Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 44

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 44
680 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS .Afk eiÉarlrun Geislum baöast grund og tún, gullinþekjum tindar skarta. Horfi ég af heiöarbrún, heim í œskúfjöröinn bjarta. Dýrleg blasir sjónum sýn, sýn, er æ var kœrst aö dreyma. Fylgdu mér öll fótspor mín fjöllin blá og kyrröin heima. Er sem vaki ómur skœr, andinn fleygum vængjum baöi. Undir hálsi birtist bœr, blómstur anga í varpa og hlaöi. Finn ég lífsins flœöa mátt, fjötrar leysast trega-hranna. Kveöur blítt úr allri átt unaössöngur minninganna. Vítt um byggö þó brosi rein, bliki fjöll og tindri sjáir, heimaströndin alltaf ein ól þau gull, er hjartaö þráir. — KNÚTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. <*>- ur grafizt upp úr gleymskunnar djúpi“. Morguninn eftir var dimmviðri og hálka á götunum. í hádegisfréttum útvarpsins var sagt frá því, að gömul kona, sem var að fara til vinnu sinnar snemma um morguninn hefði orð- ið fyrir bíl og beðið bana. Það var Kristín. Árni Óla. Jólasveinar JÓLAMÁNUÐINUM og um jólin voru fyrrum alls konar kynjaverur á ferli en merkastar af þeim voru jóla- sveinamir. Þeir voru kallaðir synir Grýlu, sem var hið mesta forað, og þurfti því ekki að spyrja um innræti þeirra, enda voru þeir hafðir til þess að hræða börn. Þeim er svo lýst, að þeir séu að eðlisfari líkastir púkum, og lifi mest á blótsyrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði, þeir séu róg- samir og rángjarnir og steli einkum bömum. Þeir eru stórir, ljótir og lura- legir, en ekki kemur mönnum saman um hveAiig þeir eru vaxnir Sumir töldu að þeir væru klofnir upp í háls og fætumir kringlóttir. Til þess bendir þessi saga: Einu sinni var kona að sníða heima- fólki skó til jólanna. Heyrir hún þá sagt undir baðstofulofti. „Gef mér skó á annan fót kringlóttaji sem keraldsbotn, kæra snót“. Húsfreyjan sneið þá alla skækla af sauðarbjór og fleygði ofan í myrkrið. Sást bjórinn aldrei síðan. Þóttust menn vita að jólasveinn hefði hirt hánn. Um búning jólasveina er sagt, að þeir séu í röndóttum fötum, með stóra gráa húfu á höfði, og alltaf með poka undir hendinni. Ekki kemur mönnum saman um hve margir þeir séu, en upphaflega virð- ist svo sem þeir hafi verið 13, og er það óhappatalan, en líklega er það þó vegna þess að jóladagarnir voru taldir 13. Jólasveinar eru aldrei á ferli nema í jólamánuðinum. Er sagt að sá fyrsti komi 13 nóttum fyrir jól og síðan einn á dag fram á aðfangadag. Á jóladag- inn fer svo sá fyrsti aftur, og síðan tínast þeir burt einn á dag, og fer sá seinasti á þrettándanum. Þeir eiga sín nöfn og heita: 1. Stekkjarstaur, 2. Giljagaur, 3. Stúfur eða Pönnusleikir, 4. Þvörusleikir, 5. Pottasleikir eða Pottaskefill, 6. Askasleikir, 7. Falda- feykir, 8. Skyrgámur, 9. Bjúgnakræk- ir, 10. Gluggagægir, 11. Gáttaþefur, 12. Ketkrókur, 13. Kertasníkir eða Kerta- sleikir. Meðan þeir voru svona margir, var talið að þeir kæm^i utan af hafi. Segja sumir að heimkynni þeirra sé norður í Grænlands óbyggðum, eða austur á Finnmörk. Þeir ferðast yfir hafið á stórum skinnbátum og hafa byr hvert sem þeir sigla. Þykjast menn sjá í þessu þá trú á veðurfar, að norðanátt væri tíðust á jólaföstu, en eftir hátið- ar brygði til sunnanáttar. Þess vegna hefðu jólasveinarnir bæði byr til lands- ins og þaðan. Seinna breyttist þessi trú og fækk- aði jólasveinunum um fjóra, svo að þeir urðu ekki nema níu sbr. vísumar „Jólasveinar einn og átta“, „Níu nótt- um fyrir jól þá kem ég til manna“ og „Jólasveinar fimm og fjórir". Þá hétu þeir þessum nöfnum: 1. Hlöðustrangi, Gáttaþefur, 3. Gluggagægir, 4. Hurða- skellir, 5. Pönnusleikir, 6. Pottaskefill, 7. Flórsleikir, 8. Kertasníkir og 9. Þvengjaleysir. Og nú komu þeir ekki lengur siglandi yfir hafið, heldur komu þeir ofan af fjöllum, og hurfu upp til fjalla aftur á bak jólum. Trúin á þessa jólasveina var barin inn í börn fram á þessa öld. Það var eitt af uppeldismeðulum fyrri kynslóða að hræða bömin á yfimáttúrlegum verum, er sætu hvarvetna um þau ef þau væm ekki þæg og hlýðin. Nú eru þessir jólasveinar allir horfn- ir út í veður og vind, en í stað þeirra er kominn einn jólasveinn, sem er gjör- ólíkur þeim að öllu innræti. Hann er vinur allra barna. Hann birtist þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.