla íslands. Dregnir voru 1,100 vinningar að fjárhæð 2,010,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200,000 krónur komu á fjórðungsmiða númer 11,935. Tveir fjórðungar voru seldir í umboði Arndisar Þorvaldsdóttur, Vesturgötu 10. Einn fjórðungur að Espiflöt í Biskupstungum og fjórði hlut- inn á Eskifirði. 100.000 kr. vinninguimn kom á heilmiða númer 55354 sem seldur var í umboði Guðrúnar Ólafsdóttur, Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. 10 þúsund krónur komu á eftirtalin númer: , 2308 3059 5307 7420 10746 11934 11936 23416 23955 26334 26385 29082 31974 33671 34717 40840 47069 48166 48852 50012 50429 50876 51431 52465 52818 53585 56343 57236. (Birt án ábyrgðar). Komin heim ÓLAFUR ÓLAFSSON, læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.