Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Erlend myndsjá Palestínsk kona við rústir heimilis síns í flóttamannabúðunum Bourj al-Barajneh í Beirút. Simamynd Reuter Vígi kvatt Eftir þriggja mánaða bardaga um flóttamannabúðirnar Bourj al-Baraj- neh í Beirút sigruðu skæruliðar Abu Musa, sem studdir eru af Sýrlending- um, skæruliða Arafats, leiðtoga Frelsishreyfmgar Paiestínumanna, þann 7. júlí síðastliðinn. Bardagarnir undanfama mánuði hafa kostað hundrað mannslíf og gert íbúunum lífið óbærilegt. Þótti þeim sex mánaða umsátur amal shita árið 1986, með hungursneyðinni sem því fylgdi, skárra þar sem þá var barist gegn óvininum. Nú bárust hins vegar bræður á banaspjótum. Skæruliði úr Frelsishreyfingu Palestínumanna kveður fjölskyldu sína. Konur og börn grétu er feður, synir og bræöur gengu úr búðunum eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Palestínu- mönnum sem hliðhollir eru Sýrlendingum. Símamynd Reuter Vopnaður stuðningsmaður Arafats, leiðtoga Frelsishreyfingar Palestinumanna, með lítinn félaga sem hann tók með sér er hörfað var úr flóttamannabúðunum. Símamynd Reuter Helsta vígi Arafats, flóttamannabúðirnar Bourj al-Barajneh í Beirút, kvatt. Simamynd Reuter Flýja hitann Ekki njóta allir sömu tækifæranna til að kæla sig í hitabylgju. Gölturinn á meðfylgjandi mynd, sem tilheyrir húsdýrum bónda nokkurs í Bandaríkjun- um, sá þann kost vænstan að grafa sig í leðju en feröalangarnir í Madrid leigðu sér bát og reru í skuggann þar sem þeir lögðust til að hvíla lúin bein. w Hattaklipping Hatturinn er alveg mátulegur. Simamynd Reuter Brasilíumaðurinn Tadeo de Espir- ito Santo, sem alltaf gengur með hatt, varð leiður á stríðni félaganna sem meðal annars fólst í því að þeir tóku af honum hattana. Santo er þó ekki alveg laus við græskulaust gaman sjálfur og til að stríða kunningjunum á móti fór hann til hárskera og pantaði hatta- klippingu sem virðist hafa tekist ágætlega. Ekki fylgir sögunni hvort vinirnir hafa reynt að taka af honum nýja hattinn. Léleg skotmörk Bush þykir ekki gott skotmark skop- teiknara. Sömu sögu má segja um Dukakis sem þykir hrútleiðinlegur vegna þess hve aðgætinn hann er. Simamynd Reuter Skopteiknurum í Bandaríkjunum þykir forsetaframbjóðandinn Duk- akis svo leiðinlegur og Bush svo væskilslegur að hætta er á að þeir nenni ekki að eyða tíma í teikna þá. Teiknurunum þykir Reagan ennþá besta skotmarkið. Segja þeir Dukakis vera svo aðgæt- inn og gefa fá tækifæri á sér fyrir skopteiknara. Það er helst að þeir geti núorðið gert sér mat úr því hvað hann er leiðinlegur og nýlega teikn- aði einn kind sem var að telja „Duk- akisa“. Bush þykir ekki jafnaðgæt- inn og var einu sinni teiknaður þar sem hann var að beijast við skugg- ann af sjálfum sér. Herkúles sigraði Á Spáni keppa sniglar árlega um það hver þeirra getur dregið 240 gramma stein lengst í 10 mínútur. Simamynd Reuter Snigillinn Herkúles sigraði með yfirburðum í hinni árlegu drag- keppni snigla á Spáni á dögunum. Keppnin gengur út á það hversu langt þátttakendur geta dregið tvö hundruð og fjörutíu gramma steina í tíu mínútur. Eigandi Herkúlesar, sem er átta ára gamall, gat fagnað sigri með hon- um því engum öðrum tókst að draga sinn stein jafnlangt og Herkúles eða hvorki meira né minna en fjörutíu og tvo og hálfan sentímetra. Hann sigraði sjötíu og átta kepp- endur sem margir hverjir voru dæmdir úr leik þar sem þeir fóru í vitlausa átt eða skriðu upp á stein- ana. Nokkrir keppenda komu alls ekki út úr húsum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.