Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. 41 Gunnar Bjömsson Gunnari Bjömssyni fríkirkjupresti hefur veriö sagt upp störfum af hálfu stjómar Fríkirkjusafnaðar- ins. Gunnar er fæddur 15. október 1944 í Rvík og varð stúdent frá VÍ 1965. Hann lék í Sinfóníuhljómsveit íslands 1960-1970 og lauk einleiks- prófi í sellóleik frá Tónlistarskól- anum í Rvík 1967. Gunnar lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1972, var prestur í Bolungarvík 1972-1982 og hefur verið fríkirkjuprestur í Rvík frá desember 1982. Gunnar kvæntist 30. september 1967 Veronicu Margaret Jarosz, f. 24. maí 1944, kennara og verka- konu. Þau skildu. Foreldrar Ver- onicu era Wlodzimierz Antoni Ja- rosz, flugstjóri í breska hernum, er lést 1943, og Margaret Joan Shac- kleton. Börn Gunnars og Veronicu eru Ingibjörg, f. 31. mars 1968, stúd- ent, og Bjöm Ólafur, f. 12. febrúar 1970. Gunnar kvæntist 30. október 1982 Ágústu Ágústsdóttur, f. 20. júní 1937, söngkonu. Foreldrar Ágústu eru Ágúst Jónsson, sjómaö- ur á Þingeyri í Dýrafirði, og kona hans, Guömunda Jónsdóttir. Systkini Gunnars eru Björn, f. 26. janúar 1948, b. á Horni á Kjalar- nesi, kvæntur Hrönn Scheving læknaritara, Ragnar, f. 3. janúar 1949, veitingamaður í Mosfellsbæ, kvæntur Ástu Jónsdóttur hjúkr- unarfræðingi, Ragnheiður, f. 26. desember 1952, gleraugnafræðing- ur, gift Ásmundi Vilhjálmssyni, framkvæmdastióra vinnumála- nefndar ríkisins, og Oddur, f. 15. september 1959, fyrsti básúnuleik- ari SinfóníuhjómsYeitarinnar, sambýliskona hans er Ásta Kristín Gunnarsdóttir sjúkraliði. Bróðir Gunnars, samfeðra, er Jón, f. 7. september 1941, byggingameistari í Rvík, sambýliskona hans er María Alexandersdóttir. Foreldrar Gunnars eru Björn R. Einarsson, hljóðfæraleikari í Rvík, og kona hans, Ingibjörg Gunnars- dóttir. Föðursystkini Gunnars eru Elín Hulda, sem lést 1963, gift Helga Loftssyni skipstjóra, og Guðmund- ur R., hljóðfæraleikari í Rvik, kvæntur Höllu Kristinsdóttur. Björn er sonur Einars, hárskera í Rvík, Jónssonar, b. í Hraunkoti í Grindavík, Jónssonar. Móðir Bjöms var Ingveldur Bjömsdóttir Rósenkranz, kaupmanns í Rvík, Ólafssonar Rósenkranz háskólarit- ara Ólafssonar, b. á Miðfelli, hálf- bróður Jóns Guðmundssonar rit- stjóra. Móðir Björns var Hólmfríö- ur Bjömsdóttir, prests í Holti undir Eyjafjöllum, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadótt- ur. Bjöm var sonur Þorvaldar, prófasts í Holti, Böðvarssonar og konu hans, Kristínar Bjömsdóttur, prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Móðir Ingveldar var Elín, systir Einars, fóður Steindórs, forstjóra Steindórs, afa Geirs Haarde. Systir Elínar var Ingveldur, móðir Sveins Þórarinssonar hstmálara. Elín var dóttir Bjöms, b. á Litla-Hálsi í Grafningi, Oddssonar, bróður Kristínar, langömmu Gissurar, fóður Hannesar Hólmsteins. Móðir Björns var Jórunn Magnúsdóttir, b. í Þorlákshöfn, Beinteinssonar, lögréttumanns á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í Hól- um, Bergssonar, b. í Brattholti, Sturlaugssonar, ættföður Bergs- ættarinnar. Móðursystkini Gunnars eru Jó- hanna, framkvæmdastjóri, er látin, var gift Gunnari Guðmundssyni, aðalbókara Útvegsbankans, Ragn- heiður, gift Braga Hannessyni bankastjóra, Elísabet, gift Júlíusi P. Guðjónssyni stórkaupmanni, og Ólafur rithöfundur, kvæntur Elsu Benjamínsdóttur. Ingibjörg er dótt- ir Gunnars, bílstjóra í Rvík, bróður Ásbjarnar stórkaupmanns. Gunn- ar var sonur Olafs, kaupmanns í Rvík, Ásbjörnssonar, b. í Innri- Njarðvík, Olafssonar, b. í Njarðvík, Ásbjömssonar, b. í Njarðvík, Sveinbjarnarsonar, bróður Egils, fóöur Sveinbjarnar rektors og skálds. Móðir Ólafs kaupmanns var Ingveldur, systir Sigríðar, ömmu Bjama blaðafulltrúa, Guðna rektors og Sigríðar Guðmunds- dóttur, konu Halldórs Halldórsson- ar prófessors. Ingveldur var dóttir Jafets, gullsmiðs í Rvík, bróöur Ingibjargar, konu Jóns forseta. Annar bróðir Jafets var Ólafur, faðir Þorláks Johnsons, kaup- manns í Rvík. Jafet var sonur Ein- ars Johnsens, kaupmanns í Rvík, bróður Sigurðar, föður Jóns for- seta. Móöir Gunnars var Vigdís, systir Ólafs, fóður Odds, fyrrv. yfirlæknis og alþingismanns. Vigdís var dóttir Ketils, b. og dbrm. í Kotvogi, Ketils- sonar. Móðir Ketils var Vigdís Jónsdóttir, b. og dbrm. í Stóru Vog- um, Darúelssonar, fóður Magnúsar Waage, ættfóður Waageættarinn- ar. Móðir Vigdísar Ketilsdóttur var Vilborg, systir Sigríðar, langömmu Kristjönu, móður Garðars Cortes. Vilborg var dóttir Eiríks, b. á Litla- Fólk í fréttum Gunnar Björnsson. landi í Ölfusi, Ólafssonar og konu hans, Helgu Jónsdóttur, b. á Vind- ási á Landi, Jónssonar, b. á Vind- ási, Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ættfóöur Víkings- lækjarættarinnar. Móöir Ingibjargar var Ragnheið- ur Bogadóttir, kaupmanns í Búö- ardal, Sigurðssonar, bróður Björns bankastjóra, afa Níelsar P. Sigurðs- sonar sendiherra. Móðir Ragn- heiðar var Ragnheiður, systir Bryndísar, ömmu Geirs Hallgríms- sonar. Ragnheiöur var dóttir Sig- uröar Johnsens, kaupmanns í Flat- ey, og konu hans, Sigríðar Brynj- ólfsdóttur, kaupmanns í Flatey, Bogasonar, fræðimanns á Staðar- fehi, Benediktssonar, ættfóður Staðarfellsættarinnar. Afmæli Sigurður Guðmundsson Sigurður Guðmundsson, Eiríks- götu 21, Reykjavík, er sjötugur í dag. Sigurður er fæddur að Borgum í Nesjahreppi í Austur-Skaftafells- sýslu. Hann flutti ársgamall að Reykjanesi í Grímsnesi og þaðan að Nesi í Selvogi árið 1928. Sigurður vann í Nesi til ársins 1948 en flutti þá til Reykjavíkur og starfaði hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur sem bíl- stjóri til 1955. Þá hóf hann störf á Sendibílastöðinni og starfaði síðan að mestu leytl hjá ÁTVR, en hann hætti störfum árið 1984 vegna veik- inda. Siguröur er giftur Laufeyju Þor- valdsdóttur, dóttur Þorvalds Ólafs- sonar, sjómanns í Reykjavík, sem var ættaður úr Keflavík, og Þór- unnar Halldórsdóttur sem var ætt- uö úr Selvogi. Synir Sigurðar og Laufeyjar eru Sigurður Guðmundsson. Guömundur, bifreiðastjóri í Kópa- vogi, f. 1.9. 1952; Öm, rafvirki í Reykjavík, f. 21.3. 1954, og Sigurð- ur, rafvirki hjá Rarik, f. 4.8.1955. Börn Laufeyjar frá fyrra hjóna- bandi eru Guðbjörg Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 3.4.1939, og Þorvaldur Ásgeirsson bygginga- tæknifræðingur, f. 1.1.1948. Af systkinum Sigurðar em fjögur á lífi. Þau eru Málfríður, Jón, Þor- björg og Nanna. Þijú systkini hans eru látin, Bergljót, Ragnar og Ari. Hálfsystir Sigurðar var Magnea en hún bjó á Selfossi. Uppeldisbróöir Sigurðar er Haukur Guðmunds- son. Foreldrar Sigurðar voru Guö- mundur Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Foreldrar Guðmundar voru Jón Guðmundsson, b. að Borgarhöfn í Suðursveit, og kona hans, Málfríður Jónsdóttir frá Odda á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu. Foreldrar Ingibjargar -voru Jón, b. í Dal í Lóni, og Þórunn Jónsdóttir. Sigurður dvelst á sjúkrahúsi um þessar mundir. Bjarney Guðmundsdóttir Bjarney Guðmundsdóttir, Elli- heimilinu á ísafirði, Mánagötu 5, er níræð í dag. Bjarney fæddist að Hrafnabjörg- um í Ögurhreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún stundaði öll almenn sveitastörf sem unglingur og var síðan í kaupamennsku á bæjum í Djúpinu, auk þess sem hún var við fiskverkun á Isafirði. Bjarney réðst ráðskona að Hraundal í Nauteyrarhreppi við Djúp 1938 og var húsfreyja hjá Guðmundi b. þar Eyjólfssyni til 1947 er þau fluttu til ísafjarðar. Þau bjuggu síðan á ísafirði þar sem Guðmundur stundaði almenna verkamannavinnu en hann lést 1984. Dóttir Bjarneyjar er Kristín Jóns- dóttir, húsmóðir á ísafirði, gift Gunnari Ólafssyni húsasmið þar. Þau eiga þrjá syni og eina dóttur. Bjarney átti fimm systur og tvo bræður en systkini hennar eru nú öll látin. Þau voru: Elísabet; Hans- ína; Guðmundína; Halldóra, sem dó á barnsaldri; Jón og Jón Her- mann, sem báðir dóu á barnsaldri, en hálfsystir Bjameyjar, samfeðra, var Kristín Guömundsdóttir. Foreldrar Bjarneyjar vom Guð- mundur, útvegsb. í Hrafnabjörg- um, Bjarnason á Langadalsströnd og i Hagakoti, Einarssonar, og kona hans, Kristín Benediktsdóttir. Leiðréttingar í afmælisgrein um Málfríði Sigfús- dóttur, sem varð níræð mánudaginn 11. júlí, féll niður málsgrein um sam- býlismann hennar, Eggert Loftsson, f. 1906, sem lengi var starfsmaður hjá Loftleiðum. Foreldrar Eggerts: Loft- ur Guðmundsson, b. á Strönd, og kona hans, Guðbjörg Björnsdóttir. Eggert á eina systur á hfi, Guðleifu Loftsdóttur. Ingibjörg Bryndís Eiríksdóttir varö áttræð miðvikudaginn 6. júlí. Seinni kona fööur hennar var Kristín Ein- arsdóttir og eignuðust þau níu börn. Ingólfur Skúlason, sem var sagöur fertugur laugardaginn 9. júlí, átti af- mæh 9. júní. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Jóhann Egill Hólm Jóhann Egill Hólm, matsveinn á Sjúkrastöðinni Vogi, er fertugur í dag. Hann er kvæntur Helgu Jóns- dóttur og búa þau að Hraunbæ 198 í Reykjavík. Jóhann Egill Hólm. Til hamingju með daginn 85 ára Frímann S. Jónsson, Karfavogi 27, Reykjavík. 80 ára_____________________ Alfreð Friðgeirsson, Álfhólsvegi 53, Kópavogi. Hann verður ekki heima á afmælisdaginn. 75 ára Guðrún María Jónsdóttir, Hrísa- lundi 4F, Akureyri. Baldur Eiríksson, Mánabraut 24, Akranesi. 70 ára__________________________ Pálína Hraundal, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Unnur Vilhjálmsdóttir, Snorra- braut 71, Reykjavík. Gerður Guðgeirsdóttir, Öldugötu 13, Reykjavík. 60 ára________________________ Stella Lange Sveinsson, Bogahlíö 26, Reykjavík. Jón örvar Skagfjörð, Austurvegi 26, Selfossi. 50 ára______________________ Svanborg Tryggvadóttir, Brekku- byggö 83, Garðabæ. Hún tekur á móti gestum nk. laugardag á milli klukkan 15 og 19 í Volvo-húsinu við Vegmúla. Sigurður Gylfi Böðvarsson, Rauða- gerði 68, Reykjavík. Jón Þórðarson, Grænuhlið, Hjalta- staðahreppi. 40 ára___________________________ Jón B. Bjarnason, Ási, Áshreppi. Guðmunda Brynjólfsdóttir, Bár, Búlandshreppi. Helena Sigtryggsdóttir, Núpasíðu 6H, Akureyri. Guðlaug Sigmarsdóttir, Garðars- braut 71, Húsavík. Sjálfur de Gaulle stööugur og fastur i sessi - hann riöaði til falls í stúd- entaóeirðunum i París '68. Hvað hefði gerst ef tekist hefði að ráða Rudi Dutschke af dögum eins og hvatt var til með fluguritum? Um þetta og fleira. Tilvalinn tækifœrisgjöf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.