Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. 13 pv Útlönd Falsarar herja á Danmörku Gizur Helgason, DV, Reersnæs: íbúar frá Asíulöndum með falskar ávísanir, vegabréf og greiðslukort valda nú miklum vandræðum í Dan- mörku og Vestur-Þýskalandi. Lög- regluyfirvöld landanna tveggja hafa nú haflð nána samvinnu í því skyni að stöðva falsanimar. í Vestur-Þýskalandi er talið að As- íumönnunum hafl tekist á örfáum dögum að svíkja út um þrjátíu millj- ónir króna. Lögreglan í Kaupmanna- höfn hefur nú handtekið nokkra af sökudqlgunum en talið er aö á bak við falsarana standi hringur glæpa- manna í Thailandi. Yfirmaður þeirrar defldar innan dönsku lögreglunnar er hefur með fjársvikamál að gera sagði í útvarps- viðtali í gærkvöldi aö óvenju mikið hefði verið um falskar ávísanir og greiðslukort á þessu sumri. Um helgina voru fimm Thailend- ingar handteknir en þeim hafði áður tekist að svíkja út um eina milljón króna. Njósnaraskipti í undirbúningi Gizur Helgason, DV, Reeisnæs: Vestur-þýska blaðið Bild hefur greint frá því að nú sé í undirbún- ingi skipti á fjölda njósnara á milli austurs og vesturs. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er um aö ræða skipti á tuttugu v- þýskum njósnurum, sem hafa setið í fangelsi í Austur-Evrópu, og flöl- mörgum stómjósnurum frá Sovét- ríkjunum og Austur-Þýskalandi. Smíða skip fyrir 5 þúsund farþega Gizur Hejgason, DV, Reersnæs: Fjórar v-þýskar skipasmíðastöðvar hafa nú fengið þaö verkefni að smíða risavaxið skemmtiferðaskip fyrir norskan útgerðarmann. Ef flárhags- legir endar ná saman er hér um að ræða pöntun sem nemur um 50 millj- örðum íslenskra króna. Skipið á að vera 380 metra langt og 77 metra breitt með klefa fyrir 5.600 farþega. Áætlað er að áhafnar- meðlimir veröi 1.800. Þetta verður fljótandi borg með leikhúsi fyrir 2.500 manns, bókasafni með 100.000 bókum og mörgum tennisvöllum. í þar til gerðri höfn, sem hggja á djúpt inni í skipsskrokknum, eiga að vera flórir bátar sem taka farþega og hægt er að nota til skemmri skoðunarferða. Skipið verður hið fyrsta af hinum svonefndu sumarleyfisparadísar- fleyjum sem koma til með að orsaka byltingu innan ferðamannaþjón- ustunnar. Það á að sigla með ríka Ameríku- og Evrópumenn á Karíba- hafi. Það er norski skipajöfurinn Knut Kloster sem stendur að baki verkefn- inu en hann á nú þegar fiölda lúxus- fleyja sem flyfla árlega þúsundir ferðamanna um eftirsóttustu hafnir jarðarinnar. Það eru flórar skipasmíðastöðvar í V-Þýskalandi sem hafa tekið að sér verkefnið í sameiningu. Þessi glæsi- legi farkostur verður smíðaður í flór- um einingum og síðan settur saman í Kiel. Samkvæmt samningunum milli útgerðarinnar og skipasmíða- stöðvanna eiga þær að sjá um að út- vega bróðurpartinn af flármagningu til verkefnisins. Nú er komið til kasta Bonnstjórn- arinnar og hennar er að ákveða hversu miklu hún vill fórna til þess að v-þýsku skipasmíðastöðvarnar hafi næg verkefni út árið 1992. At- vinnutækifærum í v-þýskum skipa- smíðastöðvum hefur farið fækkandi úr 80.000 á síðasta áratug niður í 36.000 í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.