Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIE Laltg&rðagur 20. apríl 1963. I Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur eftir renni, segir gamalt máltæki. Við stóðum á hlaðinu á Kirkjuibaejar- klaustri um átta leytið þriðjuy' dagsmorguninn 9. apríl s.l. fjórir ferðalangar úr Reykja- v>ík, Einar Kvaran, Gunnar Hansson, Karl Eiríksson og ég, lofsungum hlýjan andvar- ann úr suðri og virtum fyr- ir okkur sólskifuna bak við hvíta skýjaslæðu á suðurhimn inum. „Sjáið þið Tilfinn!“ sagði einbver. Annar: „Það vantar gílinn“. Við leituðum að gílnum en fundum ekki. Við stóðum and spænis vanda sem forfeður okkar höfðu ekki samið for- miúlu yfir, hvernig leysa ætti. „Hvað skyldi þetta himin- teikn merkja?" var enn spurt. Tunglið hafði verið stórt og gult kvöldið áður: ungt og óflekkað. Það trónaði hátt á himni í lóðréttri línu upp af Öræfajökli, þeim gamla jötni. Nógu er hann nú tignarlegur. þó ekki beri hann svona him- indjásn hversdagslega, hugs- aði ég og renndi augum aust- ur sanda. Þar biðu ÖræfajÖk- ull og Lómagnúpur, biðu; annar snæhærður öldungur. hinn svefnblár og óræður eins og draumur Flosa. En báðir saman voru þeir úmgjörð þeirrar sveitar, sem varð eins konar punktur eftir Njáis sögu. Allt nýtt' og óvenjulegt. Daginn áður hafði kvöidhim inninn verið blárri yfir Systra stapa en ég hafði áður séð hann. Örnefni á íslandi eru eins og steinar við penings- hús. Undir þeim er allt kvikt af lífi. Bæjarnafnið Feðgar í Meðallandi hefur ekki liðið mér úr minni, hvað þá Systra- stapi. Nöfn mikilla örlaga. í stapanum eru grafnar tvær systur frá Kirkjubæjar- klaustri og hafði önnur fall- ið með smala úr sveitinni. Grunur lagðist á báðar, en þær neituðu. Þá var tekið til bragðs að murka úr þeim líf- ið og grafa þær síðan með þeirri afsökun trúblindunnar að leiði þeirrar, sem saklaus væri, yrði grænna en hinnar, þegar frá liði. Siggeir bóndi í Klaustri sagði okkur að ekki væri örgrannt, að annar bletturinn grænkaði betur en hinn. Þannig var allt á þessum stað auðugt að munnmælum og óvæntri reynslu. Við höfðum komið úr Reykjavík kvöldið áður til að kynnast sveit og fólki og kasta gödduðum spóni í Eld- vatnið, þar sem það rennur með hraunjaðri Eldnrauns í landi Eyjólfs hreppstjóra á Hnausum. Mörgum öldum áð- ur hafði skipreika maður knúð dyra hjá sniðstærstu persónu Njáls sögu, FlosaÞórð arsyni, sem var ekki ókunn- ugur á þessum slóðum frek- ar en höfundurinn sjálfur, og nú átti það fyrir okkur fjór menningum að liggja að fa álíka viðtökur og Kári, þegar hann hét á hurðir Flosa. Við héldum af stað og ók- um sem leið liggur niður í Meðallandið. Þegar við kom- um að Hnausum, tók Eyjólf- ur bóndi fagnandi á móti okkur. „Ég hef ekki séð gæsir fyrr en í miorgun**, sagði hann. ,„Sá þá þrjár gæs- ir fljúga hérna vestur um. Eftir gamalli þjóðtrú verðum við þrír á engjum í sumar". ,,Er það gömul þjóðtrú?“, spurði ég eins og góður og gegn Vesturbæingur. „Hef- urðu ekki heyrt það?“, spurði Eyjóífur forviða. „Nei“, svar- aði ég lágri rödd, en bjargaði skinni mínu með því að bæta við: „Maður er allt- af að læra eitthvað nýtt.“ „Það er kominn tími til þú lærir þetta“, sagði Eyjólfur valdsmannslega. Við fórum að svipast um á hlaðinu og horfa upp tii fjalla. Fjallasýnin er óvíða jafnfögur og frá Hnausum. Eyjólfur hafði gaman af að og var, alldrjúgur yfir út- vörðum hans, Öræfajökli og Kötlu. Þegar við komum að Hnaus- um, Vcir unnið að því að rífa baðstofuna og smíða aðra nýja. Viðurinn úr þeirri gömlu var illa farinn, en gaman að sjá hve vel borð- in höfðu verið söguð á sín- um tíma. Þeir kunnu sina hluti karlarnir í gamla daga og höfðu ráð undir rifi hverju. Samt hafa baðstofuoitarnir fúnað með árunum eins og bein þeirra. Þegar Eyjólfur hreppstjóri hafði bent pkkur á helztu veiðistaði vestan til í ánni, kvöddum við Og héldum á miðin. Veður var yndisiegt, bjart og hlýtt. „Ætli uifur- inn sjái okkur ekki fyrir góðu veðri í dag“, sagði ég. Hann var að vísu horfinn af himn- inum, sem nú var orðinn skaf- heiður af bláum degi. Sólin hafði brætt hvíta skýjabakk- ana eins og þegar hlýtt orð þíðir hatur úr hjarta, og geisl- arnir skoppuðu milli þufna- kolla og rofabarða Mkt og ló- an væri komin, en við sáum hana hvergi, þetta árvissa uppáhald skáldanna, heldur hálislangar gæsir nýkomnar fhá Skotlandi, þrjár, fimm, tiu eða tuttugu saman og flugu allar í vestur eða norð- vestur átt. Loksins, loksins voru þær sloppnar úr vetrarhíðinu, lausar úr fangelsi skozku heiðanna, ugglausar og án þess hvarflaði að þeim hugs- un um gamlan hólk eða skot- hylki. Kyrrð og friður öræf- anna stóð hjarta þeirra nær. Svo settust þær á rofin, hvíidu sig, lúnar af löngu flugi.' En einihvern veginn ekki alveg lausar við mannfælni, þar sem þær kúrðu sig við sand- bliásin börð. Þrátt fyrir biíð- una og sólina, sem hafði ekki við að útausa geislum sánum yfir sveit og fólik, var ókenni- legur hrollur í blóðinu, og ég Hnausar í Meðallandi. hvort sumarið / gæti verið komið. Hjarta landsins er cnn kalt, hugsaði ég. Skyldi vera páskahret í lofti? Leiddi síð- an hugann að fólkinu sem byggir landið, hjartalagi þess og hlýjum handtökum. Mér hafði verið sögð góð saga í ferðinni, veit samt ekki hvort hún er sönn. En mér fannst hún góð og þó nokkuð upp- lýsandi og eiga erindi við þrönglyndið og sjálfsánægj- una í brjósti okkar, sem í si- fellu nagar reisn hugans eins og Níðhöggur rætur Yggdras- ils. Þegar Háskólinn hafði erft Herdísarvík eftir Einar Bane- diktsson segir sagan, að ein- hverjir fulltrúar hans nafi skroppið þangað suður eftir að heilsa upp á Hlín og þakka fyrir sig. í miðjum fagnaðin- um stóð einn prófessoranna upp og hélt ræðu fyrír minni skáldsins; sagði m.a. að minn- ing Einars Benediktssonar mundi lengi lifa og varðveit- ast í hjörtum íslendinga. „Það var þá staðurinn", gail Hlín við. Og sem ég hugleiddi þessa sögu og kveikjur hennar þarna á árbakkanum og grillti í kvikudrjúpan hylinn, flaug nýr gæsahópur yfir Bldhraunið í leit að hjarta landsins. Það var lítið að hafa þenn- an dag, svo ég ranglaði heim á hlað til að tala við Eyjólf um útsýnið. Það var lítilshátt- ar farið að kula, en ég veitti þvi enga sérstaka athygli, gáði bara til veðurs af ein- hverjum vana og sá dökk skýin hrannast upp á suður- himninum og byrgja fyrir sól. En hún var eins slungin I því að finna einhverja glufu og alvanur stjórnmiálamaður að sjá út smugu í erfiðum málflutningi. Og ég lét ný- vaknað norðankulið lönd og íeið og sneri vanga að sól. Það var um hlið að fara. Ég leit við og renndi augum yfir hraunbreiðuna. Hvernig hefur það verið að standa hér, þegar hraunið brann? Eða hveirju reiddust goðin? Ég strauk hárið fiá enninu, leit- aði að tilfinningu í hverri taug og nauit þess að vera lifandi maður andspænis þess- um storknaða fimbulkrafti sem endur fyrir löngu rann niður sveitina með eldglær- ingum og nerstaflugi, eltandi hvern járnsmið, hvert strá; eins og sá gamli hefði sjálfur sleppt lausum eldtungum síns heljarbáls og rekið þær eins jörð; síðan sviðið land, dautt og ómerkt eins og týnd gröf undir storknuðum hraun- dröngum, kolsvörtum eins og samvizka Laka. Nú á ný-far- ið að klæðast grænu lyngi. Fæðingarhríðirnar aðeins partur af mosagróinni sögu. Um þetta hugsaði ég og það sem Novalis segir: Allt nýtt byrjar með sjúkdómi. Svo gekk ég heim á hlað. Eyjólfur hreppstjóri virti fyrir sér tréverkið í nýju baðstofunni. Nú skyldi gamli baérinn hjargaður við og ég sá stoltum svip bregða fyr- ir á sandbörðu andliti þess- arar gömlu kempu. „Mig lang- ar að eiga samtal við þig“, sagði ég. „Samtal!“ svaraði Eyjólfur. „Já, í blaðið“ bætti ég við. „Nú-já“, sagði Eyjólf- ur og hrökklaðist undan. „Mig langar að tala við þig um sveitina og útsýnið", sagði ég. „Heyrum til“, sagði Eyj- ólfur. Hann skimaði til norðurs. „Ég er hræddur um hann sé að hvessa“, sagði hann. „Gerir ekkert til“, var ég fljótur að grípa fram í. Hann benti mér á fjöllin og talaði um Öræfajökul og Lómagnúp, eins og ekkert væri sjálfsagð- ara en hafa þessa jötna fyr- ir augum hvern dag. „Hér aetti að byggja hótel", sagði ég. „Þá væri hægt að aug- lýsa: Öræfajökull með morg- unkaffinu“. Eyjólfur drap tittlinga. Fyr- ir honum voru þessi fjöll ekki auglýsingagkilti eða augna- gaman, heldur áþreifanleg staðreynd. Þau voru lífið i brjósti hans. Hann bauð mér að ganga til stofu og við röbbuðum saman stundarkorn um Meðallands- fjörur, ströndin og fjörutíu ára hreppstjóratíð hans. Skip- skaðar hafa orðið 29 alls og Eyjólfur haft í nógu að snú- ast þeirra vegna. í bókaher- bergi hans er þakkarskjal frá eigendum togararas King Sol, sem stirandaði á söndunum í febrúarmánuði 1955. Eyjólfi er ekki gjarnt að tala um_ sjálfan sig og sím afrek. „Ég ætla að biðja þig að skrifa ekki um mig eins og þú þekkir í mé_r hvert bein“, sagði hann. Ég fann hann vildi með þessum orðum vekja athygli mina á þvi, að hann ætti í pokaihorni sálar sinnar einihverja þá fjársjóði dýrkeyptrar reynslu, sem væru ekki faliir fyrir neina smápæninga. Ég hafði heyrt margt af honum, þessum bónda. Mig langaði til að ræða við 'hann,- þótti hvort eð er meiri veiðivon í honum en ánni. Ég vissi að hann var sérkennilegur gáfumaður, við- lesinn og fróður með afbrigð- um; einnig að hann átti til forneskjulegan húmor, ef því var að skipta. Einhverju sinni hafði ég heyrt á skot- spónum, áð Eyjólfur hafi ságt eftir franskt strand, þegar skipbrotsmönnum hafði ver- ið komið fyrir á bæjum 1 sveitinni og hann gat ekki notað slmann í embættisins nafni fyrir frönskum orða- flaumi á öllum línum. „Skyldu þær hlusta núna, blessaðar húsfreyjurnar í Meðalland- inu?“ n. Klukikah var langt gengin sjö, þegar við Eyjólfur slit- um talinu. Félagar mínir komnir heim á bæ með ellefu nýgengna sjóbirtinga og ákveð ið að reyna vestar í ánni, áður en haldið yrði heim að Klaustri. Einum hafði skrik- að fótur á vaðinu yfir Eld- vatnið, en ek'ki vissu þeir á- * stæðuna fyrr en Vilhjálmur, \ sonur Eyjólfs hreppstjóra, Í sagði mér að þar mundi reimt vera síðan landpóstur nokk- /| ur fórst þar ásamt hesti sín- 1 um. I Þegar við komum austur « að ánni var tekið að hvessa. L Upphleypt vatnsborðið, hest- /j arnir í höm, himinninn mor- 1 aður. Við köstuðum nokkrum 1 sinnum, en fengum ekkert. 4| „Hér hefur oft verið mikill L fiskur", sagði Vilihjálmur, „en / nú er eins og allt sé uppurið1'. 1 „Hvers vegna heldurðu að það • sé?“ spurði ég. „Ætli það sé £ ekki kuldinn", sagði hann. I Ég hafði ekki tekið eftir kulda fyrr en nú, að hann 1 minnti mig á að sumarið hafði | horfið eins og dögg fyrir sólu j og gaddurinp nisti merg og | bein. „Kannski það frjósi á ' glærunum", sagði ég. „Hér ! frýs ekki. Vatnið kemur eins j og volgra undan hrauninu". i Ég ætlaði að draga upp, en þá var allt fast. „Bölv- 1 aðar festur eru þetta", tuldr- 4| aði ég. En þá sagði Vilhjálm- á ur. „Það eru ekki festur, fær- í ið er frosið í lykkjunum". f Ég athugaði máhð og viti 1 menn: frostið hafði safnazt | saman í lykkjum stangarinn- £ ar og ekki viðlit að draga n inn færið. Við þíddum klak- 1 ann, drógum inn og héldum 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.