Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Lífsstni Lærið er smurt með mörðum hvitlauk og það síðan kryddað með salti, pipar, myntu og rósmarín. Lærinu er síðan pakkað þétt í tvö lög af álpappír og látið bíða í a.m.k. tvær klukkustundir. Svínakóteletturnar eru smurðar með kryddleginum. Grillveisla án grilltækja er. Hvort sem er í garði við heimahús eða úti í guðsgrænni náttúrunni. Eina sem verður að sanna hið gagnstæða tókum við okkur til og héldum eina án þess að eiga tækin. Við útbjuggum holusteik og opið grill. Holusteikin hefur þann kost að hana má utbúa hvar sem Margir virðast haldnir þeirri firru að ef halda eigi grillveislu þurfi rándýr tól og tæki. Til að Svínakótelettur og kjúklingabitar á útilegumannagrilli. A bera jörðina, helst á mold eða sand, er settur álpappír. Kolin eru sett á álpappírinn. Steinar settir með hliðunum og grindin þar ofan á. Ekki þarf meira til að grilla úti við. gæta er að ganga vel frá eftir sig og skemma ekki landið. Opið grill má gera hvar sem er. Reyndar gildir það sama um opna grillið og holusteikina. En það er að fara varlega með opinn eld og ganga vel frá eftir sig. Þessi grillveisla okkar var hald- in í húsagaröi í bænum. En hún Matur hefði getað verið haldin hvar á landinu sem er, í byggð eða óbyggð. Það sem til þarf fyrir holusteik er lambalæri, krydd, kol, kveiki- lögur og álpappír. Fyrir tíu manns þarf að minnsta kosti 3 kíló af lambalæri. Við notuðum tvö lítil læri af nýslátruöu, hvort um sig um 1,5 kíló. Jurtakryddað lambalæri 1- 2 lambalæri 2- 4 marin hvítlauksrif salt nýmulinn pipar mynta rósmarin Nuddið kryddinu vel í kjötið. Pakkið því þétt inn í tvöfalt lag af álpappír. Seinni örkin er sett yfir samskeytin á þeirri fyrri til að koma í veg fyrir að safinn geti runnið út. Geymið innpakkaö kjötið í nokkrar klukkustundir áður en það er matreitt. Með kjötinu má hafa hrásalat, Hvemig á að undirtma holusteik eða sevð Eins og áður hefur verið sagt er hægt að útbúa holusteik nánast hvar sem er. Helst þarf að hafa grasi gróinn jarðveg tú að geta tyrft yfir, en þaö er ekki nauðsynlegt ef annað farg er fyrir hendi. Byijaö er á því að rista mátulega stóra torfu. Torfunni er síðan lyft frá, helst í einu lagi. Holan, sem er graf- in, er höfð aðeins minni að um- fangi en stærðin á torfunni. Síöan er grafið nægilega djúpt fyrir steikina og kartöflurnar. A- gætt er að hafa holuna þrisvar sinnum dýpri en plássið sem þarf undir matinn. Þaö verður aö einangra kolin frá rakrí jöröinni Neöst í holuna verður að setja mikið af smásteinum eöa álpappír til að einangra kohn vel frá rakri jöröinni. Síöan er kveikileginum hellt yfir og kveikt í kolunum. Þeg- ar þau eru byrjuð að hvítna vel og tryggt er að í þeim er góð glóð er kjötið og kartöflurnar sett ofan í holuna. Setjið síðan nokkuð af kol- um meðfram matnum. Yfir holuna verður að setja spýt- ur eöa plötu til hálfs, gamalt báru- járn væri ágætt. Þetta verður aö gera til að halda torfunni uppi og vama því að hún falli ofan í gryíj- una. Síðan er torfan sett yfir. Ekki má loka alveg fyrir því súr- efni verður að komast að eldinum. Því meiri hiti sem myndast því fyrr er steikin tilbúin. Með því að stjóma stærð opsins er hægt að stjórna þeim tíma sem fer í steik- inguna. Gróflega má áætla að steik- ingartíminn sé ein klukkustund fyrir hvert kíló af kjöti. En þar sem kjötið er vel innpakkað gerir lítið þó þaö verði lengi í seyönum. Snúa verður kjötinu einu sinni meðan á steikingu stendur. Heildarkostnaður viö tíu manna veislu Veisla þessi kostaði með lamba- kjöti, kjúklingi og pvinakótelettum nálægt 4500 krónur. Ýmislegt var þó keypt sem nýtist síðar, eins og grillsósa, álpappír og fleira. Gróft áætlað er þá kostnaðurinn við veisluna sjálfa 3500-4000 krónur. Lambakjötið var af nýslátruðu og kostaöi hvert kíló 714 krónur, en það var vel þess virði því kjötið var einstaklega meyrt og gott. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.