Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 14
ljóslifandi og bjartur sem aldrei fyrr, svo áþreif- anlegur að ég fann kyrtilfald hans stijúkast um vanga minn. I fyrstu var ég felmtri slegin, hrökk upp í bælinu og hrópaði upp: „Herra! Þér blæðir! Leyf mér að búa um sár þín og bera á þau græðandi smyrsl." En hann lyfti hendinni neitandi og bandaði mér frá sér. „María, María! Sár mín eru af þeim toga að þau fær ekkert grætt.“ Eg hrökk aftur í hnipri, óttaslegin í fyrsta skipti síðan ég hvarf úr húsi Símonar Farísea. „Herra! Hvort vaki ég eða sef? Þér hef ég fylgt til hinstu hvílu, horft á máttlausan líkama þinn lagðan í gröf, séð steininum velt fyrir. Hvort ert þú lífs eða liðinn?“ Og hann svaraði: „María, María! Blessuð ert þú, sem hikaðir ekki við að fylgja mér. Mörgum þjónaði ég sem skjólflík, en þeir þekktu mig ekki. Látinn er ég og lifi enn, til að efna loforð mín. Það sem hefti mig er nú slitið.“ „Seg mér, herra, hvort vaki ég eða sef? * Hvort ert þú lífs eða liðinn?“ „María! Þig hef ég vakið, svo nú vakir þú í draumi og ég lifi með þér, líkt og ég mun dvelja með öðrum mínum elskuðu það sem eftir lifír tímans. Fyrr munu björg brenna og dalir fyllast tárum en að ég deyi að nýju. Til þín hef ég komið svo að Jónasartáknið megi rætast, lögmálið uppfyllast og loforðin efnast. Spyr þú mig þess sem þú vilt og ég mun svara.“ Ég vissi óðara hví hann var kominn á minn fund. „Seg mér þá, herra, hveijir voru hinir sjö hræðilegu andar, sem þú særðir úr mér.“ Og hann svaraði: „Þeir voru hinir sjö hamir heiftarinnar, sem í senn eru sannir og blinda sálina. Hinn fyrsti hamur er myrkur, sá annar ástríður, hinn þriðji fáviska, sá íjórði dauð- ahrifning, en fimmti er hið máttuga ríki efnis- ins, hinn sjötti er hið heimska vit holdsins, og - sá sjöundi er vísdómur ofsans. Far nú í friði, María." Rödd hans fj'araði út, líkami hans leystist upp fyrir augum mér og í þann mund vaknaði ég. Vaknaði? Ég sat enn í hnipri á fleti mínu, á sama hátt og í draumnum, og horfði skelfd fram, á sama hátt og í draumnum, á grákalk- aða veggi kytrunnar, sem voru smám saman að lýsast af roða aftureldingarinnar. Var ég vöknuð fyrr? Hafði ég verið vakandi allan tím- ann? Eitt andartak þótti mér sem ég sæi fá- eina blóðdropa enn á gólfinu, en síðan gufuðu þeir upp. Ég beið ekki boðanna, brá yfír mig fábrotna hörkjólnum, greip smyrslabuðkinn og hljóp út í árroðann, í átt til grasgarðsins, þar sem gröf- in lá. Ég varð að vita, varð að sjá hvort allt væri þar með felldu. Svo árla morguns var enginn á ferli. Þegar í garðinn kom æddi ég áfram og skeytti engu þótt kjóllinn flæktist í fíkjutijám, þótt ég hnyti um rótarhnyðjur mór- beijatijánna, þótt ég þyrfti að þröngva mér um þétta ólívulundi. Lafmóð kom ég loks að gröfinni. Og sjá! Steinhellunni stóru hafði ver- ið hnikað ögn til hliðar, rétt svo að maður hefði getað smeygt sér þar inn - eða út. Til hliðar við klettinn, á tætingslegum grasbala, lágu rómversku hermennimir tveir, sem Pílatus hafði sett til að gæta staðarins, báðir steinsof- andi eins og við var að búast, enda lýjandi að standa vörð næturlangt í hitamollu og kyrrð. Til að vekja þá ekki læddist ég síðasta spölinn að grafaropinu og virti verksummerkin fyrir mér. í axlarhæð við mig, bæði á steinhellunni og á brún munnans, gat að líta blóðug fingra- för, svo fersk að þau voru vart storknuð. Skjálf- andi af ótta við að vekja varðliðana smokraði ’• ég mér inn í skútann, með balsambaukinn í olnbogabót annarrar handar. Þung angan af líksmyrslunum fyllti loftið, en engin nálykt. Nokkra stund tók fyrir augu mín að venjast myrkrinu, en þegar ég greindi útlínur sá ég vel að lík hans var horfíð. Náblæjurnar, svargráar í rökkrinu þótt ég vissi að þær væru drifhvítar, lágu frá stallinum niður á steingólf- ið. Þegar ég þreifaði á þeim, fann ég að þær voru rakar og á gólfínu var einnig örlítil væta, sem ég snart. Er ég laumaðist út að nýju sá ég að hönd mín var ötuð blóði; bleyta líkklæð- anna og gólfsins. Viti mínu fjær af hræðslu * þeytti ég frá mér alabastursbauknum, sem mélaðist á klöppinni, og hljóp burtu. Skarkal- inn vakti varðliðana, sem skömmuðust og hróp- uðu á eftir mér, en ég skeytti því engu. Ég hljóp sem fætur toguðu inn í borgina, beint til gistihússins, þar sem ég vissi að þeir Símon Pétur og Jóhannes dvöldu. Ég hamraði með hnúum á hrörlega hurð herbergis þeirra, en treglega gekk að vekja þá og enn erfíðara var að fá þá til að trúa mér. A endanum féllust þeir á að fylgja mér út í garðinn. Þegar þang- að kom var uppi fótur og fit, íjölgað hafði hermönnum og allmargir forvitnir bæst við að auki, svo að við héldum okkur til hlés, í hvarfí við runna. Símoni Pétri tókst þó að lauma sér ‘ inn í raðir hinna forvitnu, þar sem hann náði að gægjast inn í skútann. Er hann kom til baka var hann þungur á svip og horfði jafnvel ásakandi á mig, líkt og hann teldi að ég bæri einhveija sök. Við héldum þijú inn í borgina og söfnuðum hinum lærisveinunum saman, öllum nema Júdasi Símonarsyni ískaríot, sem enginn hafði séð síðan nóttina fyrir krossfest- inguna. Slegið var upp fundi á herbergi Símon- ar Péturs og Jóhannesar, þar sem ég var spurð í þaula um hvað hefði gerst. Eins rétt og ég gat greindi ég þeim frá því öllu, einnig sýn- inni. Þegar ég lauk frásögninni, setti þá alla hljóða og þeir litu forviða hver á annan. Á endanum var það Andrés, sem rauf þögnina. „Hamir heiftarinnar?" stundi hann upp. „Hver fjárinn er nú það? Það er ekki heil brú í því sem þú segir. Ég trúi ekki orði af þessu.“ „Segjum tveir", tók Símon Pétur bróðir hans undir. „Eigum við að trúa því að hann hafí valið þig fram yfír okkur og snúið sér til þín? Konu?“ Ásökunin í orðum hans var svo sterk að mig langaði mest að fljúga á hann og klóra úr nonum augun. „Hvað heldur þú að ég sé, Símon Pétur?“ svaraði ég honum með grátstaf- inn í kverkunum. „Telur þú að ég hafi skáldað þetta og ljúgi um meistarann?" Sem oft áður var það Matteus, sem tók upp hanskann fyrir mig. „Vertu ekki svona hvat- vís, Símon Pétur“, sagði hann hvasst. „Ef meistarinn taldi hana verðuga, hver ert þú þá að hafna henni? Vissulega þekkti meistarinn hana vel og elskaði ekkert síður en okkur. Læturðu svona af því að hún er kona eða læt- urðu svona vegna þess að hann kom ekki til þín?“ Nú stefndi í hávaðarifrildi, þeir tóku að munnhöggvast og æsa sig, en á endanum stillti Jóhannes Zebedeusson til friðar. Yfírleitt þurfti hann ekki að hækka róminn til að ná athygli, en í þetta sinn neyddist hann til að yfírgnæfa þá. „Bræður, bræður!“ hrópaði hann. „Og syst- ir, “ bætti hann við blíðari á manninn og hneigði sig kurteislega. „Við skulum ekki standa í stappi um þessi mál núna, þegar að okkur steðja miklu bráðari hættur. Ljóst er að sem hans nánustu verðum við bendlaðir við brott- hvarfið og vart líður langur tími þar til her- flokkur kemur að sækja okkur til yfírheyrslu. Við ættum að nota tímann og snáfa á braut.“ Orð hans komu fyrir þá vitinu. Á örskots- stundu voru þeir famir að bollaleggja burtför úr Jerúsalem og skeggræða hvert skyldi halda. Innan stundar höfðum við dregið saman fögg- ur okkar frá hinum og þessum gististöðum og hypjað okkur úr borginni, hvert í sína átt. Hvað varð um meistarann? Hvert fór hann? Það veit enginn fyrir víst. Þótt því sé haldið fram af landstjóminni og æðstli prestunum að líkinu hafí verið rænt, þá veit ég af samræðum við postulana að þeir laumuðust ekki í skjóli nætur og hnupluðu því. Miklu liklegri fínnst mér sú kenning að hann hafí lifað af krossfest- inguna og tekist með heljarburðum sínum að mjaka steininum ögn úr stað, svo að hann mætti flýja. En alltént hefur enginn séð til hans síðan, svo að öruggt sé. Einstaka sinnum virðist hann birtast útvöldum í einkennilegum draumvökum af því tagi, sem ég kynntist. Ég veit að flestir lærisveinarnir telja sig hafa séð hann þannig, stundum jafnvel margir samtím- is, svo að í hugum þeirra er hann enn á lífí. Hvað verður um mig? Héðan í frá skiptir það engu. Ég hef kynnst meiru en flestir aðr- ir, hef farið víða um lönd, hef skynjað það sem öðrum er hulið. Ég læt hveijum degi nægja sína þjáningu, hef lifað eins og lilja vallarins fyrir ljósið eitt, án strits, án stærilætis. Þar sem ég sit nú, tannfá tötrughypja, og betla undir sóltjaldi við húsvegg í borginni Lystru í skattlandinu Galatíu, læt ég mig engu varða hvort ég þrauki eður ei. Hingað kom um dag- inn frá Jerúsalem sköllóttur og skeggjaður maður, Páll að nafni, og þrumaði andríkur heilmikinn boðskap í samkunduhúsinu í nafni meistara míns. Minnst af því kannaðist ég við; þetta voru ekki kenningamar eins og ég kynnt- ist þeim. Kallaði sig postula, ekki nema það þó! Sagðist hafa til þess umboð frá Símoni Pétri! Einhver bévaður umskiptingur, sem fyllt- ist heilagri vandlætingu, þegar hann sneri frá villu síns fyrra lífs. Eg nennti ekki að hlusta lengi á hann og laumaði mér út úr samkomu- húsinu. Sagt er að hann hafí veitt fótlama manni máttinn að nýju í nafni einhvers heilags anda. En þegar þessi Páll og fylgdarsveinn hans fóru að steyta göm við prestana í Seifs- hofínu voru þeir grýttir og reknir út úr borg- inni. Gott að vera laus við þá. Hvað bíður mín á næsta dægri? Mun ein- hver kasta til mín óbóla til að ég megi þrauka fram á morgundaginn og fara aftur út að betla? Það skiptir mig engu. Liljurnar lifa og deyja í ljósinu, án strits, án nokkurra væntinga. Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. Kveikjan að smósögunni var handritsbrot fró 4. öld, sem kallað er Guðspjall Maríu (Magdalenu) og fannst ósamt fleiri handritsslitrum í Nag Hamadi i Egyptalandi 1945, en fundi Nag Hamadi- handritanna er oft líkt við uppgötvun ísraelsku Qumran-handritanna (Dauðahafshandritanna). Slitrið af Guðspjalli Maríu er ekki langt (4-5 síður) og gloppótt ó köflum, þó með tveimur eða þremur heildstæðum senum, sem höfundur- inn notar til að skeyta inn í og umsegja sögu guðspjallanna. Sagan er tileinkuð E.Þ.E. HERSEGIR AF PÓESÍBÓK EFTIR JÓN THOR HARALDSSON í póesíbækur voru skráóar vísur og kvæói „til árnaóar eiganda“. Hér segir af einni slíkri, póesíbók Maríu Skúla- dóttur Thoroddsen. I henni eru Ijóó frá 1927-1932. PÓESÍBÓK er samkvæmt uppsláttarrit- um eins konar minningabók, þar sem skráðar eru vísur og kvæði „til árnaðar eiganda". Oft eru orðin vísnabók og póesíbók notuð nokkuð jöfnum höndum. Flestir munu þó tengja póesíbók öðru fremur rómantík; það mætti minna á hendingar Stefáns G.: Hver tólf vetra Rósalind reigðist við mér með „rómaninn" fyrsta í kjöltunni á sér. Móðir mín, María Skúladóttir Thoroddsen (1906- 1976), átti póesíbók, sem í eru hátt í tuttugu kvæði — jhjft/ þcL Lv, J _ övuu R<wwv jrtUu) TtíUAvv Ukt M.<o. — Sjí jun (hwxvu- Uyí<^oJ Imsaju ívJí ISvt> Á& J'hÍL Junvryx fíl (Lt <M» OlJAvf UArrJ, IjtW. <l| miti íJÍfvu, /Urvtnrvír-' TdV» jlft/ mX ytu 'fvniuSL - Hl PtJl' Mnrrt euerðrtojuy (Ouax ey /UJ |«vmón; vjpt tDÁuv. vUrl l Ixirtú vt_y SsditK, íaw<iv»y — (Hjþ ÁvnyLu, /tuwvémí.. M frrolLUu. ÉJÍ vmsjLu.it ÍUca. klnyOj jrtvne- Aeuat- JLrmnu 'Xnv iÁli/LÍ muiu) 1 - ( Lvir /f^ V> FEGURSTA Ijóðið í póesíbókinni - og fallegustu rithöndina - á Tómas Guðmundsson skáld. f áýt. jJev PxJLs riu-tui. "V % 4~~ rvxUv nfa-Ctc-. eJne- eJj pvu "fivL. **f*ft° rsovvds ÍU, /CvCaw-w — ■tm fú. fsíds aLv, íl JCfycv '-J /tUctuM "t jCum A-VU tuJe. Pjl UÍCv XX Crv\4AyjpJ rywuUe- , n. •fiecc /CÁ-vwt OvCetvX X/tcCé.iwv, -áív-cúXceX Avj_ LvntXc. 'lérCu: rCClQjCcS* Zi. <AU. /4 4? : rXej*. ER ÞAÐ ég eða Pétur Ben? spyr Gústav A. Jónas- son í póesíbókinni 1927. og stökur. Nær öll eru ljóðin frá árunum 1927-1932. Eins og við má búast, er það einkum „María“, sem skáldin mæra. Magnús Ásgeirs- son ríður á vaðið; hann er raunar á veraldlegri nótunum líka: Eg reika í sorgum raunir öllu tálma, hún Ranka er nú horfin alveg til hans Pálma. í draumi mér birstu og daga gef mér hlýja, dulcis virgo Maria! Þegar skortir reyk og ijól og rullu svarta, þá er fyrir þér að kvarta, þú ert líknin, mærin bjarta. Þitt er yndi alla þjóð að elska og kæta. Lofuð ávallt sértu, sæta Sambands-hallar drottning mæta. Það verður ekki í allt ráðið í kveri þessu, enda lagt um liðið. Engin deili veit ég á „Kidda“ þeim er svo kveður: Þekki ég eina fríða frú, fyrir hana gæfi ég milliard. María heitir meyjan sú, myndarlega dólar billiard. Ekki hefur mér heldur tekizt að lesa úr fangamarki Maríuskáldsins, sem bregður upp þessari athyglis- verðu framtíðarsýn: Þegar sje jeg dómsins dag og dásemdanna vottinn, fullur Kristi flyt jeg brag, og fullur hitti’ eg drottinn. Gústav A. Jónasson, sem oft er kenndur við Sólheimatungu, var hið ágætasta gamanskáld, orti m.e. „Tóta litla tindilfætt" og festi viður- nefnið „Fjólupabbi" í málinu. Hér hefur hann uppi það sem kalla mætti rómantíska kröfugerð: Mér finnst næstum mál til vera, María Kristín Thoroddsen, að þú farir úr að skera: Er það ég eða Pétur Ben? Það dugar ekki þetta slen. Það er nú varla um aðra að gera. Theodora Thoroddsen, móðir Mar- íu, á hér kvæðið „í vísnabók Maju“, það er prentað í ritsafni Theodoru. Þær voru náskyldar. Theodora og Herdís Andrjesdóttir, og var vinátta mikil með frændsemi. Herdís færir Maríu frænku sinni þetta ljóð: Nú skal fara að yrkja óð, þó enginn vilji hlýða; mig hefur beðið Maríu ljóð María að smíða. Fæstum held ég finnist þarft við fánýt efni að glíma. Þó má segja mikið og margt um Maríur allra tíma. Sumum hefur sungið lof sægur kynslóðanna. Verða jafnan, van og of, verkin allra manna. Sumar hafa klappað, kysst, kviðið engum þrautum. Sumar hafa höfuð misst, hált er á lífsins brautum. Sumar gegnum holt og hæð horfa skyggnum augum. Hverfur lífsins kvöl og smæð kvikum sjónartaugum. Hjá Maríum hafa margir lært, Maríu vitra jeg þekki. Maríunafnið mjer er kært, þó Marí dýrki jeg ekki. Fyrirgefðu, María mín, merglaust orða þvaður. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.