Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 20
20 MOrrnr\ni4ÐIB 1 Lautrardagur 20. aprfl 1963. — Þaff hefur ekki rignt nema tvisvar frá því að við komum j hingað. f fyrra skiptið rigndi í tíu daga og í seinna skiptið í j þrettán daga. DUNKERLEYS Bara að þetta hundkvikindi vildi halda sér saman, gæti mað- ur haft ofurlítinn frið, hugsaði hún. En hundurinn var nú ekki alveg á því. Hann hafði verið að ýlfra og klóra í hurðina í heilan klukkutíma. Effie Rigby skreiddist fram úr rúminu, nauðug þó, fór r slopp og stakk fótunum í inniskó og opnaði gluggann. Hún hrökk til baka við ískalda loftstrokuna. — Jess, Jess! Skammastu þín! Þegiðu. Hver fjandinn er hlaupinn í þig! æpti hún til hundsins. En þá var skúrhurðinni hrundið upp og lítill, horaður maður brölti út, reikaði nokkur skref áfram en datt svo kylliflatur til jarðar. Jess tók að sleikja hann í framan af miklum ákafa. — Ja, hérna! sagði Effie Hún fór í gamla, græna kápu utan yfir sloppinn og hljóp niður. Áður en hún giftist Rigby, hafði hún verið hjúkrunarkona. Nú kom það upp í henni aftur. Hún beygði sig yfir Alec og skellti í góminn. Svo tók hún hann í fang sér og bar hann inn. — Ja, hérna! Þetta er eins og fis! Hún bar hann upp á loft, afklæddi hann inn að skyrtunni og lagði hann í rúmið, sem var enn hlýtt eftir hana sjálfa. Hann sagði ekki orð — að minnsta kosti ekkert, sem hún gæti skil- ið, encla þótt hann muldraði eitt- hvað öðru hverju, í óráði. Hann var svo lítill og vesældarlegur, undir rúmfötunum, fannst henni, er hún steig aftur á bak og horfði á hann, með hendur á síðum. Hún klæddi sig ekki frekar, en úr því að hún var komin á fætur á annað borð, þá kveikti hún upp eld, og bjó sér til morg- unmat. Og það góðan mat, því að Effie var í því skapi ið eiga frí. Það var ekki oft, að hann pabbi hans Jóa dó, og hún ætlaði að njóta þess eftir föngum. Og góður matur hafði jafnan verið ein aðalnautnin í lífinu hjá Effie. Hún steikti því tvö egg og stóra, þykka sneið af svínslæri, og svo nóg af brauði og setti allt þetta á borðið, ásamt te- könnu og krukku af sultu. Svo dró hún borðið að eldinum og settist niður til að njóta mál- tíðarinnar í næði. Hún ákvað að fara ekki með neinn mat til náungans þarna uppi. Hver sem hann kynni að vera, þessi vesalingur, þá var auðséð, að hann var alveg að fram kominn. Það sem hann þarfnaðist í bili, var hvíld og hlýja, en ekki mat- ur. Annars gæti hún haft lungna 'bólgusjúkling á höndunum ag það var sama sem að þurfa að brjótast fimm mílna leið eftir lækni. Og Effie langaði ekki til að brjótast langa leið, hvorki eftir lækni né neinum öðrum. Innst í einföldum og óbreyttum huga sínum vissi hún, að hún vildi sitja ein að þessum ná- unga. Undir eins ag Jói væri farinn að heiman, hafði hún lofað sjálfri sér einhverri til- breytingu, og svei því ef hún skyldi ekki fá hana! Sterkar, hvítar tennur hennar réðust á stökkt brauðið. Effie vildi smyrja brauðið vel og hafa með því svínslæri og egg. Hún dró grænu kápuna upp að hnjám, opnaði morgunsloppinn að framan og lagði annað hnéð yfir hitt, til þess að hita sér á kálfanum við snarkandi e' ’inn. Hún naut til fullnustu þessarar næðis- og öryggiskenndar. öeg- ar hún leit út um gluggann, sá hún, að rauða sólin var horfin. Skýin var að draga yfir himin- inn. Eftir svona heillar viku hreinviðri með kraftlausa sól allan daginn og brakandi frost á nóttunni, mátti búast við veð- urbreytingu. Og sú breyting var ekki til batnaðar, fannst henni. Kuldinn var bitur. Hún gat fundið ískaldan næðing læðast um rifuna undir hurðinni, sem vissi beint út í húsagarðinn. Hún stóð upp, tróð gömlu teppi í rifuna og ákvað’ að setja eitt egg í viðbót á pönnuna. Þá skjátl aðist henni, ef hann fær ekki að gera snjó. Hún þurrkaði síðustu fituögn- ina af diskinum sínum með brauðmola, fyllti aftur tebollanr sinn og fékk sér sultu með. Ó það var himneskt, hugsaði hún að vera hérna eins og Jói í hundrað mílna fjarlægð. Þetta var í fyrsta sinn í þriggja ára hjónabandi þeirra, sem hún hafði átt einn dag — auk heldur þrjá eða fjóra — algjörlega fyrir sjálfa sig. Hún kunni sæmilega vel að meta sjálfa sig ag var hissa á þvi, að hún skyldi enn — eftir þessa þriggja ára reynslu af Jóa — vera lífsglöð og nautna- sjúk kona. Hún var hálfþrítug. Hann var tíu árum eldri. Hún hafði verið í fríinu sínu frá fæð- ingarstað sínum, Accrington, á bóndabæ nokkrum nálæ.gt Cork- ermouth, þegar hún hitti Jóa fyrst, hann var þá í heimsókn hjá föður sínum. Einu sinni hafði hún tekið með sér hádegis- bita og farið út að ganga. Hún hafði komið á fáfarið svæði við ströndina Og ha,fði etið þar bit- ann sinn í sólskininu. Svo lagðist hún í sandinn og naut sólarhit- ans liggjandi á bakið og lék sér að því að láta sandinn síast milli fingra sér. Hún sofnaði svo, en þegar hún vaknaði aftur, sá hún mann, sem stóð, nakinn eins og Adam sjálfur, svo sem tuttugu skref frá henni. Hann hafði kom ið úr sjónum en hún hafði verið ósýnileg í ofurlítilli laut í sand- inum. Effie horfði með miklum áhuga á breiðu herðarnar, og vel sköpuðu fæturnar, sem stóðu gleitt og sterklega. Vöðvarnir í bakinu hnykluðust í sólarbirt- unni. Starf hennar við hjúkrun hafði sýnt henni mikið af karl- mannlegri nekt, en þessi sól- brennda nekt var allt annað. Hún sá, að fötin mannsins lágu að baki honum og því yrði hann að snúa sér við, til þess að ná í þau. Hún sat kyrr og horfði á hann með athygli. Þannig hafði þá Effie fyrst hitt eiginmann sinn. Hann var stórglæsilegur í vexti, en jafn- framt var hann grobbari og lyg- ari Hún hafði orðið hrifin af „stöðu á góssi í Sussex“, sem hann kvaðst hafa en frekar fékk hún ekki að vita um atvinnu hans. Sjálf var hún munaðar- leysingi og ennfremur var hún meir en fús að ganga í hjóna- band. Hún hafði varla vitað, hverskonar heimilis hún gæti vænzt — svo að hún hefði ekk- ert orðið hissa þótt það hefði orðið smá-herragarður. Þessi kofi með einu herbergi uppi og tveim niðri, úti í heiðarbrúninni, mílu vegar frá næsta manna- bústað, skelfdi hana dálítið og heldur ekki varð hún neitt yfir sig hrifin, er það kom í Ijós, að embætti Jóa var að vera undir- skógarvörður á „góssinu í Suss- ek“. En allt þetta hefði nú get- að verið fyrir sig og þolanlegt, ef ekki hitt hefði komið til, að þrátt fyrir karlmannlegan og glæsilegan vöxt, reyndist Jói náttúrulaus eins og geldingur hefði verið. Effie lét borðbúnaðinn f eld- húsvaskinn. Hann gat beðið. Hún gaf Jess að éta, en svo rakaði hún glóðunum úr eldinum á skóflu og flutti þær upp í arin- inn í svefnherberginu, Og fór tvær eða þrjár ferðir. Loksins fór hún upp með kolafötuna. Hún stóð stundarkorn og horfði á manninn í rúminu. Annar handleggurinn, vesældar- lega mjór, lá ofan á ábreiðunni. Hárið var úfið á enni hans. Hún lagði höndina á ennið og fann, að það var brennheitt. Nokkur sundurlaus orð komu frá vörum hans. Effie fleygði af sér káp- unni og sloppnum, sparkaði inni- skónum af fótunum og stelg upp í rúmið. Það var þægilega heitt. Hún lagði arminn um Alec og dró hann að sér. Hann lét undan eins og barn og hjúfraði sig að líkama hennar og andvarpaði af ánægju. Brátt sváfu þau bæði. Jess svaf einnig í eldhúsinu og aðrar lífverur voru þarna ekki innan mílna fjarlægðar. Eldur- inn snarkaði og það tók að snjóa. 9. Það var komið hádegi þegar Effie vaknaði. Hún fann sig liggja á bakið, með annan hand- legginn undir likama Alecs. Hún fann dældirnar milli rifjanna á honum. Hún leit við Og framan í hann. Hann var ekkert rjóður. Hann svaf rólega og andaði reglulega. Hlýja og hvíld, það var það, sem hann þarfnaðist, hugsaði Effie með ánægju. Það var furðulegt, hverju þetta tvennt gat áorkað. Þetta höfðu líka verið helztu húsráðin, þeg- ar hún var að hjúkra. Auðvitað varð maður að fara eftir skipun- um læknanna, en það voru nú samt engar pillur eða meðöl til, sem tóku þessu fram. Hún horfði upp í loftið í her- berginu. Fölvinn af snjónum endurkastaðist upp á það. Ofur- lítil snjófönn hafði safnast utan við gluggann, og hún sá út um rúðuná stóru snjóflyksurnar falla. Hægt og hægt losaði hún handlegginn undan Alec, íót fram úr og bætti á eldinn. Svo fór hún aftur í sloppinn og káp- una og gekk niður í eldhúsið. Það var kominn tími til að búa til miðdegismatinn. Hún var ekki ein þeirra kvenna, sem geta lif- að allan daginn á einni bollu og einum tebolla, ef þær voru einar heima. Hún lífgaði eldinn, hýddi kartöflur og gulrætur og setti þær yfir eldinn til suðu. En á olíuvél setti hún skaftpott aitlívarpiö Laugardag-ur 20. apríl 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheið- ur Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 1.30 Veðurfregnir. — Danskennsla (Heiðar Ástvaldsson). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra Axel Guðmundsson fulltrúi velur sér hljómplötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börn in f Fögruhlíð“ eftir Halvor Floden; X. (Sigurður Gunn- arsson). v 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 20.00 Lög úr söngleiknum „Maritza greifafrú“ eftir Emmerich Kálmán. Einsöngvarar: Sari Barbas, Rupert Glawitsch, Rudolf Schock o.fl. ásamt kór og Sinfóníuhljómsveit Berlínar. Stjórnandi: Frank Fox. 20.30 Leikrit: „Óvænt ákæra" eftir Bernard Merivale. Þýðandi; Hjörtur Halldórsson. Leik- stjóri: Þorsteinn Ö. Stephen* ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGE^ V O R I Ð N Á L G A S T Eruð þér farin að hugsa | til sumarferða? Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN sem leysir vandann? P A NTIÐ tímanlegaI VOLKSWAGEN er 5 manna bíll VOLKSWAGEN kostar aðeins kr. 121.525,00. VOLKSWAGEN er fjölskyldubíll VOLKSWAGEN er vandaður og sígildu VOLKSWAGEP er örugg fjárfesting. VOLKSWAGEN hentar vel íslenzkum vegum og veðráttu. VOLKSWAGEN er með nýju hitunar- kerfi. VOLKSWAGEN er því eftirsóttasti bíllinn VOLKSWAGEN ER EINMITT FRAMLEIDDUR FYRIR YÐUR HEILDVERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. KALLI KÚREKI — -jc — i< — Teiknari: Fred Harman — Sýnið mér þennan bankaræn- ingja! — Ég lamdi hann í rot með byss- unni. Hann er að íá sér smáblund bak við klettinn atarna. Skot ríður af. — Nei! — Hann var hjálparlaus! — Þurftirðu endilega að drepa hann? — Mér finnst ekki, að ræningjar og mannræningjar eigi skilið að komast í réttarhald. Það sparar sýslunni stórfé! 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. CORYSf SAlöHt — ÞJÓ'NUSTA VRÖhlSK þjónusta andlitsböS (landsnurtincj hárqreiðsla CeiSfaint met ual Snyrtl isöru. valhöll **** \ll-h- sími22/38 \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.