Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 5
var ekki ánægður með þetta, og taldi mikil- vægt að leikendur fengju bitastæðari verkefni og leikhúsgestir jafnframt betri list. I janúar- mánuði 1898 skrifar hann í Isafold tvær grein- ar um verkefnaval Leikfélagsins. Nefnir hann það í upphafi hinnar fyrri greinar, að leiksýn- ingar séu besta skemmtunin sem Reykvíking- um sé boðin, eða geti a.m.k. verið það. En innihaldsrýrir söngvaleikir, þar sem oft sé líka miður vel sungið, megi ekki vera allsráðandi í leikhúsinu. í seinni greininni segir: „Ef dæma ætti um menntalífið hér í höfuðstað íslands af leikskemmtunum í vetur, mundi niðurstaðan vera sú að vér „dependerum" ekkert síður“ af þeim dönsku" nú en á dögum Sveins lög- manns Sölvasonar. Nú hefur leikflokkur bæjar- ins leikið fjóra leika, og alla danska". Síðan segir Einar, að áhorfendur geti naumast varist þeirri hugsun, að allri þessari miklu fyrirhöfn sé miður vel varið „meðan flokkurinn hefur ekkert áræði - eða hvað það nú er, sem að honum gengur - til að bjóða eitthvað það sem lætur eftir sig einhver áhrif í huganum dálítið lengur en meðan hláturvöðvarnir eru á hreyf- ingu“. Enn herðir Einar á gagnrýni sinni og segir að jafnvel bestu leikarar eins og Stefanía Guð- mundsdóttir fái engan veginn notið sín þegar þeim sé ætlað að „tala bull“. En brátt mátti Einar reyna það, að hér var auðveldara um að tala en úr að bæta. Þegar á öðru leikári L.R., 1898-99 tók hann við leið- beinandastarfinu af Indriða og hafði það með höndum þijú ár samfellt, uns hann fluttist norður til Ákureyrar 1901. Fyrsta árið sitt mátti hann að mestu sætta sig við svipað verkefnaval og verið hafði, danska söngvaleiki og gamanþætti. Nýlunda var þó að tveimur leikritum. Var annað Dreng- urinn rninn, eftir þýskt leikskáld. Hitt var breskt, Emeralda. Það var síðan leikárið 1899-1900, sem leik- endur fengu að glíma við viðamikið verkefni, leikritið Milli bardaganna eftir Björnson. Næsta ár var einnig sýnt nýlegt, dramatískt leikrit, Heimkoman eftir þýska skáldið Her- mann Sudermann. Árin sín þijú á Akureyri fékkst Einar nokk- uð við leikstjóm, setti þar m.a. á svið Dreng- inn minn árið 1902. Aftwrgongwr Ibsens Þegar Einar fluttist á ný til Reykjavíkur haustið 1904, var ungur og stórhuga leikhús- maður, Jens B. Waage, að taka við hlutverki leiðbeinandans hja Leikféiaginu, en formaður félagsins var þá Árni Eiríksson kaupmaður og leikari. Undir stjórn þessara manna færðist Leikfélag Reykjavíkur mikið í fang. Meðal verkefna leikárið 1904-1905 vom Afturgöngur og Brúðuheimili Ibsens, Jeppi á Fjalli eftir Holberg og nýtt verk, John Storm, eftir Hall Caine. Einar skrifaði vandaða leikdóma í blað sitt og var greinilega mjög hrifinn af því áræði og stórhug, sem verkefnavalið sýndi, svo og leikstjórn og frammistöðu margra leikaranna. Lagði hann sig mjög fram um að vekja athygli á því menningarstarfi, sem í leikhúsinu var unnið - í 9000 manna bæ. Þegar Einar skrifaði um Afturgöngur Ibsens rifiaði hann upp hneykslun þá sem leikritið olli þegar það var fyrst prentað og leikið. Nú sé verkið leikið um allar jarðir, jafnvel hér úti á íslandi, „fyrir mannsöfnuði sem ekkert finnur verulega athugavert við það annað en snilldina." Einar Ijallar síðan nokkuð um efni leikrits- ins, en snýr sér loks að leikurunum. Þykir honum túlkun þeirra á þessu vandflutta verki furðu góð, þegar á heildina sé litið. Gunnþór- unn Halldórsdóttir og Friðfínnur Guðjónsson skili sínum hlutverkum með sóma. En bestan leik sýnir Jens B. Waage, sem fer með hlut- verk Mandels prests. Hann leikur „af festu og snilld“, og miklu betur en sænski stórleikarinn sem Einar sá í hlutverki klerksins fyrir 23 árum. Leikdómnum lýkur með þessum orðum: „Svo langt er þá Leikfélag Reykjavíkur kom- ið að það getur sýnt Afturgöngur Ibsens svo vel að áhorfendur hafi listarnautn af. Tiltölu- lega lítill vandi er að fá menn til að hlusta á gaman og léttúðugt og léttvægt glens. Hitt er þrautin þyngri að fá kvöld eftir kvöld hús- fylli til þess að horfa á eitthvert dapurlegasta og ömurlegasta snilldarverk nýliðinnar aldar. Þá þraut er Leikfélagið að vinna. Það er sæmd fyrir félagið. Og það er líka sæmd fyrir þenn- an bæ.“ John Storm Að dómi Einars unnu Leikfélagsmenn stærstan leiksigur þennan vetur er sýnt var leikritið John Storm eftir Hall Caine. Heildar- svip leikritsins telur hann ótrúlega góðan og frammistöðu aðalleikaranna tveggja frábæra. Hann segir Leikfélagið færast hér mikið í fang. Kostnaður við uppfærsluna sé verulegur, leikarar margir og viðamikil leiktjöld fengin frá útlöndum. Og svo séu aðalhlutverkin svo vandleikin, að öðrum sé ekki fyrir þeim trú- andi en bestu leikurum. Einar lýsir síðan efni leikritsins, þar sem aðalpersónan sé ungur prestur, mikill hug- sjónamaður, en strangur og dómharður og ekki laus við ofstæki. Leikritið nær að sögn Einars hámarki í ijórða þætti, þegar presturinn missir vitið og „geðshræringar-ofsinn verður svo magnaður að hann ætlar að lífláta stúlk- una sem hann ann svo heitt.“ Um frammistöðu leikaranna segir Einar, að þeir standi sig yfirleitt vel, en um aðalleikar- ana tvo sæti það miklum tíðindum á ísiensku leiksviði, að þau leiki hvort öðru betur. Jens B. Waage leiki unga prestinn aðdáanlega vel, og fröken Guðrún Einarsson ekki síður stúlk- una Glory. Henni takist jafnfrábærlega að túlka gleði og sorg, „allt frá fögnuði lífsnautn- arinnar niður í örvæntingu og dauðans ang- ist.“ Svo hrifínn er Einar af leik Guðrúnar að hann fullyrðir, að stæði hún á stóru leiksviði í erlendri stórborg og sýndi slíkan leik, væri hún orðin fræg kona. „Svo gáfulegur er leikur hennar yfirleitt og svo yndislegt er atferli henn- ar á leiksviðinu". Guðrún Einarsson, sem Einar nefnir svo, er þekktari undir nafninu Guðrún Indriðadóttir. Það sem hér hefur verið vitnað til, verður að nægja sem sýnishorn af leikdómum Einars, en þá skrifaði hann að staðaldri öll árin sem hann var ritstjóri í Reykjavík. Voru leikdómar- ar hans jafnan efnismeiri, gjörhugsaðri og vandaðri en skrif annarra á þeim tíma um leik- rit og leiklist. Adstaóan var bágborin Fátt var Einari meira keppikefli en það, að í höfuðstað landsins þróaðist leiklistarstarf- semi, sem hefði burði til að sýna með sóma veigamikil leikrit. Starf hans sem leikdómara hneig allt í þá átt. Leikrit hans sjálfs voru og þáttur í þeirri staðföstu viðleitni hans að efla íslenskt leikhús. Afskipti Einars af leikhúsmálum áttu rót sína að rekja til þeirrar fullvissu hans, að góð leikstarfsemi væri gildur þáttur í menningar- lífi hverrar þjóðar, sem bera mætti saman við skóla og kirkju. Þetta kemur víða fram, en sjaldan með eindregnari hætti en í veigamik- illi ritgerð í ísafold 10. júlí 1909, sem nefndist Leikhúsið. Tilefni greinarinnar var það að nýlega hafði verið skýrt frá aðalfundi Leikfélags Reykjavík- ur og furðu blómlegri starfsemi þess á liðnu starfsári. Hafði þá einhver orðið til að býsnast yfír því, hve fúsir Reykvíkingar væru að fleygja aurunum sínum í þarfleysu, eins og aðgöngum- iða að leiksýningum. Þessu svaraði Einar á þann veg, að allir menn þyrftu eitthvað sér til ánægju. Og fái menn ekki góða ánægju, þá leiti menn sér vondrar ánægju. í öllum siðuð- um löndum þyki leikhús einhver besta ánægju- lindin. Þar sem best sé ástatt, megj líta á þau sem nokkurs konar háskóla almennings. Hann fjallar síðan um Leikfélag Reykjavíkur og telur leikara og aðra starfsmenn þar vinna gott verk við fádæma erfið skilyrði. Gegni hreinni furðu, að nokkur skuli fást til að standa í því að reyna að iðka hér frambærilega leik- list við þær aðstæður sem leikararnir hafa orðið að búa við. Og ekki sé heldur verið að hlaða undir leikhúsgestina. Einar segir um þetta: „Óvistlegri staður en Leikhús Reykvíkinga er vandfundinn. Sætin eru lakari en nokkur maður situr á heima hjá sér, og nær því ókleift er að komast í þau og úr þeim. Koldimmt er á áhorfendasvæðinu frá því er tjaldið er dreg- ið upp fyrsta sinn og þangað til farið er. Eng- inn getur lesið leikendaskrána þar inni. Vetrar- kuldinn kemur rakleiðis inn á mann í sætun- um, ef lokið er uj>p dyrunum, og vonda loftið kemst ekki út. I sunnanstormi heyrast ekki orðaskil á leiksviðinu. Sé rigning af suðri, ýrir inn á mann frá gluggunum í salnum. Og stund- um lekur svo ofan á mann úr loftinu, að annað- hvort er að sitja með regnhlíf yfir höfðinu á sér eða verða rennvotur. Og af því að þeim sem fyrir aftan mann eru, þykir ekki sem hentugast að hafa uppspenntar regnhlífar fyr- ir framan sig, þá verður maður heldur votur. Samt fyllir bæjarfólkið þetta hús hvað eftir annað. Það sýnir, hvað mikil er löngunin hér eftir sjónleikum, og hve vel þeir mundu verða þegnir, ef vel færi um menn.“ Leikrit Einars Hér verður að geta stuttlega þeirra fjögurra leikrita, sem Eínar samdi, og urðu flest Leikfé- lagi Reykjavikur mikil lyftistöng og tekjulind. Það var fyrst árið 1913, sem Einar sendi frá sér leikrit, þá 53 ára gamall. Það var Lén- harður fógeti, eina sögulega skáldverkið, sem hann lét frá sér fara. Lénharður var þegar tekinn til sýningar hjá L.R. undir leikstjórn höfundar. Var frumsýning annan dag jóla við einstaklega góðar undirtektir. Vel hafði verið til alls vandað, m.a. voru frumflutt ný lög eft- ir Árna Thorsteinsson við söngtexta leiksins. Urðu þau strax vinsæl. Leiktjöld Einars Jóns- sonar málara fengu og mikið lof. Reykjavíkurblöðin eru öll sammála um að þrátt fyrir nokkra annmarka hafi leikritið ver- i_ð áhrifamikið og frammistaða leikara ágæt. í hlutverki Guðnýjar frá Selfossi var fremsta leikkona landsins, Stefanía Guðmundsdóttir. Þótti henni takast vei upp, einkum í fjórða þætti, sem þótti áhrifamestur. Leikdómari Isa- foldar klykkir út með þessum orðum: „Lénharð- ur fógeti er viðburður í íslenskum bókmennt- um, þar sem hann er fyrsta spor eins helsta skálds vors á leikrita-brautinni - og það svo vel stigið". Viðtökur leikhúsgesta voru frábærlega góð- ar. Var Lénharður sýndur á 18 sýningum fyr- ir fullu húsi, en það var þá óvenju mikill sýn- ingafjöldi. Leikritið var svo aftur tekið til sýn- inga á næsta leikári, og síðan gripið til þess hvað eftir annað, þegar auka þurfti aðsókn að Jeikhúsinu og laga fjárhaginn. Árið 1914 var Lénharður fógeti leikinn á Akureyri og vel til alls vandað. Stefán Stefáns- son skólameistari var leiðbeinandi. Taldi blaðið Norðri það vera „nær einróma álit þeirra sem leikinn sáu, að jafngóð ieiksýning hafi ekki verið á boðstólum til langs tíma“. Eftir hinar prýðisgóðu viðtökur sem Lén- harður fógeti hlaut á leiksviði, var ekki að undra þótt Einar freistaði þess að glíma við leikritsgerð í annað sinn, enda eindregið til þess hvattur af Leikfélagsmönnum. Leið og ekki á löngu uns hann hafði samið nýtt leik- rit, þar sem hann tók fyrir efni úr samtíman- um. Hlaut það nafnið Syndir annara og var frumsýnt í Iðnó 7. febrúar 1915. Móttökurnar sem þetta nýja verk fékk hjá leik- og ritdómurum voru afar misjafnar. Hins vegar tóku leikhúsgestir því vel, þótt ekki hlyti það svipaðar vinsældir og Lénharður fógeti. Það var sýnt fram á vor við góða aðsókn og tekið upp aftur á næsta leikári. Vorið 1915 var það einnig sýnt af leikflokki á Akureyri. Liðu nú 16 ár þar til Einar sendi frá sér leikrit, en hinn 30. apríl 1931 hóf L.R. sýningu á nýju leikverki hans, sem hlotið hafði nafnið Hallsteinn og Dóra. Gerðist síðasti þáttur þess „einhversstaðar í tilverunni", þ.e. í heimi framl- iðinna. Leikdómari Morgunblaðsins, Guðni Jónsson magister, lofar leikritið og telur eink- um fjórða þátt vel skrifaðan og áhrifamikinn. Segir hann að frumsýningargestir hafi tekið verkinu fagnandi og hyllt höfundinn. Leikrit þetta hlaut mikla aðsókn og vinsæld- ir. í Alþýðublaðinu 20. maí 1931 segir: „Hið ágæta leikrit Einars H. Kvarans verður eftir því vinsælla sem fleiri sjá það, enda er það alltaf sýnt fyrir troðfullu húsi“. I júlímánuði þetta ár fór Leikfélag Reykja- víkur með Hallstein og Dóru norður til Ákur- eyrar, og var þetta í fyrsta skipti sem það lagði í slíkan leiðangur. Tókst leikför þessi mjög vel. Fögnuðu öll Akureyrarblöðin þessu fram- taki og báru lof á leikritið og leikendurna. Var leikritið sýnt nyrðra sex sinnum, og var húsfyll- ir við allar sýningarnar. LÉNHARÐUR fógeti eftir Einar H. Kvaran á sviftinu í Iðnó 1913. Ágætar móttökur leikhúsgesta ollu því að Leikfélagsmenn báðu Einar um meira af svo góðu. Varð hann við áskorunum, og síðla vetr- ar 1932 var tekið til sýningar nýtt leikrit, Jósa- fat, samið upp úr skáldsögunni Sambýli. Ekki fékk Jósafat jafngóðar viðtökur og Hallsteinn og Dóra. Merkasta leikdóminn um verkið skrifaði Halldór Kiljan Laxness í Al- þýðublaðið 4. mars. Honum finnst það athyglis- vert, að enda þótt hér séu „brotnar flestar eða allar reglur sem formsins menn telja að gildi um dramatísk verk“ takist Einari að „skapa spenningu í leik, enda kunni hann flestum betur „að smíða ágættilsvör". Ennfremur seg- ir Halldór: „Það eru ákveðnir hlutir sem honum heppnast ævinlega með afbrigðum, t.d. að draga fram persónuleg og almenn einkenni gamals alþýðufólks". Leikhúsgestir tóku leiknum vel. Voru dómar og á þá lund, að aðalhlutverkin hefðu verið mjög vel leikin, Jósafat Haraldar Bjömssonar eftirminnilegur og Gríma gamla þvottakona í túlkun Gunnþómnnar Halldórsdóttur öldungis frábær. Leiksljóri og formaówr Haustið 1912 hafði Einar tengst Leikfélagi Reykjavíkur nánum böndum á ný, er hann gerðist í annað sinn leiðbeinandi við æfíngar. Meðal annars stýrði hann uppsetningu eigin leikrita. Leiðbeiningarstarfínu sinnti Einar að þessu sinni í fjögur leikár, frá hausti 1912 til vors 1916. í öðra bindi leiklistarsögu sinnar segir Sveinn Einarsson að á hinu fyrra skeiði Ein- ars sem leiðbeinandi hjá L.R. sé „ótvírætt að áhrif hans hafa verið mikil og grandvallandi á þeim áram þegar leikhópurinn er að vinna sig upp úr viðvaningshættinum sem áður tíðk- aðist og ná valdi á raunsæislegum leikmáta“. Hitt er og ljóst, að einnig á þessu seinna tíma- bili leikstjórnar sinnar átti Einar góðan hlut að því að leikarar félagsins fengu verðug hlut- verk samhliða góðri tilsögn, og komust þannig til aukins listræns þroska. Hann var fundvís á álitleg leikaraefni og átti vafalaust mikinn þátt í því að hæfileikaríkustu leikarar þessara ára, Stefanía Guðmundsdóttir, Guðrún Indriða- dóttir og Jens B. Waage fengu sýnt hvað í þeim bjó. Þess voru jafnvel dæmi, að roskinn gamanleikari úr ærslahlutverkum, eins og Kristján Ó. Þorgrímsson, þótti leika einkar vel alvarleg hlutverk undir leikstjórn Einars. Á aðalfundi Leikfélags Reykjavíkur 1917 var Einar kosinn formaður Leikfélags Reykja- víkur. Gegndi hann því starfi samfellt í fímm ár, til 1922. Einar mun því aðeins hafa tekið að sér for- mennskuna að hann fékk fyrirheit um að sér yrði hlíft við daglegri framkvæmdastjórn. Nán- asti samstarfsmaður hans þijú fyrstu árin var Jens B. Waage, sem var allt í senn: fram- kvæmdastjóri, leikstjóri og einn aðalleikarinn. Síðustu árin tvö hafði Guðrún Indriðadóttir leikstjórnina með höndum. Þessi formannsár Einars var haldið allvel í horfinu, en fjárskortur setti félaginu þröng takmörk. Einkum voru fyrstu árin eftir heims- styijöldina erfíð í efnalegu tilliti. Kostað var kapps um að sýna íslensk leikrit, gömul og ný. Af nýjum leikritum þessa tímabils vöktu mesta athygli verk Guðmundar Kambans, Konungsglíman og Vér morðingjar. Eldri leik- rit íslensk, sem leikin voru á þessum árum vora Lénharður fógeti, Fjalla-Eyvindur og Nýársnóttin. Þýdd verk, sem tekin vora til flutnings voru jöfnum höndum leikrit góð- skálda og léttir gamanleikir, til að rétta við fjárhaginn. Einn af ávöxtum hins mikla leikhúsaáhuga Einars var sá, að hann kynntist öllum helstu leikurum höfuðstaðarins um áratuga skeið. Minntist hann nokkurra þeirra með eftirminni- legum hætti, ýmist í afmælisgreinum eða dán- arminningum. Áður hefur verið til þess vitnað, sem hann sagði um Guðrúnu Indriðadóttur, þegar hún steig fyrst á fjalirnar. Á 25 ára leikafmæli hennar skrifaði hann og ágæta grein (Mbl. 18. jan. 1924), og riíjar þar sitt- hvað upp frá samstarfí þeirra. En varla fer það á milli mála, að hann var ekki jafnhrifinn af neinum leikara, karli né konu, sem Stefan-'u Guðmundsdóttur. Oft ræð- ir hann í leikdómum sínum um afburðagóða frammistöðu hennar. Frú Stefanía andaðist 1926, tæplega fímmtug að aldri. Hrein snilld er ritgerð sú um list Stefaníu, sem Einar birti í Eimreiðinni síðar hið sama ár. Þar segir hann m.a.: „Þegar fyrsta kvöldið sem ég sá hana leika, var ég ekki í neinum vafa um það, að hér var á ferðinni hæfileiki, sem skipa mátti á bekk með því besta í veröldinni, ef hann fengi að njóta sín að fullu. Gamanið var létt hjá henni eins og gleðin í barnssálunum . . . Mér fannst öll þessi fegurð og allur þessi léttleikur og Öll þessi listræna gleði og allur þessi yndisleikur vera eins og einhver ný opinberan, sem verið væri að veita yfir þann litla og að öllu leyti fátæklega bæ, sem Reykjavík var þá. . . Árin liðu, og list hennar breyttist. og magnaðist. Hlutverkin voru gjörólík þeim, sem hún ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.