Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Spumingin Áttu hjól? Hjólaröu mikið? Haukur Þórðarson: Já, ég á hjól en ég hjóla ekki mikið. Gunnhildur Kristjánsdóttir: Já, ég hjóla svolítið í hverfmu heima í Ár- túnsholti. Ingvar Guðjónsson: Já, ég hjóla í Háaleitinu og niöri í bæ. Rósa Valdimarsdóttir: Nei, ég á ekki hjól en ég átti eitt þegar ég var lítil. Gunnhildur Geirsdóttir: Já, ég hjóla svolítiö heima í Reykholti. Katrin og Áslaug: Nei, ég á ekki hjól en mig langar í eitt. Það er svo gam- an aö þjóla. Lesendur Bruðlað með fé í fiskvinnslu Sólveig Vagnsdóttir, Þingeyri, hringdi: Ég var aö hlusta á útvarpsfréttir í morgun (11. 7.). í fréttinni var þess getið að ef til vill þyrfti aö selja báða togarana hér hjá okkur vegna pen- . ingavandræða. Mér finnst það skjóta skökku við að hingað sé flutt fólk í stórum stíl frá útlöndum til að vinna í fiski, fólk sem svo hefur fritt fæði og húsnæði. Auk þess eru hér ýmiss konar forsprakkar innan fiskvinnsl- unnar sem hafa titilinn stjóri í starfs- heiti sínu, svo sem gæðamatsstjórar, frystihússtjórar og hvað þeir heita nú allir saman. Oftast eru þessir menn fengnir annars staðar frá. Þeir eru einnig sagðir hafa frítt húsnæði, rafmagn, síma og niðurgreitt fæði. Hvemig getur kaupfélagið varið þetta? Mér finnst bruðlað með fé fyr- irtækjanna með þessum hætti. Togarar landa fiski á ísafirði. Fisk- urinn er síðan fluttur á bílum yfir fjöllin. Því eru togararnir ekki látnir koma hingað og landa fiskinum hér? - Ef allt er með þessum formerkjum er engin furða þótt illa fari. „Þvi eru togararnir ekki látnir landa hér?“ spyr kona a Þingeyri. Stjómmálaástandid: Misheppnað samstarf Austfiarðaþokan skrifar: Ósköp er leitt að horfa upp á hið misheppnaða samstarf núverandi stjómarflokka. Þar ríkir mikil óeining. Sama hvaða mál ber á góma, ætið skal sundrungin og ós- amlyndiö koma í ijós og stórbokka- legar yfirlýsingar og hnútuköstin ganga á vixl milli flokkanna og þá einkum ráðherranna sjálfra. Finnst mér sem stóryrðin séu því meiri, sem ráðherramir em hærra settir í stjórninni. Stjórnarandstað- an er fyrir löngu faliin í gleymsku almennings, þar sem harðasta stjómarandstaðan er ávallt til stað- ar innan sljómarflokkanna sjálfra. Ekki er nú verkstjómin gáfuleg á stjómarheimilinu. Verkstjórinn greinilega afbrýðisamur vegna al- mennra vinsælda Steingrims og er nú svo komið að Steingrímur má ekki koma fram í fjölmiölum, svo að Þorsteinn þurfi ekki að koma með athugasemdir í kjölfarið. Já, Þorsteinn virðist ekki nógu „vers- eraður“ í forystunni, hvað þá að gegna starfi verkstjóra í 3ja flokka stjóm. Nýjasta dæmið er frá þvi um dag- inn að Þorsteinn lét hafa eftir sér 1 fjölmiðlum að einingin milii stjómarflokkanna þyrfti að vera meiri og þar af leiðandi yrðu menn að spara gagnrýnar yfirlýsingar sem þeir gæfu út. Hann haföi þó ekki fyrr sleppt orðinu um ráðlegg- ingar til sinna samstarfsflokka en hann reið fyrstur á vaöiö með því að bijóta þau boð. - En í DV hinn 30. júní er Þorsteinn með stóryrði gegn Framsóknarmönnum, þ.e. að Framsókn verði bara að sitja og standa eins og Sjálfstæöismenn vflja. Þarna var verið að fjalla um hækkun Landsvirkjunar á ra- forkuverði. Þetta sýnir glögglega hvemig verkstjóri á ekki að stjóma, sé hon- um á annað borð annt um að halda stjórninni saman sem maður skyldi nú ætla. - Svona hefðu for- sætisráðherrar á borð við Ólaf Jó- hannesson, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen eða Steingrím Hermannsson ekki gert. Þorsteinn stóð sig hins vegar vel sem ritstjóri Vísis á sínum tírna og hann geröi það gott sem fram- kvæmdastjóri VSÍ. í því starfi naut hann trausts og viröingar. Sem for- manns Sjálfstæðisflokksins verður Þorsteins fyrst og fremst minnst vegna þeirra mörgu klaufalegu yfirlýsinga, sem hann hefur látíð frá sér fara og leitt hafa til klofn- ings Sjálfstæðisflokksins, og ef fer fram sem horfir, klýfur hann líka rikisstjómina sína. Verslunin Tímadjásn i Grimsbæ þar sem viðskiptavinur fékk ekki að borga fyrir veitta þjónustu. Mátti ekki borga Guðmundur Þórðarson hringdi: Það er gert mikið aö því að kvarta þegar fólk er óánægt með þá þjón- ustu sem það fær en sjálfsagt er að minnast-á það þegar maður fær góða þjónustu. Eg keypti mér úr um dag- inn erlendis og var það með of stórri keðju. Þar sem ég mátti ekki vera að því aö bíða og langaði í úrið ákvað ég að kaupa það og láta stytta keðj- una hér heima. Þetta úr er með nokk- uð erfiðri keðju svo ég var hræddur um að það myndi kosta mig talsverða peninga. Ég fór með úrið í Verslunina Tíma- djásn í Grímsbæ og úrsmiðurinn á staðnum bað mig að hinkra því hann skyldi gera þetta strax. Það tók hann uppundir hálftíma að stytta keðjuna en síðan neitaöi hann alfarið aö taka nokkra greiðslu fyrir þótt ég byði honum það margsinnis. í nútímaþjóðfélagi þarf maður að borga fyrir flestallt sem gert er fyrir mann svo þetta kom mér verulega á óvart. En ég er á því að svona þjón- usta borgi sig því ánægðir viðskipta- vinir koma aftur. Hár reikningur Svanberg Ólafsson hringdi: Ég er sársvekktur yfir reikningi sem ég fékk eftir að hafa sett sjón- varpið mitt í viðgerð um daginn. Á reikningnum stóð að ég ætti að borga krónur 1935 fyrir eins og hálfs tíma vinnu, fyrir utan það sem skipt var um í tækinu. Það þykir mér ótrúlega hátt tímakaup. Sjálfur er ég vörubíl- stjóri hjá Keili og þar er ég með tæp- ar 267 krónur á tímann. Þetta þykir mér ansi mikill mismunur, að sjón- varpsviðgerðamaður hafi tæpar 1360 krónur á tímann. Manni, sem fór með sjónvarpstækið sitt í viðgerð, þótti tímakaupið ansi hátt hjá viðgerðamanninum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.