Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 13
MAGDALENU GEORGES de la Tour: „Iðrandi María Magdalena með olíulampa", 1636-38. jafnvel málhreifur, því að fáir höfðu viljað leggja lag sitt við hann sem tollheimtumann. Þarna lágum við tvö klæðalítil í heyinu, hin útskúfuðu, skækjan og tollheimtumaðurinn, en okkar beið guðsríki. Umræðuefnið var oftar en ekki meistarinn og kenningar hans. Matteus sagðist í fyrstu hafa fylgt honum af forvitni, en áttað sig á því hve stórir atburðir voru í nánd, þegar meistarinn mælti til lærisvein- anna: „Ætlið ekki að ég sé kominn til að flytja frið á jörð; ég er ekki kominn til að flytja frið, heldur sverð.“ Þá fyrst hafi hann afráðið endan- lega að fylgja honum. Og hvað með meistarann? Naut hann mín? Aldrei. Hann var alltaf vingjarnlegur við mig, en aldrei ástleitinn. Eftir því sem ég best veit var hann algjörlega hreinlífur og hafði ei kennt kvenmanns. Aldrei sá ég hann renna gimdar- auga til konu. Ef hann laðaðist líkamlega að einhveijum, þá var það að Jóhannesi Zebedeus- syni, sem hann kallaði stundum „lærisveininn sem hann elskaði." Enda ekki annað hægt en að hrífast af Jóhannesi með gullnu liðuðu lokk- ana og björtu augun og milda svipinn. Margar óspjallaðar meyjar hefðu fúslega látið fjársjóð sinn af hendi fyrir hann. En ef meistarinn bar slíkar kenndir til Jóhannesar, þá bældi hann þær, því að slíkt er lögmálsbrot. Sem segir í þriðju bók Móse: „Og leggist maður með karl- manni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð; þeir skulu líflátnir verða; blóðsök hvílir á þeim.“ Auk Jóhannesar voru flestir postulanna flekklausir meðan á flökkulífinu stóð. Gegndi það til dæmis um hinn sínöldrandi Símon Pét- ur, sem kvartaði stöðugt undan því hve hann saknaði heimahaganna og bátsins síns og eig- inkonunnar sem hann skildi eftir heima í Kaper- naum, já, og jafnvel tengdamóðurinnar. Símon Pétur öfundaði Jóhannes vegna þess dálætis, sem meistarinn hafði á honum, en þegar hann agnúaðist út í það og spurði hvort meistarinn elskaði þá ekki alla jafnt, rifjaði hann upp söguna um Jakob sem átti tólf sonu, en elsk- aði Jósef þeirra allra mest, svo bræðurnir höt- uðu hann og seldu hann mansali, en síðar kom hann þeim öllum til bjargar. Hann hafði svör við öllu, meistarinn, og endalausar dæmisögur á takteinum. Hvers vegna valdi ég hann? Meistarar og messíasar eru jú á hverju strái meðal þjóðar minnar, framboðið er meira en eftirspurnin og ég hefði hæglega getað valið annan. Hvað hændi mig að honum? Því er auðvelt að svara. Boðskapur hans til bersyndugra smælingja. Aðrir predikarar þykjast vammlausir, biðla til þorra þjóðarinnar, hinna hreinu og heiðvirðu, en enginn annar lætur sér annt um þjófa og þorpara, gálur og glyðrur, vesæla og vanheila. Fallin kona væntir ekki inngöngu í ríki rétt- látra, en rifa hefur nú opnast. Hann einn veitti okkur viðtöku, hann einn veitti okkur von. Og hjá mörgum okkar var vonin hið eina, sem var eftir. Stundum held ég að hann hafi verið haldinn sjálfseyðingarhvöt. Hann réðst gegn ráða- mönnum og valdhöfum af slíkum ofstopa að ætla mátti að hann vildi að þeir veittu sér náðarhöggið. í móðgunum sínum í garð fyrir- manna og Farísea þekkti hann engin takmörk. Hann úthúðaði og bölvaði heilu borgunum fyr- ir vantrú og sinnuleysi - Kórazín, Betsaída, Kapernaum, já, og jafnvel sjálfri Jerúsalem. Hann braut lögmálið gegndarlaust, læknaði á hvíldardaginn, leyfði lærisveinum sínum að eta með óþvegnar hendur, kallaði hreintrúaða menn hræsnara og kaupmenn ræningja. Ekki gat farið á annan veg. Hann þræddi hina til- gangslausu tröð tortímingarinnar af kostgæfni. Hann var meistari mótsagnanna, líkt og í honum toguðust á tvenn gríðarsterk gagnstæð öfl. Stundum sýndi hann af sér blíðu og mann- gæsku, en í næstu andrá var hann orðinn önug- ur og viðskotaillur. Á einu augnabliki hló hann með okkur, en á því næsta las hann yfir hausa- mótunum. Með einu orði laðaði hann að sér lýðinn og með því næsta fældi hann fólkið frá sér. Stundum þótti mér ekki heil brú í athöfn- um hans, líkt og þegar hann vakti Lazarus líkþráa upp frá dauðum. Sú uppvakning er mér hrein ráðgáta. Til hvers að lífga Lazarus við, fyrst ekki var læknuð limafallssýkin? Laz- arus skjökti út úr grafarskútanum, vankaður og hálfnakinn, með kaunin upphleypt, hold- klepra flakandi, og fæturna reifaða blóðvættum næfrum ilskónna. Er heim kom hallvikaði hann sér ofan í sitt hosiló og hámaði í sig hafra- graut úr kirnu, með homspæni í krepptum hnefanum, meðan haldið var upp á upprisu hans í efri stofunni. Þegar hátíðin stóð sem hæst reis meistarinn frá borðum, skáskaut sér undir bitann niður í kompuna og sat með hin- um endurlífgaða sem eftir lifði kvöldsins. En Lazarusi veitti hann enga heilsubót. Ætli Laz- arus sé sáttur við að vera vakinn úr ríki hinna dauðu til að þjást við kröm á ný í heimi lif- enda? Ég skil ekki skynsemi skaparans. Ég spurði meistarann stundum um andana illu sjö, sem hann átti að hafa rekið úr mér, en aldrei gafst tóm til að ræða það. Hann var ætíð umsetinn, ætíð upptekinn við að boða, biðj- ast fyrir, lækna, líkna sjúkum, veita blindum sjón og daufdumbum mál og heym, hreinsa lík- þráa, vekja upp frá dauðum, byggja upp eða bijóta niður. Þegar við komum hinsta sinni til Jerúsalem á hátíð ósýrðu brauðanna, sáum við Salóme um að matbúa páskalambið fyrir þá. Þegar við bárum fram kjötið, spurði ég hann einu sinni enn á hvern hátt ég hefði verið and- setin, en hann leit til mín blíðlega og svaraði: „Ekki núna, kona. Sem ég hef sagt áður mun ég kunngjöra þér það síðar. Nú vil ég snæða einn með mínum tólf útvöldu." Að því loknu vék hann öllum úr salnum nema þeim tólf. Enginn veit fyrir víst hvað þeirra fór á milli, en í kjölfar þess gekk á ýmsu. Áður en næsti dagur rann sitt skeið fékk meistarinn að kynnast kossi dauðans á krossinum. Meðan á krossfestingunni stóð vein- uðu vinir og vandamenn sáran, móðir og syst- ur annars þjófsins þó sýnu hæst. Hinn fríði Jóhannes Zebedeusson, með gullnu lokkana sína og björtu augun, þorði einn postulanna að mæta. Hann hélt yfirvegun sinni, þótt úr andliti hans skini sár tregi. Þegar hljóð fékkst milli harmkvæla, hallaði hann sér að mér og hvíslaði sorgmæddur: „Verst er að við höfum ekkert fé til að veita honum sómasamlega greftrun." Ég skildi hvað hann átti við. Júdas var hlaup- inn á brott með sjóðinn, hinir ellefu voru fé- vana. Fáeina denara hafði ég lagt til hliðar til mögru áranna, en engan veginn nóg til að kaupa meistaranum gröf. Skyndilega fékk ég hugdettu sem Jóhannes kallaði síðar guðlegan innblástur. í mannþrönginni hafði ég komið auga á gamlan viðskiptavin, Jósef frá Arime- þeu, eðalborinn mann og auðugan, handgeng- inn landstjóranum. Jósef þessi var breyskur og ann mannorði sínu meira en nokkru öðru. í augnabliksæsingi ruddist ég um þvöguna þar til ég fann hann ásamt þjóni, sem hafði þann starfa að dusta gulan sandinn af silfurbaldýr- uðum skartklæðum húsbóndans. „Jósef, þú verður að hjálpa mér.“ Hann setti dreynjóðan, er hann þekkti mig aftur. „Hafðu hljótt, kona,“ hastaði hann á mig. Sennilega óttaðist hann að ég myndi ljóstra upp um að hann legði lag sitt við hrað- konur og þurfti því litlar fortölur. Hann sá aumur á mér, grátbólginni og sorgarklæddri, hét liðsinni sínu og hvarf af vettvangi. í þann mund hrönnuðust kólguský fyrir sólu, svo myrkvaðist um miðjan dag. Jósef sneri aftur um það Ieyti þegar verið var að taka líkin nið- ur, með bréf frá landstjóranum og fregnir um að hann hefði keypt úthöggna gröf í grasgarð- inum neðan við hæðina. Sem oft áður reyndist atvinna mín þénug, í þessu tilviki til að útvega leghvílu. Ég gaf upp alla von um að fá nokkum tíma svör við spumingum mínum og skýringu á illu öndunum sjö. Að þessu leyti þótti mér meistar- inn hafa bmgðist. En um óttubil á annarri nóttu eftir krossfestinguna dreymdi mig undarlegan draum, þar sem hann vitraðist mér. Hann hélt um síðuna, þar sem blæddi úr, og hendur hans virtust hruflaðar, en að öðm leyti var hann ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.