Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 4
ÞESS hefur verið minnst með ýmsum hætti, að Leikfélag Reykjavíkur varð hundrað ára í janúarmánuði síðastliðnum. Veglegt hefti Lesbókar Morg- unblaðsins, 32 bls. að stærð, var helgað afmælinu. Birtist þar ýmis fróðleikur úr sögu félagsins og mikill fjöldi stórmerkra mynda. Þarna og víðar hefur að verðleikum verið get- ið flestra frumherja og burðarása LR Það hef- ur þó vakið athygli mína að vart hefur verið nefndur á nafn einn þeirra snilldarmanna, sem á fyrsta aidarfjórðungi félagsins áttu hvað mestan þátt í þróun þess og þroska íslenskrar leiklistar. Ég á hér við Einar H. Kvaran, leik- skáld, leikstjóra, leikdómara og baráttumann fyrir þroskaðra leikhúslífi. Þetta er að vísu ekki ný saga. í hálfrar aldar afmæiisriti L.R. var hlutur Einars gerður fjarska rýr og síst að verðleikum. Það er fyrst í II. bindi leiklistar- sögu Sveins Einarssonar, sem kom út fyrir síðustu jól, að hann nýtur nokkum veginn sannmælis. Með hliðsjón af framansögðu hef ég tekið saman dálítið sögubrot um Einar og leiklistina. Einar Hjörleifsson (síðar Kvaran) var fædd- ur 1859. Þegar á dvalarárum Einars í Lærða skólanum (1875-1881) vaknaði leiklistaráhugi hans. Þar lék hann í leikþætti og samdi sjálfur gamanleikrit eða einskonar revíu, sem skóla- piltar léku við mikinn fögnuð. Hét það Brandmajorinn, og segir Matthías Jochumsson í Þjóðólfi að leikur þessi sé „snoturlega og gáfulega saminn með innlögðum liprum söng- vísum og þótti skemmtilegur". Á háskólaárum sínum í Kaupmannahöfn (1881-1885) var það mesta skemmtun Einars að sækja ieikhús. Enda þótt þröngur fjárhagur ylli því að hann hefði skotsilfur af skornum skammti, sleppti hann sjaldan áhugaverðri leik- sýningu, lét það ganga fýrir öðru. Um tiu ára skeið (1885-1895) dvaldi Einar í Kanada, og var þá lífið og sálin í leikstarf- semi íslendinga í Winnipeg. Hinn fyrsta vetur sinn þar gekkst hann fyrir því að sýnt var leikritið Hermannaglettur eftir Hostrup og lék þar sjálfur við góðan orðstír. Undir stjóm hans kom þá og á fjalimar Jeppi á Fjalli eftir Hol- berg. í blaðinu Leifi, sem þá kom út í Winnipeg, var farið miklum lofsyrðum um þetta framtak Einars: „Voru leikir þessir sérlega vel sóttir og þóttu bera langt af þeim skemmtunum, er menn áður höfðu átt kost á að veita sér“. Síðari ár sín í Winnipeg stýrði Einar dálitlum leikflokki sem nefndist „Islenski leikhópurinn". í febrúar 1894 sá séra Hafsteinn Pétursson hópinn leika Ævintýri á gönguför eftir Hos- trup. Einar stjómaði og lék sjálfur eitt hlut- verkið, Kranz kammerráð. Séra Hafsteinn, sem skrifaði um leiksýningu þessa, telur leikflokk- inn furðu góðan, og leikur Einars sé „mesta snilld". Kveðst hann hafa séð Ævintýrið leikið í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, og sé áberandi hvað Einar fái meiri „comik“ út úr hlutverkinu en danski leikarinn. í janúar og febrúar 1895, síðasta vetur Ein- ars í Winnipeg, lék „íslenski leikflokkurinn" Skuggasvein Matthíasar. Einar var leikstjóri og lék lítið hlutverk. Leikendur þóttu standa ■i EINAR H.Kvaran, leikritaskáld og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Myndin er byggð á höggmynd Ríkarðs Jónssonar af Einari. EINAR H. KVARAN OG LEIKLISTIN f A seinn EFTIR GILS GUÐMUNDSSON a tímabili leikstjórnar sinnar átti Einar H. Kvaran qóðan þótt í | oví að leikqrar félagsins fengu veróug hlutverk samhliða góðri tilsögn, og komust þannig til aukins listræns þroska. sig vel, og „er það auðvitað mest að þakka Einari Hjörleifssyni" sagði Hafsteinn Péturs- son. íslensk leiklist Vorið 1895 fluttist Einar með fjölskyldu sinni frá Vesturheimi og settist að í Reykja- vík. Gerðist hann meðritstjóri ísafoldar, út- breiddasta og áhrifamesta blaðs landsins, sett- ist þar við hlið eigandans, Björns Jónssonar. Þar kemur áhugi Einars á leiklistinni strax í Ijós. Fyrstu árin heima, sendi hann sínu gamla blaði, Lögbergi, svonefnd „íslandsbréf“ vestur um haf. Þar ræðir hann í notalegum rabbtón um margvísleg áhugamál sín og segir tíðindi úr íslensku þjóðlífi, þar á meðal af leiklistar- starfsemi í Reykjavík. Hann segir að þar sé töluvert leikið, en fiest gert af miklum vanefn- um. Leikhópar eru þá tveir og leikhúsin tvö. Annar flokkurinn starfi í Breiðfjörðshúsi, en hinn í Góðtemplarahúsinu. Af síðarnefnda leikhópnum hefur Einar nokkur tíðindi að flytja: „Af Templaraleikjum er það merkilegast að segja að í þeim flokki er stúlka sem í sinni grein tekur að öllum líkindum fram öllum ís- lenskum stúlkum, sem nokkurn tíma hafa sýnt sig á leiksviði. Hún heitir Stefanía Guðmunds- dóttir og leikur ungar, meira og minna ódælar stúlkur. Það verður naumast sagt að nokkurn tíma bregði fyrir viðvaningshætti hjá henni hvorki í limaburði né framburði, heldur fínnst manni sem hún hafi verið að leika alla sína ævi. Það eru í einu orði alveg óvenjulegar leikg- áfur, sem sú stúlka hefur, enda fyllir hún hús- ið kveld eftir kveld. En það vantar æði mikið á að samleikendur hennar standi henni jafnfæt- is.“ Fyrslu ár L.R. I janúarmánuði 1897 er svo Leikfélag Reykjavíkur stofnað. Eitthvað hefur Einar að líkindum komið þar við sögu. Svo mikið er víst að á undan fyrstu sýningu þess var sung- ið nýort kvæði eftir hann, þar sem leiklistin er hyllt ótæpilega. Fyrsta leikár L.R. var skáldið Indriði Einars- son leiðbeinandi, en svo nefndust þá þeir sem höfðu leikstjórnina með höndum og réðu oft miklu um verkefnaval. I upphafi var aðalá- hersla á það lögð að laða til samstarfs leik- krafta þá sem komið höfðu úr tveimur áttum og styðjast við það gamla sem fyrri leikhópar höfðu flutt og orðið vinsælt. Þama komu á fjalirnar danskir farsar og söngvaleikir, þar sem einatt var slegið á lauflétta strengi. Einar 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.