Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. 33 LífsstOl Kaldir og svalandi og óáfengir Viö birtum hér nokkrar tillögur að og eins. Ekkert ákveöiö magn er gef- drykkjum sem hæfa vel á góðviðris- iö upp í uppskriftunum. Hver drykk- dögum. Drykkimir em ýmist áfengir ur er gefinn í hlutfóllum og hægt að eða óáfengir, allt eftir smekk hvers auka magniö að vild. Sítrónu-fiss Kreistið safann úr hálfri sítrónu og blandiö saman við örhtlu af vatni. Síið í glas og bætið við ísköldu blá- vatni eða sódavatni. Skreytið glasið með sítrónusneið. Kiwi- og limedrykkur Blandið limesafa með hvítvíni og vatni eftir smekk. Setjiö kiwi og app- elsínur í sneiðum út i. Setjið miMð Matur Drykkur úr ferskum ávöxtum, skreyttur með ananaslaufum. Litfagrir drykkir í fallega skreyttum glösum eru freistandi í góöa veðrinu. af ísmolum saman við. Þennan drykk má blanda í glas eða fyrir marga í einu í bolluskál. Sangria Sangria er drykkur sem margir Spánarfarar kannast við. í einn htra af sangria þarf eina rauðvínsflösku ásamt 2'A dl af sódavatni og 1 dl af sykri. Sítrónur og appelsínur eru skomar í sneiðar og látnar liggja í leginum nokkra tíma. í stað sóda- vatns og sykurs má nota 2 /i dl af sykruöum gosdrykk. Áður en drykk- urinn er borinn fram eru ísmolar settir í skáhna. Epladrykkur Eplasafi er blandaður með vatni og örhtlu af hvítvini ef vih. Skerið agúrku og jarðarber í sneiöar og setj- iö saman við drykkinn. Vínberjasafi Hreinn vínberjasafi er blandaður með hvítvíni eftir smekk. Þynnt með sódavatni. Setjið vínber og ísmola saman við. Falskt viskí Þessi drykkur er alveg án vínanda þó hann líkist viskh. Engiferöl er blandað með ósætum sítrónusafa og ísmolum. Drykkur úr ferskum ávöxtum Vi ferskur ananas 1 ástríðuávöxtur 4 appelsínur Vi mangóávöxtur nokkrir sítrónudropar Takið innan úr ávöxtunum og setjið í blandara. Meijið ávaxtakjötið vel, gjarnan með nokkrum ísmolum. Helhð í glös og skreytið með ananas- laufum. Bananamjólkurhristingur Með blandara er auðvelt að gera bananamjólkurhristing. í 214 dl ai ipjólk er notaður einn banani. Þeytið vel saman í blandaranum og stráið rifnu súkkulaði yfir til skrauts. Sítrónuvatn Besti drykkurinn til að slökkva þorstann er sítrónuvatn. í könnu ai vatni er sett kalt kranavatn. Nokkrar sítrónusneiðar og ísmolar eru sett út í. Geymið í kæhskápnum. Því lengur sem drykkurinn bíöur því betri verður hann. Því má svo bæta við að auðvitaö má nota óáfengt vín í stað áfengis. -JJ Kryddlegið grænmeti Hér kemur mjög skemmtileg að- ferð við grænmeti. Þegar búið er að láta grænmetið liggja í kryddleg- inum yfir nótt er hægt að raða því upp á disk eins og það er eða nota það með öðru grænmeti í salat. Grænmetið geymist líka mjög vel í kryddleginum. 4 tómatar skornir í báta 2 grænar paprikur - skornar í þykka strimla 100 g hreinsaðir sveppir Vi blómkálshöfuð, brotið í hríslur l agúrka í sneiðum 1 gult grasker (má sleppa) 1 bolli alfa-alfa spírur eða baunaspírur (má sleppa) 3 soðnar kartöflur í sneiöum 1 stórt salathöfuð radísur Vi bolli ólífur Kryddlögurinn: Safi úr 1 sítrónu Vi bolh mysa 1 Vi bolli mataroha 1 hvítlauksbátur, saxaður fínt 2 tsk. sinnep Vi tsk. estragon Vi tsk. merian 1 tsk. saxað dill salt og pipar eftir smekk 1 laukur í þunnum sneiðum Undirbúið grænmetið og takið salatblöðin í sundur. Þau eru notuð til skrauts ásamt ólífunum og rad- ísunum sem hægt er að skera út sem blóm. Búið til kryddlöginn með því að hrista vel saman sítrónusafann, mysuna og matarohuna. Blandið kryddinu og lauksneiðunum sam- an við. Setjið nú grænmetið út í krydd- löginn og látið það hggja í honum í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Hrærið í öðru hveiju til að allt grænmetið liggi jafnt í kryddlegin- um. Þekið fat eða disk með salatblöð- um og raðið kryddlegna græn- metinu á salatið. Skreytiö með út- skornum radísunum og ólífum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.