Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Fréttir Mönnum blöskrar verð á veitingahúsamat - mætti vera 10 til 15% hsetra, segir Pétur Snæbjömsson hótelstjori „Þaö er engin spurning aö íslend- ingum og erlendum feröamönnum blöskrar verölagiö á veitingahúsum hér á landi," sagöi Pétur Snæbjörns- son, hótelstjóri á Hótel Húsavik, í samtali viö DV. „Þaö er augljóst aö við gætum feng- ið miklu fleiri ferðamenn hingaö og fleiri íslendinga út að boröa allan ársins hring ef verðlagið væri ekki svona hátt. Verðlagið er hins vegar ekki i valdi okkar veitingahúsaeig- enda. Verðið á mat á veitingahúsum hér á landi rétt svarar kostnaöi. Viö erum skattpíndir og til aö vera vissir um aö halda velli þyrfti verð á veit- ingahúsamat að vera 10 til 15% hærra." Seint í vetur kom í ljós aö veitinga- rekstur almennt á íslandi dróst veru- lega saman vegna verðlags. Erna Þórarinsdóttir, hótelstjóri á Eddu- hótehnu á Laugarvatni, sagöi aö júnímánuður heföi verið verri en oft áður og fleiri tóku undir þaö. Tryggvi Guömundsson hjá Ferða- skrifstofu ríkisins sagöi að verðlag gæti ekki verið lægra en það er á Edduhótelunum. Meðalverð á fisk- réttum þar er um 800 krónur en fin nautasteik kostar um 1450 krónur. Tryggvi sagðist skilgreina þann kostnað þannig að 35% væri hráefn- iskostnaður, 25% laun til starfs- manna, önnur 25% söluskattur og 15% færi í húsaleigu, rafmagn og fleira, þannig að verðlagið gæti ekki verið lægra. „Verðlagið hækkaði um 10% með matarskattinum og það er fyrir utan almennar kostnaðarhækkanir. Áður en hann kom til um áramótin greidd- um við aðeins söluskatt af álögðu verði en nú greiðum við einnig sölu- skatt af hráefniskostnaði. Það er á mörkunum að þessi veitingastarf- semi sé ekki rekin með tapi," sagði Tryggvi. Hótel Valhöll er einnig rekið af Ferðaskrifstofu ríkisins en þar er til í grófum dráttum skiptist svona niður verð nautakjötsrétta sem almenning- ur leggur sér til munns á Edduhótelum landsins: 35% er hráefniskostnað- ur, 25% söluskattur, 25% launakostnaður og 15% hiti, rafmagn og fleira. Meðalverð þar er um 1450 krónur en verð á nautasteik á veitingastöðum borgarinnar og á hótelum borgarinnar er almennt um 200 til 300 krónum hærra. Þá raskast hlutfallið eitthvað - margir vilja segja að hærri fjár- magnskostnaður og meiri launakostnaður raski hlutföllunum. dæmis verð á nautasteik 1660 krón- ur. Við spuröum Tryggva hverju það verð sætti? „Valhöll er nokkru fínni staöur og þar er lagt meira upp úr þjónustu og fleiru heldur en almennt gerist með Edduhótehn. Hún er í dýrari klassa.“ DV kannaöi verð almennt á nauta- steikum og kom í ljós að verðið á svokölluðum a la carte seðlum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi er í svipuðum flokki og á hótel Valhöll eða um 1660 krónur. Pétur Snæbjörnsson sagðist helst finna fyrir því að Bandaríkjamenn og fólk frá Mið-Evrópu teldi verðlag- ið allt of hátt en sagði að í Skandinav- íu væri verðlag ekki ósvipað og hér. Hann sagöi ennfremur að yfir vetrar- tímann væri launakostnaður við út- seldan mat yfir 50% en 25% á sumrin. -GKr Japanska kaupandanum leist bara vel á karfann úr Oddeyrinni, ef marka má brosið á andliti hans, en Japanir eru tilbúnir að borga vel fyrir nýfryst- an karfa. DV-mynd GVA Karfi á Japansmarkað: Hundrað kiónum meira fyrir kílóið - en ef hann væri seldur á innanlandsmarkaði „Já, þetta verður selt á Japans- markað í fyllingu tímans en það eru sömu kaupendur og verið hefur og það er þvi ekkert óvenjulegt við þessi viöskipti. Hvað verðið verður er ekki ákveðið og um það get ég ekki sagt fyrr en kaupin hafa tekist,“ sagði Jónas Hallgrímsson, starfsmaöur hjá Samheija h.f„ sem gerir út Oddeyr- ina. Oddeyrin er frystitogari og fékk 109 tonn af karfa í síðasta túr sem munu verða seld heilfryst til Japan. Samkvæmt heimildum DV fengust 120 krónur fyrir kílóið í síðustu sölu og vonast menn til að verðið verði ekki lægra. Jónas Hallgrímsson sagði að það væri ekkert óvenjulegt að karfinn til Japan seldist á hærra verði en á fiskmörkuðunum hér heima, en á fiskmörkuðunum er verðið 20-24 krónur á kílóið. Þessi karfi væri frystur, hausaður og búið aö taka innyflin úr honum. Oddeyrin er frystitogari og mun ekki selja til Japan í gegnum hin hefðbundnu sölusamtök. Miklu skiptir fyrir verðiö aö karfinn líti sem best út og munu Japanirnir vilja hafa hann sem rauðastan. Þess vegna er hann heilfrystur strax, því eftir nokkra tíma án frystingar fer litur- inn að dofna. Flugleiðir ræða við þrjá starfshópa „Flugfreyjur sendu inn bréf og óskuðu eftir viðræðum og því hefur verið svarað jákvætt. Eins og marg- oft hefur verið sagt htur félagið ekki á þetta sem samningaviðræður þar sem samningar eru bundnir í lög fram í apríl 1989, en Flugleiðir er allt- af tilbúnar að ræða við starfsmenn um stöðu félagsins og stefnu,“ sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug- leiða. Ekki hefur verið dagsettur fundur Flugleiða og flugfreyja en hann mun verða á næstunni. Munu þá Flugleiö- ir eiga í viðræðum við þrjár starfs- stéttir, flugmenn, flugvirkja og flug- freyjur. Það sem aðallega mun vera rætt er túlkun á kjarasamningnum og vinnutimareglur en einnig var rætt við flugmenn um tilhögun leigu- verkefna og þá einkum útivistar- tíma. JFJ Ókyrrð við Kröflu: Skjálftatíðni svipuð og síðast þegar gaus - segir jarðfræðingur í Mývatnssveit „Hér er mjög ákveðið landris og skjálftatíðni meiri en eðlilegt getur talist, 50-60 skjálftar á sólarhring. Það er svipað og var fyrir fjórum árum þegar síðast gaus. Líkumar á eldgosi eru meiri en undanfarið vegna landrisins en ég myndi ekki telja þær miklar. Þegar skjálfta- virkni eykst hlýtur eitthvað aö láta undan í jaröskorpunni, annaðhvort verður kvikuhlaup, það er landsig, ellegar eldgos. Spumingin er hvað jarðskorpan þolir áður en fer að gjósa,“ sagði Armann Pétursson jarðfræðingur sem staddur var í Mývatnssveit í morgun. „Með landrisi er vaxandi þrýsting- ur á kvikuhólfinu og þvi meira álag á jarðskorpunni sem viö vitum ekki hvaö er sterk. Ef hún rofnar verður eldgos. Ég tel ekki mjög miklar líkur á eldgosi en það er erfitt að meta í tölum. Ef við miöum við fyrri tíma myndi ég telja minni en helmings lík- ur á eldgosi þó að slíkar tölur séu lítils virði,“ sagði Guðmundur E. Sig- valdason, forstööumaður Norrænu eldfj allastöðvarinnar. Almannavarnanefnd Skútustaöa- hrepps hefur stöðvað umferð um Leirhnjúkssvæöið á meðan jarð- skjálftavirkni er þetta mikil. Guð- mundur E. Sigvaldason sagði að meðan þrýstingur færi vaxandi og einhverjar líkur væm á eldgosi eða gufusprengingum væri ekki á það hættandi að láta fólk vera þar á ferð- inni. Um gufubólstra viö Heklu sagði Guðmundur að þeir sæjust oft, eink- um þegar gott væri veður. Tindur eldfjallsins væri heitur og því kæmu oft gufur og reykjarbólstrar frá því, þar hefðu hins vegar ekki veriö nein- ir skjálftar. Siguijón Pálsson, bóndi á Galtalæk, sagði að hann hefði ekki orðið var við neina gufubólstra frá Heklu, það væri misskilningur. Eng- ir skjálftakippir hefðu fundist og allt í mestu rólegheitum. JFJ Gersamlega út í hött - seglr Þórður Friðjónsson um harðar ásakanlr Jóns Baldvins „Þetta er aö sjálfsögðu út í hött. Viö höfum engan áhuga á aö lýsa stöðu ríkissjóðs betri eða verri en hún er í raun,“ sagði Þórður Friö- jónsson, forstööumaöur Þjóðhags- stofnunar, í viðtali viö DV í morgun um harðar ásakanir á Þjóðhags- stofinun, sem koma frá gármála- ráðherra, í Alþýöublaöinu í dag. Þórður sagði, að þetta væri ekki ágreiningur um staöreyndir heldur hvaö staöreyndirnar segðu. Fjár- málaráöuneytið vildi segja stöðu ríkissfjóös öðruvísi en Þjóðhags- stofnun sæi hana. Þjóöhagsstofnun byggði aö mestu á tölum frá fyrstu 5 mánuöum ársins en síöan á síð- ustu áætlun fjármálaráöuneytisins sjálfs, þar sem kæmi fram aö halli ríkissjóðs yröi á árinu 573 milljónir króna. Fyrstu 5 mánuðina_ heföi hallinn verið 3,7 milljarðar. í texta Þjóðhagsstofnunar væri einungis lýst staöreyndum, svo sem að mik- ið aöhald þy rfti síðari hluta ársins. Jón Baldvin segir í Alþýðublaö- inu í dag aö texti Þjóöhagsstofnun- ar sé svo villandi aö hann geti ekki flokkast undir annaö en rangfærsl- ur aö yfirlögöu ráöi. í þjóöhags- spánni segi aö tekjuhalh á A-hluta ríkissjóðs hafi veriö 3,7 milljaröar fyrstu 5 mánuði ársins. Réttar tölur um tekjuhallann fýrstu 6 mánuð- ina séu hins vegar 2,9 miiljarðar. Fjármálaráðherra virðist því vera aö tala um fyrstu 6 mánuðina, þar sem Þjóðhagsstofnun segist hafa byggt á áætlun fjármáiaráöu- neytisins fyrir sjötta mánuöinn. -HH JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.