Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 15
EIGANDI póesíbókar- innar, María K. Thorodd- sen og Har- aldur Jóns- son. Myndin ertekin á Breiðumýri. Beri þjer gæfan brauð og vín; biðji þín góður maður. Fróm ósk síðustu vísunnar hefur væntanlega ræzt; María giftist 1930 Haraldi Jónssyni, sem þá var læknir á Breiðumýri. Hann á hér eina stöku: Margt hef ég fengið fallegt dót, sem flest er nú týnt og brotið. En ég hef elskað eina snót og ástar hennar notið. Tómas Guðmundsson var mikill aðdáandi Maríu (Hann færði henni frumraun sína, ljóðabókina „Við sundin blá“, með þessari áritun: „Til fröken Maju Thoroddsen, með ást og aðdáun frá höf“). Kvæðið í póesíbókinni er eilítið glannalegt „Maríu-ljóð“, ort „fyrir 1930“ og sver sig, ef svo má segja, mjög í ætt Tómasar. Athygli vekur gullfal- leg rithönd skáldsins; það er sannur fagurkeri, sem heldur á penna. Gömlu bænirnar gleymast senn og guðsóttinn er á förum. Samt bera ennþá margir menn Maríuljóð á vörum, með sætum svörum! Ýmist drekka menn áfeng vín eða flytj’henni ljóðin sín með hjörtun gengin af hjörum. Og aldrei verða menn alveg down nje einmana' í þessum heimi, þó bregðist þeim þeirra líf, og lán- leysið kringum þá sveimi, og guð þeim gleymi! Falli þeir ei í ónáð hjá einnri og sannri Mariá trú’eg þá gæfan geymi! En hvem, sem reiði hennar slær, þeim hjálpar ei neitt að pretta. Alls engan sálarfrið hann fær fyr hann sig gjörir ijetta! - Jeg þekki þetta! Sorg og andvökur elta þann, ein kann María frelsa hann og látið áhyggjum ljetta. - Flyt því Maríu bljúga bæn best svo að ónáð linni: Lit til oss aftur Ijúf og væn, ljett af oss reiði þinni, og sáru sinni! Því jeg vil alveg „absolut" yfirbót gera hreint „til Slut“, fordæming svo for-svinni! Og alt sem svoddan eilífleg iðrun og bót skal framin; vjer biðjum virt á betra veg ef bænin er illa samin. - Nje tungan tamin! - Blessi Drottinn lýð vors lands líka kónginn og frúna hans! - Amen! Um eilífð amen! Kristján Guðlaugsson, bróðir Jónasar skálds, ritstjóri „Vísis“, stjórnarformaður „Loftleiða" með meiru, átti sér lýríska fortíð; gaf ungur út ljóðabókina „Skuggar“. Framlag hans til póesíbókarinnar er alllangt kvæði, sem kannski minnir um margt á þulu. Nú læðast bráðum ljósálfar um lundi grænna skóga. Vorilmurinn angar um eyðidal og flóa. Hvort þekkirðu’ ekki ylinn, sem yfir landið streymir, og margar vekur minningar og margan unað geymir? Hvort þekkirðu ekki ylinn, sem um allar taugar streymir - og mennina um eitthvað óþekkt - - eða sælu dreymir? Veiztu hvemig er hann? Veistu hvort hann fer? Veistu að hann vermir þig og vakir yfír þjer. Þekkirðu ekki ylinn, sem ungar rósir vekur, og opnar þeirra bikarblöð og burtu viðjar hrekur? Hann breytir ungu brumi í blóm, sem verða fögur, í blóm, sem eignast æfintýr - - já æfintýr og sögur. Þú ert einmitt eitt af þeim, sem ylinn hljóta að geyma, litlir, kvikir ljósálfar um lauf þitt glaðir sveima, en á bemsku-blöðin þin bjartir geislar streyma; ástin veitir ylinn, hún á alstaðar heima. Lát þú hana lifa, ef hún greiðir götu þína mun gæfan björt og fögur yfir höfði þínu skína. Dansaðu, unga dóttir ljóssins, drottinn gætir þín, aldrei hjá þjer gjörist görótt gleðinnar vin. Til þess svo að ljúka þessari samantekt úr póesíbók Maríu Thoroddsen, eða Maju, eins og hún var langoftast nefnd, - er leiddur fram „Nexus“. Ekki veit ég, hver leynist bak við það nafn, en vísan er svona: Þú kveiktir - vonandi verður mér ei meint - munaðarbál í minni sál - 0-jæja. Það gerðist bara sjö árum of seint. Sárt er að vera strandaglópur - Maja. Greinarhöfundur er sagnfræðingur að mennt, ásatrúarmaóur og Leið- vallargoði. íslensk orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar var fyrst gefin út af Menningarsjóði árið 1963 og var frábærlega vel tekið. Þessi bók er önnur útgáfa hennar og kom út hið fyrsta sinn árið 1983. Ásgeir Blöndal Magnússon annaðist endurskoðun bókarinnar ásamt Árna. I henni eru um 85 þúsund uppflettiorð, og er bókin að öllu leyti einstæð heimild um íslenska tungu: Um merkingu, beygingu, stafsetningu og málnotkun. j fæst i næstu &>ólcafc»úiö ORLAGIÐ M Á L O G M E N N I N G Verð I mars IMK3X 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.