Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 8
9 UORCVNBL 401» L'augardngur 20. apríl 1963. Efling félagsheimilasjóðs nauðsynleg FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um breytingn á lögum um skemmtanaskatt og þjóðleikhús- ins var til lokaafgreiðslu í efri deild í gær. Var frumvarpið af- greitt «em lög frá Alþingi. Með frumvarpi þessu eru ýmiss konar tónleikar, leiksýn- ingar, sýningar á íslenzkum kvik myndum og fleiri skemmtanir undanþegnar greiðslu skemmt- anaskatts, en jafnframt er lagð- ur sérstakur skemmtanaskattur á gesti vínveitingaihúsa, en eng- inn skemmtanaskattur hefur und anfarið verið heimtur af þeim sem sækja vínveitingahús, ef ekki er seldur aðgangur. Auður Auðuns hafði framsögu fyrir menntamálanefnd Bfri deildar og gerði ítarlega grein fyrir þeim breytingum, sem í frumvarpinu felast Félagsheimilasjóður fær 2 miilj. kr. á ári. Sigurður Bjarnason tók eiwnig til máls og kvað það skoðun sína að þetta frumvarp stefndi í rétta átt. Með því væri þeim aðilum, sem njóta skemmtana- skattsins tryggðar allverulegar auknar tekjur. Til dæmis mundi félagsheimilasjóður ílá um 1%— 2 millj. kr. tekjuauka á ári, ef frumvarpið næði lagagildi. Þingmaðurinn benti á, að síð- an árið 1948 hefði hluti skemmt- anaskattsins runnið í félags- heimilasjóð, sem stofnaður var það ár til stuðn- ings við bygg- ingu félagsheim- ila og samkomu- húsa um land allt. Fram til ársloka 1962 befði skemmt- anaskattur sam- tals numiðy 74 mdllj. kr., þar af til félagsheimilasjóðs um 32 millj. kr. Tekjur félagsheimila sjóðs af skemmtanaskatti árið 1962 hefði verið áætlaður um 3,6 milLj. kr. Févana sjóður. „En mikið brysti á það“, sagði Sigurður Bjarnason, „að félagis- heimilasjóður gaeti staðið undir lögbundnum greiðslum á þeim hluta stofnkostnaðar, sem hon- um bæri að greiða af byggingar- feostnaði félagsheimilanna. Næmi áætluð krafa 77 félagsheimila til sjóðsins nú um 49,9 millj. kr. Þessar skuldir sjóðsins við féd- agsheimilin valda þeim aðilum sem að bygginu þeirra standa miklum erfiðleikum. Jafnframt stendur getuleysi sjóðsins heil- brigðú og eðlilegu félagslífi fól'ks ins í fjölda byggðarlaga mjög fyrir þrifum“. Sigurður Bjamason komst síð- an að orði á þessa leið: „Til þess ber brýna nauðsyn, að félagsheimilasjóði verði séð fyrir nýjum tekjustofnum, sem geri honum fært að gegna hlut- verki sínu með eðlilegum hætti. Félagsheimilin hafa stuðlað að stórbættum skilyrðum í félags- og menningarlífi fólksins um land allt. Þau hafa að sjálfsögðu orðið fyrir barði þeirrar óreglu og upplausnar, sem leiðir af vax- andi drykkjuskap, eins og önn- ur samkomuhús í landinu, í þétt- býli sem strjálbýli. En það af- sannar ekki nytsemi þeirra og þýðingu fyrir félags- og menn- ingarlíf við sveit og við sjó. Þvert á móti er óhætt að full- yrða, að bætt húsakynni til sam- bomuíhalds og félagsstarfsemi hafi átt ríkan þátt í að skapa aukinn menningarbrag og halda aftur að siðleysi og uppvöðslu óaldarlýðs, sem allsstaðar reynir að valda spjöllum og vandræð- um. Nauðsyn nýrra tekjustofna Þar að auki hafa félagsheimil- in veitt almenningi úti um land tækifæri til þess að njóta lista- mánna þjóðarinnar, bæði á sviði leiklistar og hljómlistar. Ég tel því brýna nauðsyn bera til þess að látin verði fram fara frek- ari atJhugun á því, hvernig félagsheimilasjóði verði tryggðir nýir tekjustofnar, þannig að hann verði fær urn að gegna hinu mikilvæga hlutverki sánu í þágu félags- og menningarlífs í landinu. Má hugsa sér ýmsar leiðir til þesis, t.d. að allur kvik- myndahúsarekstur í landinu ver iðlátinn greiða skemmtana- skatt, en eins og kunnugt er gilda nú yíðtækar undanþágur frá greiðslu skattsins. Ennfremur kemur til greina að auka hluta félagsheimilasjóðs af skattinum, eða jafnvel hækka hann veru- lega. Arlegt framlag ríkisisjóðs á fjárlögum er einnig hugsan- legt. Fleiri nýjar leiðir til efl- ingar sjóðnum koma til greina. Það er sköðun mín að heil- brigt fólagslíf fólksins sé svo þýðingarmikið atriði, ekki sízt fyrir æskuna sem margvíslegir miður hollir straumar leika nú um, að eigi megi láta undan fallast að gera þær ráðstafanir, sem hér voru nefndar. Æskan er fjöreggio Æskan er fjöregg þjóðarinnar. Hún verður að alast upp við sem þroskavænlegust skilyrði, á heim ilum sínum, í skólum og í félags og skemmtanalífi. Fólkið í strjál- býlinu, sveitum, sjávarþorpum og kaupstoðum úti um land hef- ur lengst um búið við erfið skil- yrði til félagslífs. Félagsheimilin sem þegar eru ri'sin hafa stór- bætt þau. En mikið og aðkall- andi verk eru óunnin á þessu sviði“, sagði Sigurður Bjarna- son að lökum. Ekkert lokatakmark Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, tók næstuar til máls. Kvaðst hann sammála Sigurði Bjarnasyni um að þetta frum- varp fæli ekki í sér nein end- anleg úrræði til eflingar félags- heimilasjóði og annarri þeirri starfsemi sem skemmtanaskatturinn væri lát- inn renna til. Lýsti ráðherra þvf yfir, að hann væri reiðubúinn til þess að láta fram fara frek- ari athugun á því hvernig tryggð ir yrði nýir tekjusbofnar í þessu skyni. Frumvarpið var síðan sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um og afgreitt sem lög frá Al- þingi. Fjölmörg mál afgreidd á Alþingi IMæstsíðasti fundur sameinaðs þings i gær FJÖLDAMÖRG mál voru af- igreidd á fundi sameinaðs Al- þingis í gær. 8 menn voru kosn- ir í landsdóm auk jafnmargra varamanna og margar þings- ályktunartillögur voru sam- þykktar og vísað til ríkisstjórn- arinnar. Fyrsta mál á dagskrá var fyrir spurn til rikisstjórnarinnar frá Gunnari Jóhannssyni um fyrir- hugaðar framkvæmdir í Siglu- fjarðarvegi ytri (Strákavegi. Hún hljóðaði svo: 1. Hvaða ákvarðanir hefur ríkisstjóynin tekið um framkvæmdir í Siglu- fjarðarvegi ytri á þessu eða næsta ári? Hefur verið fengið lán til framkvæmdanna? Ef svo er, þá hvar og hve mikið? Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, svaraði fyrir- spurninni og vitnaði m. a. í bréf frá vegamálastjóra. Fer hér á eftir hluti af ræðu hans: „í samræmi við það, sem sagt er í þjóðhagsáætluninni, er gert ráð fyrir, að verkið verði unnið á 23 árum og því lokið haustið 1 9 6 5. Fjárþörfin verð- ur þá hvert ár þannig, að 4 millj. þurfa á yfirstandandi ári, 10,6 millj. 1964 og 6,5 millj. 1966. Þetta er 20 millj., sem vegamálastjóri reiknar með. Hins vegar er gert ráð fyrir 21 millj. í þjóðhags- áætluninni, en á svona miklu verki getur náttúrlega alltaf skeikað um 1 millj^ kr. eða 5%. Þótti eðlilegra að áætla upphæð- ina heldur ríflegri heldur en minni. Vegamálastjóri segir enn- fremur, að ráðgert sé að fella niður vinnu við jarðgöngin á tímabilinu desember-febrúar 1964—1965, þar sem nokkur hætta ér á því, að snjóar og byljir geti torveldað hagkvæma nýtingu efnis þess, sem úr göng- unum kemur til vegfyllingar á veginum á göngunum til Siglu- fjarðar. Fé það, sem er fyrir hendi til framkvæmda í Siglu- fjarðarvegi, eru 700 þús. kr. fjárveiting og auk þess má geta þess, að hv. þm. Norðurl. v. munu hafa ráðstafað 300 þús. kr. af því fé, sem þeir höfðu auka- lega til skiptanna í kjördæminu, þannig að samkv. þessu á að vera til ráðstöfunar á árinu allt að 4 millj. kr., eins og vega- málastjóri telur þörf vera á og hægt að nota á þessu ári. Og það segir reyndar hér í bréfi vegamálastjóra: „Líklegt er, að þm. Norðurl. v. munu ætla um 300 þús. kr. til Siglufjarðarvegar ytri af því fé til samgöngubóta, sem veitt er á 13. gr. a2 I fjárl., ef til ráð- stöfunar yrðu til viðbótar þess- um 700 þús., þ.e. 300 þús. kr. kr. En ég hef sannfrétt, að hv. þm. hafa gert þetta, sem vegamála- stjóri hefur ætlað þeim að gera. Vegamálastjóri segir ennfrem- ur: Á það skal bent, að tími til tæknilegs undirbúnings svo um- fangsmikilla framkvæmda er allnaumur og telur, að það sé útilokað, að hægt sé að byrja á jarðgöngunum fyrr heldur en á næsta ári, að tæknilegur undir- búningur til þess að hefja vinnu við jarðgöngin geti ekki verið tilbúinn fyrr en næsta vetur. Ætlunin er að vinna á þessu og næsta ári að byggingu Strákavegar á milli Siglufjarð- ar og Fljóta og ljúka bygging- unni að fullu á árinu 1965. Aðal- kostnaðurinn við þessá fram- kvæmd er fólginn í jarðgöngum. Ráðgert er, að bygging þeirra hefjist vorið 1964, en hún krefst rækilegs, tæknilegs undirbún- ings. Lagning vegar að fljótum frá göngunum mun halda áfram á þessu sumri og er áætlað að verja til þess 3 millj. kr. samkv. þessari áætlun hér auk þess, sem er á fjárl. Sá vegur mun síðar fullbyggður, 1964 og göngunum lokið í ágústmán- uði 1965. Heildarkostnaður allra framkvæmdanna er áætlaður um 21 millj. kr. Það er gert ráð fyrir, eins og ég sagði áðan, 5% hærri upphæð heldur en er í toréfi vegamálastjóra. Ég ætla, að hv. 11. landsk., fyrirspyrjandi, háfi fengið nægi- le6 og skýr svör við fsp. Ég tel ekki óeðli legt, að Siglfirðingar og aðrir séu orðnir óþolinmóðir að bíða eftir því, að þessi vegur komi. Ég held, að það séu 15 eða 16 ár síðan, að þáv. þm. Siglf. var með till. um að gera Stráka- veg, þannig að þetta mál hefur verið nokkuð lengi á leiðinni og ég vil samfagna Siglfirðingum og öðrum, sem eiga að njóta þessa vegar að sjá loksi|ns fyrir endann á þessu máli, þar sem það hefur verið tekið upp I þjóðhagsáætlunina, eins og raun 'ber vitni. Næst lá fyrir kosning 8 manna í landsdóm, og jafnmargra vara- manna. Aðeins var stungið upp á tilskildum fjölda manna, og voru þeir því sjálfkjörnir í dóm- inn. í landsdóm voru kosnir: Páll Björgvinsson, Helga Magn- úsdóttir, Reynir Zoéga, Svein- björn Sigurjónsson, Geir Sigur- jónsson, Geir Sigurðsson, Jón Jóhannesson, Ragnar Ólafsson. Fjöldi mála Síðan voru samþykktar með samhljóða atkvæðum eftirfar- andi þingsályktunartillögur, sem áður hefur verið getið í blaðinu: Tillaga um senditæki í gúm- björgunarbát, brúargerð yfir Lagarfljót, afurðalán vegna garð ávaxta, fiskveg um Brúarfossa í Laxá í Þingeyjarsýslu, nám- skeið i vinnuhagræðingu, ráð- stafanir til verndar erni, verk- námsskóla í járniðnaði o~ bií- reiðaferju yfir Hvalfjörð. Tillögur um athuganir á hafn- arskilyrðum á Kelduhverfi var vísað til ríkisstjórnarinnar. tirenvíkintfum bætísi glæsilegt skip Akureyri 18. apríl. VÉLSKiPiÐ Oddgeir, >H 222, kom til Akureyrar í morgun, beint frá Hollandi, þar sem skip ið var smíðað úr stáii í Monikk- andam. Oddgeir er hið vandað- asta og fegursta fley> 160 brúttó- lestir að stærð, með 660 ha Lister-Blackstone aflvél og 64 ha Lister ljósavél. Af tækjum skipsins má nefna Elack-dýptar- mæli og fisksjá, Decea-ratsjá, Simrad-senditæki, ljósgeislamið- unarstöð og Acca-sjálfstýritæki. Skipið hefir frystilest fyrir beitu. Ágúst Sigurðssoún, tæknifræð- ingur í Hafnarfirði, gerði útlits- teikningu og teiknaði innrétt- ingafyrirkomulag í skipinu. Oddgeir fór frá Hollandi síð- degis á laugardag fyrir páska, og kom til hafnar á Akureyri kl. 9 í morgun. Skipstjóri á heimleiðinni var Björgvin Odd- geirsson. Eigandi, hins nýja sklps er hf Gjögur á Grenivík. Skipstjðrl verður Adolf Oddgeirsson, stýri- maður Knútur Bjarnason og 1. vélstjóri Jóhann Baldvinsson. Áhöfn verður alls 12 menn, flest- ir frá Grenivík, en nokkrir frá Akureyri. — Skipið mun halda til síldveiða við Suðurland innan skamms. — Sv. P. GUNNAR JÓNSSON LÖGMAÐUP við undiriétti og hæstarétti Þingholtsstræti 8 — Sími 18259

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.