Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. 25 ilenska landsliðinu gegn Pólverjum í gær og skoraði tvö mörk. Símamynd/Reuter Stærsti sigur á A-Evrópuþjóð frá upphafi - ísland sigraði Pólland 26-15 í Dessau eftir 14-5 í hléi Jón Kristján Sigurðsson, DV, Halle: „Vörnin var sterkasti hlekkur liðsins í leiknum, markmennimir stóðu einnig vel fyrir sínu. Pólverjar hafa reyndu liði á að skipa en þeir áttu samt enga möguleika gegn okk- ur. Að leggja landa sína að velli er sérstök tilfinning en ég er umfram allt þjálfari íslendinga í handknatt- leik og á þeim vettvangi hef ég mik- inn metnað að standa mig vel,“ sagði Bogdan Kowalczyck, landsliðsþjálf- ari íslands, í samtali við DV eftir að íslendingar höfðu sigrað Pólverja 26-15 á austur-þýska handknattleiks- mótinu í Dessau í gærkvöldi. íslend- ingar höfðu yfirburðaforystu í hálf- leik, 14-5. Þetta er langstærsti sigur íslendinga á Austur-Evrópuþjóð frá upphafi. Pólverjar áttu ekkert svar Pólverjar náðu að skora fyrsta markið en íslendingar náðu síðan undirtökunum. Pólverjar áttu ekkert svar við góöum varnarleik íslenska hðsins. Einar Þorvarðarson varði mark íslands í fyrri hálíleik og varði oft á tíðum glæsilega. Greinilegt aö með hverjum leik verður íslenska liðið sterkara þrátt fyrir að Bogdan sé enn ekki farinn að þjálfa leikkerfi sem neinu nemi. Einungis þrekæf- ingar hafa verið stundaðar á síöustu fimm vikum. í fyrri hálfleik varð markamunur- inn sífellt meiri en mestur var hann í hálfleik eða níu mörk. Ajlir fengu tækifæri í síðari hálfleik gaf Bogdan leik- mönnum sem lítið hafa fengið aö spreyta sig í keppninni tækifæri og skiluðu þeir hlutverki sínu vel. Brynjar Kvaran fór í markið í seinni hálfleik og varði frábærlega, þ. á m. tvö vítaköst. Besti kafli Pólverja Pólverjar áttu sinn besta leikkafla í upphafi síðari hálfleiks en þá skor- uðu þeir fjögur mörk í röð og minnk- uðu muninn í 5 mörk. Lengra komst pólska liðið ekki gegn geysisterku íslensku liði. íslendingar breyttu stööunni í 19-9 á næstu mínútum og spurningin var aðeins hversu stór sigurinn yrði. Þrumufleygar frá Sigurði Sigurður Sveinsson lék í sóknar- leiknum í síðari hálfleik en Kristján Arason lék þess í stað aðeins í vörn- inni. Sigurður skoraði tvö glæsimörk með þrumufleygum sem yljuðu áhorfendum í íþróttahöllinni í Des- sau. Eins og áður sagði er góður stíg- andi í leik íslenska liðsins. Liðið er í mjög góðu líkamlegu formi og með hverjum leik kemst það í betra leik- form. Mætum Kínverjum á morgun Á morgun mætir íslenska liðið Kín- verjum og ef íslenska liðið sigrar Kínverja mætum við Sovétmönnum á fóstudag 'í undanúrslitunum. Með sigri þar kemst liðið í úrslit en ann- ars leikum viö um 3.-4. sæti. Dómarar í leiknum voru frá Aust- ur-Þýskalandi og dæmdu vel. Alfreð og Þorgils Óttar markahæstir Alfreð Gíslason var markahæstur ásamt Þorgils Óttari Mathiesen en þeir gerðu 5 mörk hvor. Sigurður Sveinsson gerði 4 mörk, þar af tvö úr viti, Kristján Arason og Guð- mundur Guðmundsson gerðu þrjú mörk hvor, Páll Ólafsson og Bjarki Sigurðsson skoruðu 2 mörk hvor og Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson gerðu eitt hvor. Mörk Pólverja: Lebinedzinski 5, Klusznik 2, Szygula 2 og þeir Niepon, Kedziora, Maslon, Skalski, Mistak og Staszewski 1 hver. Góð sóknarnýting Þess má geta að sóknarnýting is- lenska liðsins var 59,5 prósent sem er sannarlega glæsilegt. Áhorfendur voru 2500 og troðfylltu íþróttahöllina í Dessau. Flestir voru á bandi íslenska liösins. íslensku leikmennirnir voru sam- tals í 10 mínútur utan vallar en þeir pólsku í sex mínútur. m m ta ir mnm mms VALUR FRAM Á HLÍÐARENDA í kvöld kl. 20 Valsmaður leiksins fær 10 kassa af pepsí Sá Valsmaður sem skorar þrennu fær 30 kassa af pepsí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.