Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 10
Grundarkirkja er ein af fegurstu kirkjum landsins og ber vitni um stórhug Magnúsar bónda á Grund. Ljósm. Björn Hróarsson. SÉÐ inn í kór Grundarkirkju. Altaristaflan er úr þeirri kirkju sem fyrir var á Grund. GRUND er fomfrægt höfuðból í Eyjafirði, um 20 km innan við Akureyri. Bærinn stendur skammt neð- an vegar á sléttum grundum sem mynd- ast hafa af framburði Eyjafjarðarár. Upp af bænum í norðvestri rís Kerling, 1538 m yfir sjó, hæsta og eitt glæsilegsta fjall við Eyjafjörð. Umgjörð þessa stórbýlis er því í senn hlýleg og hrika- leg. Grund kemur snemma við sögur og þótt ekki sé getið um kirkju á Grund fyrr en í lok 12. aldar er talið að þar hafi verið reist guðshús þegar á 11. öld. Stórmenni hafa setið staðinn; þar bjuggu Sturlungar á 13. öld og þaðan fór Sighvatur Sturluson í helför sína að Örlygsstöðum árið 1238. Á öldum fátæktarinnar varð fátítt að fjöldi manns kæmi saman og þessvegna vakti athygli og þótti sæta tíðindum þann 12. nóvember, 1905, þegar verulegur mann- fjöldi eftir þeirrar tíðar mælkikvarða, stefndi heim að Grund í Eyjafirði. Um há- degi höfðu safnast þar saman nær 800 manns. Tilefnið var vígsla á einstæðu guðs- húsi, Grundarkirkju, sem enn þykir fögur og fangar athygli þeirra sem aka veginn inn í Eyjafjarðarsveit. Ekki fengu allir vígslugestir sæti; þó meiri hluti þeirra, og allan þennan fjölda rúmaði kirkjan. Þennan dag var hún skreytt blómsveigum og efst á turninum blakti við hún þrílitur fáni, grænn, hvítur og blár. Litimir áttu að tákna iðgræna jörð, jökla og heiðan himin. Vígsluathöfnin stóð í fullar þijár klukku- stundir með vígsluræðu, predikun, altaris- þjónustu og söng, að ógleymdu erindi þjóð- skáldins Matthíasar Jochumssonar. Daginn áður höfðu Akureyringar haldið honum samsæti á sjötugsafmæli hans. Að vígsl- unni lokinni var öllum kirkjugestum boðið til kaffíveitinga og lauk því veisluhaldi ekki fyrr en á áttunda tímanum um kvöldið og hafði mannfagnaðurinn á Grund þá staðið samfieytt í sjö klukkustundir. Kirkjusmíðinni lauk ekki fyrr en daginn fyrir vígsluna. Kirkjan hefur litlum breyt- ingum tekið síðan og ber enn höfðingsskap Grundarbóndans glöggt vitni. Hann hét Magnús Sigurðsson (1846-1925), borinn og bamfæddur Eyfirðingur. Hann hafði lært trésmíði og siglingafræði og stundað sjó í nokkur ár. Árið 1874 keypti hann jörð- ina Grund hálfa og alla Grundartorfuna árið 1888 og bjó þar síðan miklu rausnar- búi, auk þess að reka verzlun. Sýna allar hans gerðir að þar fór óvenju stórhuga hugsjónamaður. Aður en Magnús á Grund réðist í kirkju- smíðina, hafði verið umkvörtunarefni hvað hann sinnti slælega viðhaldi á gömlu kirkj- unni á Grund. Hún hafði verið reist árið 1842 og var ekki verr farin en svo, að með þokkalegu viðhaldi stæði hún líklega enn. Því vakti það undrun þegar Magnús Sigurðsson lýsti yfir því á almennum safn- aðarfundi 17. mai, 1903, að hann hyggð- ist rífa gömlu kirkjuna og endurreisa frá grunni næsta sumar. Hafði Magnús velt þessu lengi fyrir sér og þessvegna hafði hann látið viðhald á gömlu kirkjunni dank- ast. Nýja kirkjan var færð út fyrir kirkjugarð- inn og Magnús byggði þar á eigin kostnað glæsilegra guðshús en dæmi voru um á landi hér, að minnsta kosti eftir siðaskipti. Til þess þurfti sterkefnaðan sveitarhöfð- ingja, stórhug og höfðingsskap. Eyfirskir stórbændur vora löngum með efnuðustu bændum þjóðarinnar. Sem dæmi um stór- hug og framsýni Magnúsar á Grund má nefna, að hann varð næstur á eftir Detlev Thomsen kaupmanni í Reykjavík til þess að flytja bíl til landsins. Var það flutninga- bíll af NAG-gerð. Sjálfur hafði Magnús gert sér hugmynd- ir um útlit nýju kirkjunnar á Grund, en eftir þeim hugmyndum gerði Sigtryggur Ljósm. Lesbók/GS. HÖFUÐBÓLIÐ Grund í Eyjafirði. EFTIR BJÖRN HRÓARSSON GRUNDARKIRKJA. Þau ræktunarmistök hafa verið gerð hér eins og víðar við kirkjur, að trján aldrei að sumarlagi sú birta inni í kirkjunni sem ella væri. Vegna trjánna er einnig orðið erfil hvað þá að taka af henni mynd. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.