Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 11
Latiírardacfar 20. apríl 1963. nion mvni 4 ðið 11 heimleiðis. Frostið berti með hverri minútu sem leið, sum- arblíðan breyttist í nprðan- rok eins og hendi værí veifað. Nú þóttist ég vita, hver værí boðskapur úlfs og sólar næst- an dag eftir fullt tungl. Við áttuim eftir að kynn- ast úlfinum betur. Þegar við Itomum heim að Klaustri, var ofckur sagt að Mýrdaissandur væri ófær vegna sandstorms. tTtvarpið skýrði frá válegum tíðindum. Vetur konungur riðinn í garð. „Páskarnir komnir", sagði einhver. Ann- ar, „það er einkennilegt að alltaf 'skuli koma hret um páskana". Ég mundi eftir því sem gömul kona sagði ein- hverju sinni við mig: „Guð er að áminna okikur mennina með páskahretinu". „Af (hverju heldurðu að hann geri |>að?“ spurði ég. „Vegna þess að meniiimir eru vondir“. „En beldurðu að þeir séu verri á íslandi en annars staðar?" apurði ég. „O, það held ég kannski ekki“, sagði gamla konan, „en af hverju epyrðu?" „Vegna þess að í suðlægari löndum koma aldrei nein póskahret. Þar er sól og bJíðviðri og engin áminning". t En hún sat við sinn keip. Næsta dag hélzt veðurhæðin ©g enn herti frostið. Lækur- inn í fjallshlíðinni fyrir ofan Klaustur var horfinn og ekki annað eftir en klakataumur, eem var eins og hvítur tref- £11 utan í hlíðinni. Skaftá kom- in á ís, síminn bilaður. En Sig'geir bóndi nýkominn að sunnan með pokafylli af hjartahlýju. „Þegar við ókum í hAað", sagði hann, „vi’ssi ég «ð það kæmi áhlaup". „Hvers vegna", spurðum við. „Jú, bestarnir voru að fljúgast á úti á túni“, sagði hann. „Ó- brígðull fyrirboði válegra veðra. En það er betra að fá þau fyrir páska", bætti hann við og skírskotaði til reynslu sinnar og annarra Bkaftfell'skra manna. „Þá tek- ur það styttri tima". Síðan sagði hann okkur frá því að von væri þeirra guli- leitarmanna austur að Klaustri og yrði Gunnar Böðv- arsson í för með þeim. Yrði þá reynt að leita holienzka guilskipsins í sandinum við fyrsta tækifæri. Skipið strand- aði 1667. Á því voru 300 manns, þar af fórust 50. Skip- ið kom frá hollenzku Austur- Indíum með ársskatt krúnunn- ar, að þvi er sagnir herxna, og var á leið heim til Hol- lands, en leniti í hafvillum og hraktist hingað upp. í því voru 30 tunnur gulls, kopar- ba.llest, silíki og krydd. Næstu árin eftir strandið heftu bænd urnir hesta sína ekki með öðru en silkiklútum og hnýttu gjarna silkislæður upp í þá. Þetta þótti gott strand. Siggeir bóndi sat hjá okk- ur lengi nætur og var margt skrafað. Hann er vinsamleg- ur maður, hlýr í viðmóti höfð- ingi heim að sækja. Rafmagn- ið var farið og við sátum við Ijóstýru eins og sdkrifarar Njálu. Land og himinn eins og úfið haf. Lómagnúpur og Öraefajökull horfnir í mistr- að myrtkrið. Sarnt vissi ég þeir voru á srtnum stað þrátt fyrir rokið, því við höfðum skropp- ið austur að Hverfisfljóti um miðjan dag og grillti þá í báða jötnana gegnum morið. Hverfisfljót rann milli skara og má-tti jafnvel fara yfir það á haldi, fannst okkur. AUan daginn hafði hann geng ið á með hvössum hryðjum, en dúraði á milli. Það var hlýtit í matsalnum hjá Siggeir. Við fórum ekki að sofa fyrr en undir morgun. Vöknuðum samt snemma og lögðum af stað vestur hraun og sanda. Okkur hafði verið sagt að Mýrdalssandur væri vel fær, en á leiðinni kom nýtt bál og við fengum yfir okkur kol- svartan sandbyl frá Skálm að Hafursey. Það er óþægileg til- finning að sjá ekki út úr auga fyrir moldhríð og sandi. „Það er eins og landið sé að fjúka út á haf“, sagði ein- hver. Hinir svöruðu ekki. Engin Katla sjáanleg, en vitundin um hana eins og kökkur í hálsi. Það var fátt sagt á leiðinni yfir sandinn. Attum við að halda áfram eða snúa við? Við héldum áfram. Aldrei hafði mér áður dottið í hug að Vík ætt-i eftir að verða fyr- irheitna landið í lífi mínu. Ef ég ætti að lýsa sandinum mundi ég segja: „Það er eins og forsjónin sé að ryksuga landið. Og við séum inni í ryk sugunni". M. (III. kafli, samtalið við Eyjólf, birtist á næstunni) Myndin var tekin á afmæli borgarbókasafnsins. Á henni eru: Geir HalLgrímsson, borgarstjóri, Snorri Hjartarson, forstöðumaður borgarbókasafnsins, og Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri Reykjavíkur- borgar. Borgarbókasafnið á nu 82 þúsund bindi Safnið hefur starfað i 40 ár BORGARBÓKASAFN Reykja- vikur átti 40 ára afmæli í gær, en það tók til starfa 19. apríl 1923. Var afmælisins minnzt sið- degis í gær í salarkynnum aðal- safnsins að Þingholtsstræti 29 A að viðstöddum Geir HaUgríms- syni, borgarstjóra, borgarráði, safnvörðum og fleiri gestum. Geir Hallgrimsson, borgar- stjóri, flutti ávarp við þetta tækifæri og rakti í stuttu máli tildrögin að stofnun’ safnsins, sem rekja má aftur til ársins 1917, er 10 togarar voru seldir úr landi og var þá áskilið, að hluti andvirðisins rynni til verka manna og sjómanna. Á þeim grundvelli var styrktarsjóður sjómanna Og verkamanna stofn- aður og voru 10 þúsund krónur. ætlaðar til stofnunar alþýðu- bókasafns. Borgarstjóri gat þess, að hver Óperan ,11 Trovafore' effir Verdi frumsýnd í maí TJM ÞESSAR mundir standa sem jhæst æfingar á óperunni „H, Trovatore" eftir Vtrdi, sena frum eýnd verður í Þjóðleikhúsinu 1 næsta mánuði. Óperan verður síð asta viðfangsefni leikhússins á leikárinu og er jafnfrámt sautj ándi söngleikurinn, sem þar er fluttur. Leikstjóri verður 1 þetta sinn sænskur, Lars Rönsten frá Stokkhólmsóperunni og kom hann hingað til lands sL miðviku dag. Þjóðleikhússtjóri boðaði frétta merai á sinn fund í gær, kyranti leikstjórarm og skýrði frá hlut- verkasikipun. Fleiri erlendir gest ir eru væntanlegir til þessarar eýningar. Hljórrasveitinni mun Btjórna danski hljómsveitarstjór- inn Gerhard Schepilern, músik ráðunautur danska útvarpsins og kenraari við óperuskóla Konung lega leikhússins í Kaupmanna- böfn. Hann hefur stjórnað a.m.k. tuttugu óperusýningiun í Árósum nú síðast í „Madame Butterfly", J>ar sem Guðmundur Guðjónsson eöng í vetur. Með aðalsóprarahlut verk fer sænsk óperusöngkoraa, Ingeborg Kjellgren og er hún væntanleg hingað i byrjun næstu viku. Kjellgren réðist til Stokk hólms óperuranar fyrir átta árum og hefur starfað þar síðan að Lars Rönstcn undanskildum tveim árum, er hún söng við óperuna í Köln. Með önnur hlutverk fara ís- Ienzkir söngvarar og eru þeir helztu: Guðmundur Jónsson, Guð mundur Guðjónsson, Sigun-eig Hjaltested, Jón Sigurbjörnsson og Svala Nielsen. Leiktjöld gerir Lárus IngóJfs- son í samaráði við leikstjórann og allir búningar eru fengnir að láni frá Stokkhólmsóperimni. Leikstjóriran Lars Rönsten réð ist til Stokkhólms óperuranar fyr ir átta árum eins og Kjellgren. Hann hefur einnig starfað nokk uð í Kaupmannahöfn, settist þar síðast í vetur á svið óperuna „Fidelio" eftir Beethoven. Tut- tugu óperur hefur hann sett á svið í Stokkhólmi, m.a. þrjár óperur eftir Gluck á Drotting- holm Teater. -- XXX ----- Frumsýning á „II Trovatore" verður væntanlega 11.—12. maí. Hafa æfingar staðið yfir frá því um miðjan marz. Fritz Weisshapp el æfði einsöngvara og Carl Bill- ich kórinn. Sem fyrr segir er óperan síð- asta viðfangseini Þjóðleikhússins á leikárinu og sagði ÞjóðJeikhús stjóri, að innan skamms yrði hætt sýningum á Pétri Gaut og barraaleikritinu Dýrin í Hálsa- skógi. Fyrsta viðfangscfni næsta leikárs verður lcikritið Gisl- inn eftir Brendan Benan og mun þá fenginn liingað leik- stjóri frá Dublin. sú breyting sem orðið hefði til bóta um aðstöðu safnsins hefði sett nýjan fjörkipp í starfsemi þess. Þessi tímamót væru vel til þess fallin til að vekja borgar- stjóm til umhugsunar um að bæta nú enn aðstöðu safnsins. Gat borgarstjóri þess, að nú væri í athugun, hvort hentugra væri að byggja við núverandi aðalbækistöðvar safnsins í Þing- holtsstræti, eða byggja nýtt safn- hús, sem væntanlega yrði þá staðsett í nýjum miðbæ. Að lokum þakkaði borgar- ■stjóri aðalbókaverði, Snorra Hjartarsyni, og öðru starfsfólki vel unnin störf fyrr og síðar í þágu safnsins. Minntist hann sérstaklega Sigurgeirs Friðriks- sonar, sem var fyrsti forstöðu- maður safnsins og gegndi því starfi um 20 ára skeið. Borgarstjóri bar fram þær óskir, að starfsemi safnsins mætti auka bókmenntaáhuga og þroska borgarbúa x framtiðinni sem hingað til. Borgarbókasafn Reykjavíkur tók til starfa 19. apríl 1923 og á því nú 40 ára afmæli. í fyrstu nefndist það Alþýðubókasafn Reykjavíkur, en árið 1936 var nafninu breytt í Bæjarbókasafn Reykjavíkur og hét það svo til áramóta 1961—1962, er núver- andi nafn var tekið upp sam- kvæmt ákvörðun borgarstjórnar um heiti borgarstofnana. Fyrstu árin var safnið til húsa á Skólavörðustíg 3, en seint á árinu 1928 flutti það í Ingólfs- stræti 12, þar sem það starfaði nær hálfan þriðja áratug. í árs- foyrjun 1954 tók aðalsafnið til starfa í núverandi húsakynnum í Þingholtsstræti 29 A. Lestrarsalur fyrir fullorðna foefur verið starfræktur frá upp- hafi, en fyrsta harnalesstofan tók til starfa árið 1924. Barna- lesstofur eru nú sex talsins. Fjórar þeirra eru í barnaskólum og eru einungis opnar þann tíma ársins, sem skólarnir starfa. Eru þær í Austurbæjarskóla, Mið- bæjarskóla, Laugarnesskóla og Melaskóla. Tvær yngstu lesstof- urnar eru í útibúum safnsins í Hólmgarði og við Sólheima, og eru þær opnar allan ársins hring. Auk aðalútlánsdeildar safns- ins í Þingholtsstræti eru nú starfrækt þrjú útibú, þar sem foörn og fullorðnir geta fengið foækur að láni. Útibú I var stofnað árið 1934 og starfaði íyrst í Austurbæjar- skóla, en flutti í eigið húsnæði í Hólmgarði 34 í apríl 1957. Útibú H var stofnað árið 1936 og hefur það frá upphafi verið til húsa á Hofsvallagötu 16. Útibú III var stofnað árið 1948 og starfaði fyrstu mánuðina í HHðarenda við Langholtsveg, en síðan um margra ára skeið í Efstasundi 26. Um síðustu ára- mót var útibú þetta flutt í ný og rúmgóð húsakynni við Sól- heima 27. Þegar safnið tók til starfa fyrir 40 árum, var skráð bóka- eign þess 933 bindi, en um síð- ustu áramót var hún orðin 82.078. Lætur nærri, að þrir fimmtu hlutar bókanna séu skáldrit á íslenzku, frumsamin og þýdd. Fyrsta heila árið, sem safnið starfaði, voru Iánuð út 31.961 bindi, en árið 1962 hafði þessi tala nær sjöfaldast, og voru þá lánuð út 217.331 bindi. Eru þá talin þau bindi, sem safngestir fá heim að láni, en ótalin öll rit, sem lánuð eru til lesturs f lestrarsal og bamalesstofum. Horfur eru á, að útlán aukist mjög mikið á yfirstandandi ári, eða um allt að 40%, og er þar fyrst og fremst um að ræða ár- angur af starfsemi útibúsins í Sólheimum 27 í nýjum og glæsi- légum húsakynnum. Gefur þessi ánægjulegi árangur ákveðna vís- foendingu um, hvert stefna þarf í byggingamálum safnsins. Fyrsti forstöðumaður safnsins var Sigurgeir Friðriksson, sem kom safninu á fót og veitti því forstöðu til daúðadags 10. maí 1942. Núverandi borgarbókavörður er Snorri Hjartarson, en haran hefur gegnt stöðunni frá árs- foyrjun 1943. Starfsmenn safns- ins við bókavörzlu eru nú um iuttugu talsins, og eru þó ótald- ir kennarar þeir, sem annast gæzlu í lesstofunum í barnaskól- unum. Skráðir lánþegar safnsins voru tæplega 7.000 árið 1962. Ma reikna með, að 38 af hverjum 100 lánþegum séu born og unglingar 16 ára og yngri. Þeir yngstu geta talið árin á fingrum annarrar handar og eru mjög áhugasamir, þótt þeir séu ný- bunir að kynnast lestrarlistinni. Elztu lánþegar munu hins vegar vera á níræðisaldri, en ekki eru þeir margir talsins. Ekki eru haldnar neinar skrár yfir, hvaða bækur eru mest lesn- ar, en talið er, hve mörg bindi foóka eftir íslenzka höfunda eru lánuð út í aðalútlánsdeild safns- ins í Þingholtsstræti. Fer hér á eftir skrá yfir þá Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.