Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 22
22 MORCVlSTilAÐIB Laugavðagur 20. apríl 1963. 1 i í GÆR voru 84 Finnar á leið , um Reykjavík með flugvél Loftleiða frá Bandaríkjunum, þar sem þeir höfðu dvalizt í viku. Þetta eru 20 blaðamenn, sölumenn fyrir Chrysler bif- reiðir, eigendur leigubíl- stöðva og iðnrekendur. Höfðu þeir hér lengri dvöl en venja er, því þeir höfðu beðið um að fá að skoða sig um í Reykja vík. — Var Finnunum sýndur bær inn. Síðan vildu þeir baða sig í hveravatni, og var farið með þá í Sundlaug Vesturbæjar, þar sem er sauna-baðstofa. Þar tók ljósmyndari blaðsins, ÓI. K. M., þessa mynd. Þá var Finnunum sýnd isl. kvikmynd í salarkynnum Loftleiða í Tjamarkaffi. Og um kvöldmatarleytið héldu þeir áfram ferðinni. Aðoliundur iulltrúurúðs Sjúli- slæðisfélugunnu í Árnessýslu AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Árnes- sýslu var haldinn að Selfossi hinn 29. marz sl. Formaður full- trúaráðsins, Helgi Jónsson banka fulltrúi setti fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnar um starf- semina sl. starfsár. Hafði full- trúaráðið aðallega unnið að undirbúningi kosninga þeirra er fram fóru á árinu, en það voru Sveitastjórnarkosningar Og kosn ingar til búnaðarþings. Haldið var mjög fjölmennt héraðsmót að Flúðum í ágústmánuði og í október var haldið kýnningar- mót á Selfossi þar sem boðnir voru um 20 félagar úr Sjálf- stæðisfélagi Vestmannaeyja, svo Ný ævisaga Lenins Moskvu, 19. apríl (NTB) í DAG kom út í Sovétríkjunum ný útgáfa af hinni opinberu ævi- Þing Pakistan ræðir nafis kattar sendi- herra USA , Dacea, 19. apríl (NTB). í DAG var rætt á þingi Pakist an nafn kattar Gaiíbraiths, sendi herra Bandaríkjanna í Indlandi. Kötturinn kom til umræðu vegna þess, að spurzt I hafði, að hann hefði verið skírður Ahmed, sem er sama l naf n og Muhammed, nafn í spán-.annsins. Pakistanbúar / telja það helgispjöll að kalla kött nafni spámannsins og varaforseti þingsins sagði, að væri það rétt að kötturinn væri kallaður Ahmed, væri það mál þúsund sinnum alvar- legra en vopnasendingar Vest urveldanna til Indlands. Eftir umræðumar í þing-J inu lofaði talsmaður ríkis- stjórnar Pakistan, þingmönn- um, að stjómin myndi rann- saka málið . Galbraith sendiherra skýrði frá því í Nýju Dheli í dag, að kötturinn bæri ekki nafn spá- mannsins. Hann hefði verið skírður Ahmedabad eftir borg inn þar sem böm sendiherr- ans fengru hann að gjöf. Til iiryggis sagðist Galbraith hafa Iátið bömin skíra köttinn upp og héti hann nú Gujerat eftir héraðinu þar sem Ahmedabad er höfuðborg. sögu Lenins. Pravda, málgagn kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, birtir grein í sambandi við útkomu bókarinnar og segir þar m.a., að í henni sé vísað á bug fullyrðingum lýðskmmara, fals- spámanna og hræsnara, um að Lenin hafi ekki viljað friðsam. Iega sambúð við ríki, sem ekki hefðu srama þjóðfélagsskipulag og Sovétríkin. Blaðið segir, að áðurnefndir bópar manna hafi notað full- yrðingar sínar til þess að gagn- rýna stefnu Krúsjeffs forsætis- ráðherra. Hefðu þeir borið bon- um á brýn, að hann fylgdi ekki stefnu Lenins. í hinni nýju opinberu ævisögu Lenins segir, að kommúnista- flokkurinn og Sovétstjórnin fylgi kenningunni um friðsamlega sam búð við ríki, sem hafi annað þjóðfélagsskipulag. Lenin hafi lagt grund'VÖLlinn að friðsamlegri sarnbúð og utanríkisstefna Sovét ríkjanna sé í samræmi við það. Blaðið segir, að falsspámenn þeir og lýðskrumarar, sem láti í veðri vaka, að Lenin hafi ekki verið hlynntur friðsamlegri sam úð, rangtúlkun orða hans og reyni að slá ryki í augu fjöld- ans. Lenin hafi hvað eftir ann- að lagt áherzu á mikilvægi frið- samlegrar sambúðar og efnahags- lega samkeppni kapítalista og sósíalista. Lenin sagði, að kapítal istar og kommúnistar myndu lifa hlið við hlið um langan aldur og kommúnistaflokkurinn bygg- ir stefnu sína á kenningum hans. Pétur Berndsen Endurskoðunarskrifstofa, endurskoðandi Flókagötu 57. Simi 24358 og 14406. og nokkrir félagar úr Rangár valla- og V-Skaftafellssýslu.' Var mjög vel til þessa móts vandað og fór það í alla staði svo fram að til sóma var þeim er það höfðu undirbúið. Félag- arnir úr Vestniannaeyjum höfðu dvalið í boði Fulltrúaráðsins, hér í sýslu í tvo daga og ferðast um héraðið og skoðað merkustu staði þess og atvinnufyrirtæki ýmis. Slík kynningarmót og heim sóknir hafa Sjálfstæðismenn í Suðurlandskjördæmi haft árlega frá því er kjördæmunum var breytt og voru Vestmannaeying ar upphafsmenn að þeim. Hefur þetta fyrirkomulag leitt til auk inna kynna milli flokkssystkina í kjördæminu, þótti vel gefast og áhugi fyrir því að efla þennan þátt félagsstarfsins í framtíðinni. Að skýrslu formanns lokinni var kjörið í stjórn fulltrúaráðs- ins og hlutu þessir kosningu af hálfu fundarins: Helgi Jónsson fulltrúi, form. Einar Eiríksson, bóndi, ritari. Einar Sigurjóns- son verkstjóri, féhirðir. Steinþór Gestsson bóndi. Formenn flokks félaganna í sýslunni eru og sjálf kjörnir í stjórnina en þeir eru: Þorsteinn Sigurðson verkstjóri, Selfossfo Sigmundur Sigurðsson bóndi S-Langholti. Óskar Magn- ússon kennari, Eyrarb. Bragi Einarsson Hveragerði. Pétur Aðalsteinsson stöðvarstjóri, Ljósa fossi. Bjarnþór Bjarnason bóndi Hoftúni og Óli Þ. Guðbjartsson kennari, Selfossi. í kjördæmiSráði voru kjörnir: Helgi Jónsson, Gunnar 'Sigurðs- son, Sigurbjörn Einarsson, Róbert Róbertsson, og Jón Pálsson. Full trúar á landsfund Sjálfstæðis- flokksins er hefst í Reykjavík hinn 25. apríl nk. voru kjörnir af hálfu fulltrúaráðsins: Einar Pálsson, Gunnar Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Ásgeir Eiríkisson, Oddgeir Ottesen, Jón Helgi Hálfdánarson, Pétur Aðalsteins- son, Benedikt Bogason, Sigurður Sigurðsson, Jóhann Jóhannsson. Að loknum aðalfundarstörfum voru rædd ýmiss flokksmál Og viðhorfin til væntanlegra þing- kosninga. Fundarstj. var Gunnar Sig. Fundarr. Einar Eiríksson. Eskifjarðarbátur fékk síld ESKIFIRÐI, 19. apríl7— Til'lS. þessa mánaðar var afli Eski- fjarðarbáta sem hér segir: Seley 534 lestir, Vattarnes 490 lestir, Hólmanes 486, Guðrún Þorkels- dóttir 361 lest. Síðan hefur Vattarnesið landað 55 lestum. Sjómaður hér út með firðin- um var úti með rauðmaganet fyrir nokkrum dögum og fékk í þau síld. — G.S. BK og Akranes keppa á sunnudaginn Lib IBK talib styrkara en áður KLUKKAN 4 á sunnudaginn hefst knattspyrnutímabilið hjá Keflvíkingum. Þá keppa ÍBK og Akumesingar á vellinum í Kefla vík. Er þessi leikur liður í hinni svokölluðu litlu bæjakeppni, sem árlega fer fram milli Kefla víkur, Akraness og Hafnarfjarð- ar. í fyrra voru öll liðin þrjú jöfn að stigum eftir tvöfalda umferð. En Keflvíkingar höfðu hagstæð- asta markatölu og tóldust því sigurvegarar. Lið Keflvíkinga leiknr nú aftur í 1. deild í sumar. Liðið hefur æft vel að undanförnu undir hand- leiðslu Guðbjörns Jónssonar knattspyrnukappa í KR. Liðinu hefur einnig ba tzt nýr markvörður en það er Gottskáik Ólafsson, sem undanfarið hefur leikið í liði Sandgerðinga cn er nú fluttur til Keflavikur og leik- ur með ÍBK. ÍBK átti í nokkrum erfiðleik um sl. sumar vegna þess hve margir af efnilegustu mönnum þeirra voru í 2. aldursflokki, en nú hafa þeir flesitir gengið upp svo að í sumar ættu Keflvíking- ar ekki að vera í vaindræðum að skipa löglegt lið þótt einhver hinna eldri heltist úr lestinni. * Keppni B-liðs í hnndknattleik Handknattleiksráðið gengst fyrir keppni B-liða í yngri aid- ursflokkum og er reyndar lokið 1. umferð. önnur umferð verður í dag að Hálogalandi. Keppa þá 1 2. flokki kvenna Fram gegn Vík- ing og Þróttur gegn Val. í 3. fl, karla keppa Þróttur gegn KR og ÍR gegn Víking og Valux gegn Fram. Á sunnudaginn verða úrslitin. Liðin sem hafa tvo tapleiki falla úr keppninni en hin keppa um efstu sætin. Handtökur í Argentínu Buenos Aires, 18. apríl — (NTB-AP): ~ — Síðustu daga hafa farið fram víð tækar handtökur í Argentínu. Á þriðjudag og míðvikudag voru tólf kunnir kaupsýslumenn og sérfræðingar um efnahagsmál teknir höndum, og í dag, mið- vikudag, kom röðin að rithöfund um, blaðamönnutn, og stjórnmála mönnum. Ástæðan til þessara aðgerða er sú, að sögn innanríkisráðuneyt- isins, að menn þessir hafa starf að fyrir marxist-lenínísku bylt- ingarhreyfinguna í Argentínu. Meðal hinna handtsknu er Marcos Voroshnik, stjórnarfor- maður dagblaðsins „E1 Mundo“ og fyrirrennari hans í þeirri stöðu, Simon Sivak. Leitað er tveggja bræðra Voroshniks. Einn ig er þar rithöfundurinn Emesto Sabato og Dr. Jacobo Bringhaus, læknir Arturo Frondizts, fyrrv. forseta. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að aðeins einn hinna handteknu hafi verið félagsbund inn kommúnisti — Rodolfo Pui- ggros, sem var fulltrúi í argen- tíska sendiráðinu í Mexico meðan Frondizi var við völd. Talsmaður innanríkisráðuneýt- isins segir, að menn þessir eigi það allir sameiginlegt, að hafa verið ákafir fylgismenn Rogelo Frigerio, sem var mikilsvirtur efnahagssérfræðingur og póli- tískur ráðgjafi Frondizis. Hafi menn þessir unnið að því með öllum hugsanlegum leiðum að skapa ringulreið og óeiningu meðal þjóðarinnar til þess að geta síðan notfært sár það ástand til myndunar stjórnar á marx- lenínískum grundve’li. Jafn- framt tilkynnir ráðuneytið að af- brot manna þessara fai'i undir ákvæði um „ógnun við öryggi ríkisins". Guðrún Erlendsdóttl- örn Clausen héraðsdómslögmenn Málflutningsskrifstofa Bankastrætj 12. Simj 18499. IVierkjasölu- dagur Ljós- mæðrafél. LJÓSMÆÐRAFÉLAG Reykja- víkur hefur hinn árlega merkja- söludag á sunnudag, til ágóða fyrir Hvíldarheimilið í Hvera- gerði og einnig verður vaxið þvl sem hægt er til að varðveita hús Þorbjargar Sveinsdóttur, sem stendur við Skólavörðustíg. Þorbjörg Sveinsdóttir var mjög merkileg kona á sinni tíð, ekki aðeins sem miikil og góð Ijósmóðir heldur einnig sem framsækin kvenréttindakona. Hús Þorbjargar er lágreist á meðal stórhýsa en þar laufgað- ist sú björk, sem teygði lim sitt langt út fyrir íslands strendur. Ólaflía Jóhannsdóttir var alin upp hjá Þorbjörgu ljósmóður og má segja að mannúð hennar og kærleikur umvefði þá smæstu og hjálparlausustu götuböm Oslóborgar. Engin var svo djúpt fallinn að hann hefði ekki skjól hjá henni, enda reistu Norðmenn foenni veglegan minniavarða 1 Osló. Nú hefur forstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis gefið Ljósmæðrafélagi Reykjavikur hús Þorbjargar, sem við erum mjög þakklétar fyrir, en mark- ið er að flytja það stein fyrir stein og folaða það upp eins og það var. Vonandi á eftir að vaxa bjark- arlim í kringum það á ný, sem nær til alls þess sem lifir og veitir skjól og kærleika hverj- um sem þarfnast. Góðir Reyfcvíkingar kaupið merki félagsins og styðjið gotit málefni. Merkin eru affoent f barnaskódum og hjá Guðrúnu Halldórs á Rauðarárstíg 40 frá kl. 10 fyrir hádegi. F.fo. Ljósmæðrafélags Reykja- víkur Helga M. Níelsdóttir, ljósmóðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.