Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. 15 Opið bréf til menntamálaráðherra vegna lektorsstöðu hjá HÍ: „Æskilegar skoðanir?“ „Hannes hefur ekkert nýtt fram að færa innan stjórnmálafræði," segir greinarhöfundur. Makalausasta röksemdin þín, B. ísleifur, fyrir að skipa Hannes er að Hannes hafi einhverja þá hæfi- leika eða skoðanir sem fengur sé að fyrir félagsvísindadeild. Þessi ummæli má skilja á tvo vegu: ann- ars vegar að átt sé við fræðileg sjónarmið Hannesar en hins vegar að átt sé við stjórnmálaskoðanir hans, og virðist þaö líklegra af eftir- farándi ástæðum. „Æskilegu skoðanirnar“ Hannes hefur ekkert nýtt fram að færa innan stjórnmálafræði. Að vísu hefur hann haldið á lofti kenn- ingum nóbelsverðlaunahagfræð- ingsins Buchanans en þær eru bara hluti (og alls ekki sá merkasti) af hagrænum kenningum um stjórn- mál sem lengi hafa verið kenndar við deildina. Því hlýtur að vera átt við, þegar talað er um fræðileg sjónarmið, að bæta þurfi við kennslu í stjórnspeki, eða stjórn- málaheimspeki í stjómmálafræði við Háskóla íslands. Þetta virðist ekki ótrúlegt við fyrstu sýn, þar sem það ræðst mest af heföum er- lendis hvorum megin veggjar, í stjórnmálafræði eða heimspeki, þessi grein er kennd. Og stjórn- málaheimspekin hefur ekki verið kennd í félagsvísindadeild til þessa. En þessi skýring stenst ekki nán- ari skoðun. Stjórnmálaheimspeki hefur nefnilega verið kennd hér í heimspekideild (við góðan orðstír af Þorsteini Gylfasyni) og hafa nemendur í. stjórnmálafræði átt greiðan aðgang að þeirri fræðslu ef hugur þeirra hefur staðið til. Ef KjáUaiinn Birgir Þórisson stundar framhaldsnám í stjórnmálafræði í Bandarikjunum þér, B. ísleifur, þykir mikils við þurfa að eíla kennslu í henni þá hefðir þú ekki troðið Hannesi í stöðu sem ætluð er til að kenna allt annað, sérstaklega þar sem þér hefði verið það í lófa lagið að fjölga stöðum í heimspekideild, sem Hannes hefði tækifæri til að keppa um á jafnréttisgrundvelli við aðra sem menntun hafa til. Hvaða trú á Hannes að boða? Þá stendur eftir sú skýring að átt sé við stjórnmálaskoðanir Hannes- ar. Það styrkja auk þess þau um- mæli þín að skoðanir Hannesar séu aörar en þeirra manna sem helst hafi verið í forsvari fyrir stjórn- málafræðikennslu í Háskólanum. Þarf ekki mikla speki til að sjá aö hér átt þú, B. ísleifur, við þá dr. Svan Kristjánsson dósent og próf- essor Ólaf Ragnar Grímsson, for- mann Alþýöubandalagsins. Reynd- ar segir í greinargerð ráðuneytis- ins aö skoðanir Hannesar á eðli og hlutverki stjórnmálafræði séu aðr- ar en núverandi kennara félagsvís- indadeildar. Því sé æskileg frjáls samkeppni hugmynda, enda sé ekki erlendis samstaða meðal fræðimanna um hvert sé eðli og hlutverk stjórnmálafræðinnar. Rétt er það að fræðimenn erlend- is eru ekki á eitt sáttir um eðli og hlutverk stjórnmálafræðinnar. Hitt get ég sagt þér að kennarar deildarinnar kyrina nemendum samviskusamlega þau álitamál, sem þar eru uppi, að einum skiln- ingi á eðli og hlutverki stjórn- málafræðinnar undanteknum, en það er sá skilningur, sem tíðkast austan járntjalds, en það er að hlut- verk stjórnmálafræðinnar og stjórnmálafræðinga sé að innræta þegnum landsins þær einu réttu stjórnmálaskoöanir sem ráðamenn landsins leyfa. Ég spyr, eru þetta þau viðhorf sem Hannes á að vera málsvari fyrir? Nemendur líða Hvernig er það, B. ísleifur, hefur þú ekkert hugsað til þeirra sem mest líða fyrir frumhlaup þitt, stjórnmálafræðinema? Þeir verða af afbragðs kennara, sem Ólafur Þ. Haröarson er, og fá í staðinn gæðing þinn sem ekkert getur kennt af stjórnmálafræði. Iðrast og gjör yfirbót! Þú hefur farið illa aö ráði þínu í þessu máli, en þótt mönnum verði á geta þeir bætt fyrir brot sitt ef þeir sjá villu síns vegar. Þú getur enn- bætt fyrir afglöp þín í þessu máli með því aö afturkalla skipun Hannesar (eða reka hann) og skipa Ólaf Þ. Harðarson, í samræmi við vilja deildar og hæfnisdóm dóm- nefndar. Þaö má að vísu segja um þetta frumhlaup þitt að nokkur skaði sé skeður, en ef til vill er hann ekki meiri en svo að hann verði bættur og aftur verði horflð á braut þeirrar þróunar sem verið hefur undanfarin ár, að heiðarleg og fagleg sjónarmið ráði stöðuveit- ingum en ekki annarleg og óheiðar- leg flokkspólitísk sjónarmið. Birgir Þórisson „Reyndar segir í greinargerð ráðuneyt- isins að skoðanir Hannesar á eðli og hlutverki stjórnmálafræði séu aðrar en núverandi kennara félagsvísindadeild- ar.“ Afganistan og Víetnam „Stríðið hefur nú varað jafnlengi og stríð Bandaríkjamanna í Víetnam." - Afgani kveður sovéska hermenn. Nú þegar Sovétarnir eru aö draga sig út úr Afganistanstríðinu er hægt að svara mörgum spurning- um sem hafa komið upp. Hæst rís spurningin: Var Afganistan-stríðið jafnmikilvægt og Víetnam-stríðið? Hvort var mikilvægara? Ég vil leiða rök að því að svo hafi ekki verið. Stríðið hefur nú varað jafnlengi og stríð Banda- ríkjamanna í Víetnam, hins vegar höfðu Bandaríkjamenn tekið við af nýlendustríði Frakka og var Ví- etnam-stríð Vesturlanda því eldra. Ennfremur höfðu Bandaríkja- menn þrefalt fleiri menn í Víetnam og misstu einnig þrefalt fleiri. Þeir misstu einnig þrefalt fleiri miöað við fólksfjölda síns heimalands. Nánar tiltekið misstu Bandaríkin í dauðann 45 þúsund hermenn en Sovétmenn aðeins 15 þúsund. Við þetta bætist að stríð Sovéta var óneitanlega landamærastríð en stríð Bandaríkjamanna ekki. Auk þess má segja að Bandaríkja- menn hafi beðið hernaðarlegan ósigur: verið hraktir úr landi. Hins vegar fóru Sovétar af öðrum ástæð- um áður en til hernaðarlegs ósig- urs kom. (Aö vísu eru Sovétmenn ekki enn farnir nema að hluta.) Á það verður einnig að líta að Sovétum tókst að styrkja hið póli- tíska kerfl sem þeir börðust fyrir, þ.e. sósíalismann, en kerfið, sem Bandaríkjamenn studdu í Víetnam, kapítalisminn, hrundi með ósigri þeirra. Ljóst er að Sovétmenn biðu hnekki á alþjóðavettvangi vegna stríðsins, að því leyti að þeir sýnd- ust jafngrimmir í stríðsrekstri sín- um og Bandaríkjamenn. Það hefur hamiað þeim í friðarhreyfingum á Vesturlöndum. Hins vegar undirstrikuðu þeir KjaHaririn Tryggvi V. Líndai þjóðfélagsfræðingur stórveldismátt sinn með því að sýna að þeir gátu enn háð stríð en slíkt er nauösynlegt fyrir stórveldi öðru hverju. Einnig má vera að vegur þeirra hafl aukist í augum stjórna einræðisríkja, svo og vopnakaupenda. Víetnam-stríðið nýtur því enn þeirrar sérstöðu að vera stríðið sem markaði lok harðfenginnar útþenslustefnu vestrænna ríkja. Ekkert annað ríki hefur beöið jafn- sláandi ósigur síðan í síðasta heimsstríði. Lærdómar stríðanna Líkt og Ameríkanar í Víetnam lærðu Sovétar að a) skæruliðaher á miklu landflæmi er torunninn með yfirburðum í hernaðartækni einni saman og b) að tregða virðist á viðurkenningu á gildi landvinn- ingastríðs, bæði af hálfu árásar- og varnarþjóðar. Er það ólíkt því sem tíðkaðist fyrir 1945. c) Meöal nýjunga, sem einnig mátti sjá í Víetnam-stríðinu, voru vaxandi eldflauganotkun varna- raðila, vaxandi þyrlunotkun sókn- araðila og stóraukinn eyðingar- máttur sprengja og eiturefna. Falllíkur hermannsins voru miklar en þær sömu og höfðu verið í Víetnam, öðru skæruliðastríði. Þannig voru líkurnar einn á móti tíu að nýliði myndi deyja en 20% líkur að hann myndi særast, sam- tals nær þriðjungs líkur á að hann kæmist ekki heill í burtu. Er þá ónefndur geðheilsuþátturinn sem virðist hafa verið sérlega bágbor- inn eftir bæði stríðin vegna langrar veru í eldlínunni. Baráttuhugur var lítill, neysla vímugjafa mikil. Það sem var ólfkt Hins vegar voru stríðin tvö á margan hátt ólík. Annað var háð í íjalllendi og eyðimörkum við mik- inn kulda, hitt í hitabeltisskógum við mikinn hita. í öðru landinu var fólk sem var að mögu leyti sams konar fólk og innrásarliðið og ná- býlis- og ættingjatengsl á milli. Það var Afganistan. í Víetnam voru bandamenn Bandaríkjamanna hins veggr að mestu framandi, nema sá minnihluti sem var vest- rænastur í háttum. Samt töpuðust bæði stríðin. Hugmyndafræðilega voru stríðin einnig ólík. Bandaríkjamenn töldu sig hafa viðskiptahagmuna að gæta en í Afganistan var ekki viðskipta- stríð. Bandaríkjamenn töldu sig vera að berjast gegn iðnvæddu kommúnistaríki, þ.e. N-Víetnam, en Sovétar vissu að þeir voru lengst af að berjast við fátæka bændur og hirðingja. Bandaríkjamenn hefðu verið að berjast gegn sveitafólki fyrst og fremst ef þeim hefði tekist að ná öllum borgum í N- og S- Víetnam í upphafl. En það undir- strikar bara að Víetnam var miklu sterkari andstæðingur en Afganist- an. Ein ástæða fyrir ósigri Banda- ríkjamanna var talin aö þeir vildu ekki fórna nógu mörgum af eigin mannslífum. Það sama var uppi á teningnum hjá Sovétum, enda misstu báðir fáa menn miðað við mannfall frumbyggja. Bandaríkjamönnum í Víetnam gekk erfiðlega að skilja hvernig stríðið tengdist hugmyndafræði síns ríkis, sem er fremur um lýð- ræði og jafnrétti en um skoðana- kúgun með vopnavaldi. Sú hug- myndafræði er hins vegar meira í ætt við uppeldi Sovéthermannsins og hefði hann því átt að vera þess baráttufúsari. En þar á móti kom að hann var að berjast við svo svip- að fólk að forðast var að senda so- véska hermenn frá nágrannahér- uðum landanna. Eftir á að hyggja virðast bæði stríðin hafa verið framin í fremur óljósum og lítilvægum tilgangi. Mun það vera reyndin um flest stríð nú til dags sem snúast ekki um vörn á landamærum eigin rík- is. Tryggvi V. Líndal „Víetnam-stríðið nýtur því enn þeirrar sérstöðu að vera stríðið sem markaði lok harðfenginnar útþenslustefnu vest- rænna ríkja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.