Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 20
LÓÐADRÁTTUR. Formaðurinn goggar fiskinn, austurrúmsmenn draga og hausa, miðskipsmenn stokka upp lóðina og hálsmenn andæfa. BARÁTTAN VIÐ BÁRURNAR Islands þúsund ár, leikin heimildarmynd um sjósókn fyrri alda, veróur frumsýnd í Háskólabíói í dag. ORRI PÁLL ORMARSSON kom aó máli vió höfund- inn, Erlend Sveinsson, en kvikmynd sem gefur inn- sýn í lífsbaráttu íslenskra sjómanna á árabátatíman- um hefur ekki verió geró í annan tíma. Ljósmynd:Erlendur Sveinsson JÓN Guðbjartsson hálsmaður rífur upp þorskhausa. ÞÚSUND ár sóttu vermenn íslands sjó á opnum áraskipum úr verstöðvum landsins, ofurseldir magnaðri náttúr- unni. Allan þennan tíma voru vinnu- brögð þeirra nær óbreytt. Hver dagur var sem þúsund ár og þúsund ár dagur - ei meir.“ Svo segir í íslands þúsund ár, leik- inni heimildamynd um sjósókn fyrri alda eft- ir Erlend Sveinsson, sem frumsýnd verður í Háskólabíói í dag. Framleiðandi myndarinn- ar, sem er sjálfstætt framhald myndaflokks- ins Verstöðvarinnar Islands, er Kvikmynda- verstöðin ehf. en hún fjallar um einn dag i lífi og starfi árabátasjómanna á vetrarvertíð á Vestfjörðum fyrir tíma tæknialdar. Er þess- um eina degi, að því er fram kemur í máli höfundar, ætlað að endurspegla sjósókn ís- lendinga í þau þúsund ár, sem árabáturinn var helsta fiskveiði- og flutningstæki við strendur íslands. Reynt er að gefa innsýn í veröld og hugarheim sem íslensk menning er að stórum hluta sprottin úr, þar sem bland- ast saman náttúrutrú, kristindómur, hjátrú og stundum galdur. „Með gerð Islands þúsund ár hefur í fyrsta sinn verið búin til kvikmynd sem gefur inn- sýn í lífsbaráttu íslenskra sjómanna á ára- bátatímanum en framtíðin verður að skera úr um það, hvort tekist hafi að opna gáttina fyrir frekari úrvinnslu árabátaaldarinnar í dramatísku formi leikinna mynda," heldur Erlendur áfram. „Það hlýtur að vera einn megin tilgangur listamanna og þá ekki síst kvikmyndagerðarmanna að efla tilfinninguna fyrir kjörum fólks og gjörðum miðað við aðstæður á hverjum tíma í sögu þjóðar. Þetta hefur verið markmiðið með gerð þessarar kvikmyndar um leið og vermenn íslands yrðu heiðraðir og minningin um þá gerð lifandi fyrir okkur í dag, þannig að við efldumst í andanum við samanburð á fortíð þeirra og nútíð okkar.“ Óvenjulegar sam- verkandi aðstædur Að sögn Erlendar er íslands þúsund ár til orðin vegna mjög óvenjulegra samverkandi aðstæðna sem spanna áratug. „Þegar grunn- ur var lagður að þessu verki stóð ekki til að búa það til og telja verður ólíklegt að það hefði nokkurn tíma litið dagsins ljós, ef fylgt hefði verið venjulegu framleiðsluferli kvik- mynda. Myndin hefði orðið margfalt dýrari, framkvæmdin illviðráðanleg og enginn hefði fengist til að fjármagna verkefnið.“ íslands þúsund ár á tilurð sína að þakka tveimur öðrum kvikmyndum, Verstöðinni ís- landi (1992), sem LÍU lét gera, og fyrirhug- uðum miðhluta saltfiskmyndaflokksins Lífið er saltfiskur, sem SÍF hætti við að fram- leiða, að því er fram kemur í máli Erlendar. Vegna gerðar umræddra mynda var gömul verbúð í Ósvör í Bolungarvík, sem legið hafði árum saman í frumpörtum sínum í geymslu, endurreist en hún átti síðar eftir að verða einskonar rammi utan um íslands þúsund ár. „Þessi mynd hefur því ennfremur getið af sér eitt sérstæðasta og vinsælasta sjó- minjasafn landsins," segir Erlendur en fjöldi manns hefur sótt verstöðina heim frá því hún var endurreist. „Þegar sýningar hófust á Verstöðinni ís- landi í maí 1992 fékk hún mjög góðar viðtök- ur og vakti upphafsatriðið í Osvör sérstaka athygli," segir Erlendur. „Um líkt leyti varð ljóst að ekkert yrði úr gerð saltfiskmyndar SÍF. Til að bjarga því efni varð sú hugmynd til að steypa mætti upphafi Verstöðvarinnar og saltfiskmyndarefninu saman í eina mynd, ef róðurinn, sem vantaði á milli atriðanna, yrði settur á svið. LÍÚ og SÍF samþykktu þessa hugmynd en nú var það okkar að fram- leiða þessa „litlu árabátamynd“. Vonum framar tókst að fjármagna kvikmyndatökuna enda rökin fyrir nauðsyn framkvæmdarinnar sterk og verkefnið raunhæft. Við vorum því undir það búnir að hefjast handa í aprílmán- uði 1993 við enn erfiðari aðstæður en áður og nú í mynni ísafjarðardjúps. Við komum okkur upp flotbryggju og höfðum tvo aðra báta okkur til aðstoðar þarna fyrir opnu Norður-íshafínu. Þetta úthald drógum við á sjó hvenær sem viðraði og heim að kveldi með mismikinn feng af kvikmynduðu efni. Um síðir tókst samt að bjarga myndinni í hús.“ Aóeins islenskar krónwr Erlendur segir að erfiðleikarnir við að fjár- magna eftirvinnsluna hafi orðið margfalt meiri en búast hefði mátt við. Þar hafi ef til vill haft sitt að segja sá ásetningur eða metn- aður fyrir hönd viðfangsefnisins, að fram- leiðslu þess skyldi lokið fyrir íslenskar krón- ur. Kveðst höfundurinn ekki vilja tíunda sögu þess barnings en í hans huga sé það öðrum fremur Kristjáni Ragnarssyni formanni LIÚ að þakka að verkefnið „fórst ekki í hafi“. „Það er heldur ekki gott að segja hvemig myndinni hefði reitt af í brimlendingunni, eftir að Ríkissjónvarpið missti áhugann á að kaupa umsaminn sýningarrétt, ef ekki hefði komið til áhugi Stöðvar 2 á að kaupa sýning- arréttinn í byijun þessa árs.“ Verður Islands þúsund ár á dagskrá Stöðvar 2 á næstu jólum. Handritið að myndinni er eftir Erlend Sveinsson sem jafnframt annaðist heimilda- söfnun, klippingu og hljóðsetningu. Kvik- myndatöku hafði Sigurður Sverrir Pálsson á sinni könnu, leikmynd og leikmunir eru eftir Gunnar Baldursson og búninga gerðu Árný Guðmundsdóttir og Gunnar Baldursson. Hljóðupptöku annaðist Þórarinn Guðnason og hljóðblöndun Sigfús Guðmundsson. Leik- arar eru Gunnar Leósson, Gunnar Hallsson, Gunnar Sigurðsson, Jarþrúður Ólafsdóttir, Guðjón Kristinsson, Jón K. Guðbjartsson, Jón Sveinsson, Jósteinn Bachmann, Kristinn Jónsson frá Dröngum, Rögnvaldur Ólafsson og Sigmundur Þorkelsson. Auk sýninga í kvikmyndahúsum, skólum og sjónvarpi hér heima telur Erlendur að ástæða sé til að ætla að íslands þúsund ár muni þykja gjaldgengt efni í sjónvarpsstöðv- um og á heimildamyndahátíðum erlendis. Þannig muni hún leggja sitt af mörkum til að styrkja ímynd okkar sem sjávarútvegs- þjóðar, jafnt út á við sem inn á við. „Líkt og menningin var partur af lífsbaráttu þjóðar- innar fyrr á öldum, þarf hún að halda áfram að vera partur af lífsbaráttu samtíðarinnar en ekki tilfallandi skemmtivarningur á hátíð- um og tyllidögum." Að mati Erlendar á íslands þúsund ár ennfremur að geta lagt sitt af mörkum til skýrgreiningar á okkur Islendingum sem sjávarútvegsþjóð, auk þess sem hún eigi að geta gefíð tilfínningu fyrir þeim rótum sem sjávarútvegur okkar er sprottinn úr. „Horfn- ar kynslóðir sjósóknara hljóta að eiga það inni hjá okkur að þeirra sé minnst með þess- um hætti. Ef ekki er hægt að fínna leiðir á íslandi til að búa til eina litla kvikmynd af því tagi sem hér um ræðir hlýtur menningar- stigið að vera illa á vegi statt.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.