Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 16
' SÆMUNDUR Valdimarsson. Með önd, óð, lá og litu HÖGGMYNDIR Sæmundar Valdi- marssonar sem unnar eru í reka- við hafa notið mikilla vinsælda á meðal íslenskra listunnenda. Það i kom því ekki mikið á óvart að þær fimmtíu j höggmyndir sem Sæmundur Valdimarsson , sýnir í Hafnarborg í Hafnarfírði þessa dag- ana skyldu hafa selst upp á innan við klukku- ’ tíma þegar sýningin var opnuð. ^ Sæmundur vinnur högmyndirnar að öllu leyti í höndunum og notar til þess öxi, spor- járn og rasp. Eina rafmagnsverkfærið sem hann grípur til er borvél. Mannslíkaminn er meginviðfangsefnið og þá einkum konan. Sæmundur segir að það sé skemmtilegra að fást við konulíkamann. „Og svo kunna þær líka að meta að það sé átt við þær. Að minnsta kosti þessar konur. Börn spyija mig oft af hveiju þær séu naktar og ég segi þeim að við séum öll nakin undir fötunum. Nektin á ekki að ýta undir erótík heldur tákna hrein- leikann." Sæmundur fæddist árið 1918 á Krossi á Barðaströnd og var þar búsettur til fullorðins- ára. Jafnframt sveitastörfum stundaði hann ; ýmis störf til sjós og lands. Árið 1948 flutt- ist hann til Reykjavíkur og vann lengst af í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Um 1970 fór hann að setja saman myndir úr steinum og rekaviði. Þessar myndir voru Sæmundur Valdimarsson hefur skapaó trjáfólk úr rekaviói í um tuttugu ár. ÞRÖSTUR HELGASON skoó- aói meó honum þrettándu einkasýningu hans í Hafnarborg þar sem konan er í öndvegi sem fyrr. fyrst sýndar í Gallerí SÚM árið 1974 á sýn- ingu á alþýðulist sem þar var haldin. Um það leyti hóf hann að vinna stærri skúlptúra úr rekaviði. Fyrstu einkasýningu sína hélt Sæ- mundur árið 1985 en sýning hans í Hafn- arborg er sú þrettánda en þar af er ein í Ósló 1989. Auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. „Þetta byijaði allt saman með almennri náttúruskoðun. Ég var að tína þennan reka af fjörum hér og þar og mislita steina á fjöll- um. Síðan fór ég að búa til alls konar hluti úr þessu, aðallega grímur í fyrstu sem síðan þróuðust út í styttur. Stytturnar hafa breyst mjög, til dæmis er ég farinn að vinna hárið á þeim með alveg nýjum hætti. Fyrst skar ég hárið út í tijádrumbinn en nú bý ég það til úr koparvírum, lími og sagi. Einnig er ég farinn að nota ýmsa aukahluti, svo sem ýsu- roð og blóm.“ Yfirskrift sýningar Sæmundar er trú, von og kærleikur. „Mér þótti ástæða til að minna á þessa þrenningu. En að auki má sjá þessi hugtök endurspeglast í svip styttanna; það er svipurinn sem setur merkin á verkin. Margar stytturnar hafa tvö andlit og eiga þær að tákna vináttu og jafnvel ást.“ Ólafur J. Engilbertsson segir um verk Sæmundar í sýningarskrá: „Stytturnar miðla allar kærleika sem er líkt og upphafinn, eða af öðrum heimi. Það er eins og hið fyrra líf þeirra í táradal skugganna skapi þeim stað- festu til að brosa gegnum þykkt og þunnt og sætta sig við alla hluti líkt og Birtingur Voltaires. Þegar hversdagslegir hlutir eins og rekaviður ganga þannig í endurnýjun líf- daga og eru leystir úr álögum gerast ævintýr sem ef til vill má kenna við krafta-verk, en eru þó sennilega miklu heldur samofin lífs- galdrinum sjálfum.“ Eins og áður sagði hefur Sæmundur selt mikið af styttum sínum í gegnum tíðina. Hann missir samt ekki sambandið við þær því hann á myndir af þeim öllum. Hann hef- ur skráðan eiganda á öllum styttum sínum og hefur fylgst með þeim á vegferð sinni um heiminn. Stytturnar, eða tréfólkið eins og Ólafur J. Engilbertsson kallar þær, eru þann- ig eins og lifandi verur. Þau eru eins konar Askur og Embla sem hefur skolað örlöglausa upp á strönd lífsins þar sem Sæmundur ljær þeim líf, smíðar þeim örlög, ljær þeim önd, óð, lá og litu. Sýningin stendur til 7. apríl og er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Einnig verður lokað föstudaginn langa og páskadag. „Þetta byrjaói allt saman meö almennri náttúruskobun. Ég var aö tína pennan reka affjörum hér og par og mislita steina á fjöllum. “ 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.