Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 1
Kommúnistartaka aðalbækistöðvar hlutlausra í Laos er óttazt að sæki í sama horfið og áður en Genfarsáttmálinn var undirritaður 1962 Muongvhan, Laos, 19. avríl — CNTB-Reuter) — I D A G ráku hermenn Pathet Lao heri hlutlausra undir forustu Kong Lae, hershöfðingja, á flótta frá Phongsavan, aðalbækistöð þeirra á Krukkusléttu. Einnig urðu hlutlausir að láta af hendi flugvöll í nágrenni Phongsavan, en l>að er aðalflugvöllurinn á blóttunni. — Kong Lae og hermenn hans hafa nú búið um sig á hæð á slétt- unni milli Phongsavan og Muongphan, en þar er einnig flugvöllur. 1 Laos óttast menn, að allt sæki nú í sama horfið og áður en Genfarsáttmálinn var gerður 1962 og í kvöld sagði Kennedy Banda- rikjaforseti, að næstu dagar myndu skera úr um hvort sáttmálinn yrði gerður að engu. Souvanna Phouma, hinn hlutlausi forsætisráðherra Laos, fór þess í dag á leit við aðstoðarforsætisráðherra lahdsins, Souphanou- vong, foringja kommúnista, að hann kæmi á vopnahléi, svo að alþjóðlega eftirlitsnefndin gæti hafið störf á Krukkusléttu. — Souphanouvong, sem er í höfuðstöðvum Pathet Lao á sléttunni, hefur lýst því yfir, að hann sé mótfallinn því að eftirlitsnefndin biandi sér í málin á sléttunni. Segir hann, að þar sé um innan- rikismál Laos að ræða. í G Æ R kom Tröllafoss til Reykjavíkur frá Antwerpen og Hamborg og hafði með- ferðis fleiri farartæki en áð- nr hafa komið með einu skipi. Um borð voru 154 bíl- ar, mest fólksbílar af ýmsum gerðum og á dekki 60 lestir af landbúnaðarvélum. Gekk ferðin heim hið bezta og lagði skipið að bryggju kl. 2 síðd. Þá tók ljósmyndari blaðsins, Ól. K. M., þessa mynd. „Kjarnorkuher Fr:kka getur kom- ið bandamönnum að gagni“ — segir de Gaulle Frakklandsforseti Orustan töpuð Fréttamaður Reuters flaug í dag frá Vientiane til Muongphan. Hann sagði, að hermenn hlut- lausra væru staðráðnir í að halda baráttunni áfram þó að út- litið væri ekki gott eftir að þeir misstu Phongsavan. Hernaðar- ráðgjafar Kong Lae, sem eru franskir, segja þó, að tilgangs- laust sé að halda áfram að berj- «st, orustan sé töpuð. Mikið mannfall Fréttamaðurinn heimsótti einn ig hinar gömlu höfuðstöðvar hlutlausra við Phongsavan. Þar hitti hann nokkra hermenn, *em orðið höfðu eftir þegar aðalherinn lagði á flótta. — Sögðu þeir honum, að mikið mannfall hefði orðið í bardögun- um um Phongsavan. Ennfremur sögðust þeir telja víst, að sér-- fræðingur frá Norður Viet-Nam hefðu stjórnað stórskotaliði kommúnista í bardögunum. Á flugvellinum í Muongphan hitti fréttamaðurinn hóp kvenna og barna, sem biðu þess að verða flutt á brotL ★ Souvanna Phouma, forsætis- ráðherra, lýsti því yfir í dag, að hann fordæmdi árásir Pathet Lao herjanna á heri hlutlausra. Hann mæltist til þess, að þjóð- irnar, sem undirrituðu Genfar- sáttmálann um Laos kæmu til hjálpar og aðstoðuðu við að verja hlutleysi landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði í dag, að i ráðuneytinu væru menn þeirr- ar skoðunar, að markmiðið með árásum kommúnista á hlutlausa í Laos væri að steypa stjórn landsins og koma kommúnista- stjórn til valda. Sagði talsmað- urinn, að álitið væri, að Pathet Lao herirnir nytu stuðnings frá Norður Viet-Nam. NOKKRAR erlendar frétta- stofur skýrðu frá því í gær, að komin væri upp misklíð milli rússneska pianóleikar- ans Askenazys og föður hans, sem býr í Moskvu. Báru frétta stofurnar fyrir sig heimildir frá Sovétríkjunum. í þessum fréttaskeytum greindi m.a., að faðir Askenazys hefði nefnt son sinn svikara, sem ekki m.yndi hljóta neinn arf frá foreldrum sínum, að þeim liðnum. Mbl. ræddi í gærkvöldi í síma við Þórunni, konu Ask- enazys, og bar þessar fréttir undir hana. Þá skömmu áður hafði Askenazy rætt í sima við föður sinn. Lýsti Þórunn því yfir, að fregnir þessar væru hreinn uppspuni, sem ekki ættu við rök að styðj- ast. Mjög vel.færi á með þeim feðgum. Hefði faðir Askenazys lýst gremju sinni yfir þessum fréttaflutningi í siir.talinu og bætti við, að hann myndi leita París, 19. apríl (NTB): • De Gaulle Frakklandsforseti ávarpaði þjóð sína í gær í sjón- varp og útvarp. Þetta er í fyrsta skipti, sem forsetinn kemur fram opinberlega eftir blaðamanna- fundinn 14. janúar, þegar hann til Tass-fréttastofunnar og neita þessum áburði. Bmboðsmaður rússneskra listamanna í London, Victor Hochauser, lýsti því einnig yfir í dag, að hann hefði bor- ið þessa fregn undir Moskvu- blaðið „Isvestia“, og hefði blaðið borið hana til baka. í viðtali sinu við Mbl. sagði Þórunn, að þrátt fyrir ásókn fréttamamía að undanförnu og, annað erfiði, þá liði þeim hjónum mjög vel. Þau sæju ekki eftir þeirri ákvörðun sinni að setjast að í Bretlandi. „Ég held, að þetta gangi eins vel og framast var hægt að hugsa sér“, sagði Þórunn. Fréttamaður Mbl. bar undir Þórunni, hvort það væri rétt, sem frá er greint í fréttum erlendis í dag, að Askenazy ætli í hljómleikaför til Sovét- rikjanna, síðar á þessu ári, með bandaríska píanóleikar- anum Malcolm Frager. „Nei, nei,“ sagði Þórunn. sagði, að Bretar gætu ekki orðið aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu á næstunnL • De Gaulle minntist á EBE í „Þetta er það fyrsta, sem ég heyri um það, þ.e. í fréttun- um i dag. Þetta er einhver vitleysa. Maðurinn minn er nýbúinn að tala við sovézka sendiherrann, og það var ekk- ert á þetta minnzt. Hins vegar er allt í lagi með vegabréfið. Manninum min- um var sagt, að hann gæti komið til Moskvu, ef hann vildi — ef hann vildi ekki koma 'núna, þá gæti hann kom ið seinna. Það var ekkert ver- ið að ýta eftir honum.“ Var nokkuð ákeðið hvenær þeir feðgar myndu hittast, spurði fréttamaðurinn. „Nei, nei, ekkert“, svaraði Þórunn. „Maðurinn minn er ekki búinn að taka neina á- kvörðun um, hvernig hann leggur sínar áætlanir nú. Hann hefur fengið tilboð frá mjög mörgum, en hann verður að skipuleggja hljómleikaferðir sinar á nýjan leik, og hann verður að hvíla sig fyrst.“ ræðu sinni í dag. Sagði hann, að ekki mætti stöðva þróunina inn an bandalagsins í þvi formi, sem það væri nú. Hann sagðist vona að Bretar gætu gerzt aðilar að því síðar. En áður yrðu þeir að losa sig við þær hindranir, sem nú stæðu i vegi. • Forsetinn visaði eindregið á bug fullyrðingum um, að sjálf- stæður kjarnorkuherafli Frakka yrði gagnslaus og allt of kostn aðarsamur. Hann sagði, að svo gæti farið að fyrsta kjarnorku- sprengjan félli á Bandaríkin og þá gætu ef til vill Frakkar kom ið bandamönnum sinum vestaii hafs til hjálpar. — XXX — De Gaulle sagði, að Frakkar vildu vera sjálfs sín ráðandi inr x Framhald á bls. 2 Gyðingar minnas- uppreisnarinnar í Varsjá 1943 Varsjá, *19. apríl (NTB): í dag fór fram í Varsjá athöf. til minningar um uppreisn Gyð inga gegn stormsveitum nazista í Gyðingahverfi borgarinnar fyrir 20 árum. XJppreisning kostaði 50 þús. Gyðinga lífið, og Gyðinga- hverfið var jafnað við jörðu. Um 1500 Gyðingar frá mörgum löndum heims lögðu leið sína til Varsjá í dag til þess að vera viðstaddir athöfnina. Meðal gest- anna var t.d. lögfræðingurinn Gideon Hausner frá ísrael, sem var sækjandi í máli Adolfs Eich mann. „Vel fer á með föður og syni“, segir Þórunn, kona Askenazys, og ber til baka fréttir erlendra fréttasto fa í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.