Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 14
14 r. MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 20. apríl 1963, Heimavistardrengirnir. — Páskaslysið Framhald af bls. 13. mála-, verðlagsmála- og at- vinnumálaráðherrann til Við- tals við fulltrúa verkamanna sambandsins, vinnuveitenda- sambandsins og bændaflokks ins, og í dag hefjast einnig viðræður við fulltrúa fiski- manna, sem bráðabirgðasamn ingar voru gerðir við upp úr nýjárinu í vetur. Síðdegis í dag verða sérfundir hjá deilu aðilunum og að þeim loknum byrjar sáttasemjari ríkisins á ný tilraunir til samninga. — Konso Frámih. af bls. 6. meðhöndlanir. Gefur þetta góða bugmynd um straum þeirra, er hingað leita til bóta á meinum sínum. Erfiðustu tilfellin eru venjulega þau, sem áður hefur verið farið með til töframannanna. Þar fá sjúklingarnir það eitt, er örfar sjúkdóminn og torveld- ar, og margsinnis skapar jafn vel verri meiðsl en hin fyrri. Fáum við oft að sjá hinar skelfilegustu myndir. Fyrir stutu kom lítil telpa með ljótt sár á vinstra fætL Horuð var hún og illa útlitandi á allan hátt. Það versta var þó, hve hrædd hún var. Fullorðinn maður kom með hana, en hvarf fljótt og skilidi hana eftir matar- og peningalausa. Um síðir kom hann þó og tók telpuna með sér. Var hann greinilega vondur við hana og virtist lítt fagna því, hve sárið leit nú miklu betur út. Skýringuna á framferði mannsins fengum við nokkru síðar, og nú haldið þið ef- laust, að ég lagi sannleikann eitthvað til. En svo er ekki. Blákaldur veruleikinn var sá, að maðurinn, sem reyndist vera afi telpunnar, hafði sjálf ur veitt henni þennan áverka og síðan haldið henni heima, unz mikil ígerð var komin í sárið. Vonaðist hann til að þetta riði telpunni að fullu. Til þess hins vegar, að allt ‘liti eðlilegar út, kom hann svo með hana á sjúkraskýlið til að deyja. Við vonum aftur á móti, að meðferðin þar og lyfin nái að bjarga lífi þess- arar veslings litlu telpu. En hvað tekur svo við? Þetta er heiðindómur, veruleiki, sem vLð eigum erfitt með að ’skilja eða sætta okkur við. Og þó skiljum við stundum 'betur hina líkamlegu neyð heldur en hina, sem fyllir líf heiðingjans. Það líf, sem er ótti og örvænting, vorileysi og þjáning, vegna þess að þeir þekkja aðeins myrkraher satans og hann sjálfan. Fagn- aðarerindið hefur ekki feng- ið að lýsa upp tilveru þeirra og skapa þann frið og öryggi, sem kristnidómurinn einn getur veitt, já, Jesús ICristur sjálfur. Fyrri hluta ársins 1962 fluttist dr. Jóhannes Ólafsson með fjölskyldiu sína til Gidole. Þar er norsk kristniboðsstöð með sjúkrahúsi. Hefur Jó- hannes reynt að koma hingað mánaðarlega. Koma læknisins hefur skapað mikið öryggi. Stórar aðgerðir er hins vegar ekki unnt að framkvæma hér í Konsó, vegna ónógs hús- næðis, og sé um slíkt að ræða, tekur læknirinn sjúklinginn með sér til Gidole. Við hlið sjúkraskýlisins hér hefur ann ars verið reist smá-bárujárns- skýli, sem áætlað er að rúmi 16 sjúklinga. Þó skilyrðin séu frumstæð, eru sjúklingarnir afar þakklátir, enda ekki vanir að liggja í rúmum eða nokkurn vegin vind- og regn- heldu húsi. Góðir lesendur. Ég vona að þessar fátæklegu línur gefi ykkur ofurlitla hugmynd um það starf, sem unnið er hér í Konsó, og vil ég nota tæki- færið til að þakka öllum, sem .veitt hafa kristniboðsstarfiniu stuðning. Við sendum landsmönnum öllum okkar beztu kveðjur og biðjum þeim Guðs blessimar. — Kvikmyndir Framh. af bls. 15 A heitir unga stúlkan réttu nami, í fylgd með sér. Ræningjarnir koima nú aftur og gera harða árás á fjölskylduna, en þeir biða harkalegan ósigur og flýja niður að ströndinni og ætla til skips sins. Er þá bomið þar annað skip, sem hefur þegar skothríð að ræningjunum og skipi þeirra. Moreland skipstjóri er um borð í þessu nýkomna skipi og geng- ur nú á land til að hitta Robin- sonsfjölskylduna og sonardóttur sína. Verða þarna miklir fagn- aðarfundir, en þó með nokkuð öðrurn hætti en gamli maðurinn og áhorfendur hafa ef til vill búizt við. Mynd þessi er efnismikil, vel tekin og skemmtileg, enda spenn an mikil og leikurinn mjög góð- ur. Föðurinn leikuir Joihn Milla, móðurina Dorothy McGuire, Fritz, James MacArthur, Ernsit, Tomimy Kirk og Robertu, Janet Muniro. Allt eru þetta ágætir leik arar og Janet Munro sérlega lag- leg stúlika. Moreland skipstjóra leifcur Cecil Parker, góður leik- ari sem oft hefur sézt hér í kvik- myndum og mjög athyglisverð- ur er leikur Kevins litla Corcor- an í hlutverki Francis, yngsta sonar Robinsonshjónanna. Móðir mín • ÁSTA ÓLAFSDÓTTIB Templarasundi 5, andaðist 13. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram. Lilla Juhler. Bróðir okkar ÞORKELL þorkelsson Freyjugötu 46 andaðist í Landsspítalanum, aðfararnótt föstudagsins 19. apríl. k Elín Þorkelsdóttir og systkini. Dóttir okkar HELGA GUÐRÚN HENCKELL verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, mánudaginn 22. apríl kl. 3 eftir hádegi. María og Arnold Henckell. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför bróður okkar AXELS M. ÞORBJÖRNSSONAR verzlunarmanns. Ólöf Ólafsdóttir, Sigurþóra Þorbjörnsdóttir, Hannesína Þorbjörnsdóttir. Hugheilar hjartans þakkir færi ég öllum nær og fjær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar STEINUNNAR ÞÓRARINSDÓTTUR Breiðabólsstað, Suðursveit. Einnig þakka ég innilega þeim, sem veittu henni hjúkr- un og heimsóttu hana á sjúkrahúsin í hennar langvar- andi og erfiðu veikindum. Guð blessi ykkur öll. — Fyrir mína hönd, barna okkar og tengdabama. Þórhallur Bjarnason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall EIRÍKS JÓNSSONAR Vorsabæ. Sérstakar þakkir eru færðar sveitungum hins látna, Kirkjukór Ólafsvallakirkju og öðrum þeim er heiðr- uðu hann sérstaklega við útförina. Kristrún Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn og bamaböm. Sviarair frá Vesterás og Akur eyringar heilsast á Akafeyrarílugvelli. UM 60 manna hópur frá Vester ás í Svíþjóð, vinabæ Akureyr- ar, kom flugleiðis til Akureyr ax á föstudaginn langa. Komu ferðalangarnir með norskri flugvél beint frá Osló til Ak- ureyrarflugvallar. í förinni voru ýmsir borgaorar Vesteirás- bæjar, en flestir voru nemend ur eða kennarar við mennta- skóla borgarinniar með Olav Stenström, rektor, í broddi fylkingar. Menntaskólanem- arnir voru meðlimir í lúðra- sveit skólans, sem lék tvisvar Akureyringar fá fjölmenna heim< sókn frá vinabænum Vesferás Sænsku menntaskolanemarnir nýstignir á íslenzka grund. fyrir nemendur M.A. og bæjar búa, meðan á dvölinni stóð, undir stjórn Hilding Ahrborn. í bæði skiptin var troðfullt hús og viðtökur ágætar. Skólameistari M.A., Þórar- inn Björnsson, og kennarar skólans, bæjarstjóri, Magnús E. Guðjónsson, ræðismaður Svía, Jakob Frímannsson og fleiri Akureyringar tóku á móti ferðalöngunum á flug- vellinum, og Lúðrasveit Akur eyrar lék þjóðsöngva Svía og íslendinga. Svíunum var sýnt flest það markverðasta, sem hægt er að skoða hér að vetrariagi, svo sem verksmiðjur, hraðfrysti- hús og byggðasafnið. Einnig var þeim boðið til kaffi- drykkju í hinu nýja skíða- hóteli í HlíðarfjaHi og margt fleira gert hinum sænsku gest rnn tdl ánægju. Unga fólkið gistj i heima- vist M.A. þar sem niargir íbú ar hennar voru heima hjá sér í páskaleyfi, en himr rosknari og ráðsettari gistu á gistihús- um. Veður var írejnur rvsjótt meðan Svíarmr dvóldust hér, en þeir kváðust þó hafa haft hina mestu ánægju af þessu ferðalagi, enda hlakkað lengi til þess að gista Sögueyna. Héðan héldu hmir kær- komnu sænsku gestir heim- leiðis síðdegis á þriðjudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.