Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Fréttir Brosandi danskir varðskipsmenn um borð í Hafþóri... DV-myndir Valdimar Birgisson Dönsk kímni um borð í Hafþóri Dönsku varðskipsmennimir af Vædderern, sem höfðu rækjutogar- ann Hafþór í haldi í tvo sólarhringa á Dohrnbanka, höfðu greinilega hreinræktaða danska kímnigáfu. Þeir þökkuðu áhöfninni á Hafþóri fyrir samfylgdina þennan óróatíma. Og það var haft skriflegt. „Med tak for pænt fólgeskab siden 6. juli 1988. Góður Ferð,“ segir í einu bréfanna. Á íslensku: „Þökkum þægilega samfylgd frá 6. júh 1988. Góða ferð.“ Þetta er greinilega danskt skopskyn. Danimir bmgðu ensku líka fyrir sig: „To the crew of Hafþor. Thanks for a pleasant stay, under special circumstances. Have a good jour- ney.“ Á íslensku: „Til áhafnarinnar á Hafþóri. Þökkum ánægjulega dvöl sem var við sérstakar aðstæður. Góöa ferð.“ Þeir skildu lika teikningu eftir sig sem þeir höfðu krotað á blað úr skrif- blokk. Hún sýnir hvar þeir standa með hendur í vösum og horfa á sjón- varp um borð í Hafþóri. Danir hafa alltaf kunnað að hafa þaö náðugt og æsa sig ekki upp út af smáatriðum. -JGH r úí. • Sk.. {,4. fb< a, V. ci^iUv •50» f" {>*■’> Isafjörður: Tílgangslaust að dæla efni úr innsiglingunni - ný höfh í smíðum „Innsiglingin er þröng og það kem- ur fyrir að bátar festist í henni. Þetta hafa ekki verið alvarlegir atburöir ,og hafa bátamir komist á flot við næsta flóð. Það væri hægt að dæla efni upp úr innsiglingunni en það er tilgangslaust og svarar varla kostn- aði,“ sagði Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, við DV þegar hann var spurður hvort ekki væri ástæða til að laga innsiglipguna í höfnina. Hann sagði að innsiglingin væri sú leið sem sjórinn færi inn á pollinn svokallaða og straumurinn sæi því um aö bera efni í innsiglinguna á ný. „Það stendur yfir hafnargerð hin- um megin á eyrinni. Hún er í sund- unum og heitir Sundahöfn. Hún mun taka við miklu af umferðinni frá að- alhöfninni." Haraldur sagði loks að ekki væri loku fyrir það skotiö að þeir bátar sem festust í innsiglingunni hefðu farið út af merktri siglingaleið. -hlh Innfluttar matvörur með bönnuðum litarefhum - Aðallega ætlaðar bömum íssósur af gerðunum Zentis og Oet- her innihalda litarefni sem aldrei hafa verið leyfð hér á landi. Eru efm þessi sýnu skaðlegri ofnæmis- sjúklingum en azorubine sem fund- ist hefur í vörum frá Efhagerðinni Val. í Zentis íssósu er að finna efni sem merkt er E131. Þetta efni heitir patent blue og er talið með skaö- legri litaréfhum. Ef ofnæmissjúkl- ingur neytir efiúsins getur hann átt það á hættu að fá útbrot sam- stundis. Einnig er hætta á heiftar- legu ofnæmiskasti. I íssósum af geröinni Oether er efhi sem merkt er sem E102. Þetta er efnið tartrazine og gefur það gulan lit Efnið er talið virkast allra azo-litarefna, en bæði patent blue og azorubine eru af þessum flokki. Þetta leiðir hugann að því að hér á landi er ekki neitt eftirlit haft með innflutningi á neysluvörum. Það er vegna þessa eftirlitsleysis sem slík efni geta verið á markaöi í innfluttum vörum meöan allt ætl- ar af göflunum að ganga yfir svip- uðum efnum í innlendri matvæla- framleiðslu. -PLP Slys við lundaveiði Ómar Garöarasan, DV, Vestmaimaeyjum: ísleifur Vignisson, sem var við lundaveiði í Stórhöfða fótbrotnaði og þurfti aðstoð hjálparsveita til að komast upp. Atvikið átti sér stað í svokölluðum Lambhellum og var ísleifur að stökkva niður um metra- hátt barð þegar hann missteig sig. Við þaö slitnaði liðband og hann fót- brotnaði í fallinu. Þetta gerðist kl. rúmlega 10 en kl. 11.30 tókst ísleifi aö gera vart við sig en hann gat ekki komist upp af sjálfs- dáðum. Hjálparsveit skáta var kölluð til og lögregla fór á staðinn og tókst að ná honum upp. ísleifur sagði að hann hefði aldrei verið í neinni hættu, ekki verið við klifur þarna heldur hefði þar verið nóg undir- lendi. Hins vegar hefði hann ekki komist upp vegna fótbrotsins. Björg- unarstarfið gekk vel og komst ísleif- ur fljótt undir læknishendur. í dag mælir Dagfari Því verður ekki neitaö aö vindar hafa blásið um Háskóla íslands og hernaðarástand ríkt eftir að Birgir ísleifur skipaði Hannes Hólmstein til kennslu í skólanum. Háskólaráð hefur sent Birgi ísleifi ávítur og Birgir ísleifur hefur sent háskólar- áði ávítur á móti. Félagsvísinda- deildin hefur gert samþykktir um að Hannes fái ekki að kenna og nemendur ætla ekki að mæta, þeg- ar sá umdeildi Hannes hefst handa. Það er sem sagt allt í hers höndum og háskólaráð er nú að kanna máls- höfðun á hendur ráöherra og for- seti félagsvísindadeildar efast mjög um að Hannes komi nokkurn tíma til starfa. Er helst að skilja að Hannesi verði annaðhvort komið fyrir kattamef eða þá að Háskólinn verði lagður niöur, enda er ljóst að forseti deildarinnar, nemendur og yfirmenn háskólans ætla að veija skólann til síðasta manns. En mitt í öllum þessum hama- gangi situr lektorinn nýráðni vest- ur í Bandaríkjunum og segist vera að ganga frá bókmenntaverkum fyrir heimsþekkt útgáfyrirtæki og er hinn ljúfasti. Það hefur aldrei verið sagt um Hannes Hólmstein að hann sé maður lognmollunnar, enda hefur hann haft það fyrir at- vinnu að ögra andstæðingum sín- um, reita þá til reiði og eiga í úti- stöðum við samanlagða vinstri fylkinguna á íslandi. Hann er meistari þrætubókarlistarinnar og virðist þrífast á því einu að eiga í ritdeilum, orðaskaki eöa illvigum persónulegum deilum við margvís- lega menn. Enda maðurinn af Guð- laugsstaðakyninu, sem er frægast fyrir kjaftbrúk. Þess vegna vekur það nokkra undrun og óhug að þær fréttir ber- ast af Hannesi að hann sé nú hinn ljúfasti og í hvert skipti sem blaða- menn hringja í Hannes til að fá fregnir af líðan hans, lýkur hann upp einum rómi um ágæti allra þeirra sem við hann eru að kljást og hamast gegn honum. Hannes segir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að vísu séu íslendingar allra þjóða elstir og langlífi meira þar en annars staðar. En lífið sé allt of stutt til að standa í þrætum við annað fólk, segir Hannes og er ekk- ert nema elskulegheitin. Hvað hefur eiginlega komið fyrir Hannes vígamann? Er honum að fórlast? Eða er hann lasinn? Það er alveg ástæðulaust fyrir Hannes Hólmstein aö koma aftur heim ef hann ætlar að hætta að rífast út í allt og alla. Birgir var ekki að skipa hann lektor til að láta hann setjast í helgan stein. Menntamálaráð- herra hefur gengið í gegnum eld og brennistein til að Hannes fái að lyóta sín og hæfileika sinna í Há- skólanum og standa uppi í hárinu á öllu vinstra pakkinu í félagsvís- indadeOd. Ef þetta er allt unniö fyrir gíg hjá Birgi, þá er tíl lítils að kalla vígamanninn heim frá bó- kaútgáfunni í Kalifomíu. Hannes á að halda áfram að selja ömmu sína og sýna fram á gildi fijálshyggj- unnar í atvinnustarfsemi gleði- kvenna og fjárplógsstarfsemi okr- ara. Hann á ekki að láta deigan síga í deilum sínum við kommana. Ef Hannes Hólmsteinn telur sig kominn á þann aldur að þrætur séu of tímafrekar, leggst lítið fyrir kappann. Það er óþarfi fyrir Hann- es að gerast friðarhöfðingi fyrir það eitt að verá kominn á jötuna hjá hinu opinbera. Það er að visu þægi- legt fyrir frjálshyggjumanninn, sem barist hefur gegn ríkisafskipt- um og klíkuskap opinberra emb- ættismanna, að geta strokiö sér um kviðinn og elskað friðinn, í fram- haldi af liöveislu pólitískra sam- herja í ráðuneyti og ríkisstjóm. En það er óþarfi að leggja niður vopn og hætta að vera leiðinlegur bara af því aðrir eru leiðinlegir. Dagfari hefur stutt Hannes Hólm- stein og alltaf sagt að hann sé hæf- ur. Ekki endilega til að kenna held- ur af því hann er hæfur til að þrefa við aðra. Nú liggur það fyrir að félagsvísindadeild ætlar helst ekki að láta Hannes kenna neitt, þannig að hann mun hafa nægan tíma til að einbeita sér að þrefinu og þras- inu í ræðu og riti. Þess vegna má Hannes alls ekki detta í þann pytt að láta öllum þykja vænt um sig og vera sjálfur svo góður við aöra að hann hætti að rífast við náung- ann. Hvað er þá orðið um okkar starf? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.