Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 23
Dash Crofts og Jimmy Seals Þér er boðið á hljóm- leika i Háskólabiói þriðjudags- kvöldið 13. april kl. 21.00. Þar koma fram tveir bandarískir hljómlistarmenn, Jimmy Seals og Dásh Crofts, og flytja frum samda tónlist í stól, sm erfitt er að gefa nafn. Einn tónlistargagnrýnandi heíur kailað stílinn: „Sitjandi og spilandi I ruggustólnum á bakdyrapallinum-stíli.“ Dash Crofts segir: „Við köllum tón- listina . . . ,“ hann leitar i hug- anum að nafninu, “. . . tónlist sálarinnar, býst ég við.“ Síð- an yppir hann öxium og brosir vandræðalega. „Við höfum ver- ið að reyna að upphugsa sikýr- greiningu á henni frá þvi að við tókum að leika hana og okkur gengur frekar erfi ðlega að finna hana.“ Síðan segir hann lágt: „Hvernig myndir þú skýrgreina þessa tón- list, Bobby?“ (Bobby er bassa- leikari, leikur undir hjá þeim félögum). Bobby brosir. „Við komumst liklega næst skýrgreining- unni með því að segja að þetta sé þjóðdagapopp. Einingar úr þjóðiagatónllst, einingar úr popptónlist, einingar úr sigildri tónlist og áhrií frá jazztónilist- inni, allt þetta er að finna í okikar tónlist. Ég held þó, að sú breyting sé að verða á núna, að fólk sé farið að taka tónlist- ina fyrir það sem hún er. Hún þarf ekki að hafa neitt sérstakt nafn. Bf hún er göð, þá er hún meðbekin á þann veg.“ Jimmy sogir: „Ég held, að tónlistin okkar sé sambland af „Hrífandi, áhrifarík og hnitmiðuð tónlist“ - Stereo Review, janúar 1971 Austurlandatónlist og tón- list hins vestræna heims." Dash bætir við: „Ég held, að við kæmumst betur af ef við létum alveg eiga sig að skýr- greina hana. Sumir hafa kallað hana trúarlega tónlist. 1 raun- inni er tónlistin ekki trúartón- list, þó að hún sé samin vegna áhrifa frá trúarbrögðum. En engin ein hljómsveit hefur haft áhirif á okkur og ég held að það sé ein af ástœðunum fyrir þvi, að það sem við leikum er raunverulega hluti af okkur sjálifum." Þá hafið þið bað. Því má hiæta hér við, að þeir Seaás og Croftis eru báðir Bahá’íar og koma hiingað til lands á vegum Bahá’ia á Islandi. Hvað er Bahá’i? Jimmy útskýrir: „Bahaullah var spámaður á nítjándu öild i Persiu. Hann hélt þvi fram, að öli trúarbrögð biðu eftir komu messiah eða frelsara og að hann væri sá.“ Dash heldur áfram: „Bahá’í- trúarbrögðin flytja boðskap um einingu manna af öll- um kynþáttum, trúarbrögð- um, stjórnmálaskoðunum og og sannindum. Þau eru helguð heimi, sem er laus við hatur, fordóma og stríð, og markmið þeirra er að gera fólki frá öllium löndum kleift að lifa saman i sátt og samiyndi." Qg hann segir: „Við erum ekki að reyna að selja fólki trúarbrögð i formi tónlistar. En hugtök Baihá’i-trúarinnar koma í ljós í tönlistinni — eins og td. eining mannkyns- ins. Qg það er vegna þess að trúin er hluiti af okkur og hún hefur áhrif á þá tónlist sem við semjum, hvort sem við viljum eða viljum akki. Margt fólik telur okkur ofstækisful'la og álitur okkur trúboða eða eiitt- hvað þess háttar, en við eruim bara við sjálfir sem Bahá’íar. Við iifum lífi okkar í trúnni. En við reynum ékki að þiröngva henni upp á aðra eða umsn úa þeim. Bahá’íar gera það ekki. Þeir bjóða öðrum að taka þátt í þessu með sér, en hinir ráða því sjálfir bvort þeir vil'ja taka þátt í þesisu eða ekJki.“ -k Jim Seals byrjaði að ieika á fiðlu og slá á strengina á gntar föður sins, þegar hann var fimm ára gamall o.g bjó í Texas. Seinna sneri hann sér að tenórsaxafóni og snemma á táninigisárunuim var hann kom- inn með fulla möppu af frum- sömdum lögum. Dash Croiflts spilaði á pianó þegar um f jögurra ára aldur og sjö ára gamall hafði hann líka lært á trommur. Hann bjó lika i Texas, ekki lanigt frá Seals. Þeir hittust fyrst snemma á tájnmgsárunum í gagnfrseða- skóla í Texas og þar stofnuðu þeir fyrstu hljómsveitina sína saman. — Þegar þeir út- skrifuðust úr skólanutm, héldu þeir til Kaliforníu. Fram an af unnu þeir fyrir sér sem a ðsto ðarhl jóðfæraleikarar við plötuupptökur i Ijos Angeles, en síðan fóru þeir á flakk um Bandariktn með ýmsum hltjóm- sveitum. Á þeim táma þróaðist hinn fjölbreytilegi stíll þeirra, sem er ssvo áberandi í tónlist þeirra nú. Fyrir uim fjórum árum tóku þeir Bahá‘i-trú og smám saman þokuðu þeir sér út úr hljóm- siveitinni, sem þeir voru í og lögðu inn á nýjar brautir tveir saman. Dash setti trommurnar i geymslu og blés í staðinn rykið atf mandólininu og leik- ur nú á það ásamt hljóðfæri sem netfnist „dulcimer" og minnir í senn á íslenzka lang- spilið og indverska sátarinn. Þetta hljóðfæri notaði Brian foeitinn Jones um tíma þegar hann var liðsmaður Rolling Stones. Qg þetta hljöðtfæri l'jær tónlist þeirra Seals og Crotfts austurlenzkan blæ. Þeir hatfa leikið inn á tvær stórar plötur. Sú fyrri ber nafnið „Seals & Crofts," og var gefin út á síðastliðnu ári, en sú siðari kom út fyrir skömmu og ber nafnið „Down Hiome." Upptökumeistari seinni plötunnar er einn sá þekktasti í sinni röð í Bandarikjunum, Joíhn Simon. Að undaníörnu hafa Seals og Crpfts leikið að mestiu i háskólum og á hljömieikum. Þá hatfa þeir toomið fram í sjón- varpsþáttum Davids Frost og Glen Campbells, þátturn sem eru í hópi vinsælasta sjónvarps efnis í Bandarikjunuim. Bandariska timaritið „Stereo Revievv“ fjallaði um þá félaga i grein í janúarheftinu, 1971. Var þeirri hiuigmynd varpað fram, að ef til vili væru þeir Seals og Crotfts einmitt fflytj- endur hinnar margeftirlýstu „tónlistar áttunda áratugs- ins.“ Ekki skal lagður neinn dóm- ur á þá tiilgátu hér, því enn hefur greinarhöfundur ekki heyrt svo mikið sem einn einasta tón fíuttan af þessum heiðursmönnum, en hins veg- ar er lesendum eindregið ráð- lagt að verða sér úti um miða á hlijómleikana. Miðamir eru afhentir ókeypis í miða- sölu Hásfcólabíós, en aidursitak mark á hiljómleikunum verður 16 ár. Góða skemmtun! Tiu vinsæhistu lögin í Bretlandi: 1 (4) Hot Uove — Tyrannosaurus Bex. 2 (2) Anotlier Day — Paul McCartney. 3 (5) Bose Garden — l.ynn Anderson 4 (1) Baby 4unp — Miingo .lerry. 5 (6) It’s Impossible — Perry Como. 6 (7) Sveet Caroline — Nell Diamond. 7 (10) Tomorrow Nigbt — Atomic Booster. 8 (3) My Sweet Lord — Georse Harrison. 9 (8) The Pushbike Song — Mixtures. 10 (9) Amazing- Grace — ,Tudy Collins. Tíu vinsælustu lögin í Bandarikjunum: 1 (2) Just My lmagination — Temptations. 2 (1) Me And Bobb.v McGee — .Tanis Joplin. 3 (5) For All We Know — Carpenters. 4 (3) Slio’s A Lady — Tom Jones. 5 (7) WJiat’s Goins: On — Marvin Gaye. 0 (4) Proud Mary — Ike & Tina Turner. 7 (6) Doesn’t Somebody Want To Be Wanted? I’artridsre Family. 8 (9) Help Me Make Tt Throusli The Night — Sammi Smitli. 9 (11) Love Story — Andy Williams. 10 (14) Another Day — Paul McCartney. 11. apríl 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.