Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 48
• 25 • 25 TT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsijórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 F R E Bátur sökk við Ólafsvík - mannbjörg varð . Ami Albertsson, DV, Ólafevík: Um áttaleytiö í gærkvöldi sökk trilla 10 milur noröaustur af Ólafs- vík. Einn maöur var á bátnum og var honum bjargað um borö í Pétur Jacobs SH. Þetta var trillan Laufey Bjarnadóttir'SH. 9.6 tonn. Um sjö- leytið kom leki aö bátnum og til- kynnti skipverjinn þaö. Fariö var út á móti bátnum en klukkustund siðar var hann sokkinn. Maöurinn bjargaðist um borö í Pétur Jacobs sem kom á staöinn. Skipstjóri í förinni var Magnús Emanúelsson. Tókst skipshöfn hans aö bjarga tækjum úr Laufeyju áöur en báturinn sökk og gerð var örvænt- ingarfull tilraun til aö bjarga bátnum limeð því aö draga segl undir hann. Þaö gekk ekki. Kaldi var og talsverð- ur veltingur þegar þáturinn sökk. Spyrill undir fölsku flaggi Nokkrir unglingar hafa fengiö sendan spurningalista þar sem þeir eru beðnir aö svara spurningum um , ^vímuefnaneyslu, kynlíf og afstöðu til dauðans. Af listanum má ráöa að Kennaraháskóli íslands standi fyrir könnuninni. Aö sögn Jónasar Páls- sonar, rektors KÍ, er spurningalist- inn stofnuninni algjörlega óviðkom- andi. Það eru einkum unglingar í efri bekkjum grunnskólans sem fengið hafa spurningahstann sendan. Hneykslaöir foreldrar hafa haft sam- band viö KÍ og viljað fá aö vita ástæö- ub fyrir hnýsni skólans. Jónas sagði aö rannsóknarlögreglan væri með málið til athugunar en ekki væri búiö að hafa uppi á sendandanum. Það heimilisfang, sem unglingarnir eru beðnir aö skila listanum til, er hjá ungri stúlku í Breiðholti og.virö- , j»-ist nafn hennar misnotaö af hinum forvitna spyrh. Jónas kvaðst ekki vita hve margir unglingar hefðu fengiö spurninga- hstann í hendur og hvetur móttak- endur til aö skila hstanum ósvöruö- um til rannsóknarlögreglunnar. pv LOKI Er ekki hægt að fræða manninn um býflugurnar og blómin? Eskfirðingur SU 9 sökk á Héraðsflóa í morgun - sex manna áhöfh bjargaðist Eskfirðingur SU 9, sem áður hét Jón Kjartansson SU, sökk á Héraðsflóa var bjargad um borð i Hóimaborgina. „Það var kominn mikill bakborðs- hahi á Eskfirðing þegar við komum aö honum. Þetta leit alls ekki vel út. Viö vorum að draga um 7 sjóm- ílur fyrir norðan bátinn þegar við fréttum af lekanum. Þá var ekki tahn hætta á feröum. Viö ákváðum samt að fara strax á staðinn þar sem viö vorum með dælu um borð og gætum ef til vill hjálpað eitt- hvaö. Þegar við komum að bátnum var eiginlega ekki annað aö gera fyrir skipverjana en að stökkva frá borði,“ sagöi Jóhann Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg frá Eski- fírði, viö DV í morgun. Eskfirðingur SU 9 sökk út af Hér- aðsflóadýpi um klukkan átta í raorgun. Sex manns voru um borö og björguðust þeir alhr um borð í Hólmaborg frá Eskifirði sem var á veiöum rétt hjá. Eskfirðingur, sem er 275 lesta stálbátur, fór á rækjuveiðar í gær- kvöldi. Klukkan hálfátta í raorgun fékk Slysavaraafélagið tilkynningu um að leki væri kominn að bátnum. Voru send ut boð til slysavaraa- sveitanna á Borgarfirði eystra og Vopnafiröi um að koma aö Esk- firðingi með dælur. En lekinn var mikili og Ijóst að slysavarnasveit- irnar næðu ekki á staðinn i tæka tið. Sökk Eskfirðingur um klukkan átta eða á hálftíma. Að sögn heimildarraanns DV gerðist þetta eins og hendi væri veifað. Hólmaborg, áöur Eldborg frá Hafnarfirði, var þá komin á staðinn eins og áður sagði og bjargaði áhöfn í morgun en sex manna áhöfn hans Eskfirðings um borð. Að sögn skip- stjóra Hólmaborgar var líðan mannanna góð eftir atvikum. Ágætis veður var á þessum slóð- um þegar þetta gerðist. -hlh Þessir hressu skátar úr skátafélaginu Vífli eru í Efridalnum, rétt fyrir ofan Heiðmörkina, að undirbúa skátamót sem haldið verður þar um helgina og ber yfirskriftina „Vertu með“. -GKr/DV-mynd JAK 8 verkamannabústaðir í byggingu í Borgamesi: Lítið framboð af húsnæði Ste£án Haraldsson, DV, Borgameá: Borgarnesbær hefur fengið leyfi til að byggja átta verkamannabústaði í ár. Framkvæmdir eru þegar hafnar við tvö fyrstu húsin sem byggð eru við Arnarholt. Hafist verður handa við hina sex bústaðina í haust. Gert er ráð fyrir að íbúðum í bústöðunum verði úthlutað í þessum mánuði. Borgarnesbær hefur einnig sótt um leyfi til bygginga á sex kaupleigu- íbúðum og er vonast til að það leyfi fáist afgreitt sem fyrst svo hægt verði aö byrja fljótlega á byggingu þeirra. Mikið hefur dregiö úr framboði á húsnæöi til sölu hér og hefur sjaldan verið jafnlítiö framboð af einbýlis- húsum og íbúðum almennt á sölu- skrá og það sem af er árinu. Það má meðal annars þakka talsvert aukinni atvinnu. 6% hækkun á bensíni Verðlagsráð fundaði lengi í gær um hækkunarbeiöni olíufélaganna. Þau höfðu farið fram á 7% hækkun á bensíni, 9% hækkun á svartolíu og 10% á gasolíu. Samkvæmt heimild- um DV mun bensín, súper og blý- laust, hækka um 6%. Þaö þýðir að lítri af súperbensíni kostar 40,30 kr. en lítri af blýlausu 36,35 kr. eftir hækkunina. Þetta er einu prósenti minna en olíufélögin fóru fram á. Ekki er vitað hvaöa rök fylgdu hækkuninni en heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað að undanförnu. Olíufélögin rökstuddu hækkunarbeðni sína með kostnaöarhækkunum innanlands. -SMJ Veðríð á morgun: Suðaustan stinnings- kaldi og rigning Á morgun veröur austan og suðaustan stinningskaldi og rign- ing eða súld víðast hvar á landinu, þó síst norðaustanlands og í innsveitum noröanlands. Hiti 10 til 15 stig. 15% hækkun hjá Pósti og síma - spá 150 milljóna tapi 16. júlí hækkar póst- og símaþjón- usta að meðaltali um 15%. Einstakir hðir hækka mismunandi. Ástæðan fyrir þessum hækkunum er sögð breytingar á almennum forsendum frá íjárlagagerð, þ.e. nýgerðir kjara- samningar og gengisfellingar, sem hafa áhrif á greiðslustööu stofnunar- innar. Fjárlög 1988 gera ráð fyrir að greiðslustaöan verði í jafnvægi í lok ársins en þrátt fyrir þessar hækkan- ir segja talsmenn Pósts og síma að greiðslustaðan verði neikvæð um 150 milljónir í árslok. v -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.