Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. 10 :: :: : ; ' r n Áður Nú m m Khaki-buxur 1.490 500 ■ Galla-buxur 1.490 500 m Joqginapeysur 1.425 600 1 Joqqinqbuxur 1.190 400 pf Peysur 2.490 1.900 Skyrtur 1.790 400 II Gallajakkar 2.900 1.400 Dömujakkar 2.790 1.395 Barnabuxur 1.100 600 Áprentaðir bolir 600 300 II MARSHAL HJOLBARÐAVERKSTÆÐIÐ HAGBARÐI HF. ARMULA 1 - SIMI 687377 Það er ekki nóg að vera á góðum bíl, hann þarf einnig að vera á góðum dekkjum. Hjól- barðinn þarf að vera endingargóður og með góðu mynstri. Hann þarf að grípa vel og hafa góða aksturseiginleika. MARSHAL hjólbarðinn er byggður upp með þetta í huga. VERÐ 1750 1750 2050 2090 2550 2850 STÆRÐ 155 sr 12 135 sr 13 145 sr 13 155 sr 13 175/70 sr 13 185/70 sr 14 Útlönd Réttarhöld fara fram í dag í Grikk- landi yfir þeim Palestínumanni sem gæti hafa verið ástæðan fyrir árás byssumanna um borð í grískri far- þegaferju á mánudaginn. Níu manns létust í árásinni og áttatíu særðust. Palestínumaðurinn, Mohammed Rashid, var handtekinn í maí fyrir að hafa komið á fólsku vegabréá til Grikklands. Grísk yfirvöld segja að bandarískir heimildarmenn hafl lát- ið vita um Palestínumanninn. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að hann veröi framseldur til Banda- ríkjanna til þess að koma fyrir rétt vegna sprengjuárásar á flugvél frá bandaríska flugfélaginu Pan Am árið 1982. í þeirri árás beið einn maður bana og fimmtán særðust. Palestínu- maðurinn er einnig grunaður um aðild að sprengjuárás á flugvél frá Trans World Airlines yfir Grikklandi árið 1986. Fjórir biðu bana í árásinni. Lögreglan í Grikklandi kannar nú hvort tengsl séu á milli árásarinnar um borð í ferjunni og þess að stuðn- ingsmenn Rashids hafi vérið að reyna að þvinga fram frelsi hans. Að minnsta kosti tveir áður óþekktir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á ferju- árásinni. Bandarískir leyniþjónustu sér- fræðingar segjast sjá handbragö Abu Nidals, leiðtoga palestínskra hryðju- verkasamtaka, á árásinnu um borð í grísku ferjunni. Sumir sérfræðing- ar telja að hann sé höfuðpaurinn á bak við árásina jafnvel þótt slíkt hafi ekki verið sannað og að tveir aðrir hópar hafi lýst yfir ábyrgð á hryðju- verkinu. Samtök Abu Nidals eru tal- in eiga sökina á árásunum á flugvöll- unum í Róm og Vín árið 1985 sem ollu dauða tuttugu manns og morð- unum á tuttugu og einum gyðingi í bænahúsi í Istanbul áriö 1986. Grísk yfirvöld óttast nú að árásin á mánudag sé upphaf nýrrar öldu hryðjuverka um allan heim þar sem óbreyttir borgarar verða fyrir árás- um. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið teknar upp og eru nú öryggis- verðir um borð í grískum ferjum. Grikkir búast við að árásin hafi áhrif á ferðamannastrauminn til landsins og nú þegar eru afpantanir farnar aö berast. Reuter Yfirlysingar ganga a víxl Forsetanefnd æðstaráðs Sovét- ríkjanna mun hittast á mánudag í næstu viku til að ræða afleiðingar ákvörðunar sveitarstjórnar Nag- omo-karabakh héraðsins um að segja sig úr lögum viö Sovétlýð- veldiö Azerbaijan og lýsa yfir sam- einingu viö Armenlu. Samkvæmt sovéskum heimildum áætla leiö- togar Armeníu að leggja fram ályktun á fundinum þar sem óskað verði eftir aö Armenía og Nag- omo-Karabakh verði sameinuð. Yfirlýsingar sveitarstjómar Nag- omo-Karabakh var mætt með yfir- lýsingu þingsins í Azerbaijan þar sem ákvörðun stjórnarinnar var lýst ógild og ólögleg. Þingið gagn- rýndi sveitarsljómina fyrir að hafa tekið valdið í sínar hendur á þenn- an hátt. Ákvörðunin var talin brjóta í bága við stjórnarskrána og samkvæmt 14. grein stjórnarskrár- innar, sem veitir þinginu rétt til að ógilda ákvarðanir héraða, var yfir- lýsingin lýst ógild. Sovéska sjónvarpið fjallaði í gær um atburði síöustu daga í Nag- orno-Karabakh og var hart deilt á ákvörðim sveitarstjórnarinnar. Samkvæmtfrétt sjónvarpsins geröi lögreglan upptækt mikið magn vopna í héraðinu en ekki kom fram hvort einhvetjir heföu veriö hand- teknir í tengslum við það. Mikill óróleiki rfkir nú í héraðinu og eru verksmiðjur enn lokaðar eftir margra mánaða róstur. Verk- fóll lama, atvinnulíf í höfuðborg- inni, Stepanakert, og vopnaðir her- menn ganga um götur borgarinnar. Reutcr Bush fulltrúi Bandaríkjanna Varaforseti Bandaríkjanna, Ge- orge Bush, mun verja gerðir Banda- ríkjamanna á aukafundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag þegar fjallað verður um skotárásina á írönsku farþegaþotuna. Utanríkisráöherra írans, Ali Ak- bar Velayati, mun veröa fulltrúi ír- ans sem heldur því fram að árásin hafi ekki verið gerð fyrir mistök eins og Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Bandaríkjastjórn hefur boðið ætt- ingjum fómarlamba árásarinnar skaðabætur og mun Bush varaforseti endurtaka boðið er hann ávarpar fundarmenn í dag. Talsmaöur Hvíta hússins, Marlin Fitzwater, kvað Re- agan forseta hafa veitt Bush þetta óvenjulega verkefni og eigi það að sýna hversu mikilvægum augum Bandaríkjamenn líti máhð. Fitz- water neitaði hins vegar að Bush hefði fengið verkefniö vegna þess pólitíska tækifæris sem það hefði að bjóða. Hann kvaö sig þó ekki reka minni til að varaforseti hefði áður tekiö þátt í umræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Heimildarmenn segja að flestir meölimir Öryggisráðsins séu mjög hikandi við að taka afstöðu og ekki þykir ólíklegt að fundurinn endi án þess að nokkur formleg ákvörðun verði tekin um fordæmingu heldur verði aðeins lesin upp yfirlýsing fundarmanna. Reuter Sjóliðar um borð í bandarísku skipi á Persaflóa. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.