Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 23
Laugardagur 20. apríl 19(!3. MORGVNBLAÐIÐ 23 SR GÍSLI BRYNJÖLFSSON: BÖ ER LANÐSTOLPI Borgar þetta sig? MIÐALDRA bóndi fékk í heimsókn vin sinn, iðnrek- anda í kaupstað. I»etta var að vorlagi og ræktunarstörfin í fullum gangi. Eftir mýrinni lágu langir skurðir með stór- umj svörtum hraukum á böklk unum, eins og sár á ásjónu landsins. Nær túninu var slétt, mórautt flag. I>að mundi verða grænn, grasi gróinn völlur strax í haust. Spölkorn austur með hlíðinni var jarð ýta ræktunarsambandsins að verki — að grafa fyrir hlöðu. Þar ætlaði bóndinn að byggja nýtt fjárhús í haust. Bóndinn og gestur hans stóðu uppi á bæjarhólnum. Og þá varð aðkomumannin- um að orði: Borgar þetta sig? Hér þarf ekki að greina frá hverju bóndinn svaraði. Hitt er víst að það hefur löngum þótt léleg hagfræði og fánýtt fjáraflaplan að leggja fé í sveitabúskap á fslandL Og þessi skoðun hefur átt sínar raunhæfu orsakir. Fyrst þegar farið var að leggja grundvöll- inn að verðlagningu landbún- aðarafurða, átti sú skoðun mjög érfitt uppdráttar að bændur þyrftu að fá nokkra vexti af því þé, sem þeir ættu í búL jörð og mannvirkjum. Lengi vel voru bændum ætl- aðar einar 900 krónur í allar vaxtagreiðslur. Árið 1955 urðu fulltrúar bænda og neytenda í verðlagsnefnd sammála um, að fela þrem mönnum að gera tillögur um vaxtaliðinn í verð grundvellinum. Fyrir valinu urðu Eyvindur Jónsson af hálfu bænda, Ólafur Björns- son próf. af hálfu neytenda og Torfi Ásgeirsson hagfr. sem oddamaður. Árangurinn af starfi þessara manna varð sá, að eftir það fékikst við- urkenning á því, að taka bæri tillit til vaxtagreiðslu í verð- grundvellinum. Síðan hafa vextirnir farið mjög hækk- andi eins og eftirfarandi yfir lit sýnir: Árið 1955 .. — 1956 ... — 1957 ... — 1958 ... — 1959 ... — 1960 ... — 1961 ... — 1962 ... kr. 5637,00 5637,00 8188,00 8188,00 11614,00 12824,00 16579,00 24792,00 Eins og sjá má á þessu yfir- liti, eru vextirnir nú reiknað- ir rúmlega þrisvar sinnum hærri en þeir voru á árunum 1956—58. Hækkuðu þeir um kr. 8213 á sl. ári, og eru nú reiknaðir þannig: Af eigin fé, 5% af 372000 ..... kr. 18.600 Ræktunarsjóðslán 2322 Aðrar skuldir, 9% af 4300n. — 3870 Samtals kr. 24792 Stjórnarandstæðingar hafa haft uppi mikinn og álkafan áróður í því efnL að atvinnu- vegunum sé íþyngt með mjög háum greiðslum í vexti til sparifjáreigenda. Einkum hafa þeir talið bændur grátt leikna af þessum sökum. Satt er það, að sökum rangrar og þrótt- lausrar fjármálastefnu fyrri ára eru vextirnir háir, sem atvinnuvegirnir verða nú að borga. Sú er þó bót í máli fyrir bændur, að nú er þetta viðurkennt af fulltrúum neyt enda og tillit tekið til þess í verðgrundvellinum eins og framangreint yfirlit um vaxta greiðslurnar sýnir. Hinsvegar er bændastétt- inni næsta lítill akkur í lág- um vöxtum, ef sá hagur, sem þeir gætu haft af því er jafn- óðum af þeim tekinn með lægra afurðaverðL Aukið nýjum kafla við landafræðina með kynningti Fl á Bárðargötu r Á KVÖLDVÖKU Ferðafélags fslands á fimmtudagskvöld var troðfull't hús. Haraldur Matt- Ihiasson flutti skörulegt erindi um Bárðargötu og sérstaklega um Vonarskarð og Köldukvíslar- botna, en þau svæði hafá verið lang minnst þekkt af allri leið- inni. Jafnframt sýndi hann á- gætar litskuggamyndir af þess- um slóðum, flestar eftir Magn- ús Jóhannsson og gerði grein fyrir helztu örnefnum, sem gef- in hafa verið á þessum slóðum og örnefnanefnd hefur lagt bless un sína yfir. Annars fjallar næsta árbók félagsins um Bárðargötu og þessar slóðir og má segja að með þessari árbók sé aukið nýj- um kafla í landafræði íslands. 1 Var gerður góður rómur að erindinu. Á eftir var að venju myndagetraun og dans til miðnættis. Þess mætti og geta að næsta og síðasta kvöldvaka á þessu misseri verður 7. maí, en þar verður lýst skiðanámskeið um Ferðafélagsins og þeirra Valdemars Örnólfssonar og Eiríks Haraldssonar í Kerlingarfjöllum og sýnd kvikmynd sem Magnús Jóhannsson tók þar í fyrrasum- er. _____ Hljómleikor í Keflnvík TÓNLISTARFÉLAG Keflavíkur hefur hljómleika fyrir styrktar- félaga sína þriðjudaginn 23. apríl. Koma fram 6 söngvarar, sem flytja bæði einsöngva og tví- söngva og kvartetta. Söngvarar þessir eru Sigurveig Hjaltesteð, Svala Nielsen, Jón Sigurbjörns- son, Erlingur Vigfússon, Guðrún Ásmundsdóttir, hefur fram- sögn, og undirleik annast Ragnar Björnsson. Lögin, sem flutt verða eru eft ir bæði innlenda og erlenda höf- unda, Kaldalóns, Sigfús Einars- son og Sveinbjörn Sveinbjöms- son. Þá voru einnig aríur og du- ettar og óperuaríur Verdis og Mozarts, einnig eftir Puccini og Donnizetti. Tónleikar þessiir verða fluttir í fyrsta skipti fyrir Tónlistarfé- lagið í Keflavik, en verða svo fluttir víðar. Krúsjeff biður Grimau griða Madrid, Moskvu, Kaupmannahöfn 19. apríl (NTB). SPÁNVERJINN, Julian Grimau, sem sakaður er um glæpi á tim- um borgarastyrjaldarinnar og fyrir að vera einn af leiðtogum hins bannaða kommúnistaflokks landsins, var dæmdur til dauða í dag. Grimau getur ekki áfrýjað 'dóminum, en Franco hershöfð- ingi getur aflétt honum. Krúsjeff forsætisráðherra Sov- étrikjanna hefur sent Franco skeyti og skorað á hann að bjarga iífi Grimaus. Segir Krúsjeff í skeytinu, að hann heri fram þessa bón í þágu mannúðarinnar. Kona Grimauds sendi Home lávarði, utanríkisráðherra Breta, skeyti í dag þar sem hún biður hann að beita áhrifum sínum til þess að manni hennar verði gef- ið líf í skeytinu segir m. a. „í neyð minni bið ég yður að hjálpa mér og dætrum mínum með því að bjarga lífi manns mins, Julians Grimaus, sem dæmdux var til dauða í Madrid í dag og verður tekinn af lífi þá og þegar. Ég grátbæni yður að beita allri virðingu og áhrif- um brezku stjórnarinnar til þess að bjarga manni mínum. Ég þakka yður af öllu hjarta. Ang- ela Grimau." Danska fréttastofan Ritzau skýrði frá því í dag, að norsku, dönsku, finnsku, sænsku og ís- 'lenzku þátttakendurnir á nor- ræna blaðamannanámskeiðinu, sem haldið er í Árósum, hafi sent spánska sendiherranum í Kaupmannahöfn skeyti þar sem segir m. a. „til þess að önnur lönd geti litið á Spán, sem virð- ingarverðan meðlim fjölskyldu þjóðanna, er skorað á yfirvöld landsins að hindra þegar í stað að framið verði réttarmorð. Æra mannúðarinnar og Spánar er í veði.“ Þátttakendur í blaðamanna- námskeiðinu hafa einnig sent Franco persónulega skeyti. 2 norrænunemtw geta út támarit NÝTT tímarit kemur í bókabúð- ir 1 dag. Nefnist það Jörð, útgef- ið af Helgafelli, en ritstjórar og eigendur þess eru Þorsteinn Gylfason og Sverrir Hólmarsson, sem báðir stunda nám í norrænu- deild háskólans. Ritið er hugarfóstur ritstjór- anna og birtir aðeins það, sem þekn finnst þurfi að segja hverju sinni. Ekki er ákveðið hversu oft Washington, 19. apríl (AP): í dag bárust fregnir þess efnis, að bandarískar könnunarflugvél- ar og skip hefðu aukið eftirlitið á Karíbahafi milli Kúbu og Mið- og Suður-Ameríku. Flugvélarnar og skipin munu fylgjast með öllum farþega? og flutningaskipum á leið frá Kúbu og einnig hafa strangt eftirlit með 18 sovézkum togurum, sem eru að veiðum á svæðinu. Grun- ur leikur á að togarar þessir séu gerðir út af Kúbumönnum og eigi ef til vill að nota þá til að flytja menn og vopn til Mið- eða Suð- ur-Ameríkuríkja. Ef í ljós kemur að skip er á leið til einhvers lands í Mið- eða Suður-Ameríku frá Kúbu verður Ársþingi iðnrek- enda lýkur í dag LOKAFUNDUR ársþings iðnrek- enda verður í dag í Þjóðleikhús- kjallaranum kl. 10. Nefndir, sem hafa starfað milli þingdaganna, skila áliti. Þessar nefndir eru: lánsfjármálanefnd, tollamála- nefnd, verðlagsmálanefnd, lóða- og byggingamálanefnd, laúna. og vinnumálanefnd, og útbreiðslu- nefnd. Ráðgert er að þinginu ljúki í dag. Og að því loknu sitja þingfulltrúar síðdegisboð hjá iðnaðarmálaráðherra í ráðherra- bústaðnum. STEIHDÚÖ’sll LJÓSMYNDASTOFAN LOFTUR hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tima í sima 1-47-72. Jörð kemur út, það fer eftir því hversu ribstjórunum er mik- ið niðri fyrir. Áður fyrr kom út tímarit, sem bar nafnið Jörð, en útgefandi þess, séra Bjöm O. Bjömsson, hefur látið þeim Þorsteini og Sverri nafnið eftir. Fyrsta heftið af Jörð er 48 síður, látlaust í útliti og er prent- að í Vílkingsprenti h.f. Aukið eftirlit á Karíbahafi stjóm viðkomandi lands pert að- vart. Getur hún þá sent skip tii þess að stöðva skipið frá Kúbu, ef grunur ieikur á því að það hafi vopn innanborðs. Hafnfirðingar hyssifá jarðliitaboranir HAFNARFIRÐI — Á síðast bæj arstjórafundi var samþykkt að leita eftir því við jarðhitasjóð að á fjárhagsáætlun fyrir árið 1964 yrði veitt fé til jarðhitaborana í nágrenni Hafnarfjarðar og sam þykkti bæjarstjórnin ennfremur að vinna að því að framkvæmdir gætu hafizt á þessu ári. Hafði verið farjð fram á það við raforkumálaskrifstofuna að hún gerði kostnaðaráætlamir í sambandi við verkið, og upp- lýsti bæjarstjóri, Hafsteinn Bald vinsson, á fundinum, að kostnað ur væri skv. upplýsingum þaðan áætlaður um 400 þús. kr. — Borgarbókasafn Framh. af bls. 11. 15 íslenzka höfunda, sem flest bindi voru lánuð út eftir á árinu 1962: bindi 1. Ragnheiður Jónsdóttir 1359 2. Ármann Kr. Einarsson 1329 3. Halldór Kiljan Laxness 1128 4. Elínborg Lárusdóttir 1105 5. Guðrún Árnadóttir frá Lundi 1060 6. Kristmann Guðmundss. 1047 7. Ingibjörg Sigurðardóttir 1013 8. Guðmundur G. Hagalín 904 9. öm klói (dulnefni) 753 10. Þórbergur Þórðarson 680 11. Jenna og Hreiðar Stefáns- son 671 12. Stefán Jónsson, kennari 664 13. Guðmundur Daníelsson 499 14. Gunnar Gunnarsson 456 15. Jón Björnsson 446 Erlendar fréttir ^ Castro leitar { tæknifræðinga. I Madrid, 19. apríl (AP):j Kúbanskir útlagar höfðu það í dag eftir áreiðanlegum heim- ildum, að stjóm Fidels Castro hefði gert tæknimenntuðuin Vestur-Evrópubúum mjög há kauptilboð, vildu þeir flytjast til Kúbu og vinna fyrir stjórn- ina. Útlagarnir segja, að iðn- . aðarmálaráðherra Kúbu, Em- I esto Guevara, hafi fyrir | skömmu heimsótt Spán og önn j ur lönd í V-Evrópu og gertj tæknifræðingum tilboð. Útlagarnir segja, að fáir tæknifræðingar hafi þegið boð Kúbubúanna, en benda á að t þessar aðgerðir bendi til þess! að sovézku og tékknesku' tæknifræðingarnir, sem verið hafa á Kúbu hafi verið sendir þaðan. ♦ Évtúsenkó hætti j að gorta. Moskvu, 19. apríl (NTB): Formaður æskulýðsfylkingar Sovétríkjanna, Sergei Pavlov, sagði á fundi með fréttamönn um í dag, að sovétskálaið Év- egení Évtúsenkó myndi eyði- leggja sjálfan sig, ef hann hætti ekki að gorta En Pavlo kvaðst telja líkiegt, að skáld- ið gæti losnað við þessa til- hneigingu. Paviov sagði, að enginn reyndi að varna Évtúsenkó vegarins og bóka- útgáfa ungkomnúmista væri fús til þess að gefa út ljóð hans. Stjórnendur forlagsins vildu ræða við ská.ldið um út gáfu ljóðasafns, en Évtúsenkó segðist alltaf vera of önnum kafinn til þess að ta\a við þá. ♦ Arabíska sam- bandslýðveldið skýtur geimfari Beiruth, 19. apríl (NTB): Stærsta blað Líbanon, A1 An- war, skýrði frá því í dag, að Arabíska sambandsiýðveldið skyti bráðlega á loft marg- þrepa eldflaug, sem hefði ó- mannað geimfar innanborðs. Heimildarmaður fréttarinnar er ritstjóri blaðsins, sem stadd ur er í Kairó. Sagði hann að eldflauginni yrði skotið á loft I tilefni stofnunar hins nýja, Arabíska sambandslýðveldis. ♦ Adenauer kominn til Bonn. Bonn, 19. apríl (NTB): Konrad Adenauer, kanzlari Vestur-Þýzkalands, kom í dag til Bonn frá Ítalíu, en þar hef- ur hann dvalizt að undan- fömu í leyfi. Við komuna til Bonn sagði Adeijauer að hann hefði kosið að dveljast lengur á Ítalíu, en ekki séð sér það fært vegna mála, er biðu úr- lausnar heimafyrir. Eins og kunnugt er fara nú fram viðræður uin það hver verði eftirmaður Adenauers og marga er farið að lengja eftir að ákvörðuain um það verði tekin. ♦ Skipzt á skotum París, 19. apríl (NTB): f dag skiptist lögreglan i París á skotum vjð tvo OAS-menn, sem hún fann í gærkvöldi, en varð að elta í alla nótt. Ann- ar mannanna, Marcetteau, féll, en hinn, Jean Murat, særðist. Hann var handtekjnn. Murad var dæmdur til dauða In abservtia fyrir þátttöku í til- ræðinu við de Gau'le Frakk- landsforseta í ágúst si.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.