Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 6
6 MORC.VlSn L 4 ÐIB LaugaicUigur 20 apríl 1963. GísSi Arnkelssosi skrifar um Síarfiö í Kon Konsó, 25. marz, 1963. Góðir lesendur! Eins og ykkur er kunnugt rekur Samband íslenzkra kristniboðsfélaga kristniboð í Konsó. Það starf, sem hér fer íram er þríþætt: 1. Boðun Guðs orðs. 2. Skólastarf. 3. Sjúkrastarf. Á hverjum sUnnudegi kL 10 fyrir hádegi streymir fólk hingað til stöðvarinnar. — Ósjaldan fer tala samkomu- gesta yfir 500. Þar sem ekki er fyrir hendi nægilegt hús- rými fyrir slíkan fjölda, eru guðsþjónusturnar haldnar undir beru lofti. Athöfnin samkorougestir svara með við lagi. Guðsþjónustunni lýkur síðan með þvi, að allir biðja sameiginlega Faðir vor. Á mánudags- og fimmtu- dagskvöldum eru samveru- stundir fyrir starfsmenn og heimavistardrengi. Fólk úr ná lægustu þorpum kemur stund um á þesSar samverur, svo og rólfært fólk frá sjúkraskýl- inu. Miðvikudaga og laugar- daga eru fundir fyrir konur, og á þriðjudagseftirmiðdög- um saumafundir. Með stuttu millibili eru námskeið höfð hér á stöðinni fyrir þá, sem gerast viija Konsó-kofi. Fyrir myndatökuna klæddu feðgamir sig í bezta. Fæstir eiga þó slikar skyrtur. Sendiboðar íslenzka kristniboðssambandsins í Ethiopiu. Myndin er tekin á jóladag 1962. Talið frá vinstri: Jóhannes Ólafsson, Áslaug Johnsen, Ingunn Gisladóttir, Katrin Guðlaugsdóttir, Gísli Arnkelsson. Börnin: Ólafur Árni Jóhannesson, Guðlaugur Gíslason, Valgerður Aradis og Bjarni. safnaðarmeðlimir, og einnig eru námskeið fyrir hina, sem lengra eru komnir. Yfirleitt hafa námskeið þessi verið vel sótt. í ár setbum við af stað sérstakt námskeið fyrir kon- ur, sem gafst einkar vel. Yfir 20 konur og ungar stúlkur söfnuðust saman á hverjum mánudags- og fimmtudags- morgnL Var þeim kennt að þekkja amhariska stafrófið, lærðar voru Biblíusögur utan bókar, auk þess sem þær fengu tilsögn í handavinnu. Annaðist Katrín þann hlut- ann. Flestar þessara kvenna snertu þar nál í fyrsta sinn. Þið getið því gert ykkur í hugarlund, að saumarnir voru ekki allir beinir, og fleiri en ein þeirra saumaði saman hálsmálið á skyrtunni, sem annars var eins einföld og unnt er 80 nemendur Skólastarfið hefur verið mjög blómlegt þetta skólaár. Rúmlega 180 nemendur inn- rituðust í haust og skiptast niður á fimm bekki. Hér sitja saman börn, unglingar og barnsfeður. Elzti nemand- inn, sem situr í 2. bekk, er líklega liðlega þrítugur. Þar sem hann á fyrir fjölskyldu að sjá, þarf hann að taka sér frí öðru hverju. Annars eru þau hjónin, sem bæði eru safnaðarmeðlimir, samhuga og samtaka í að bóndinn Ijúki 2. bekk þetta árið. Geri aðrir betur! Það sem sárast er við skólastarf okkar er, að við höfum enn ekki komið upp heimavist. Við höfum reynt að hola niður 21 dreng í smá-bárujámshús. Allir þessir drengir fá einhverja hjálp frá kristniboðinu, inh- fæddu starfsmönnunum eða kristniboðunum persónulega. Flestir fá enga hjálp frá heim- ilum sínum. Sumir foreldr- anna hafa gefið leyfi til að þeir sæki skólann, en aðrir hafa beinlínis flúið heimill sín vesgna andstöðu foreldr- anna gegn því að þeir gerð- xist kristnir og sæktu skólann okkar. Við vitum, að þetta á eftir að breytast, og foreldr- arnir læra að meta gildi menntunar og þroska. Auk- inn nemendafjöldi bendir og til þessa. Við vonum því, að okkur takist að koma upp húsum, sem hýst geta 40—50 drengi og 20—30 stúlkur. í sambandi við skólastarfið má geta þess, að byggingarfram- kvæmdir eru þegar hafnar við nýtt skólahús, sem hefur fjórar kennslustofur. 40—200 sjúklingar á dag Til sjúkraskýlisins koma frá 40 og upp í 200 sjúklingar á degi hverjum. Hjúkrunar- konan, Ingunn Gísladóttir, og aðstoðarmaður hennar, hafa þvi yfirleitt nóg að gera. Á árinu 1962 voru yfir 18000 Framh. á bls. 14 hefst með söng. Konsómenn eru söngelskir, og sálmasöng- urinn hljómar af miklum krafti. Þá er lestur ritningar- greina og fólkið stendur á fætur og hefur eftir trúar- játninguna. Næst er prédikun, en að henni lokinni er aftur sungið og á meðan tekið við samskotum. Fjöldi fólks tek- ur með sér smápinkil af bómull, sem það gefur í pen- inga stað. öldungar safnaðar- ins safna þessu saman og geyma, unz hentugur sölutími rennur upp. Peningana nota þeir svo til að greiða laun 9 prédikara og kennara, sem starfa úti í þorpum. Þessu næst spyr stjórnandinn, hvort einhverjir séu, sem gerast vilji kristnir. Algengt er að 10—15 manns standi upp. Er þá farið nokkrum orðum um það, hvað í því felst að ger- ast kristinn, og þeir að lokum hvattir til að sækja samkom- ur og fræðslunámskeið. Konsó menn nota mikið víxlsöngva. Safnaðarmeðlimur er þá gjarna beðinn að standa upp og vera forsöngvari. Syngur hann til dæmis Biblíuvers, en ★ Sígarettur í lausasölu. Ritari Krabbameinsfélags- ins sendir Velvakanda þetta bréf: „Út af bréíi i'rá S. í Mbl. þ. 10. þ.m. er rétt að geta þess, að Krabbameinsfélag íslands sknf- aði fjármálaráðuneytinu þ. 15. sept. 1961 og íór fram á, að það hlutaðist til um, að nætt verði að selja sígareltur í íausasölu. „Hvort tveggja er, að mjög er ó- æskilegt, að börn og ungiingar hafi tækifæri tii að iæra að reykja með þessu mAci, og svo hitt, að frá heiíbrigðissjónarmiði ar lítt forsvarautegt, að nieira eða minna ónteinar hendur aí- greiðslumantis hafi farið um sígarettur sem menn stinga upp í sig“, stóð I þessu bréfí. Þegar þetta eniidt bar ekki árangur, var heilbrigðisma.'a- ráðuneytinu skriíað 29. des. og farið frarn á, að þ3ð læitli áhrifum sínuvn tu þess að scöðva sölu á sígarettum í lausasölu. Þessi tilmæli Krablxtrneinsfé- lags íslands voru tekin upp í bréfi landlæknis til dómsmala- ráðuneytisins í bréfi dags 7. júlí 1962. Loks hefir þess oftar en einu sinni verið farið á leit við tiorg arlækni, að hann beitti sér fyrir því, að bönnuð verði lausasala á sígarettum í Reykjavík. Þrátt fynr allar þessar tjl- raunir heldur lausasala á síga- rettum áfram. Ailir eru sam- mála um að þessi lausasala sé til ills eins og eigi sinn þátt í að venja börn á reykingar. Það mun vera á valdi Tobaks- verzlunar ístands að geía fyrir- iræli um að sigaxettur vcrði ekki seldar r.evoa í heilum pökk um. En T6bak3verzlun íslands mun ekki geta gefxð slík fyrir- mæli, nema samkvæmt skipun frá ráðuneyíiau. Væri mjög æskilegt að raSuneytið viidi gffa slík fyrirmæli. Annars ætti það að vera á vaidi borgariæknis að bar.na siika sölu hér í Reykjavik af heilbrigðisástæður.i. Frá ritara Krab bante Insf élagsin s“. ^ Tvaer hliðar á hverju máli. Svo vill til, að Velvakandi hefur fyrir stuttu birt tvö bréf, þar sem lagzt var gegn lausa- söiu á sígarettum, og rnun ritari Krabbameinsfélagsinx þvi haía sent þessar upplýsingar. Hins vegar hafa Velvakanda þegar borizt tvö önnur bréf, þar sem bréfritarar haida annarn skoð- un fram. Segja þeir m.a., að svo mikill hluti þjóðarinnar reyki, að sjálfsögð þjónusta sé að selja sígarettur bæði í stykkjasölu og pökkum. Ekki dugi að banna lausasölu af þeirri Astæðu einni, að sumir óttast, að unglingar fari þá fyrr að reykja. Það megi ekki eyðileggja sjálfsagða þjón ustu við fullorðna af eintómri hræðslu og verndarumhyggju fyiir einhverjum unglingum. Fleira stóð í bréfum þessum, og fjallaði armað m.a. mikið um opnunartíma sölubúða og sölu turna, sem bréfritari vill hafa sem frjálsastan og lengstan. Að því leyti er Velvakandi honura sammála, en að öðru leyti er ekki tóm að þessu sinni að rekja bréfin nánar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.