Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Lífsstfll Nælonið 50 ára: Mesta bylting í fataiðnaði á þessari öld Nælonið olli gífurlegri bylt- ingu í vefjariðnaðinum þegar það kom fram á sjónarsviðið. Auglýsendur sögðu það hafa styrkleika stálsins en fmleika kóngulóarvefsins. Nælonið var ólíkt öllum öör- um efnum sem mönnum hafði auðnast að búa til, sama hvort miðað er við náttúrleg efni eða gerviefni. Flestir minnast þeirra tíma þegar konur klæddust nælon- sokkum, strákarnir klæddust í hvítar nælonskyrtur og hús- mæðurnar fóru í Hagkaup og keyptu sér sloppa til að nota við heimiiisstörfm. Það var í þá aaga þegar nælonið var í tísku. Þó að nælon sé ekki beint í íísku í dag þá leikur þetta gerviefni Nælonsokkarnir voru alger bylt- ing þegarþeir komu á markað- inn fyrir hálfri öld. stærra hlutverk í lífi okkar en margan grunar. Fyrir hálfri öld Þann 27. október 1938, þegar Hitler var á hátindi valdaferils síns í Þýskalandi og margir voru farnir aö óttast heims- styijöld, barst tímamótafrétt vestan frá Bandaríkjunum. Þann dag upplýsti Du Pont fyr- irtækið að því hefði tekist að búa til nýtt efni á tilraunastof- um fyrirtækisins, hið fyrsta sinnar tegundar sem unnið var úr gervifibrum. Áhrif þessarar htlu fréttar urðu mikil og nú hyllti undir nýja tíma, tíma nælonsins. Nælonið var auglýst upp og lýsingarorðin ekki spör- uð og fyrstu auglýsingaherferð- inni lyktaði með því að Du Pont fyrirtækið varð að gefa út yfir- lýsingu þar sem það varaði fólk við að trúa öllu því sem sagt var um nælonið. Það væri ekki víst að það væri eins sterkt og menn vildu vera láta. Nælonið var dýrt í fyrstu og mest var það notað í ýmiss kon- ar iðnað og í sokka. Það var ekki á færi annarra en ríks Tískan fólks og yfirstéttar að koma höndum yfir það. Það er ekki fyrr en eftir að seinni heims- styrjöldinni er lokið að nælonið veröur almenningseign og kon- ur almennt höföu efni á að klæðast nælonsokkum. Feður nælonsins Tveir menn hafa verið nefnd- ir feður nælonsins, þeir Carot- hers og William Hill. Þeir unnu þrotlaust íþrjúár við tilraunir áður en þeim heppnaðist að búa tilnælonúrþremuréfnum, . kolefni, lofti og vatni. Carothers auönaðist þó aldrei að heyra nafnið sem hinu nýja gerviefni var gefið því hann dó einu og hálfu ári áður en efniö kom á markað. Nafnið, sem því var valiö, er merkingarlaust og stafirnir standa ekki fyrir neitt sérstakt. Það er ekki rétt sem margir hafa taliö að ny standi fyrir New York og lon fyrir London. Óþrjótandi möguleikar Mönnum varð fljótlega ljóst að möguleikar nælonsins innan vefjariðnaðarins væru nær óþrjótandi. í fyrstu var hafist handa viö að framleiða úr því sokka sem voru mjög slitsterkir og með glansáferð. Du Pont fyr- irtækið seldi fyrstu pörin 1939 og voru það starfsstúlkur fyrir- Og stúlkurnar trylltust og allar vildu þær eignast nælonsokka. tækisins sem fengu að kaupa þá. Stuttu síðar var farið aö selja þá í nokkrum verslunum í Bandaríkjunum en þaö var ekki fyrr en 1940 sem farið var að selja þá um gjörvöll Banda- ríkin. Til Evrópu, þar á meðal ís- lands, bárust nælonsokkar með Þetta undraefni var meðal annars örþunnt, létt og svíf- andi. ameríska hernum. Sokkarnir urðu svo vinsælir að víða var hægt aö nota þá í staö peninga og skipta á þeim og ýmsum öðr- um sjaldséðum varningi. Enda var sagt að dáti gæti ekki gefið konu nokkra gjöf sem væri dýr mætari en par af nælonsokk- um. Silkisokkarog bómullarsokkar Konur tóku þessari nýjung feginshendi. Þeir sokkar sem þær höfðu orðið að notast við áður voru einkum tvenns kon- Glæpamenn komu auga á notagildi nælonsins við að gera andlit sitt torkennilegt. ar. Annars vegar örþunnir silkisokkar, sem bæði voru ónýtir og dýrir, hins vegar bóm- ullarsokkar sem voru í flestum tilvikum þykkir og þóttu óklæðilegir. Nælonið var einnig byltingar- Kvikmyndadísir stríðsáranna voru gjarnan látnar klæða sig í nælonsokka á tjaldinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.