Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 8
I Tasmaníuþjóðin lifði mjög frum- stæðu lífi í skauti náttúrunnar, allt- af á steinaldar- stigi, nálega klæðlaus, án verkfæra og að- eins kunni hún að búa sértil frumstæð skýli úr greinum og trjáberki. Enskur listamaður, John Glover, sem kom til Tasmaníu 1830, málaði myndina af hópi innfæddra. TÍU ÞÚSUND ÁRA EINSEMD FLJÓTT á litið virðist egan Tasman- ía við suðurströnd Astralíu vera að viðllka stærð og hálft ísland. Hún tengdist meginlandi Ástralíu með mjóu eiði og þessvegna barst fólk þangað í fyrndinni. Þetta eiði tók af fyrir um 10 þúsund árum og þjóðin á Tasmaníu einangrað- ist fullkomlega, því hún lærði ekki að smíða skip; aðeins frumstæða báta úr berki og tágum sem ekki dugðu til að sigla yfir sundið. Þessi þjóð er merkilegt rannsóknarefni, bæði mann- fræðilega og sögulega. Menn eru félagsverur og venjulega er litið svo á, að einangrun sé álag, eða samsvari refs- ingu. Kannski er það þessvegna, að sögur hafa orðið vinsælar, sem segja frá einstakling- um í algerri einangrun; Robinson Krusoe til dæmis. Menn hafa velt þeirri spurningu fyrir sér, hvaða áhrif það mundi hafa, ef fámenn þjóð einangraðist fullkomlega á eyðieyju til langframa. Mundi hún halda áfram að vera siðmenntuð? Mundi hún kannski deyja út? Dæmi eru til um iangvarandi einangrun þjóða. Eitt slíkt er frá Polynesiu í Kyrrahafínu og annað er frá Grænlandi, þar sem eskimóar höfðu búið svo lengi við einangrun, að þeir töldu sig vera einustu þjóð heimsins i „Landi mannanna“ þegar evrópskir landkönnuðir „uppgötvuðu" þá. Fleiri þjóðir hafa búið við íanga einangrun. Lengsta einangrun sögunnar er samt sú er gekk yfir frumbyggja Tasmaníu og annarrar mun smærri eyju, Flinderseyju, sem er á sund- inu milli Ástralíu og Tasmaníu. Þar dó þjóð- flokkur út eftir 4000 ára búsetu í einangrun, en mun fjölmennari þjóð á Tasmaníu lifði þar í sinni einangrun í 6000 ár til viðbótar unz hvítir menn, sjóræningjar og glæpamenn gengu berserksgang í manndrápum að gamni sínu og felldu fólkið nánast eins og þeir væru að útrýma minnkum. Úrkomusaml land Austurhiuti Tasmaníu er þurrlendur, en vax- inn skógi. Á miðhlutanum eru svo há fjöll að þar festir snjó, en á vesturhlutanum er regn- skógur. Svipuð náttúruskilyrði koma fyrir handan Bass-sundsins á meginlandi Ástralíu. Þegar Evrópumenn uppgötvuðu Tasmaníu Hvað gerist þegar þjóð verður ein í heiminum? GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN * Suóur gf Astralíu er eyjan Tasmanía. Þar einanqraóist þjóó, skyld frum- byggjum Astralíu, og lifói þar vió erfió- gr aóstæóur og án nokkurs sambands vió umheiminn í 10 þúsund ár. Hvítir menn uppgötvuóu þetta steinaldarfólk á 17. öld og á síóustu öld gengu Bret- ar markvisst fram í aó útrýma því. ÆTTARHÖFÐINGI, einn meðal hinna síðustu é Tasmaníu. Á þessu mélverki eftir enskan listamann er hann að nokkru leyti klæddur í skinn. Það var hinsvegar algengast að Tasmaníubú- ar, einkum karlmenn, gengju alveg naktir. árið 1642, var áætlað að 500C frumbyggjar væru þar og þeir þóttu afar svipaðir frumbyggjum Ástr- alíu. Dökkir voru þeir á hár og hörund; höfðu djúpstæð augu und- ir sterklegum brúnum, sem náðu saman og breitt nefið var mun lægra efst. Granstæðið var vítt, varir þykkar og kinnbeinin útstæð, en vöxturinn að öðru leyti grannur, útlimir langir og grannir. Frumbyggj- ar Ástralíu eru stríðhærðir, en Tasmaníubúar voru að því leyti ólíkir, að hárið var „ullar- kennt“ og hrokkið. Eftir því sem næst verður komizt töluðu þeir fimm ólík tungumál eða mállískur og þær voru alveg óskyldar máli Ástrah'u-frumbyggja - og reyndar öllum öðrum 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.