Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 1
50. árgangur 128. tbl. — Þriðjudagur 11. júní 1963 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt úr 39,77° í 41,47° Viðreisnarflokkarnir hafa stuðning 55,7%þjóðarinnar,en höfðu 54,9% HEILDARNIÐURSTAÐA alþingiskosninganna sl. sunnudag er sú, að íslenzka þjóðin hefur vottað við- reisninni traust og sýnt, að hún stendur að miklum meirihluta að baki þeim umfangsmiklu umbótum á efnahagskerfi þjóðarinnar; sem í viðreisnarráðstöfun unum fólust og kýs, að áfram sé haldið þeirri ábyrgu utanríkisstefnu, sem Viðreisnarstjórnin hefur fylgt. I*að er ekki aðeins, að viðreisnarflokkarnir hafi hald- ið velli, heldur hafa þeir nú einnig stærri hluta þjóð- arinnar á bak við sig. en áður, þar sem hlutfallstala þeirra hækkaði í 55.7% úr 54.9% í síðustu kosning- um. Þrátt fyrir þessa atkvæðaaukningu misstu flokk arnir einn þingmann, fengu nú 32 þingmenn, en höfðu áður 33, sem ekki hefur þó áhrif á þing- meirihluta þeirra. Samkvæmt yfirlýsingum forystu- manna viðreisnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, fyrir kosningar, mun samsteypu- stjórn þessara flokka fara áfram með völd næsta kjörtímabil og halda áfram því mikla uppbyggingar- starfi, sem hafið var á síðasta kjörtímabili. Með vali sínu hefur íslenzka þjóðin lagt grundvöll að áfram- haldandi sókn til aukinnar velmegunar og að frjálsara, heilbrigðara og réttlátara þjóðfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut í þessum kosningum ein- hverja hagstæðustu útkomu, sem hann hefur hlotið um langt skeið, eða 41,4% greiddra atkvæða, en í síð- ustu kosningum hlaut hann 39.7% greiddra atkvæða. — Þrátt fyrir þessa háu hlut- fallstölu fjölgaði þingmönn- um flokksins ekki, og hefur hann nú 24 þingmenn, eins og áður. Alþýðuflokkurinn má einn ig mjög vel við kosningaúr- slitin una, þó að hlutfalls- tala hans sé nú nokkru lægri en í síðustu þingkosningum og hann hafi misst einn þing- mann, þar sem síðustu þing- kosningar voru flokknum ó- venju hagstæðar. Alþýðu- flokkurinn hefur nú 8 þing- menn, en hafði áður 9. Þó að Framsóknarflokkur- inn hafi unnið verulega á, bætt við sig tveim þingsæt- um og aukið hlutfallstölu sína nokkuð, tókst honum ekki að fá það „stöðvunar- vald“ í íslenzkum stjórnmál- um, sem hann stefndi að og verður að sætta sig við að vera utan ríkisstjórnar þetta kjörtímabil. Framsóknarflokk urinn hefur nú 19 þingmenn, en hafði áður 17. Tilraun kommúnista til að leyna fylgistapi sínu meðal þjóðarinnar með kosninga- bandalaginu við „Þjóðvarnar- flokkinn“ misheppnaðist al- gerlega og minnkaði fylgi þeirra úr 19.4% í 16%. Er sérstök ástæða til að fagna fylgistapi kommúnista, sem áréttar, að fylgi þeirra meðal þjóðarinnar minnkar nú jafnt og þétt. Þingmenn kommún- ista eru nú 9, en voru áður 10. Á kjörskrá voru nú við kosningarnar 100.573, en at- kvæði greiddu 90.945, eða 90,4%. Er það sama þátttaka og 1959. Atkvæðatölur flokkanna og hlutfallstölur þeirra (í svig- um atkvæðatölur og hlutfalls- tölur í síðustu kosningum) eru sem hér segir: Alþýðuflokkur 12793 atkv., eða 14,2% (12909 atkv., eða 15,2%). Framsóknarflokkur 25220 atkv., eða 28,2% (21882 atkv„ eða 25,7%). Sjálfstæðisflokkur 37116 atkv., eða 41,4% (33800 atkv., eða 39,7%). „Alþýðubandalag" 14274 atkv., eða 16% (16504 atkv., eða 19,4%, Þjóðvörn meðtal- in). Óháðir, utan flokka 143 atkv., eða 0,2%. Um kosningaúrslitin er rætt í forystugrein blaðsins í dag, og úrslitin í einstökum kjördæmum eru á bls. 2. Tvær togarasölur TOGARINN Fr-eyr seldi í gssr- morgun 261 lest fyrir 165.500 mörk í Brejnerhaven. Þá seldi Jón forseti í Hull 135 lestir fyrir rúm 8 þúsund sterlingspund. Bjarni Benediktsson. Sjálfsagt að Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur starfi saman áfram segir Bjarní Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins MORGUNBLAÐIÐ hafði í gærkvöldi samband við Bjarna Benediktsson, for- mann Sjálfstæðisflokksins, og spurði hann um álit hans á kosningaúrslitun- um. Bjarni Benediktsson sagði: „Stjórnin hefur blotið ótvíræða traustsyfirlýs- ingu kjósenda. Vegna óhag stæðra hlutfalla í einstök- um kjördæmum hefur að vísu eitt þingsæti tapazt, en starfhæfur meirihluti helzt á Alþingi. Er það í fyrsta skipti, að stjórn, sem starfað hefur áður heilt kjörtímabil, hlýtur fylgisaukningu og veruleg- an meirihluta allra kjós- enda. Ég tel sjálfsagt að stjórn arflokkarnir haldi áfram samstarfi, svo sem þeir lýstu báðir yfir fyrir kosn- ingar. Eins og dómur þjóð- arinnar sýnir, þá telur hún, að stjórnin hafi unn- ið heillarík störf, en marg- ur vandi er enn óleystur og munum við enn sem fyrr leggja okkur fram að verða þess trausts verðir, sem okkur liefur verið sýnt. Sjálfstæðisflokkurinn hef ur nú unnið einn sinn mesta kosningasigur og vi! ég í nafni flokksins þakka öllum þeim, sem hlut eiga að því að sigur hefur unu- izt“. Vantar 17 FRAMSÓKNARFLOKK- URINN fær nú 19 þing- menn út á aðeins 28,2% kjósenda. Sjálfstæðisflokk urinn til dæmis fær hins vegar ekki nema 24 þing- menn, þótt hann hafi 41,5% kjósenda. Þrátt fyrir kjördæmabreytinguna er því enn um mikið misræmi að ræða. Ef fullur jöfnuður hefði átt að nást hefðu þurft að vera 17 uppbótaþingmenn í viðbót við þá 11, sem nú eru kjörnir. Þetta sýnir gleggst, að kjörfylgi Fram- sóknarmanna er ekki í neinu samræmi við þing- mannatölu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.