Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 12
GUÐSPJALL MARIU GEORGES de la Tour: „Maria Magdalena með kerti“, 1638-40. SMÁSAGA EFTIR HELGA INGÓLFSSON í fyrstu horfói ég, líkt og aórir vióstaddir, á hann í undrun, sem hann væri bjálfi. Mér vitaniega amaói ekkert aó mér. Og þá geróist þaó. Skyndi- lega var bjargi lyft af brjósti mér, allt varó heióríkt og tært hió innra . . . Og svo bar við skðmmu síðar, að hann fór um, borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikaði og boð- aði fagnaðarerindi guðsríkis, og með honum þeir tólf og konur nokkurar, er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúkleikum: María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið út af, og Jóhanna . . .og Súsanna og margar aðrar, sem hjálpuðu þeim með fjármunum sínum. Lúk. 8; 1-3. EG KOM fyrst að gröfinni, á því leikur enginn vafi. En okkur er þrásinnis ruglað saman, enda margar, nöfnumar. Má þar nefna Maríu, móður hans, en einnig Maríu móðursystur hans, konu Klópa og svo Maríu, móður þeirra Zebedeussona. Síðan er líka María, systir Mörtu og Lazarusar líkþráa í Betaníu. En ég var ein þeirra fallin kona. Ég hef átt marga friðla, suma gamla, aðra unga. Stundum heillaði fríður sveinn mig og þá eftirlét ég honum brot af ást minni. Kona af mínu sauðahúsi getur aldrei leyft sér að festa alla ást á einum manni. Fremur skilur hún eftir ögn af henni í mörgum. Frómur maður mælti að ástin væri traust sem gnæf- andi fjall, en mín ást hefur frekar líkst brota- kenndum grjótmulningi og steinskriðum. Nú er fegurð mín fölnuð lilja, sálin sem brákaður reyr, líkaminn sem útbrunninn hörkveikur. Hvernig villtist ég út á þessa braut? Ég villt- ist ekki, ég var hrakin þangað. Á unglingsárum mínum, þegar herflokkur Heródesar yngri hafði viðdvöl í heimaþorpi mínu, tóku þrír drukknir dátar mig nauðuga. Herflokkurinn hvarf á braut, en ég var skilin ein eftir með skömm mína. Nei, ekki ein, því að allt þorpið bar skömmina með mér. Faðir minn formælti mér fyrir fegurðina, móðir mín reif í hár sér, öldung- amir sökuðu mig um lögmálsbrot, heiðvirðar húsmæður hræktu í þurran sandinn þegar þær mættu mér, þorpsbúar lögðu lykkju á leið sína líkt og ég væri líkþrá. Jafnvel ræksnisleg ‘ hænsnin stukku á brott með gargi úr vegi mínum og heimilishundamir geltu að mér eins og ókunnri aðkomukonu. Þegar þvottakonum- ar keifuðu með kúffulla vandlaupana neðan frá læknum litu þær mig homauga. Tötmgu þorpsfávitamir tveir eltu mig ætíð yfir torgið með trúðslátum, spangóli og tilburðum af dóna- legra tagi. Ungir sveinar sniðgengu mig að degi til, en buðu borgun fyrir blíðu þegar blakk- ur var himinn. í útskúfun minni reyndist ég einum eða tveimur þeirra eftirlát og vonaði að þeir kynnu að biðla til mín, en þeir breiddu bara frekar út lygasögur um lauslæti mitt. Mín beið engin framtíð þama; ég yrði aldrei hrein, yrði aldrei heiðvirð, yrði aldrei heitbund- in. Þegar öldungar þorpsins tóku að ræða um að réttast væri að lemja mig gijóti fyrir lög- málsbrot, laumaðist ég burtu í skjóli nætur, _ foreldralaus og félaus, með fegurð mína eina í farteskinu. Þorp úr þorpi, bæ úr bæ, borg úr borg. Vitan- lega vildi ég vera vönd að virðingu minni og reyndi víða að vinna heiðarlega fyrir mér. Gengilbeina, griðka, þema, þvottakona; margt hef ég reynt. En konu án karlmanns standa fáir vegir færir, vart mátti hjara af hýmnni og vinnuveitendumir væntu viðbótarþénustu að náttarþeli. Þegar ég þverskallaðist við þeyttu þeir mér út á strætið, hungraðri, heimil- islausri, atvinnulausri, allslausri. í neyð var aldrei nema ein leið til að afla viðurværis. Syndin byrjaði smátt, en hlóð utan á sig, eins og súrdeig sem falið er í mæli mjöls, uns mjöl- ið sýrist allt. Augngotur á alfaraleið, skyndi- kynni í skuggasundum, skildingar í skrínuna. Budda mín bústnaði meðan æra mín eyddist. Oft var ég flæmd á brott og fór þá til næsta bæjar. Að endingu eignaðist ég afdrep í borginni Nain, þar sem bjó góður og göfugur Farísei, Símon að nafni. Hann tók mig í hjúalið sitt sem eldabusku og þernu án spuminga, ól önn fyrir mér og vænti engra næturgreiða í stað- inn. Hið næsta sem ég fór holdlegu samneyti við hann var að ijóða fætur hans ilmsmyrslum, þegar hann hafði laugast. Ekki var Símon fríð- ur maður, holdskarpur, með valbrá sem náði niður á háls, en sem frómur Farísei hélt hann lögmálið, fastaði tvisvar í viku og lyfti ekki litlafingri til verka á hvíldardaginn. Árlega, á hátíð ósýrða brauðsins, hélt Símon Farísei upp . til Jerúsalem og þegar ég hafði þjónað honum um tveggja ára skeið tók hann mig í föru- neyti sitt til hinnar helgu borgar. Þar sá ég meistarann fyrst. Jerúsalem í hátíðarbúningi. Ys og þys og glys og gleði og glaumur. Pálmagreinar, lauf- sveigar og blómavendir skreyttu strætin. Ég var höggdofa yfir mannmergðinni. Aðkomufólk hvaðanæva að; egypskum, kýrenískum, sýr- lenskum og grískum gyðingum ægði saman við heimafólk og heyra mátti talað á tugum tungumála. Frá öðru hveiju götuhomi barst barlómur beiningamanna og bæklaðra, frá hinu glumdi við gaspur frá flökkupredikumm og falsspámönnum. Glys og glingur glitraði á borði braskara, hamarshögg kváðu við frá verkstæði beykis sem barði saman ámu, þófari þæfði ull undir sóltjaldi. Þröngt var um dvalar- staði í borginni, en sem endranær fékk Símon Farísei skjól fyrir sig og sitt fólk hjá vini sín- um, lögvitringnum Jóram, í húsi sem vissi út yfír Kedrondalinn. Meðan sól skein á lofti héldu þeir lærðu félagar langdvölum til í hinu helga musteri og þangað var ég send einn daginn með orðsendingu til Símonar Farísea. Ég var lafmóð _af því að klífa þrepin upp Musterishæðina. Á leiðinni mætti ég litlum rómverskum herflokki, sem var að koma frá Antoníuvirkinu. Þeir renndu til mín hýru auga og einn þeirra kallaði eitthvað á latínu, sem ég skildi ekki, en af hlátri félaga hans áttaði ég mig þó á að ummælin hlutu að vera dóna- leg. Klakklaust komst ég upp að hinu gríðar- stóra musteri Heródesar, en vegna áreitni her- mannanna gaf ég mér lítinn tíma til að virða fyrir mér dýrðina og hélt beint upp tröppurnar að suðvesturinngangnum nær, þar sem mér var sagt að þeir Jóram héldu að öllu jöfnu til. Þegar komið var utan úr skerandi sólarbirt- unni inn í forsalinn sló mig rökkurblinda. Sam- an við mannsraddir og fótatak rann einkenni- legt sláttur, en þegar augu mín vöndust myrkr- inu áttaði ég mig á að hljóðið barst frá trébúr- um og reyndist vera vængjaþytur dúfna, sem falboðnar voru feðrum þeim, er komu með sveinböm sín til umskumar. Eftir ráf um rökkvaðan forsalinn kom ég auga á þá Símon og Jóram ásamt öðrum mönnum í síðkápum, þar sem þeir stóðu í hnapp við gilda súlu og skeggræddu. Ekki sá ég fyrr en ég nálgaðist að þeir höfðu slegið hring um hávaxinn, krafta- legan mann og minntu á einhvem hátt á hunda, sem króað hafa af ref. Þeir spurðu hávaxna manninn spjörunum úr, en þótt hann væri tötr- um klæddur svaraði hann af myndugleika. Af málrómnum heyrði ég að hann var sveitungi minn, því að hann talaði arameískuna með galíleískum hreim. Orðin sem hann mælti, í þann mund er ég hnippti í Símon, hæfðu mig beint í hjartastað. „Sannlega segi ég yður að tollheimtumenn og skækjur ganga á undan yður inn í guðsríkið," sagði hann af sannfær- ingarkrafti og beindi stingandi augnaráði að mér. Var hann að tala til mín, ókunnrar kon- unnar? í flaustri bunaði ég því út úr mér við Símon að þeirra Jóram væri beðið heima. Við yfírgáfum hópinn og ég þorði ekki að líta um öxl. Meistarann sá ég ekki aftur um langt skeið, en orð hans geymdi ég í bijósti og hugleiddi oft. Ekki mundi ég síst eftir kröftugri og valds- mannslegri raustinni. Við snerum heim til Nain eftir hátíðina, lífíð komst í fastar skorður á ný og hélst svo um margra mánaða skeið. Þá var það dag einn að Símon Farísei til- kynnti mér að hann hefði boðið gestum í hús sitt til málsverðar. Ég velti því ekki frekar fyrir mér, enda alvanalegt að húsbóndinn spjallaði við spaka menn undir borðum. En þegar ég bar matinn inn í stofuna féll mér allur ketill í eld. Þar sat hann, galíleíski meist- arinn, mitt í hópi nokkurra fræðimanna, sem Símon Farísei hafði tekið með sér heim úr samkunduhúsinu. Við lá að ég missti bakkann með nýbökuðum brauðunum á gólfíð. Ekki veit ég hvort hann þekkti mig aftur eða hafði afspum af fortíð minni eða bjó yfir ofurmann- legu innsæi, en þegar ég laut yfír borðið til að leggja frá mér bakkann teygði hann fram höndina, snart enni mitt með fingurgómunum og sagði: „Kona, syndir þínar eru fyrirgefnar." Ég leit upp, bograndi enn yfir bakkanum. „Hvað þá?“ En hann svaraði mér ekki, heldur mælti annarlegum og fyrirskipandi rómi, líkt og hann væri að tala til einhvers annars: „Þér sjö illu andar, yður skipa ég að víkja úr líkama þessar- ar konu.“ í fyrstu horfði ég, líkt og aðrir viðstaddir, á hann í undrun, sem hann væri bjálfi. Mér vitanlega amaði ekkert að mér. Og þá gerðist það. Skyndilega var bjargi lyft af bijósti mér, allt varð heiðríkt og tært hið innra, eins og af mér væri létt möru, sem legið hefði um áraraðir. Innra með mér skein ljós, öflugra en þúsund sólir. í kjölfarið brotnaði ég niður, hné á gólfíð og að mér setti óstöðvandi grát. Meist- arinn strauk blíðlega yfir hár mitt. Án þess að vita hvers vegna þótti mér sem ég yrði að sýna honum meiri lotningu en nokkrum öðrum. Kjökrandi stökk ég á fætur og hljóp út úr herberginu, en sneri aftur að vörmu spori með útskoma alabastursbuðkinn minn og varpaði mér á knén við fótskör meistarans. Frávita af fögnuði kyssti ég óhreina fætuma og makaði þá dýrstu nardussmyrslum, sem blönduðust táraflóði mínu. Þar sem ég hafði enga þurrku við höndina reif ég úr mér fléttuna og þerraði fætur hans með hárinu. Viðstaddir mændu forviða á mig, sumir hlógu og Símon Farísei reyndi í hvívetna að afsaka hegðun mína. „Ég skil ekki hvað hefur komið yfir hana. Hún er ekki vön að hegða sér svona.“ Þegar gestimir vora famir kom Símon Farí- sei að máli við mig og sagði mér sorgmæddur að eftir þessa uppákomu gæti hann sóma sins vegna því miður ekki haft mig lengur undir sínu þaki. Áður hefði ég fyllst skelfmgu við slík tíðindi, en í þetta skipti var ég glöð. Á ein- hvem hátt var ég laus úr viðjum, eins og must- arðskom sem legið hefur í myrkri mold, en fyrir tilstilli sólarinnar teygir fyrsta sprotann upp úr foldinni og þráir að vaxa og breiða út allar sínar greinar í átt til bjarmans. Ég var fijáls eins og fiðrildi, sem brotist hefur úr púp- unni og velur sér fegursta blómið að setjast á, laust undan áhyggjum og mæðu. Öryggi og efnaleg gæði skiptu engu máli lengur. Eg hefði treyst mér til að ganga meðfram ystu brún hengiflugs án ótta. Svo að ég tók saman pjönk- ur mínar og peninga og kvaddi Símon Farísea kát í fasi. Enn er mér hugstæð brottförin, þeg- ar ég leit um öxl og veifaði ijörlega til hans, en hann rétt lyfti hendi og vingsaði lófanum vélrænt á móti eins og brúða, uggandi á svip. Hvert fór ég? Að sjálfsögðu að leita meistar- ans og lærisveina hans. Eg komst að því að fleiri konur fylgdu þeim, sumar sem svipað var ástatt fyrir eins og mér. Þarna var Súsanna, sú sem áður kastaði sér á eggjagijót og hús- veggi án skeytingar um sárin sem af hlutust og var talin andsetin, þar til meistarinn lækn- aði hana. Þama var Salóme, sem áður hafði verið handlama, en hafði nú mest yndi af því að bera eitthvað á borð fyrir meistarann. Ég kom inn í hópinn sem matselja. Og allragagn fyrir postulana. Já, ég sneri aftur að minni gömlu atvinnu, en { þetta skipti var það án syndar og sektarkenndar, án blygðunar pg eftirsjár. I þetta sinn gaf ég fús og fijáls. Ég held að einir fimm þeirra hafi notið mín. Flest- ir þeirra bára sig laumulega að líkt og þeir blygðuðust sín fyrir kenndir sínar. Orði hvíslað í eyra, horfið í hendingu inn í fjárhús, fálmað í fáti í myrkrinu og hlaupið út jafnskjótt og höktinu lauk. Einstaka þeirra kætti mig þó eða gladdi hjartað. Taddeus gat til dæmis alltaf komið mér til að hlæja og hann var þeirra leikn- astur í hvílubrögðum. En Matteus var ljúfast- ur, því að hann einn sýndi mér virðingu og blíðu, lá með arma sína um mig og ræddi við mig eftir á. Hann hafði þörf fyrir að tala, var ' 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LiSTIR 22. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.