Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 19
MENNINGAR- HÁTÍÐIR SKILA ÖRUGGLEGA ÁRANGRI NORRÆN menningarhátíð verður haldin í Póllandi á næsta ári og hefur Þorgeir Ólafsson verið ráð- inn formaður verkefnisstjórnar- innar. „Verkefnisstjórnin hefur yfirumsjón með hátíðinni og skipuleggur hvernig standa skuli að henni,“ sagði Þorgeir í samtali við Morgunblaðið. „Við förum í gegnum tugi menningarstofnana í Póllandi sem annað hvort heyra undir ráðuneyti eða borgar- stjórn viðkomandi borga þar sem hátíðin fer fram. Við leitum að stofnunum sem hafa áhuga á, og hafa sýnt áhuga á, að kynna norrænar listir. Við setjum norrænu sendi- ráðin í Póllandi í gang. Og síðan leitar íjöld- inn allur af norrænum sérfræðinefndum á sviði lista svars við því hvað af norrænni list eigi helst erindi til Póllands. Á bakvið þessar nefndir eru tugir stofnana í hveiju af fimm heimalöndunum og þúsundir lista- manna. Starf allra þessara aðila þarf svo að tengja saman og samhæfa ef ekki á að enda með glundroða og vitleysu. Verkefni mitt er m.a. það, og að teikna upp skipulag framkvæmd- arinnar, leggja fram vinnu- og tímaáætlun og skilgreina verksvið hvers og eins. Hlut- verk mitt er svo að sigta úr hugmyndunum sem berast frá sérfræðinefndunum, hafa yfirumsjón með innihaldi hátíðarinnar og búa til drög að dagskrá hátíðarinnar sem eru í samræmi við þær áherslur sem við veljum okkur. En í Póllandi verða þær, og nokkurn veginn í þessari röð: barna- og unglingamenning, leihús og dans, bók- menntir og kvikmyndir. Auk þess verður tekið þátt í tónlistarhátíð." Hátíóir i Ameriku og Evrópu. Scandinavia Today var fyrsta norræna menningarhátíðin sem haldin var, en hún fór fram í Bandaríkjunum árið 1992. Átak- ið gekk svo vel að ákveðið var að halda áfram að breiða út þetta fyrirbæri: norræn menning. Undir Pólstjörnu var viðamikil menn- ingarhátíð sem haldin var í þremur borgum Spánar árið 1995 og innihélt myndlist, tón- list, kvikmyndir, bókmenntir, leikhús, dans, arkitektúr og hönnun, ljósmyndun, tækni og vísindi og sitthvað fleira. Hátíðin gekk vonum framar og varð að lokum sú stærsta sem Norðurlöndin hafa staðið fyrir. Sýning sem fjallar um norræna landkönn- uði hefur verið á ferðalagi á milli borga frá því í fyrra og er nú staðsett í París á leið Morgunblaðió/Kristinn. Þorgeir Ólafsson sinni til Spánar og Þýskalands. Norræn bókmenntakynning á sér stað í Þýskalandi um þessar mundir. Norrænt fé fjármagnar stóra norræna menningarhátið í Toronto í sumar. Þetta er aðeins fátt eitt af því sem er að gerast í augnablikinu. Á bakvið þessa atburði stendur Norræna ráðherranefndin. Hún úthlutar peningum og skipar nefndir. Stjórnarnefnd norrænna menningarkynninga erlendis, fær til sín hugmyndir að atburðunum og hrindir þeim í framkvæmd. I þessari síðastnefndu nefnd hefur Þorgeir Ólafsson setið síðan árið 1993, verið formaður nefndarinnar um tíma og formaður verkefnisstjómarinnar sem hafði yfirumsjón með menningarhátíðinni á Spáni. Það eru stjórnarnefndin og Norræna ráð- herranefndin, sem hafa nú skipað Þorgeir aftur í forsvar fyrir nýja verkefnisstjórn, en verkefni hennar; Norræn menningarhátíð í Póllandi, sem mun verða af svipaðri stærð- argráðu og Undir Pólstjörnu var. Menn- ingarhátíðin í Póllandi verður haldin á næsta ári og mun standa frá vori og fram til jóla. Á árinu 1999 verður síðan haldin annars konar norræn menningarhátíð í Suður Afr- íku. Aó gróóursetja hugmyndir „Með því að setja saman í púkk verða hátíðirnar myndarlegri og meira áberandi,“ segir Þorgeir.„Saman gerum við hlutina betur en sitt í hvoru lagi. Hátíðir sem þess- ar eru líka góð auglýsing fyrir norrænt sam- starf. Menn geta svo endalaust velt gildi menn- ingarhátíða fyrir sér. Þegar peningum er eytt í menningu og listir þarf oft að rétt- læta það meira en góðu hófi gegnir og telja mönnum trú um að þú seljir svo og svo mikinn fisk útá eina kvikmynda- eða mynd- iistarsýningu. Ég hafna þessu sjónarmiði þótt ég sjái ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem standi að menningarkynningum erlend- is starfi með ferðamála- og útflutningsfyrir- tækjum, en þá aðeins á jafnréttháum grund- velli. Og ekki má gleyma því að samskipti við útlönd á sviði lista og menningar efla líka lista- og menningarlífið í heimalandinu og það þykir mér nægileg réttlæting fyrir menningarhátíðum. Listamaðurinn kemur heim með eitthvað nýtt í pokanum, sem skilar sér aftur til íbúanna, heimamannanna. Annar ávinningur af norrænu samstarfi á sviði menningarmála er sá að norrænar stofnanir fara að vinna saman og kynnast fyrir bragðið. Það er ákveðin fjárfesting. Onnur og ekki minni fjárfesting er það sem við eignumst í hveiju sýningarlándi fyrir sig í öllum nýju sérfræðingunum um norrænar listir sem verða til. Sýningarstjóri í útlöndum kynnist mjög náið norrænni myndlist þegar hann setur upp norræna myndlistarsýningu. Og sýningarstjórinn situr uppi með þessa vitneskju í höfðinu þegar sýning fer niður. Öll þessi sambönd sem myndast og skap- ast í kringum eina norræna menningarhátíð skila sér örugglega í framtíðinni,“ segir Þorgeir Ólafsson að lokum. HANS ZOMER OG GERRIT SCHUIL FLYTJA VETRARFERÐ SCHUBERTS UTI HIÐ ÓÞEKKTA FIMMTÍU tónleikar Schubert-hátíðar- innar í Garðabæ verða haldnir laugar- daginn 22. mars, kl. 17. Þar mun hol- lenski baritónsöngvarinn Hans Zomer flytja ljóðaflokkinn Vetrarferð eftir Franz Schubert. Við hljóðfærið er Gerr- it Schuil. Tónleikarnir eru haldnir í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ. Löngum hafa menn litið svo á að í Vetrarferð rísi sköpunargáfa Schuberts hæst. Hann samdi þessi 24 lög árið 1827, rúmu ári áður en hann dó, við ljóð eftir Wilhelm Miiller. Schubert hafði þá sam- ið rúmlega fimm hundruð söngva, en aldrei fyrr hafði hann, né nokkur ann- ar, búið ljóðlist í tónlistarbúning af öðru eins sálrænu innsæi og skilningi á eðli skáldskaparins. Slíkar voru gáfur hans að hann skildi og skynjaði inntak og eðli hvers Ijóðs og bar hæfileika til að miðla öllum eigindum þess í tónlistinni. Efni Vetrarferðar er gamalkunnugt: Ungur maður þjáist fyrir ást sem ekki fæst endurgoldin og reynir í örvæntingu sinni að horfast í augu við staðreyndirn- ar. Loks ákveður hann að kveðja þann heim sem hann lifði og hrærðist í og halda í torsótta ferð út I myrkrið - út í hið óþekkta. I Vetrarferð gengur Schubert líka lengra en nokkru sinni fyrr í söngljóðum sínum í þeirri viðleitni að leyfa hljóðfær- inu að túlka efni og inntak ljóðanna. Píanóið þjónar ekki lengur þeim hefð- bundna tilgangi að „leika undir“, heldur gegna hljóðfærið og mannsröddin jafn mikilvægu hlutverki. Stundum fær píanóið meira að segjaþað þýðingar- mikla hlutverk að bera uppi anda og Gerrit Schuil og Hans Zomer æfa Vetrarferðina fyrir tónloikana í dag. inntak tónlistarinnar á meðan söngrödd- in nánast mælir fram textann. Gerrit Schuil, listrænn stjórnandi Schubert-hátíðarinnar lýsir verkinu svo: „í þrjátíu ár hef ég tekið þátt í flutn- ingi Vetrarferðar á rúmlega eitt hundr- að tónleikum víða um lönd, með mörgum ólíkum söngvurum. En í hvert skipti sem ég opna nótnabókina til að undirbúa tónleika sit ég eins og gáttaður yfir auðgi og margræðni þessa stórbrotna verks. Það eru ekki bara þessar undur fallegu laglínur og frumlégu hljómar, heldur hrífst ég umfram allt af ótrúleg- um skilningi Schuberts á því sem leyn- ist bak við textann. Hvernig hann miðl- ar minnstu geðshræringum ferðalangs- ins og dregur fram hvern áfanga á ferð- inni yfir hjarnið. í því er list hans fólg- in.“ Hans Zomer á að baki þrjátíu ára söngferil og hefur komið fram víða um lönd. Á ferli sínum hefur hann einkum lagt áherslu á sígildan ljóðasöng og flutning kirkjutónlistar, en hann hefur getið sér gott orð fyrir einsöng sinn í hinum miklu kirkjukórverkum Bachs. Þeir Gerrit Schuil hafa margsinnis flutt Vetrarferð Schuberts á tónleikum í t Hollandi og var flutningur þeirra á verkinu hljóðritaður árið 1990. Hans Zomer kemur nú í fyrsta sinn fram á íslandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997 19"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.