Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 3
LESBðK \10li(,l\l5l\f)SI\S - MENMNG IISHIi 12. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI GRÍMUR THOMSEN Fiðlan Tíu þúsund ár er þungamiðjan í lífi Sigurbjörns Bern- harðssonar hvort sem er í leik eða starfi. Hann hóf fiðlunám fimm ára gamall í Suzuki-skóla í Banda- ríkjunum en hér heima sex ára. I sam- tali við Þóru Asgeirs- dóttur rekur hann líf sitt og skoðanir, allt frá því að viðkvæmni barnsins faldi fiðluna ofan í fótboltatösk- unni, hvernig hún tók hug hans allan og leiddi hann til meistaranáms, sem hann áætlar að Ijúka að ári liðnu. Leiklistin var Einari H. Kvaran mikið hjartans mál. Hann er ekki aðeins einn af brautryðjend- um íslenzkrar leiklistar með verk eins og Lénharð fógeta sem Leikfélag Reykjavík- ur flutti 1912, heldur var hann á tveimur tímabilum leiðbeinandi eða leikstjóri og átti mikinn þátt í að úrvalsleikarar Leikfé- lagsins fengu verkefni við hæfi. Um Einar H. Kvaran og leiklistina skrifar Gils Guð- mundsson rithöfundur. Norsku skáldin Paal-Helge Haugen og Eldrid Lundener eru viðfangsefni þeirra Arnar Olafssonar og Kjartans Árnasonar. Nýlega birtist Ijóðasafn Hugens þéttprentað á nær fjög- ur hundruð síðum. Eldrid Lunden var til- nefnd til verðlauna Norðurlandaráðs en auk þess að vera skáld er hún fyrsti pró- fessor Norðmanna í ritlist. er langur tími í einangrun, en það varð hlutskipti frumbyggja eyjarinnar Tasma- níu, suður af Ástralíu. Þessi þjóð lifði á steinaldarstigi, án verkfæra og án þess að geta siglt frá eyjunni í 10 þúsund ár. Þegar Evrópumenn uppgötvuðu Tasma- níu rétt fyrir 1800 var friðurinn úti og á síðustu öld gengu Bretar að því eins og minnkaveiðum að útrýma þessari 5.000 manna þjóð og árið 1876 dó síðasta konan úr röðum frumbyggjanna. Listina eiga þau sameig- inlega, en hvort með sínu sniði sem sjá má í Hafnarborg í Hafnarfirði. Með olíu striga, segulsnældum og sjónvarpsskjá vill Sigrúnar Harðar vekja hughrifin sem sá sem horfir á hveri verður fyrir. I um tutt- ugu ár hefur Sæmundur Valdimarsson skapað tijáfólk úr rekaviði og þær fimmtíu höggmyndir sem hann sýnir seldust allar á innan við klukkutíma. LYFTUM HJÖRTUM Ef að Kristur er upprisinn, efaðu síst að hold, hérvistar fægður hamur þinn, hefur sig upp úr mold. En - sorga og nauða naglaför riemur ei dauðinn brott; sjást munu þinna synda för, sáranna berðu vott. Ef að Kristur er uppstiginn, öruggt því treysta má, að vor muni líka líkaminn lyfta sérjörðu frá; ekkert mun framar hindra hann huganum fylgd að ljá, vængirnir gjöra hann víðförlan veralda á milli þá. Fuglinum Drottinn fjaðrir gaf, fyrirheit er það hér að sigla þú megir himins haf hærra en öminn fer; hans er á valdi vængjaslátt að veita þann og dug, að unnt þér verði um alheimsgátt öruggt að beina flug. Grímur Thomsen fæddist ó Bessastöðum 1820 og dó ó sama staó 1896 og var 100. ártíðar skáldsins minnst hór í Lesbók á síðasta ári. Grímur var um tíma í utanríkisþjónustu Dana, en fluttist heim og séttist að á föðurleifð sinni og sat á Aiþingi um tíma. Forsíðumyndina tók Björn Hróarsson í Grundarkirkju í Eyjafirði. SÁLARRÓ OG HJARTAHLÝJA RABB Fyrir nokkru las ég athyglisverða grein í Morgunblaðinu. Greind- ur og gegn gagnrýnandi lætur þar í ljós álit sitt á nýjum ljóða- þýðingum á íslensku. Um er að ræða Tuttugu Ijóð um ást ogeinn öivæntingarsöng eftir suður-ameríska skáldið Pablo Neruda. Sem kunnugt er var Neruda frá Chile og maður þessarar aldar, fæddur árið 1904 og lést 1973. Hafði hann fyrst vakið verðskuldaða athygli fyrir þennan ljóða- flokk, sem hér er að vikið Veintíi poemas de amory una canción desesperada og kom út árið 1924. Því eru nú liðin 73 ár frá því ljóðin komu fyrst á prent, þegar gagn- rýnandi Morgunblaðsins, Erlendur Jóns- son, fær í hendur nýútkomna íslenska þýðingu þeirra Guðrúnar H. Tuliníus og Karls J. Guðmundssonar og birtir dóm sinn í blaðinu þann 7. febrúar sl. Kemst hann þar meðal annars svo að orði: „Líkingar Neruda eru margar hverjar nýstárlegar. Eigi að síður hnýtur maður þarna um hugtök eins og sál og hjarta, sem varla þykja lengur nútímaleg í skáldskap." Þessi staðhæfing gagnrýnandans um sálina og hjartað þykir mér næsta athyglisverð. Vera má að hann byggi hana á reynslu og rökum vakandi athygli. Komst ég helst að þeirri niðurstöðu, að hann hafi svo næma tilfinningu fyrir aldarandanum, og að þrátt fyrir brennandi áhuga fjölmargra íslendinga fyrir sálarrannsóknum af ýmsu tagi, þá sé nú svo komið, að hugtakið sál njóti sín engan veginn lengur í Ijóðlist- inni, né heldur hjartað. Þar eigi þá oftar en ekki við sá dapurlegi dómur, sem Bólu- Hjálmar kvað upp um sjálfan sig: „Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur illa við andviðri freistinganna. “ Getur verið, að andviðri freistinganna sé svo hart á siglingaleiðum skáldanna á ofan- verðri 20. öld, að sálin og hjartaðhafi hrak- ist í óláns stríðan straum og steytt á Smán- arbergi, svo notuð séu kaldranaleg orð skáldsins í Bólu? Síst af öllu hef ég í hyggju að ala á ábyrgðarlítilli kaldhæðni í þessu rabbi, sem ritað er nær mestu trúarhátíð okkar, kristinna manna. Hins vegar verð ég að viðurkenna, að það snart mig óþægi- lega, er ég las óvænt ummæli um stöðu mikilsverðra hugtaka, sálarog hjarta, í heimi nýrra bókmennta. Það er þó ekki svo langt um liðið frá því að Tómas Guðmunds- son orti um hjarta, sem hann þekkti: Eitt hjarta ég þekki, eitt hjarta, sem hamingjuna fann. Og skógurinn angaði allan daginn og elfa söng og rann. Sumir leita þess alla ævi, sem aðra bindur í hlekki. A harmanna náðir þau hjörtu flýja, sem hamingjan nægir ekki. Hér er mikilvægi þessa lifandi og marg- slungna hugtaks í skáldskapnum augljóst, og gætum að því, að einhver þungbærustu vandamál líðandi stundar á ofanverðri 20. öld endurspeglast á áhrifamikinn hátt í tveim síðustu ljóðlínunum. Mönnum dylst ekki, að margt hefur bor- ið við í andlegu lífi á þessari öld margbro- tinnar tækni og aukinna samskipta, sem hefur reynst kirkjunni erfitt og að mati velunnara kristninnar stefnt starfi hinna ýmsu kirkjudeilda í öng og sums staðar virst líklegt til að binda enda á kristna þjón- ustu. Ósjaldan hafa áhrifamikil öfl í heimi listanna, og þá ekki síst bókmenntanna, vegið að kristinni kirkju. En öll él birtir upp um síðir og víst er um það, að hin forna stofnun hefur hvorki orðið viðskila við bókmenntirnar né heldur sögu mann- kyns, þótt ýmsir séu þeirrar skoðunar að þar sé staðan ekki sú sama og fyrr á tim- um. En hvað sem á bjátar í samfélagi okk- ar, hér við nyrsta haf, þá slær ekki fölskva á eitthvert mesta listaverk í bókmenntasögu íslendinga, sem enn er í fullu gildi og hljóm- ar í Ríkisútvarpinu á hveiju virku kvöldi á föstunni: „ Upp, upp mín sál, og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til, Herrans pínu ég minnast vil.“ Sál og hjarta trúaðs manns eru upp- spretta bænar og lofgerðar - og vakandi hugur og lifandi tunga hjálpa enn til, að hjálpræðisatburðanna sé minnst til mikil- vægrar vakningar og lífs. Passíusálmar séra Hallgrims eru sígild ljóð. Þeir eru ljóð 20. aldar, þótt ortir séu á 17. öld, eru ætíð nýir og vekja jafn frjóar umræður og sterk- ar tilfinningar og á þeirri öld, sem Hallgrím- ur lauk þeim. En eigi að síður dylst mönn- um ekki, að söguvitund Islendinga er veik um þessar mundir og að margra hyggju er framtíðarsýnin af þeim sökum næsta óskýr. Þess vegna hrekkur presturinn við, þegar bókmenntafræðingurinn heldur því hiklaust fram, að hugtökin sál og hjarta þykja ekki lengur nútímaleg eða öllu heldur váranleg. Og því er ástæða fyrir kirkjuna að athuga sinn gang og að halda vöku sinni, að prestarnir gleymi hvorki að efla tilfinn- ingu sína og þeirra, sem þeir ná til, fyrir gildi sögu þjóðar sinnar og bókmenntaarfi. Og þess vegna benti kunnur heimspekingur á það, að þeir mættu og ættu að hafa örlít- ið brot af Islandssögu í hverri prédikun. Ogjafnframt þurfa þau, sem kölluð eru til þess að leiða kristna söfnuði í orðinu, með helgum hljómum og í breytni og trú, að gera sér grein fyrir því, að sálarró oghjarta- hlýja eru undirstaða lifandi starfs i kirkj- unni. Henni mun aldrei henta sá harðvítugi fijálshyggjustíll, sem um þessar mundir einkennir tölvuöldina. Kirkjan er sett til þess að gæta verðmæta eilífðarinnar, sem sannarlega geta opinberast í verkum dauð- legra manna, í verkum, sem endurspegla eilífðina í tilfinningaríkri sál og lifandi hjarta. Svo einlæg var játning Hannesar skálds Péturssonar, þegar hann kom að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og gekk að leiði séra Hallgríms: Með hik mitt og efa, hálfvolgu skoðun hugsjónaslitur, óljósu boðun kem ég til þfn, að lágu leiði. Hér lyftist önd þín í vonbjart heiði. Þú namst þau orð sem englarnir sungu. Þú ortir á máli sem brann á tungu. Óttinn fangstaðar á þér missti. Alnánd: þú gekkst við hliðina á Kristi. - Við milda birtu þessarar játningar skálds á 20. öld skulum við halda veginn fram í átt til nýrrar aldar í von og trú á eilífðar- gildi þeirra atburða, sem við minnumst á helgri upprisuhátíð. Gleðilega páska. BOLLI GÚSTAVSSON Á HÓLUM. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.