Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 9
tungumálum. Tasmanía hefur ekki verið auðveld ábúðar frumstæðu fólki. Hnattstaðan virðist þó vera hagstæð og samsvarar Miðjarðarhafínu hér á norðurhveli. En það segir ekki allt. Fyrir suðr- inu er órofa haf allt til Suðurskautslandsins og á vetrum blása kaldir vindar með slagviðrum úr þeirri áttinni. Ótrúlegt er að klæðlítið fólk skyldi geta lifað við þær aðstæður. Klæðlítið já, Meira en það. Tasmaníubúar gengu svo að segja naktir, bæði sumar og vetur. Þeir höfðu með einhveijum hætti aðlag- ast þessum aðstæðum og svipað hefur gerzt hjá frumbyggjum Ástralíu og indíánum, sem búa á Eldlandinu, syðst í Suður Ameríku. Konur í Tasmaníu höfðu þó gjarnan á herðum sér bút úr kengúruhúð, kannski til að bera í böm, en til þess að halda á sér hita smurðu þær sig með blöndu af dýrafeiti og viðarkolum. Sennilega þætti það ekki mjög geðslegt við- komu núna. Það var háttur Tasmaníubúa þegar þeir fóru um eyjuna að bera með sér logandi kyndla. Það gerði þeim kleift að kveikja sér eld þar sem stanzað var. Fornleifafræðingar eru þó á þeirri skoðun, að fólkið hafí ekki kunnað að kveikja eld. Náttúran hefur verið hjálpleg og skógareldar hafa stundum kviknað af elding- um, en annars hefur orðið að reiða sig á ná- grannana, ef eldurinn slokknaði. Austurhluti eyjarinnar er mildari hvað veð- urfar snertir og þeir sem þar bjuggu höfðu ekki fyrir því að reisa sér neinskonar hús; létu skýli úr greinum og tijáberki nægja. Á þann hátt varð hinsvegar ekki komizt af á vestur- landinu. Þar komst þetta fólk uppá lag með að byggja frumstæð hús með stráþökum. Tasmaníubúar lifðu frá degi til dags og byggðu á því sem veiðin gaf. En þeir ræktuðu ekki neitt og höfðu ekki húsdýr. Á næstu úteyj- um voru þau hlunnindi að hægt var að veiða sel og sjófugl. Sjórinn er furðu kaldur þama, en konur höfðu það hlutverk að kafa og á þann hátt veiddu þær humar. Þær söfnuðu líka skelfíski og ætum plöntum og ávöxtum. Karl- amir veiddu hinsvegar fugla og dýr. Eins og löngum hefur tíðkast hjá mannkind- inni stóðu Tasmaníubúar í ófriði og vopna- skaki útaf yfirráðum yfir landgæðum. Vopn þeirra voru ekki á marga físka, enda var van- þróunin slík, að engin tól eða tæki gátu þeir búið sér til úr málmum og ekki einu sinni úr beinum. Þeir vom á steinaldarstigi og notuðu steinflögur til að létta sér lífsbaráttuna, stund- um til að grafa upp skelfísk, stundum til að grafa eftir rótum. I tæknilegum efnum- náðu þeir lengst í tágavefnaði; gátu búið til ílát sem héldu vatni og tágareipi tii að auðvelda trjáklif- ur. Og með frumstæðum steináhöldum ydduðu þeir tijágreinar sem gegndu hlutverki spjóts. í ljósi verkfæraleysins er ekki að undra þó lítið liggi eftir Tasmaníubúa af listmunum. Þó bjuggu þeir til hálsfestar, skreyttar skeljum. Skýlin sem áður em nefnd, herðaskjól kvenna úr skinni og örfáir, fmmstæðir hlutir til viðbót- ar, svo sem barkarbátar, vom allt sem 10 þúsund ára einangmn hafði kennt þeim að búa til. Bátarnir vom raunar fremur flekar en bát- ar og virðast hafa verið þann veg gerðir, að tijáberki var rúllað upp (sjá mynd) og vafíð utanum með tágum. Við það hafa myndast einskonar flotholt sem gátu haldið flekanum uppi í skamman tíma, unz hann varð vatnsósa og sökk. Þetta hafa verið einhverskonar hjálp- artæki við veiðar, en aðeins var hægt að nota þá á lygnu vatni, inni á víkum eða á vötnum. Það er þó nokkurn veginn víst að á þessum fmmstæðu bátum komust menn yfír á eyju sem er um 10 km frá Tasmaníuströnd. Hið skæða vopn fmmbyggjanna á megin- landi Ástralíu, búmerangið, var óþekkt á Tasm- aníu, en bogfími var báðum ókunn aðferð og þeim var líka sameiginlegt að kunna ekki að búa til leirker eða potta, nota málma og rækta jörðina. Fmmbyggjar Ástralíu komust uppá lag með að búa til verkfæri úr beini eða steini með sköftum, en sú kunnátta var ekki til á Tasma- níu og vegna þess gátu íbúamir þar ekki fellt önnur tré en grannar hríslur og þeir höfðu held- ur ekkert tæki til að búa sér til báta með því að hola að innan tijáboli, eða skera sér út skál- ar úr tré. Og án nála úr beini gátu þeir ekki heldur saumað saman skinn í fatnað. Þegar hvítir menn komust fyrst í kynni við ÞESSAR fimm Tasmaníukonur voru þær síðustu sem eftir lifðu af þjóðinni 1858 og búið að „siðmennta" þær með því að klæða þær að hætti Evrópumanna. Truganini, sem stendur efst, dó 1876. Þá hafði tekizt að útrýma þessari þjóð. Til hægri: Tvær ungar Tasmaníustúlkur um 1830. Tasmaníubúa þótti þeim nálega óskiljanlegt hvemig hægt var að lifa án verkfæra og í annan stað þótti leyndardómsfullt hvemig þeir hefðu án kunnáttu í skipasmíði komizt yfír úfíð haf á sundinu milli Tasmaníu og Ástralíu. Nú vita menn, að á síðustu ísöld var stór hluti af vatnsforða jarðarinnar bundinn í ís og við það lækkaði sjávarborð um 130 m eftir því sem talið er, og víða komu upp grandar og grynningar, eða jafnvel heil lönd sem nú eru á hafsbotni. Fyrir um 37 þúsund árum varð hafsbotninn milli Tasmaníu og meginlandsins að þurru landi og fljótlega þar á eftir hafa frumbyggjar Ástralíu kannað þetta land. Elztu mannvistarleyfar hafa með kolefnismælingum reynst vera 35 þúsund ára gamlar. En þegar ísöldinni lauk fyrir um 10 þúsund árum, hækk- aði sjávarborð upp í það sem nú er, og þá hófst sú einangrun Tasmaníumanna sem stóð þar til skömmu fyrir aldamótin 1800. í upp- hafí hefur þetta fólk haft sömu þekkingu og samskonar hjálpartæki og áhöld og þeir sem fyrir voru á suðausturströnd Ástralíu. Það þykir merkilegt, að 10 þúsund árum síðar var þessi munur orðinn mikill og líklegast að Tasm- aníubúar hafí glutrað niður kunnáttu sem fyr- ir var við upphaf þessa landnáms. En það er líka hugsanlegt að frumstæðar tæknilegar framfarir hafí orðið á meginlandi Ástralíu, eða borizt þangað annarsstaðar frá, eftir að Tasm- aníufólkið einangraðist. Þar á meðal voru veiði- hundar sem frumbyggjar Ástralíu lærðu að nota, en bárust ekki til Ástralíu frá Indónesíu og Ásíulöndum fyrr en fyrir 3.500 árum, en þá hafði Tasmaníufólkið verið einagrað í meira en 6 þúsund ár. Það er heldur ekki undrunar- efni þótt einhveijar framfarir yrðu frekar á hinu stóra meginlandi Ástralíu þar sem marg- falt fleira fólk bjó. Þegar Evrópumenn tóku að birtast á þessum slóðum, er talið að Ástralíu-frumbyggjar hafi veri að minnsta kosti 300 þúsund, en 5 þúsund manns á Tasmaníu. Þjóðflokkar á meginland- inu skiptu hundruðum; á Tasmaníu voru þeir níu. Vafasamt er að slá þvi föstu að áunnin þekking geti ekki glatazt og mannfræðingar telja að eitthvað slíkt hafí átt sér stað meðal Tasmaníufólks. Bent er á, að áhöld eins og nálar hafi verið gerð úr beini; þær sé hinsveg- ar ómögulegt að búa til úr viði eða steini. Allskonar beinnálar voru búnar að vera í þúsundir ára í notkun meðal Ástralíu- frumbyggja. í uppgreftri Mörk FRUMSTÆÐUR bátur eða fleki úrtrjá- berki, bundinn saman meðtágum. Lengra náðu Tasmaníumenn ekki í skipasmíði, en þessir bátar sukku eftir tiltöluiega skamman tíma á fioti. EYJAN Tasmanía var skagi suður úr Astr- alíu á síðustu ísöld. Þegar aftur hækkaði í sjó fyrir um 10 þúsund árum, einangrað- ist þjóðin sem verið hafði á skaganum. á Tasmaníu frá því fyrir 7000 árum hafa slík- ar nálar fundizt og þær voru þá búnar að vera þar í notkun í 3000 ár, eða frá því eyjan ein- angraðist. Hinsvegar bregður svo við í því sem fundizt hefur frá því fyrir 3.500 árum, að eng- in slík beináhöld eru lengur til. Um það leyti hefur sá menningarlegi afturkippur orðið, að kunnáttan til að búa til slíkar nálar hefur af einhveijum ástæðum dáið út og þarmeð var ekki lengur hægt að sauma saman skinn í flík- ur. Ekki er heldur hægt að útiloka að Tasm- aníufólkið hafí í upphafí tekið með sér það handhæga vopn, búmerangið, því það elzta sem fundizt hefur á meginlandi Astralíu er einmitt frá sama tíma og sjór byijaði að hækka svo flaut yfír eiðið. Annar slæmur búskaparlegur afturkippur var að Tasmaníufólk hætti að veiða og borða físk. Uppgröftur á fomum búsvæðum hefur sýnt að fyrir þúsundum ára hafði fískur verið algengur matur; mikið fannst af allskonar físk- bein- um og þær fískteg- undir er enn hægt að veiða umhverfís eyjuna. Þegar Evrópumenn komu til Tasmaníu sáu þeir að frumbyggjarnir veiddu ekki fisk og horfðu á með sýnilegum viðbjóði, þegar Evrópumenn veiddu sér í soðið. Ástæðuna vitum við ekki. Benda má á, að það eru ekki alltaf hinar praktísku þarfir sem fá að ráða og sýna dæmi víðsveg- ar að úr heiminum, að trúarbrögðin koma hér mjög við sögu. Þegar guðimir segja að eitt- hvað sé “óhreint" og skuli bannað, þá er ekki svo glatt gengið í berhögg við það. Ein fískteg- und kann að vera álitin „óhrein“ og síðan ef til vill fleiri og fleiri. Þá kann að hafa farið svo, að enginn vildi snerta fískbein, hvað þá að nota þau í nálar og önnur áhöld. Á Flinders-eyju, skógi vaxinni fjallaeyju i sundinu milli Ástralíu og Tasmaníu hafa fund- izt mannvistarleifar síðan fyrir 20.000 ámm. En fyrir 4.700 árum telja menn að enginn hafí verið þar lengur. Ekki er talið útilokað að 400 manna þjóðflokkur hafí búið á Flinders- eyju i 4.000 ár, en hvað varð af þessum þjóð- flokki er ekki vitað. Þar var enginn maður þegar Evrópumenn komu þangað fyrst, skömmu fyrir aldamótin 1800. Sumir hafa tal- ið að svo fámennur þjóðflokkur geti ekki lifað nema takmarkaðan tíma vegna óhjákvæmilegr- ar skyldleikaræktar. Það er þó ekki útilokað, að Flindersfólkið hafí kunnað betri skil á báta- smíði og getað siglt yfír sundið til meginlands- ins á meðan það var enn tiltölulega mjótt. En þegar sjávarborð hækkaði, myndaðist fyrst sund milli Flinderseyju og meginlandsins, en hægt var að ganga þurmm fótum frá eyjunni til Tasmaníu næstu 1500 árin. Manndráp sent spert og skemmtun Einangmn Tasmaníu var rofín 2. desember 1642 þegar hollenski skipstjórinn Abel Tasman lenti við eyjuna og var hún nefnd eftir honum. En tíu þúsund ára einsemd Tasmaníufólksins var þó í rauninni ekki rofin fyrr en með næstu heimsókn frá Evrópu, 4.marz, 1772. Sá sem þá stýrði fleyi sínu upp að strönd Tasmaníu var Fransmaðurinn Nicholas Marion du Fresne. Innan fárra klukkustunda höfðu skipveijar skotið nokkra Tasmaniubúa. En evrópsk yfír- ráð og evrópskur djöfulskapur hófst þó ekki að marki fyrr en með selveiðimönnum og komu breskra sakamanna, hermanna og landnema um 1795. Til að útrýma Tasmaníufólkinu var ekki látið nægja að nota venjulegar byssur; ekki dugði minna en fallbyssur í fjöldamorðum á þeim í mai 18o4. Margir Tasmaníubúar voru svo óheppnir að fyrstu Evrópumennimir sem þeir sáu, voru brezkir sakamenn sem sjálfír höfðu verið pínd- ir og meðhöndlaðir eins og skepnur eða verra en það. Nú gátu þeir gengið fram með sams- konar ofbeldi gagnvart varnarlausu fólkinu. Konum var smalað saman til íjöldanauðgana en karlmenn drepnir svo og bömin. Sumir sel- veiðimenn og fangar tóku sér ekki færri en 2-6 konur sem ambáttir og til skemmtunar. í fjölmennum þjóðflokki á norðaustur Tasmaníu voru eftir 72 menn, 3 konur, en ekkert bam. Enginn Evrópumaður var nokkru sinni dæmd- ur fyrir þessi dráp. Ekki vænkaðist hagur Tasmaníufólksins eft- ir Napóleons-styijaldimar 1820 þegar nokkur fjöldi brezkra landnema kom til Tasmaníu. Bretar litu á innfædda eins og dýr, eiginlega veiðidýr. Aðferðir til að fækka þeim voru með- al annars að skjóta fólkið af hestbaki eins og tíðkaðist á héraveiðum heima í Englandi. Fmm- byggjamir vora líka veiddir í gildrar og drepn- ir með eitruðu mjöli sem skilið var eftir. Skemmtilegt þótti að skera undan karlmönnum og horfa á þá hlaupa þar til þeir dóu af blóð- missi. Á hæð sem nefnd var Mount Victory, drápu landnemar 30 Tasmaníubúa og fleygðu líkunum fyrir björg. Einn lögregluflokkur gekk fram af sérstökum dugnaði; náði að sálga 70, en kúlum var ekki eytt á börn. Þeim var bara slegið við stein. Þetta vora mennirnir frá hinni siðmenntuðu Evrópu, kristnir menn. Árið 1828 höfðu Bretar sett landstjóra yfir Tasmaníu og hann lét sig ekki muna um að setja lög, eða reglugerð eins og það væri frem- ur nefnt nú, þar sem var talið leyfilegt að skjóta á færi hvern þann frumbyggja sem sæist á „evrópsku" svæðunum þar sem land- nemar vora að koma sér fyrir. Þessu var skipu- lega fylgt eftir með því að fimm sakamönnum „af skárra taginu" var leyft að fara í fylgd lögreglumanns á frambyggjaskytterí. Með reglugerð frá 1830 var hnykkt á þessu og smá verðlaun, 5 sterlingspund fyrir fullorðinn og 2 pund fyrir bam, veitt fyrir að fella fram- byggja, svipað og gert hefur verið hér þegar menn veiða mink. Sama ár, 1830, var trúboðanum George Augustus Robinson falið að smala saman öllum frumbyggjum sem eftir væra og skyldu þeir fluttir frá Tasmaníu. Af þeim 5000 sem áætlað var að byggju á Tasmaníu þegar hvítir menn settust þar að, fann trúboðinn aðeins 300. Næstsíðasti hópurinn, 8 manns, var í felum til 1834 og 6 manna hópi tókst að leynast til 1842. Frambyggjunum var smalað í einskonar réttir og þar dó meira en helmingurinn. Þeir sem þá vora eftir, 135 manns, vora fluttir á fyrrnefnda Flinders-eyju, sem Tasmaníufólkið kallaði Dauðs manns eyju. Eftir 13 ár á Dauðs manns eyju höfðu 88 tií viðbótar látið lífíð, en þeir 47 sem nú vora eftir, voru á ný fluttir til Tasmaníu, þar sem sá síðasti, kona að nafni Truganini, lézt 1876. „Hin endanlega lausn“ hafði heppnast. Þarmeð var arfur frumbyggjanna á Tasm- aníu þó ekki með öllu útþurrkaður. Margar frambyggjakonur í ánauð höfðu eignast börn með hvítum mönnum. Talið er að um 4000 manns séu af ættum Tasmaníu-frambyggja og gætu verið fleiri, því þessum uppruna era menn ekki stoltir af, segir greinarhöfundurinn. Hann endar grein sína á frásögn af fluginu frá Tasmaníu með lítilli flugvél og skall á fár- viðri á leiðinni. Einungis snilld flugmannsins varð þeim til bjargar, telur höfundurinn, en þessi flugmaður var einn af fáum afkomendum Tasmaníu-frambyggjanna. Byggt á grein eftir Jared Diamond í tímaritinu Discover. L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.