Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 2
r Islenzk ópera frumsýnd í Peking Peking. Morgunblaðið ÓPERAN Tunglskinseyjan eftir Atla Heimi Sveinsson verður frumflutt í Poly Plaza leik- húsinu í Peking í kvöld. Texti óperunnar er saminn af Sigurði Pálssyni. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir og hljómsveitarstjóri Guðmundur Emilsson. Óperan byggist á keltneskum sögnum að sögn Sigurðar Pálssonar. „Keltar hafa alltaf verið á leið í vestur," segir hann. „Keltar eru á vestustu oddum Evrópu. Grundvöllur- inn í tilvist þeirra var að leita að landinu þar sem sólin sest og engar sorgir eru til. Það gengu sögur um að Island hefði verið þetta land.“ Óperan gerist, þegar ísland hafði aðeins byggst að litlu leyti. í sögunnu eru þrjár persónur og sögumaður. Aðalpersónur eru Auður, dóttir írakonungs, og Kalmar, jarl frá Suðureyjum. í kjölfar valdatafls, sem sögumaður útskýrir í byijun verður hann að flýja í útnorðurátt og tekur land í Breiða- firði, nánar tiltekið í eyjunum. Seinna þarf Auður að flýja og fer líka til íslands. Uppselt er á frumflutning óperunnar í Poly Plaza sem tekur 1.400 manns í sæti. Sendiherra íslands í Kína, Hjálmar Hann- esson, hefur haft veg og vanda af skipulagi heimsóknar íslenska hópsins til Kína. Sendi- herrann hefur haldið boð fyrir íslendinga búsetta í Kína og velunnara þeirra á Hilton hótelinu í Peking og á eftir voru haldnir tónleikar þar sem íslenskir listamenn komu fram við góðan fögnuð. Fegursta bygging Evrópu BYGGING hins nýja landsbókasafns Frakka í París hefur hlotið Mies van der Rohe verð- launin fyrir arkitektúr en Dominique Per- rault teiknaði húsið. Alþjóðleg dómnefnd valdi bygginguna úr hópi 127 verkefna sem hún fékk til umsagnar. Verðlaunin eru veitt byggingunni og höfundi hennar fýrir fram- lag til mótunar á svipmóti Parísarborgar. „Sem fyrsta stóra opinbera byggingin á vinstri bakka Signu í austurhluta borgarinn- ar,“ segir í umsögn dómnefndar, „mun byggingin leggja línuna fyrir frekari bygg- ingar á svæðinu en um leið og hún tekur upp ýmis þemu frá stöðum eins og place de la Concorde og Champ de Mars brýtur hún upp byggingarhefð Parísar". Dómnefnd lof- aði hve hagnýtt gildi byggingarinnar er mikið og það hve stuttur tími leið frá því að hugmyndin að henni kviknaði þar til henni var lokið. Tilgangur verðlaunanna, sem eru evrópsk og voru fyrst veitt árið 1987, er að auka almennan og opinberan áhuga á arkitektúr og að gera fólk sér þess meðvitandi hvernig byggingarlist í Evrópu er að þróast, hvernig evrópskar borgir muni líta út í framtíðinni. FRANSKA landsbókasafnið Magnea Tómasdóttir Marta Guðrún Halldórsdóttir Pálína Árnadóttir Forkeppni um fulltrúa Islands TÓNLISTARKEPPNI Norðurlanda 1997 eða NordSol ’97 verður haldin dagana 9.-13. júní í Þrándheimi, sem heldur upp á eitt þúsund ára afmæli á þessu ári. Forkeppnin um fulltrúa íslands í keppninni að þessu sinni fer fram með opinberum tónleikum í Nor- ræna húsinu sunnudaginn 23. mars nk. kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Aðstandendur keppninnar eru Norræna tónlistarháskólaráðið og sér Tónlistarskólinn í Reykjavík um framkvæmd keppninnar hér á landi, en hann er aðili að ráðinu. Sex tón- listarmenn sóttu um þátttöku í forkeppninni og hefur dómnefnd, reglum samkvæmt, valið þijá keppendur sem koma fram á tónleikun- um á sunnudaginn. Þeir eru sópransöngkon- umar Magnea Tómasdóttir og Marta Guðrún Halldórsdóttir og Pálína Árnadóttir fiðluleik- ari. Magnea Tómasdóttir lærði fyrst söng við Tónlistarskóla Seltjarnamess og framhalds- nám við Trinity College of Music í London. Hún hefur komið fram á tónleikum og sung- ið í óperum. Hún hefur hlotið viðurkenningar fyrir söng sinn, m.a. söngverðlaun Félags íslenskra leikara ’96 og árin 1995 og ’96 vann hún tvenn verðlaun í Trinity College of Music. Magnea hefur fengið tveggja ára samning við óperustúdíóið í Köln í Þýska- landi. Marta Guðrún Halldórsdóttir er lærður píanóleikari og stundaði söngnám við Tónlist- arskólann í Reykjavík hjá Sieglinde Kahmann og lauk einsöngvaraprófi árið 1988. Fram- haldsnám stundaði hún við Tónlistarháskól- ann í Múnchen. Marta Guðrún hefur haldið einsöngstónleika og tekið þátt í tónlistarhá- tíðum víða, bæði hér heima og erlendis, sung- ið inn á geislaplötur og fer nú með hlutverk Valencienne í „Kátu ekkjunni“ eftir Léhar hjá íslensku óperunni. Pálína Árnadóttir hóf fiðlunám sex ára, lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1994 og stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum. Arið 1995 vann hún þrenn verðlaun í Corpus Christi International Artist Competition og fyrstu verðlaun í Victoria Symphony Society Competition. „NEI, við erum sko alls ekki orðin leið; þetta er svo skemmtilegt,“ segir Saga Jónsdótt- ir sem hér er ásamt Guðmundi Ólafssyni í leikritinu Bar pari sem sýnt verður í hundrað asta sinn i Borgarleikhúsinu í kvöld. Alls ekki oróin leió HUNDRAÐASTA sýningin á Bar pari eftir Jim Cartwright verður á Leynibarnum í Borgarleikhúsinu í kvöld, laugardags- kvöld. LeikHtið hefur verið sýnt síðan haustið 1995 og virðist, að sögn forráða- manna Borgarleikhússins, ekkert lát á aðsókn. I athugun er því að hafa örfáar sýningar eftir páska á verkinu. Leikritið segir frá hjónunum sem eiga og reka barinn og viðskiptavinum þeirra sem reka inn nefið til að fá sér smábijóst- birtu. Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ól- afsson leika öll hlutverkin sem eru bæði margvíslegir persónuleikar og á ýmsum aldri. Saga Jónsdóttir sagði í samtali við Morg- unblaðið að hún hefði aldrei leikið leikrit jafn oft og Bar par. En hefur enginn leiði gert vart við sig eftir að hafa verið svo lengi að fást við sama verkið? „Nei, við erum sko alls ekki orðin leið; þetta er svo skemmtilegt. Það gerir kannski gæfumuninn að við erum bæði að leika mörg hlutverk í verkinu og svo hafa viðtökurnar verið svo frábærar að það er ekki hægt að láta sér leiðast," sagði Saga. En hvað er það við þetta leikrit sem Islendingum fellur svo vel? „Ég held að íslendingar sjái sjálfa sig í þessu leikriti. Þarna eru margar sérstakar persónur sem fólk þekkir. Efnið höfðar þar að auki til alls almennings.“ Jim Cartwright sá sýninguna síðastliðið sumar er hann kom hingað til lands vegna uppsetningar á leikriti sínu Stone Free í Borgarleikhúsinu. Sagði Saga að Cartwr- ight hefði verið afar ánægður með sýning- una. „Það var skemmtilegt hvað hann var hissa á því hvað við erum fljót að skipta um búninga og gervi sem við notum við hinar ólíku persónur." Helga E. Jónsdóttir er leikstjóri og Jón Þórisson hannaði leikmynd. Lárus Björns- son sá um lýsingu. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir - Flókagötu Vatnslitamyndir Barböru Westman sýn. til 31. marz, og sýn. á nýjum verkum eftir Jacques Monroy, einn- ig sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. ASÍ - Ásmundarsalur - Freyjugötu 41 Sólveig Aðalsteinsdóttir sýn. til 22. marz. Listasafn íslands - Fríkirkjuvegi 7 Sýn. Ný aðföng. Safn Ásgríms Jónss. - Bergstoðastr. 74 Sýning á vatnslitamyndum eftir Ásgrím til loka maí. Gallerí Önnur hæð - Laugavegi 37 Sýn. á verkum Eyborgar Guðmundsd. á miðvd. út marz. Gallerí Listakot - Laugavegi 70 Dröfn Guðmundsdóttir sýn. til 2. apríl. Gallerí Hornið Gígja Baldursdóttir sýn. til 26. marz. Snegla listhús Þuríður Dan Jónsdóttir sýn. til 24. marz. Mokka - Skólavörðustíg Werner Kalbfleisch sýn. út marz. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Sýn. á eldri verkum Finnboga Péturss. til 30. marz. Sjónarhóll - Hverfisgötu 12 Þorri Hringsson sýn. til 30. marz. 20m* - Vesturgötu lOa Hannes Lárusson sýnir út marz. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar f marz: Sýnibox: Þórarinn Blöndal. Barm- ur: Margrét Lóa Jónsdóttir, berandi er Hemmi Gunn. Hlust (551-4348): „Paperdog". Tré: Margrét Blöndal. Gallerí Smíðar og skart - Skólavörðust. 16a S. Anna E. Nikulásdóttir, Kristín Pálmadóttir og Þórdís Elín Jóelsdóttir sýn. til 4. apríl. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Eyjólfur Einarsson, Jón Axel Björnsson og Sigrún Ólafsdóttir sýna til 31. marz. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Guðrún Benedikta Elíasdóttir sýn. til 7. aprfl. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Sæmundur Valdimarsson sýn. í aðalsal. Sigrún Harð- ardóttir sýn. í Sverrissal. Elías B. Halldórsson sýnir í kaffistofunni. Allar sýningarnar eru til 7. apríl. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Páll á Húsafelli sýn. frá 26. marz til 16. apríl. Gallerí List - SÍdpholti 50 b Þóra Sigurþórsdóttir sýnir til 1. aprfl. Listasafn Siguijóns - Laugarnestanga 70 Skólasýn. á völdum verkum Siguijóns. Hlaðvarpinn - Vesturgötu 3 Ragnhildur Stefánsdóttir sýnir til 20. apríl. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b „Tiltekt.“ Sýning á verkum í eigu Nýlistasafnsins stendur til 26. marz. Listþjónustan - Hverfisgötu 105 Bragi Ásgeirsson sýn. til 5. apríl. Norræna húsið - við Hringbraut. Sigurður Þórir Sigurðsson sýnir til 6. aprfl. Gallerí Ófeygs - Skólavörðustíg 5 Sigurður Þórir Sigurðsson sýnir til 6. aprfl. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Kristján Guðmundsson sýn. til 25. marz. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6 Kristín Schmidhauser Jónsd. sýn. til 23. marz. Undir pari - Smiðjustíg 3 íris Ósk Albertsdóttir sýn. til 5. aprfl. Úrbania - Laugavegi 37 Steingrímur Eyfiörð sýnir til 20. apríl. Þjóðminjasafn Islands - Hringbraut Sýn. í Bogasal: „Fyrrum átti ég falleg gull“. Gallerí Fold - við Rauðarárstíg Soffía Sæmundsdóttir sýn. til 23. marz. Hallgrímskirkja - Skólavörðuholti Magnús Tómasson sýnir til 11. maí. Málþing um Hallgrím Péturson á laugardag. Slunkaríki - ísafirði Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir til 31. marz. Ráðhús Reylyavfkur Nana Ditzel sýnir til 23. marz. Listasafn Akureyrar Guðrún Einarsd., Kristín Gunnlaugsd. og Steinunn Þórarinsd. sýna til 30. marz. Deiglan - Akureyri Lárus Hinriksson sýn. til 30. marz. Laugardagur 22. marz íslenska óperan: Dagskrá til heiðurs Gylfa Þ. Gísla- syni kl. 17. Hveragerðiskyrkja: Guðrún Sigríður Birgisdóttir, flautul. og Peter Máté píanól. kl. 17. Kirkjuhvoll við Vfdalínskirkju í Garðabæ: Schubert- hátíð, Hans Zomer og Gerrit Schuil kl. 17. Ytri- Njarðvíkurkirkja: Karlakórinn Söngbræður kl. 15. í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna: Karlakórinn Söngbræður kl. 21. Háteigskirkja: Nemendatónleik- ar Tónlistarskóla Suzuki sambandsins kl. 17. Sunnudagur 23. marz Þorlákshafnarkirkja: Guðrún Sigríður Birgisd., flaut- ul. og Peter Máté píanól. kl. 20.30. Norræna húsið: Forkeppni á NordSol ’97, Marta Guðrún Halldórsd., Pálína Arnad. og Magnea Tómasd. kl. 17. Kópavogs- kirkja: Kjartan Siguijónsson organisti kl. 17. Mánudagur 24. marz Listakl. Leikhúskjallarans: Icarus kl. 21. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Leitt hún skyldi vera skækja lau. 22. marz. Litli Kláus og Stóri Kláus, lau. 22. marz. Viiliöndin lau. 22. marz. Þrek og tár sun. 23. marz. Borgarleikhúsið Völundarhús sun. 23. marz. Trúðaskólinn sun. 23. marz. BarPar lau. 22. marz. Dómínó lau. 22. og þri. 25. marz. Konur skelfa sun. 23. marz. Svanurinn lau. 22. tvær sýn., og þri. 25. marz. Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhúsgeymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. Loftkastalinn Á sama tíma að ári mið. 26. marz. Sirkus Skara skrípó lau. 22. marz. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 22. marz. Skemmtihúsið Ormstunga fös. 27. marz. Möguleikhúsið Snillingar í Snotraskógi lau. 22. marz. Leikfélag Akureyrar Kossar og kúlissur lau. 22. marz. Kópavogskirkja Heimur Guðríðar sun. 23. marz. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.