Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 6
FIÐLAN ER HARÐUR HÚSBÓNDI Fiðlan er þungamiójan í lífi Sigurbjörns Bernharós- r r sonar hvort sem er í leik eóa starfi. ÞORA ASGEIRS- DÓTTIR heimsótti Sigurbjörn fyrir stuttu. hafði byrjað á. í stað þess leikandi gamans, sem hafði verið bytjunin, kom nú margt og margt annað, þar á meðal ástríðuþrungin al- vara, sárar sorgir og botnlaus óhamingja. Allt þetta faðmaði list hennar, og mjög oft náði hún þeim tökum á því, sem vandasamast var, að með afbrigðum hefði þótt hvar sem verið hefði í veröldinni." Einar heldur áfram að rifja upp endurminn- ingar sínar um frú Stefaníu og hæfileika henn- ar: „Ég naut þeirrar ánægju að vera í sam- vinnu, stundum mjög náinni samvinnu- við hana um nokkur ár. Auk þess sem ég stóð um tvö tímabil fyrir æfingum leikendanna, lásum við stundum hlutverk hennar saman í einrúmi. Það er við slíka samvinnu að auðveld- ast er að fá glöggan skilning á listamönnum leiksviðsins. Þá er reynt að komast - ég gæti sagt - inn í sjálfa sálina í hverri setningu, að gefa henni nákvæmlega þann hljómblæ sem henni heyrir til, og láta henni fylgja þau svip- brigði, sem eðlilegust virðast. Ég gleymi aldrei þessum stundum með frú Stefaníu. Eg gleymi því aldrei, hvað hún var skilningsrík og gáfuð. Ég gleymi því aldrei, hve beygjanleikinn var mikill, hæfileikinn til að gera allt nákvæmlega eins og okkur kom saman um. Og ég gleymi aldrei sjálfstæðinu, sem þá kom fram í listar- eðli hennar, en alltaf fór vaxandi, eftir því sem þroskinn efldist." Einar kveðst ekki ætla að reyna að lýsa list Stefaníu Guðmundsdóttur: „Það lýsir enginn ilminum af rósum, af því að enginn getur það.“ Hið sama gildir um snilldina í leik Stefaníu. „Vér getum tínt til hin og önnur atriði, sem skipta máli. Vér getum til dæmis sagt um frú Stefaníu, að hún hafi verið gáfuð og skilnings- góð. Hún var það. Vér getum sagt að hún hafi haft óvenjulega hæfíleika til þess að leggja sína eigin sál inn í hlutverkin. Hún hafði það. Vér getum sagt að rödd hennar hafi verið dásamleg. Hún var það. Vér getum sagt að hreyfingar hennar á leiksviðinu hafi verið ynd- islegar. Þær voru það. Vér getum sagt að hún hafi verið gædd fyrirmannlegri prúðmennsku sem fleytti henni langt. Hún var þeirri gáfu gædd.“ Þjóðleikhúsnefnd Allmörg síðustu ár ævi sinnar vann Einar mikið starf í nefnd þeirri sem falið var að undirbúa byggmgu þjóðleikhúss og sjá um framkvæmdir. Arið 1922 var „faðir þjóðleik- hússins," Indriði Einarsson, kominn í samvinnu við áhrifaríka stjórnmálamenn, Jónas Jónsson frá Hriflu, Sigurð Eggerz og fleiri. Kvaddi Indriði þá sér til liðsinnis tvo vini sína, Einar H. Kvaran og tengdason sinn Jens B. Waage leikara. Sömdu þeir þremenningar frumvarp til laga um skemmtanaskatt og þjóðleikhús. Skyldi lagður sérstakur skattur á kvikmynda- sýningar og dansleiki, er rynni í sjóð til að koma upp þjóðleikhúsi í Reykjavík. Sérstakri nefnd, þjóðleikhúsnefnd, skyldi falið að ávaxta sjóðinn og standa fyrir þjóðleikhúsbyggingu. Frumvarp þetta varð að lögum 1923, og hlutu skipun í þjóðleikhúsnefnd Indriði Einars- son, Einar H. Kvaran og Jakob Möller. Þessi nefnd þáði aldrei nein laun, en starfaði ötul- lega að framgangi málsins. Atti hún löngum í miklum brösum, bæði í sambandi við staðar- val fyrir leikhúsbyggingu og við að varðveita þjóðleikhússjóðinn, sem margir litu hýru auga og vildu taka til annarra nota. Loks varð sú skoðun ofan á í nefndinni, að öruggast væri að „geyma sjóðinn í steinsteypu," þ.e. hefja byggingaframkvæmdir. Hófust nú ákafar deilur um staðsetningu byggingarinnar, einkum eftir að tekið var að grafa fyrir grunni hússins. Allir rituðu nefndar- menn um málið og skýrðu sín sjónarmið. Sér- staka athygli vöktu greinar Einars. Af festu og rökvísi hélt hann uppi vörnum fyrir nefnd- ina. í grein í Morgunblaðinu 6. sept. 1930 lýs- ir hann vanköntum á þeim byggingarstöðum öðrum sem kannaðir höfðu verið og til greina þóttu koma. Telur og Einar að andmælendum hafi láðst að meta réttilega ýmsa kosti lóðar- innar við Hverfisgötu. Staðurinn sé í miðjum bænum, við eina helstu umferðargötuna, og auðveld aðkoma fyrir gangandi fólk og ak- andi. Lóðin sé talin einkar vel löguð fyrir stór- byggingu og stutt að grafa á örugga undir- stöðu. Til að bæta úr þröngbýlinu leggi nefnd- in til að torg komi framan við leikhúsið, hinum megin við Hverfisgötu. Deilur um staðarval séu fylgifiskur allra meiri háttar bygginga í höfuðstaðnum. Skiptar skoðanir um svo mikil- væga ákvörðun sem stað fyrir þjóðleikhús komi sér ekki á óvart. Síðar gleymi menn því að þeir hafí verið að rífast og verði dálítið hreyknir yfir að hafa eignast gott og fallegt leikhús á aðgengilegum stað. Þeir lifðu það gömlu vinimir báðir, Einar og Indriði, að sjá sjálfa múra þjóðleikhúsbygg- ingarinnar rísa. Þegar vígsluathöfnin fór fram voru hins vegar tólf ár liðin frá andláti Einars og ellefu ár frá dauða Indriða. Höfundurinn er rithöfundur. JÚFIR fiðlutónar berast um loftið þegar nálgast er íbúð Sigurbjörns Bernharðssonar fiðluleikara, sem nýlega hélt sína þriðju einleikstón- leika hérlendis. Sigurbjörn er sonur hjónanna Rannveigar Sigurbjörnsdóttur og séra Bernharðs Guðmundssonar, yngstur þriggja systkina. Fyrstu fjögur ár ævinnar dvaldi hann með fjölskyldu sinni í Eþópíu, síðan eitt ár í Bandaríkjunum og loks kom hann til íslands sex ára gamall. Trúin skipar stóran sess í lífi Sigurbjörns því auk þess að vera prestssonur ber hann nafn móðurafa síns, Sigurbjörns Einarssonar biskups. Hann er alinn upp í kristinni trú og segist fá þann styrk úr trúnni það sem hann þurfi. Hann hefur kynnt sér önnur trúarbrögð en kristnin fullnægir hans trúarþörf. Sigur- björn telur að það sé manninum náttúrulegt að leita í einhverja trú og að sannfærðir trú- leysingjar svali trúarþörf sinni í þá trú að það sé enginn Guð til. Fiðlan er þungamiðjan í lífi Sigurbjörns, hvort sem er í leik eða starfi. Enda hlær hann þegar hann er spurður hvort hann hafi nokk- urn tíma til að vera með eitthvað annað í fanginu. Hann hóf fiðlunám fimm ára gamall í Suzuki-skóla í Bandaríkjunum en hér heima sex ára. Fiðlan og Sigurbjörn hafa því lengi verið óaðskiljanlég. Fidlukassann i iþróttalösku Framan af segir Sigurbjörn að fótboltinn hafi togað mikið í hann eins og algengt er um unglingsstráka. Þá var nauðsynlegt að skipuleggja tímann vel og ófá skipti segir hann að móðir hans hafi beðið fyrir utan tón- listarskólann og keyrt hann beint á fótboltaæf- ingu. Sigurbjörn segist á þessum árum hafa verið eini strákurinn á íslandi sem stundaði fiðlunám, a.m.k. fannst honum það þá. Víst er að nokkuð er til í því vegna þess að þegar hann kom í Tónlistarskóla Reykjavíkur var hann eini karlkyns fiðluleikarinn. Það var ekki fyrr en hann fór að fara á tónlistarmót í útlöndum sem hann kynnstist strákum í sama námi. Hann segir að þó hann hafi ekki beinlín- is skammast sín fyrir námið hafi honum þótt það nokkurt feimnismál. Stundum hafi hann FYRSTI prófessor Norðmanna í ritlist, skáldið Eldrid Lunden, fæddist í Sogn og Fjordane, einu af vesturfylkjum Noregs, fyrir 56 árum, nánar tiltekið í Naustdal í Sunnfirði. Hún lauk hefðbundnu námi í heimabyggð, vann um hríð hér og hvar „á Vesturlandinu", einsog það heitir austur þar, en tók loks síðbúið stúdentspróf við menntaskólann í Voss. Að sögn hafa bók- menntir með einum eða öðrum hætti verið helsta viðfangsefni hennar síðan: fyrir þijátíu árum fór hennar eigin skáldskapur að koma fyrir almenningssjónir, jafnframt því sem hún hefur fengist við skáldskap annarra sem kenn- ari og fræðimaður. Uppúr 1980 hóf Eldrid Lunden að byggja upp nám í ritlist við Héraðsháskólann í Bo í Þelamörk og naut til þess nokkurs stuðnings norsku rithöfundasamtakanna. Nám af þessu tagi var þá hið fyrsta í sinni röð á Norðurlönd- um. Síðan hafa bæst við námsbrautir í ritlist í Danmörku og einnig Svíþjóð, þarsem í boði er tveggja ára nám. Svosem nærri má geta var í byijun nær ekkert framboð af námsefni í þessari nýju háskólagrein, og allmikil vinna hefur farið í að útvega eða semja efni til kennslunnar, fyrir utan að „hanna" námið frá grunni og laga að nýrri reynslu hveiju sinni. því brugðið á það ráð að setja fiðlukassann ofan í íþróttatösku þegar hann var á leiðinni í tónlistarskólann. „Fótboltinn var því nauð- synlegt mótvægi við þetta stelpunám á þessum árum þegar maður var svo meðvitaður og hélt að allir væru að horfa á sig,“ segir Sigur- björn hlæjandi. . . Tónlistin kennir fólki aga Það vita allir sem stundað hafa tónlistarnám að til þess þarf mikla sjáfsögun. Sigurbjörn segir að auðvitað hafi hann sem barn ekki viljað æfa sig, bara spila. Foreldrar sínir hafí aldrei beitt sig neikvæðum þrýstingi en móðir hans gerði oft við hann samning um að æfa í ákveðinn tíma og leika sér í ákveðinn tíma. Móðir hans segir hins vegar að það hafi verið vandræðalaust að láta Sigurbjörn æfa sig. Hann hafi strax ungur verið svo metnaðarfull- ur að hann hafi ekki viljað koma óæfður í fiðlutíma. Hún segir einnig að hann hafi verið einstaklega Ijúft barn og unglingur og snemma hafi komið í ljós að honum var alvara í tónlist- inni. Sigurbjörn telur að tónlistin geti kennt fólki aga því hún sé öguð í eðli sínu og hafi gert það í hans tilfelli. Konurnar i tónlistarlifi Sigurbjörns Það má segja að konur hafi átt nokkuð mikinn þátt í tónlistarlífi Sigurbjörns, sérstak- lega til að byija með. Auk mikils stuðnings frá móður sinni kenndu konur Sigurbirni hér heima. Fyrst Gígja Jóhannsdóttir og seinna Guðný Guðmundsdóttir. Auk þess kenndu hjón honum í grunnnámi í háskóla. Hann segist oft hugsa um það nú þegar hann sjálfur er að kenna börnum hvernig Gígju hafi alltaf tekist, á einstaklega jákvæðan hátt, að halda honum við efnið. Hann hóf 14 ára nám hjá Guðnýju Guð- mundsdóttur fiðluleikara og þá urðu nokkur kaflaskil í fiðlunáminu. „Guðný var gífurlega kröfuharður kennari, og þegar ég byijaði hjá henni gerði ég mér grein fyrir því að ef ég vildi spila verkin vel þurfti ég að æfa mig,“ segir Sigurbjörn. Guðný Guðmundsdóttir segir að Sigurbjörn hafi verið góður nemandi. Hann hafi strax tekið námið mjög alvarlega og ver- ið samviskusemin uppmáluð. Hann hafi skipu- lagt námið vel og leitað eftir hjálp til að nýta Kennslan fór hægt af stað, upphaflega stóðu námskeiðin aðeins þijá mánuði í senn. En lukkan var sígandi: fyrsta árið voru 15 ritlist- arnemar við skólann í Bo, í fyrra voru umsækj- endur um 80. Og á síðasta ári uppskar Eldrid viðurkenningu á 15 ára starfi sínu á þessum vettvangi þegar hún tók við fyrsta prófessors- embætti Noregs í ritlist. Fyrsta ljóðabók Eldrid Lunden kom út 1968 og bar nafnið f.eks. juli (t.d. júlí). Síðan eru ljóðabækur hennar orðnar átta, og kom sú síðasta, Slik Sett (Þannig séð), í fyrra haust og hlaut tilnefningu til bókmenntaverðlauna Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari. daginn sem best. Hún segir að hann sé einn af fáum nemendum sem hafi verið hægt að setja verulega ofan í við á hinum viðkæmu unglingsárum og hann hafi eflst við hveija raun. Dæmi um samviskusemi hans á þessum árum sé að stundum hafi hann misskilið eitt- hvað en æft það svo vel á rangan hátt að erfiðleikum var bundið að leiðrétta það. Hans helsti galli hafi verið að hann lagði stundum of hart að sér og kom þreyttur í tónlistar- tíma. Hún segir einnig að sú samviskusemi og sá grunnur sem hann lagði strax sé að skila sér, því í dag sé hann „frábær tónlistar- maður, sem hafi góða tækni og mikla yfírsýn í tónlistinni". Neistinn veróur aó koma fró manni sjálfum Sigurbjörn segir að neistinn til að vilja gera vel verði alltaf að koma innan frá. Mörg dæmi séu um undrabörn sem hætti algjörlega að spila þegar foreldrar, eða aðrir þeir sem hvetja þau við æfíngar, hætti að stjórna. Einnig seg- ir hann dæmi þess að fólk hati hljóðfærið sitt en elski tónlistina. „Ég er löngu hættur að hugsa um það hvort það er leiðinlegt eða skemmilegt að æfa, ég bara geri það,“ segir fiðluleikarinn ungi. Oft þurfa margir að æfa saman og þá getur orðið tímafrekt að finna tíma sem hentar öllum. „En það er svo ótrú- legt að þegar hópur hljóðfæraleikara kemur saman, oft dauðþreyttur og pirraður, gefur tónlistin kraft sem gerir þetta þess virði,“ segir hann. Nú er svo komið að Sigurbjörn fær svo mikið út úr tónlistinni að hann nýtur þess betur að fara í bíó eða á kaffihús ef hann hefur æft sig vel fyrr um daginn. Hann segir að þegar fólk sé komið í meistaranám Norðurlandaráðs. í bókinni er Lunden að fást við efni sem sjá má víða í verkum hennar og setja mætti fram í andstæðunum að sjást eða sjást ekki, Ijós og skuggi, kari og kona. Bókin skiptist í sjö kafla og bindur sameiginlegur þráður ljóð sérhvers kafla saman í heild. Knappur stíll ljóðanna og leikur skáldsins að áðurnefndum andstæðum, gefur allri bókinni heildarblæ. Lunden segir Jean-Paul Sartre hafa gengið líkt og aukapersóna gegnum verk sín síðan á 8. áratugnum. „Það fyrsta sem ég kom auga á“, sagði hún í viðtali við bókmenntaritið Dag ÞANNIG SEÐ Norska Ijóóskóldió Eldrid Lunden var tilnefnd til verólauna Noróurlandaráós fyrir bók sína Slik Sett á síóasta ári. KJARTAN ARNASON fjallar um hana og þýóir nokkur Ijóó úr bókinni 6 LESBÓK MÓRGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.