Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 7
í fiðluleik sé eiginlega ekki verið að kenna því að spila heldur alls konar smáatriði. „Reyndin er hins vegar sú að mér finnst ég sífellt kunna minna eftir því sem ég lærir meira,“ bætir hann við. Sigurbjörn er í stans- lausum æfingum enda segir hann að fiðluleik- ur sé meiri líkamleg þjálfun en flestir geri sér grein fyrir. „Ef ég æfi ekkert í tvo daga finn ég fyrir því í fingrunum, þeir hreinlega stirðna upp,“ segir fiðluleikarinn. En er þá tónlistin að verða fullkomin með öllum þessum æfingum? Sigurbjörn segir að á tímabili hafi honum sjálfum fundist það mikilvægast að spila hverja nótu tæknilega fullkomlega. Hann hafi æft meira en nokkru sinni. Fyrir tónleika hafi hann staðið í æfinga- herberginu og æft sem aldrei fyrr og komið fram á sviðið og þá hafi oft verið erfitt að koma sér úr því hugarástandi. Þetta er liðin tíð því að það er svo mikilvægt að gefa af sjálfum sér í tónlistinni. „Fiðlan er verkfæri til að koma einhveiju á framfæri," segir Sigur- björn. Hann bætir við að það sé eins með fiðlu- leikara og efnafræðing, maður verði að kunna grunninn vel, réttar nótur, fullkominn takt og úthugsaða hendingamótun. „Ef tónninn er alltaf fallegur og maður gefur eitthvað af sjálf- um sér eða segir eitthvað með tónlistinni er árangri náð,“ segir Sigurbjörn. í háskóla i Bandarikjunum Eftir að Sigurbjörn lauk einleikaraprófi, aðeins 19 ára gamall, lá leiðin til Bandaríkj- anna til frekara náms. Hann segir að í tónlist- arnámi skipti öllu máli að-komast að hjá góð- um kennara. Tæpu ári áður höfðu Vamos- hjónin sem kenna við tónlistarháskólann í Oberlin heyrt Sigurbjörn spila og þau buðust til að útvega honum skólastyrk þar. Sjálfur segir hann að það hafí verið lítið mál að fara svo ungur út enda Vamos-hjónin staðið frá- bærlega við bakið á honum. Þó viðurkennir hann að hann hafi fundið fyrir heimþrá fyrsta misserið. Móðir hans segir hins vegar að það hafi verið erfítt að sjá á eftir honum svo ung- um út í hinn stóra heim en allt hafi farið á besta veg. I grunnnáminu í háskólanum var hluti af náminu ótengdur tónlist. „Eg var svo heppninn að þessi tónlistarháskóli var í tengsl- um við mjög góðan almennan háskóla og þar tók ég 24 einingar sem voru algjörlega ótengd- ar tónlistinni," segir ungi fiðluleikarinn. Þegar hann er inntur eftir því hvað varð fyrir val- inu, segir hann að hann hafi tekið sögu, enda saga lengi verið annað áhugamál hans. „Svo er náttúrlega ágætt að vita hvað var að gerast í heiminum þegar liðnu tónskáldin voru að senvja mörg þau verk sem maður spilar í dag,“ bætir hann við. Tónlistinn er því aldrei langt undan. Núna er Sigurbjörn í meistaranámi í Northen Illinois University og áætlar hann að ljúka prófi þaðan að ári liðnu. Núverandi kennarar hans eru Ashkenasi og Tacke sem báðir spila með hinum fræga Vermeer-kvart- ett. Óráóin framtió Framtíðin er óráðin og hann segist auðvitað ekki vita hvað hún ber í skauti sér. Þrennt kemur til greina, koma heim og vinna, vera úti að vinna eða halda áfram í skóla. „Það heillar mig að koma heim, og það var upphaf- lega áætlunin,“ segir Sigurbjörn. Heima er hægt að gera hvorutveggja að spila og kenna en t.d. í Bandaríkjunum gerir maður annað hvort. Hann segir einnig að nú sé gífurleg gróska í tónlistarlífi á íslandi og að tónlistar- fólk hér heima sé í háum gæðaflokki. En sam- keppnin hafi aldrei verið meiri og líklegra sé erfiðara en nokkru sinni að fá starf. Hins vegar segir hann að tóiilistarmenn í góðum hljómsveitum í Bandaríkjunum fái mun hærri laun en tíðkast hér heima, þ.e.a.s. ef þeir fá á annað borð atvinnu. En eins og Sigurbjörn segir fer enginn í tónlistarnám af hagkvæm- isástæðum. Gríðarleg samkeppni sé um hveija stöðu og á íslandi sé auðvitað bara ein sin- fóníuhljómsveit og þar sé fólk æviráðið. Hann segir algengt úti í heimi að 300 manns sæki um eina stöðu, ef hún er áhugaverð. „Þá hef- ur maður kannski fimm mínútur til að sann- færa stjórnendurna um að maður sé betri en hinir 299, ef þeir eru þá ekki að leita að ein- hveijum ákveðnum stíl sem maður hefur ekki,“ segir Sigurbjörn. Hann segir að lífið í Chigaco sé að mörgu leyti mjög þægilegt og skemmtilegt. Borgin hafí uppá margt að bjóða og menningarlífið sé í miklum blóma. Hann segist spila með nútíma- kammerhópi og í hljómsveit í borginni auk þess að stunda skólann. Hann sé því raunar að hálfu leyti í atvinnumennsku og hálfu leyti í skóla. Hann játar að námsárin séu að nokkru leyti verndaður heimur og tilhugsunin um brauðstritið geti orsakað kvíðahroll. Einnig segir hann að það sé auðveldara að fylgjast með því sem er að gerast í tónlistinni í heimin- um ef maður er í Bandaríkjunum. „En það er eins í tónlist og í öðrum listgreinum, þetta er svo mikið undir manni sjálfum komið,“ segir Sigurbjörn. En hvers konar tónlist verður fyrir valinu í frístundum? Sigurbjörn viðurkennir að hún sé mjög oft klassísk. „En mér finnst líka gott að hlusta á útvarp og þá stilli ég gjarnan á þungarokksrásina, því mér finnst þægilegt að finna kraftinn sem er í þeirri tengund tónlist- ar,“ segir þessi brosmildi og hlédrægi ungi fiðluleikari að lokum. og tid, „var hug- mynd hans um augnaráðið og hlut annarra í því að við uppgötvum sjálf okkur og umheim- inn. Maður verður að geta speglað sig í öðrum til að öðlast heillega sjálfs- mynd.“ I viðtalinu kemur blaða- maðurinn að ljóð- unum í Slik Sett og segir: „Nokkur ljóðanna skildi ég strax, önnur eftir að hafa lesið þau nokkrum sinnum, en sum voru afar erfið. “ Eldrid Lunden svar- aði um hæl:„Þau sem þú skildir strax voru þessi erfíðu.“ Hún stendur Hún stendur bakvið trén einsog dimm tilfinning í tijúnum Hún stendur bakvið hendumar einsog dimm tilfmning í höndunum Hún hefur svo langar dimmar tilfinningar og svo ljóst hár Enga drauma Enga drauma dreymir okkur sem geta orðið að veruleika, þeir eru fyrir löngu orðnir alltof raunverulegir A6ganga Að ganga inn í sólina, með sólina i bakið, skuggamir risa hægt Að snerta hvort annað i þessu starandi ljósi, en «leggðu ekki sól við mína sól og skugga við minn skugga* Vió þekkjum Við þekkjum herbergið aftur við höfum verið hér áður, í næstum ógreinanlegri snert- ingu fyrir og eftir hugsunina Og einhver 0g einhver kippir út einni nál og annarri til og annarri til og einhver æpir kenninguna hástöfum:, farðu ekki frá mér heimur! ÞVERSKURÐUR Á DAGANA Paal-Helge Haugen er meó afkastamestu ijóó- skáldum Noregs. Hann er innan vió sextugt, en eftir hann liggja þrjátíu bækur á jafnmörgum árum, 1965-1995. Þaó safn er þó miklu tilkomu- meira aó gæóum en magni aó dómi ARNAR OLAFSSONAR. Nýlega birtist Ijóóasafn hans þéttprentaó á nær fjögur hundruó síóum, 1 1 Ijóóasöfn auk vióbóta. Er þó ýmsu sleppt. PAAL-HELGE Haugen er frá Sets- dal, kjarnlandi Vestur-Noregs og yrkir á nýnorsku. Nú má vera að hjá einhveijum lesendum þessa fari í gang fordómar um heimóttarlega norska afdalakarla, kauðalega í anda sem háttum öllum. En hvort sem mönnum nú þykir það jákvætt eða ei, þá er Haugen mikill heimsborg- ari. Fyrsta bók hans var þýð- ingar á kínverskum ljóðum, hann hefur ort ljóðabálka um bandarískar stórborgir, um auðnir norska hálendisins og málverk 17. aldar málarans Georges de la Tour. Fjjöl- breytnin er mikil, og ekki síður í tilfmningamynstri ljóðanna, allt frá örvæntingu til hlýlegrar glettni. Einkar góð þykir mér þó „ljóðsagan Gijótgarður" um æsku hans í dreifbýli á_ 6. áratugnum. Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son hefur valið úr ljóðum Haugen og þýtt vel, í þeirri bók finnst mér ljóðið „Útvarp“ lýsa sér- lega vel þessu fyrrnefnda eðli ljóða Haug- en, hvernig víð sýn um heiminn opnast einangruðum pilti á myrku lofti. En áhugafólki er hér með vísað á þá bók: Tré hreyfa sig hægt, útg. Dimma 1992. Eftirfarandi ljóð eru úr síðasta ljóða- safni Haugen, „Svið 0“ frá 1992. Ég reyni að skila þeim í eigin þýðingu. Öll eru þau á einföldu máli, lýsingar eru ekki ýkja myndrænar, ljóðin auðskilin. En með fínlega dregnum andstæðum er miðlað skynjun á einstæðu fyrirbæri eða aðstæðum, einhveiju hverfulu. Eftirfar- andi ljóð lýsir því hvernig kona gengur í gegnum gras- ið dag einn, eins og svo oft áður, en ómerkjanlega sveig- ir hún nú aðeins af venju- legri leið. Himinninn skiptir litum yfir henni, einnig það er alvanalegt, en í þetta skipti er talað um það eins og vökvi fijósi. Einnig það gerist hægt, nánast ómerkj- anlega. Og þannig skynjum við að konan hefur borist inn í aðstæður sem hún getur ekki umflúið og munu tor- tíma henni. Slíkar aðstæður þekkja lesendur mörg dæmi um, en nefnast hér „klukku- bogi tímans". Þá liggur bein- ast við að sjá þessa vegferð sem venju- legt mannslíf, sem hlýtur að ljúka með skyndilegri tortímingu, allt hrynur. Það tengist beint fyrirsögninni um þverskurð, en meginmáli skiptir hér hve ómerkjan- legar breytingarnar eru. Ljóðið nefnist Boginn: Paal-Helge Haugen Hún gengur yfir grasið. Hún gengur þar sem hún alltaf hefur gengið, í dag verður það önnur leið, hægt önnur, sveigist einhvernveginn sem hún hefur ekki vitað af áður ekki mikið, næstum ómerkjanlega. Stráin slást við bera fótleggina, strá ársins, fálmarar gróðursins, víkja undan. Eitthvað hvelfist yfir hana, án þess að hún taki eftir því, blátt gepsætt sem hægt stirðnar og verður hart. Og meðan kvöldið nálgast genpr hún innar, umhugsunarlaust og léttfætt undir timans mikla hvelfda klukkuboga sem hún aldrei kemst undan fyrr en hann rifnar og hrynur yfir hana í eitt skipti fyrir öll. Annað ljóð, Fornleifauppgröftur, gengur út frá skurðgreftri, afar hlutlægum, þar sem einkum er lýst mold og einskisverðu drasli. En svo færist ljóðið yfír 5 skynjun á hverfulleika unaðar, löngu horfins. Á botni námaganganna hvílir sagan sagan litla, breidd út í brotum og hugsunarlaust brotnum hversdöpm. Tíminn lyftist upp mót honum neðanað, hljóðlaust, hann þenst upp. Hann væntir þess ekki að finna mikið. Varla pottbrot, eða hjól sem hann hefur aldrei áður séð. Hann vinnur sig í gepum lag eftir lag af velþekktri jörð, af leir sem hringdans árstíðanna hefur troðið hart saman án þess að skilja eftir sig spor. Rák af möl, brot af grænu gleri og steinn, þegjandi áður en hann nær niður til lags af svartri mold, undarlega rakri, og lags af fuglasöng og stökkum sumardöpm, dauðum röddum og ást sem var kastað á glæ áður en hann nær beinunum, hinstu og endanlegu. Loks er ljóð sem hefst á neikvæðri lýsingu á húðflúri, hér er allt í svita, spiki og ljótri, fráhrindandi húð. Húðflúrið sjálft er bara upptalning á algengustu klisjum slíkra mynda. En upp úr þessu, í klunnalegri teikningu rís óvænt ástaijátning, sem skerp- ist enn við andstæðuna fyrmefndu. Ljóðið verður sérkennilegt og sterkt við það að sýna að ástin þarf ekki að lúta fegurðarstaðli auglýsinga. Það nefnist Húðflúr Kobba: Sveittur dvergur nakinn að ofan og með murrandi tæki í hendi, hann er hulinn af sviðnum ævilöngum draumum sínum, landslagi af slöngum, pálmum, örnum, hnífum og kvenbijóstum. Hann dansar i kringum hana, stuttum tritlandi skrefum, óþekktar ferðir, fram og aftur í kringum seigt skinn hennar. Hún situr með kjólinn hálfdreginn niður, svellur fram úr blárri flíkinni, augun lokuð. Hann dregur upp merkið hennar, letrar inn klunnalegt hjarta, tilbúið að tútna út yfir vinstra herðablað, þar sem hún getur ekki séð það. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.