Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 2
2 MOnGVNBL4ÐIB Lmjc^rclagur 20. aprfl 1963. Islenzk seld til málning Noregs ingu á lestarborðum í skipum. Kom í ljós að ný tegund af plast lakki, Epoxy-lakkið, gaf bezta raun í fiskilestum. Þess vegna keyptu eigendur hins nýja skips þessa málningu hér og létu flytja hana utan, og sagði Kolbeinn Pétursson, for- stjóri í Málning okkur í gær, að hann vissi ekki til að málning hefði fyrr verið seld út fyrir landsteinana. Kommunistar og 1. maí-hátíbahöldin UÓST er nú orðið, að kommún- istar hafa ákveðið að reyna að hindra einingu verkalýðssamtak anna um háitíðahöldin 1. maí, en þá eru liðin 40 ár síðan þessi dagur var fyrst hátíðlegur hatd- inn hér á landi. Hafa formenn níu verkalýðs- félaga, sem allir eru kommúnist- ar skrifað bréf til formanna allra verkalýðsfélaga í Reykjavík og óskað eftir því, að þeir tilnefndu fulltrúa frá félögum sínum til að mæta á fundi í skrifstofu A'.þýðu sambandsins og átti sá fundur að vera í gærkvöldi. Saimkvæmt þessu bréfi átti til- gangur fundarins að vera sá, að mynda samtök einhverra ein- stakra verkalýðsfélaga um há- tíðahöldin, en eins og kom fram í yfirlýsingu stjórnar fulltrúa- ráðsins er birtist hér í blaðinu í fyrradag hafði fulltrúáráðið á að alfundi sínum í vetur ákveðið með samhljóða atkvæðum að stjómin undirbyggi hátíðahöld- in og sæi um þau. Kommúnistar hafa nú minna fylgi í fulltrúaráðinu en þeir hafa haft í tugi ára og gera sér Ijóst, að þeir hafa ekki lengur þau tök á verkalýðshreyfingunni og þeir höfðu fyrir fáum árura. Þessa staðreynd vilja kommúnistar ekki sætta sig við og hika því ekki við að efna til klofnings inn an samtakanna einmitt á þeim degi, þegar launþcgar ættu að koma fram sem ein lieild. Hvað gerzt hefur á þessum fundi kommúnista er ekki enn vitað, en verkalýðsfélögin verða að vera vel á verði og sýna komm únistum í eitt skipti fyrir öll, að slík vinnubrögð hefna sin. Þau sem hafa forystu fyrir þessari klofningshreyfingu komm únista eru: Birgitta Guðmunds- dóttir, form. A.S.B. Bolii Ólafs- son, form. Húsgagnasmiða, Eð- vaxð Sigurðsson, form. Dagsbrún ar, Helgi Amlaugsson, form. skipasmiða, Jón Þorleifsson, form. trésmiða, Margrét Auðunsdóttir, form. Sóknar, Snorri Jónsson. form. járnsmiða og Þorsteinn Þórðarson, form. húsgagnabólstr ara. Þetta fólk hefuir vissulega tekið á sig mikla ábyrgð. Ekki er vitað til þess, að þetta mál hafi verið rætt á neinum félagsfundi í þeim félöguim, sem þetta fólk er for- menn í og því síð ir að sam- þykkt hafi verið i félögunum að fela formönnum að standa að klofningshátíðahöldum 1. maí. Það skal tekið fram tii skýr- ingar, að í íulltrúaráöi verka- lýðsfélaganna í Reykjavík eru um 40 verkalýðsfélög, svo að þessi viðleitni kommúnistanna hefur ekki borið mikirui árangur enn sem komið er. Brezkur kaupsysSumaður fyrir herrétt í — sakaður um njósnastarfsemi Reynist bezt AÐUR en Drottningin fór frá Reykjavík sl. fimmtudag fóru um borð á fjórða hundrað lítrar af íslenzkri málningu, sem Máln ing h.f. var að senda tU Harstad í Noregi, þar sem í byggingu er íslenzkt stálskip, og vildu eig- endur enga aðra málningu í lest- ar skipsins en svokallað Epoxy- lakk frá Málningu. Ástæðan fyrir því er sú, að í fyrra lét ferskfiskeftirlitið rann saka innlenda og erlenda lest- armálningu, sem notuð hefur verið í lestar fiskiskipa hér. Fóru fram prófanir á málningu við — De Gaulle Framhald af bls. 1. an Atlantshafsbandalagsins, en bandaiagið væri nauðsynlegt með en Vesturveldunum stafaði ógn aif Rússum. Hann sagði, að Frakkar ▼æru fúsir til þess að sameina varnir sínar vömum bandamanna sinna samhliða því, að þeir byggðu upp sjálfstæðan kjam- orkuher. ' JBandaríkin eru mikið stór- veldi", sagði forsetinn, „þau geta gereytt að minnsta kosti stórum hlutum Sovétríkjanna. Banda- ríkjamenn eru staðráðnir í að gera allt, sam í þeirra valdi stendur til þess að hindra, að Rúss air nái V-Evrópu á sitt vald. Þeir eru góðir bandamenn okkar eins og við erum góðir bandamenn þeirra." Forsetinn hélt áfram: ^Enginn getur sagt um hvar fyrstu sprengjumar falla. Þær geta alveg jafnt fallið á Banda- ríkin og Sovétríkin og Vestur- Evrópu. Vegna þessa er nauðsyn legt fyrir okkur að hafa sjálf- ftæðan kjarnorkuher til þess að verja okkur og ef til vill getum við komið bandamönnum okkar, þar á meðal Bandaríkjamönnuin, til hjálpar", sagði forsetinn. Áður en de Gaulle ræddi EBE og kjamorkuvopn, talaði hann um verkfall franskra námu- manna. Varaði hann franska verkamenn og embættismann við J>ví að gera áframhaldandi launa kröfin: og sagði, að það hefði í för með sér verðbólgu, framfar- imar stoðvuðust og flestir borg- aranna yrðu gjaldþrota og háðir miskunn erlendra aðila. á fiskilestar ýms skiiyrði í rannsóknarstofu, m.a. athugað hvernig málning- in stæði sig gagnvart lút, salti, skrúbbningu o.s.frv. Og einnig voru gerðar tilraunir með máln- Kaupir málverk á 35 þús. kr. AKRANESI, 19. apríl — Metað- sóikn hefur verið að málverka- sýningu Hreins Elíassonar að Víðigerði 3 hér í bæ, sem opnuð var 6. þun. og lýkur á sunnu- dagskvöld. 17 myndir hafa selzt, þar á meðal ein „Sjómenn“, sem bæjarstjórnin hefur samþykkt að kaupa. Verð 35 þús. kr. Um 400 manns hafa þegar sótt sýn- inguna. Hreinn hefur stundað mynd- lilstmám, fyrst í Handiðaskól- anum í Reykjavík, síðan í Ham- borg í Þýzkalandi og loks í Skot- landi, Glasgow. Hreinn er 29 ára gamall. Hann byggði sér 80 fenm. vinnustofu í frítímum í vetur. Fauik gaflinn í rokinu mikia fyr- ir jólin í vetur, en hann byggði nýjan og betri í staðinn. Vín, 19. apríl — (NTB) — EINS og skýrt var frá í fréttum heimsótti Franz König, kardináli í Vinarborg, í gær ungverska kardinálann Jozef Mindszenty í bandaríska sendiráðið í Bnda- pest, en þar hefur hann dvalizt frá því að Rússar bæidu niður uppreisnina í Ungverjalandi 1956. 1 dag var haft eftir áreið- anlegum heimildum í Vínarborg, að König kardínáli færi innan skamms til Rómar til þess að ræða framtíð Mindszentys við Jóhannes XXIII páfa. Að viðræðunum við Mindsz- enty loknum í gær, sendi König páfanum bráðabirgðaskýrslu, þar sem hann segir að för sín til Ungverjaiands hafi verið árang- ursrík. Sagt er, að það hafi verið páf- inn, sem sendi König til Ung- Moskmt, 18. aj>ríl — NTB-AP BREZKUR kaupsýslumaður, Grenville Wynne að nafni, hefur af sovézkum yfirvöld- Afli Reykjavíkurbáta f GÆR komu tvö síldarskip inn, Guðmundur Þórðarson með 550 tunnur og Hafrún með 600 tunn- ur. Síldina fengu þau á Hrauns- vikinnL Síldarskipin voru dreifð, en ekki varð vart neinnar síld- ar nema grunnt uppi við land. Reytingsafli hefur verið hjá netabátum frá Reykjav.lr, frá 4—5 lestir upp í 34 í róðri í fyrra dag. Þá var Kári Sölmundarson hæstur. verjalands til þess að athuga með hvaða skilmálum Mindsz- ynty gæti fengið að yfirgefa bandariska sendiráðið í Buda- pest. Talið var að König myndi ræða málið við fuiltrúa ung- versku stjórnarinnar og starf- andi yfirmann kirkjunnar, Endre Hamva, en af þvi varð ekki, og hann kom óvænt tii Vínarborg- ar þegar í dag. Eins og kunnugt er hefur ung- verska stjórnin krafizt þess að Mindszenty láti af embætti sem æðsti maður rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Ungverjalandi um leið og hann fær leyfi til þess að yfirgefa sendiráðið. Þetta hefur kardinálinn ekki viljað sætta sig við og enn er ekki hægt að segja hvernig málinu lyktar. um verið formlega ákærður fyrir njósnir og mun herrétt- ur fjalla um mál hans. Wynne var handtekinn í Búda pest í nóvember sl. og hafður þar í haldi um hríð, en síðan fluttur til Moskvu. Brezka sendiráðið í Moskvu hef- ur óskað eftir upplýsingum frá sovézka utanríkisráðuneytinu um máismeðferð — hvenær rétt- arhöld í máli mannsins hefjist og hvort honum verði fenginn verjandi. Jafnframt var þess ósk að að eiginkona Wynnes og starfsmaður sendiráðsins fengju að heimsækja hann, en eiginkon an, Sheila Wynne hefur ekkert heyrt frá manni sínum frá því í desember sl. Þá fékk hún leyfi til að heimsækja hann í Lubi- Moskvu anka-fangelsið í Moskvu. Vestrænir fréttamenn telja, að réttarhöldin í máili Wynne hefjist þegar í næstu viku. Tass- fréttastofan rússneska hefur sagt, að hann sé ákærður 'fyrir brot á 65. grein sovézkra hegn- ingarlaga, en hún fjallar um starfsemi erlendra njósnara gegn hagsmunum Sovétríkjanna og geta brot varðað allt að dauða- refsingu. Jafnframt hefur Tass tilkynnt að enginn brezkur stjórnarerindreki fái að ræða við hann fyrr en réttarhöldunum sé lokið. Rússinn Oleg Penkovskij, sem hanndtekinn var um leið og Wynne, og átti að hafa selt hon- um í hendur leynilegar upplýs- ingar, hefur verið sakaður um landráð og á yfir höfði sér þunga refsingu — allt frá 10—15 ára fangelsisvist eða lifiát. I NA /5 hnúfor ] SV 50 hnútor X Sn/ikomo * Oé!»m 7 Skúrír C Þrumur i£S KiMotki! 'Zs' HitookH hah*» | iÍAsiU UM HÁDEGI í gær var aust- ið háþrýstisvæði yfir Græn- 1 1 anátt um allt land, hvass- landi. Ný lægð norður af i viðri við Suðurströndina og Azoreyjum nær sennilega hinig aidbvasst á annesjum norðan- að norður með kvöldinu. , iands. Hiti var 5—6 stig á Út af Vestf jörðum er mörk- Suðurlandi, en 1—3 stig fyrir uð hafísröndin, eins og hún ' 1 norðan. Á Austurlandi var var fyrir háifum mánuði. i hiti lítið yfir frostmarki og Istota, sem skagar suður úr snjókoma. Fyrir sunnan land- meginísnum var um 44 mílur ið er kyrrstæð lsegð, en mik- undan Strauunnesi. — Oddur. König fer á fund páfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.