Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 17
 w.’&ysít'ýi!' ■ SYNGJANDI OG DANS- ANDIHVERIR Sigrún Haróar sýnir um þessar mundir innsetningar- verk og olíumálverk í Sverrissal Hafnarborgar. Þar vekur hún upp hughrif hins íslenska hvers meó oiíu, striga, segulsnældum og sjónvarpsskjá. SÝNINGIN í Sverrissal er þematísk; hugleiðsla um hveri undir yfirskrift- inni hver/hvar. „Ég er ekki að líkja eftir tilteknum hver heldur er mark- miðið að vekja hughrifin sem sá sem horfir á hveri verður fyrir,“ segir listakonan. í salnum eru olíumálverk og eitt innsetningar- verk með mynd- og hljóðblöndum. Sigrún hefur komið fyrir sjón- varpsskjá inni í einum þriggja sívalninga úr áli og áhorfendur kíkja ofan í til þess að skoða hver- inn. „Þama er búið að beisla hverinn inni í sív- alningum virkjunar, sem eiga að gefa í skyn að um hitaveitu sé að ræða. Myndbandið sýnir leifar af raunverulegum hver sem búið er að fanga,“ segir hún jafnframt. Myndin er tekin á Hvera- völlum sem og hljóðið, sem jafnframt er tekið upp við Geysi. Hljóðupp- tökur frá nokkrum hver- um eru klipptar á þrjá mismunandi vegu eftir sérstökum rytma til þess að vekja athygli á hinni músísku hlið innsetningarverksins. Því hefur hver sívaln- ingur sína rödd. Sum málverkin eru samsett sem Sigrún segir gert til að undirstrika hreyfingu og þrívíða skynjun. „Hverir bólgna og eru kúpt- ir í upphafi goss. Mér þykir hverabólan sjálf svo falleg, fallegri en gosið sjálft.“ Eitt verk- anna er gert úr sex einingum, sem raðað er á hæðina til þess að gefa tilfinningu fyrir lengd gossúlunnar, og áhorfandinn fylgir hreyfingunni eftir og lítur upp í loft salarins. Eldgos og mannlegar tilfinningar Annað málverk í sjö hlutum er raðað langsum í horni salarins. „Það er gert til þess að færa þann sem horfir nær þeirri skynjun að vera á hverasvæði. Áhorfandinn er í meiri fjarlægð frá litlu einföldu verki sem hann skoðar en verki sem umlykur hann,“ segir hún. Sigrún hefur fengist við að túlka eldgos undanfarin ár; frá jarðfræðilegu sjónarmiði auk þess sem vakin er athygli á hliðstæðum við mannlegar tilfinningar. „Til dæmis hvernig manneskja sem hefur verið undir miklu álagi um skeið getur gosið upp,“ segir hún. Hverinn sem önnur hlið jarð- fræðilega virks svæðis var sjálfgefið fram- hald af þeim verkum segir listakonan, þótt vísun í manninn hafi verið sleppt að þessu sinni. Hver mynd móluð i 10-20 lögum Bláir og gulir litir dansa fyrir augum áhorfandans og ahygli vekur hversu slétt áferð myndanna er. Sigrún segist hafa þró- að sérstaka aðferð á löngum tíma til þess að ná meiri dýpt í málverkið, þynnt litina sem gefa því fágað yfirbragð. Hún blandar ýmsum leysiefnum saman við liti sem hellt er yfir flötinn og dreift með múrspaða. Hver mynd er máluð í 10-20 lögum og þorn- unarferlið tekur langan tíma. „Ég hef verið beðin að kenna þessa aðferð en er ekki áfjáð í það vegna eituráhrifa leysiefnanna, sem meðal annars hafa haft slæm áhrif á lungun í mér.“ í dag notar hún grímu og segist hafa náð mikið betri árangri eftir það. „Ég mæli ekki með þessu þótt áferðin sé óneitan- lega skemmtileg. En maður verður stundum svo upptekinn af því sem verið er að reyna að ná fram að skynsemin er látin lönd og leið.“ SUMAR myndanna eru samsettar úr mörgum einingum til að undirstrika hreyfingu og þrívíða skynjun. MÚSÍSK hlið hversins er dregin fram í innsetningarverki á sýningunni. sprottnar af reynslu þess sem sér hlutina utan frá enda útlendingur í Kanada. Til dæmis má nefna myndbandslistaverk sem hún sýndi á alþjóðlegri myndbands- og kvik- myndahátíð kvenna í Montreal 1990 þar sem litir kallast á af sjónvarpsskjám; samræður í lit. Verkið er byggt á þeirri upplifun að hlusta á samtöl á framandi tungu svo radd- beiting og hver talar mest, sálgreining sam- ræðnanna, vegur þyngra en innihaldið. „ís- lendingar taka hverinn sem sjálfsagðan hlut. Ég tókst ekki á við þennan hluta af sköpun- r arverkinu fyrr en ég hafði dvalið lengi er- lendis. Þegar maður er lengi í burtu fer ákveðin tegund heimþrár að gera vart við sig og vissir þættir íslenskrar náttúru fara að skipta meira máli. Ég upplifði Heklugos og gekk á sjóðandi heitu hrauni sem ungling- ur. Sú mikla lífsreynsla hefur alltaf verið í undirvitundinni en ég tókst ekki á við hana í myndlistinni fyrr en ég hafi búið lengi í Kanada,“ segir hún. SIGRUN Harðardóttir. Morgunblaðió/Kristinn Hugmyndin er sprottin úr heimsókn Sig- rúnar í Tate-galleríið í Lundúnum, þá nem- andi í hollensku ríkisakademíunni, þar sem verk gömlu flæmsku meistaranna voru skoð- uð. „Verk Vermeers báru af líkt og eðal- steinar. Litirnir hans höfðu meiri dýpt enda bar hann þunnt á strigann og verk samtíðar- manna hans virtust sem gijót innan um demanta. Mér fannst þessi munur svo at- hyglisverður að ég vildi sjálf reyna að nálg- ast málverkið út frá þessari skynjun,“ segir hún. Sigrún hefur áður unnið með hugmyndir „Ég tókst ekki á vid þennan hluta af sköpunarverkinu í minni listfyrr en ég hafii dvalib lengi erlendis. “ Fyrsf f il aó f ásf vió hveri Sýning Sigrúnar er unnin með Sverrissal í huga, verkin sniðin inn í rýmið og ætlað að mynda eina heild en málverkin eru unn- in á hálfsárs tímabili, í fyrra og á þessu ári. „Mér skilst að ég sé fyrsti íslenski myndlistarmaðurinn sem málar hveri með þessum hætti,“ segir hún. Sigrún nam við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1978-1982 og síðan við Rijks- akademie van Beeldende Kunsten í Amster- dam í Hollandi 1982-1986. Hún hefur sýnt ein og tekið þátt í sýningum bæði hér og erlendis, til dæmis alþjóðlegri hátíð kvik- mynda- og myndbandslistakvenna í Montre- al í Kanada árið 1990 og samsýningu í borgarlistasafni Amsterdam 1983. Þá sýndi Sigrún myndbandsinnsetningarverk í Öskju- hlíð árið 1986 en síðasta sýning hennar hérlendis var árið 1988 í Nýhöfn. Sama ár flutti hún til Montreal í Kanada en hefur t frá bytjun þessa árs búið í gistivinnustof- unni í Hafnarborg. Jafnframt dvaldi hún þijá mánuði í gestavinnustofu Hvergerðinga síðastliðið vor. Sýningunni lýkur 7. apríl. ÁV.iti * * ■Z**+ 4- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.