Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 6
ÓBOÐNIR GESTIR í KARASJOK Eftir Per Hansson. — Síðari hlutL Þeir skemmtu sér við að brenna húsin Þrisvar sinnum hafði Kirsten hjálpað flýjandi föng- um, og þrisvar sinnum hafði guð séð um að sporhundarnir töpuðu lyktarskyninu þegar þeir snuðruðu við hús hennar. En hún hugsaði sem svo, að ekki væri hægt að setjast klof- vega á girðingastaur og síðan kref jast þess af drottni, að mað ur kæmist lifandi yfir flúð- irnar i Stórafossi. En pilturinn var um kyrrt í kofanum, sem hann hafði gert sér úr kvistum og greinum, laufi og mosa, i marga daga án þess að nokkur kæmi að sækja hann. Hann var svo grunlaus, að hann taiaði lika við annað fólk úr nágrenninu, og það óttaðist Kirsten. Hún hafði heyrt bónda nokkurn segja, að ef hann sæi flóttafanga, mundi hann ekki gefa sér tlma til að ljúka mál- tíð áður en hann tilkynnti það Þjóðverjunum og lénsmannin- um. Bóndinn sagði þetta ekki af því að hann væri vondur maður, heldur sökum þess að hann vildi ekki deyja og láta fjölskylduna lenda í fangabúð um vegna eins fanga. Þessi maður fór á samkomur i bæna- húsinu og sótti allar guðsþjón- ustur i kirkjunni, en þar sem hann talaði þannig, skildi Kirsten, að hann treysti samt sem áður ekki alveg á guð. Það var ekki mikið, sem Kirsten gat gert til að koma í veg fyrir að Serbinn fyndist, en hún kom því þó þannig fyr- ir, að hún þurfti ekki að fara út að kjarrinu með matinn. Hún hengdi smjörlíkiskassa á húsvegginsn og fyllti hann kjöti, fiski, smjöri og brauði, og pilturinn læddist heim á nætumar og sótti matvælin. Flóttamaðurinn var i kjarr- inu í rúma tíu sólarhringa áð- ur en hann bjóst til að halda til Sviþjóðar. Hann kom til Suosjavrre, sjö til átta mílna leið frá Kara- sjok. Þair rakst Serbinn á Norð mann, sem sagði til hans hjá yfirvöldunum. Fáeinum dögum síðar var pilturinn með gömlu augun kominn aftur til Kirke- sted. 1 búðunum var hann bund inn við furutré og barinn lengi, og svo gráðugir voru þeir í nöfn hjálparmanna hans á flótt anum, að þeir héldu áfram að berja þangað til hann dó. Kirsten frétti hjá einum þýzku hefrmannanma, sem heim- sóttu hana, að þeir hefðu hand tekið strokufanga. Hún taldi, að þetta væri drengurinn, bað fyriir honum og bjó sig sjálf undir að sjá fjöllin, skóginn og ána í sið- asta sinn. En dagamir liðu sem fyrr, og þá vissi hún, að pilturinn hafði dáið án þess að segja neitt um hana og hitt fólkði á Svinengbæjunum. Serbunum hafði aldrei tek- izt að gera grein fyrir hvers vegna þeir höfðu einmitt bar- ið að dyrum hjá henni þessar nætur, og Kirsten fann ekki heldur neina fullnægjandi skýringu á þeirri gátu. Undir öllum kringumstæðum var þó eðlilegast að flýjandi fangar leituðu upp dalinn til Svineng. Þjóðverjamir héldu sig að mestu hinumegin árinnar, og einhverjir Serbanna höfðu trú lega á einn eða annan háitt fienig ið upplýsingar um hvar konan með hvita pokann bjó. Hún talaði aldrei um flótta- mennina, svo hún hafði engan til að bera málið undir, og brátt hætti hún að velta því fyrir sér hvers vegna þeir hefðu komið til hennar og beð- ið um hjálp. Hún leit á það sem guðs vilja, og í ritningunni var tal- að um órannsakanlega vegi drottins. En hvað ég er heimsk, hugs- aði hún. — Hér sit ég og vænti skýringa á öllu mögulegu, eins og guð eigi að gera mér reikn- ingsskil fyrir gerðum sínum. Það er svo heimskulegt, að ég gæti alveg eins kallað yfir ána til Haldefjails og beðið það að flytja sig til Kautokeino, svo það stæði ekki þama og skvggði á fyrstu sólardag- ariá eftir skammdegið. Þetta haust sá hún ekki, að skógurinn kringum húsið var sem morgunroði og sólsetur himinsins. Hún sá aðeins sár- svanga og tötralega rnenn, hvort sem hún var á Blóðveg- inum eða vann við eldhúsborð- ið eða lá i rúminu í svefnher- berginu. Og hún fann ekki bara til angurværðar eins og undanfar in ár þegar ískaldir vindar skófu trén nakin, heldur var hún altekin kveljandi sorg morgunin, sem greinarnar stóðu blaðlausar og þurrar. Hún vissi, að frostið og skammdegið myndu ganga í lið með morðingjunum í fanga- búðunum á Kirkested . . . Eftir því, sem vikumar liðu, höfðu íbúarnir séð fangalest- ina minnka, þegar hún gekk milli búðanna og vinnustað- anna, og nú komu kuldasár og kal í viðbót við hungrið og kvalirnar. Serbarnir höfðu bundið tré- sóla og strigapoka á fætuma með snæri og vafið tuskuræfl- um um fótleggina. Jakkam ir og buxumar voru gegnslit- in og rifin, og af því að marg- ir höfðu ekki annað en tau- ræmur til að vefja utan um hendurnar, festist húðin í lóf- unum við verkfærin og hrufl- aðist af. Þeir, sem kalnir voru á fót- um, höltruðu í fangalestinni á frumstæðum hækjum, og hvert skmef á svefflögðum vegimium gat táknað dauðann. Þeir máttu ekki, máttu ekki detta. Því um leið og það skeði, réð- ist varðmaður á fangann og barði hann með byssuskeftinu. Dag nokkum í lok nóvember varð Kirsten að kynda þar til ofninn var rauðglóandi. Frost- harksm var svo mikil, að það brakaði í veggjunum, og á himninum sá hún norðurljósin flögra og hlykkja sig eins og illir höggormar. Hún hafði enga matarlyst og saumurinn á húfunni, sem hún var að búa til, varð allur skakkur. Hvort sem hún hafði augun lokuð eða opin, sá hún fyrir sér fangana með tuskuræfla um fætur og hendur, sem voru döfekblá aif kulda. Kirsten hætti að sauma. Hún bjó til tnarga smápakka með kjöti og fiski og hélt niður ísi- lagða ána á skíðasleða. Þegar hún kom út á merk- urnar við Blóðveginn, leit hún hvorki til hægri né vinstri. Hún lét bara pakkana detta úr pokanum á sleðanum svo þeir lágu í langri röð að baki henni. Þjóðverji rakst á Kirsten og neyddi hana til að tina upp pakkana, sem fangamir höfðu ekki náð að gripa. er vön að þramma í snjónum. Kirsten heima í Karasjok. Hún 1* ÍHÍ ; | g V‘-V-'-V* ■ I "x .; .t. ^ j||f j f Bamm beimdi byssusitingmum að brjósti hennar, en hún lagði skinnvettlinginn yfir glamp- andi stálið og sagði við hann: „Ef þú ert lika svangur eins og fangamir, skaltu borða kjöt ið.“ Þeir gátu nú gert við hana það sem þeim sýndist. En varð maðurinn ýtti henni burt og hún fór án þess að lita um öxl. En bak við næstu bugðu dreifði hún afganginum af mat- arpökkunum og hélt síðan í átt til byggðarinnar. 1 hvert sinn sem hún dró andann, sveið hana í nasahol- urnar af frostinu og hún lagði mikia krafta í að komast heim í hlýtt húsið sem skjótast. Þeg- ar hún var komin um það bil hálfa leið, heyrði hún vélar- hljóð á bak við sig. Kirsten lyfti skíðasleðanum yfir vegar- brúnina og kom sér fyrir bak við skógarhól. En hljóðið kom ekki nær. Hún sá, að vörubíllinn hafði stanzað spölkom í burtu, og hún sá tvo hermenn kasta frost bitnum og meðvitundarlausum og látnum föngum eins og trjá- bolum af vörupallinum og út fyrir veginn. Kirsten vissi, að stórgrýtt urð var þar, sem beinaberir likamirnir féllu ... Fangalestin, sem dróst milli búðanna og skógarins og Blóð- vegarins, var nú minni en helm ingur þess, sem hún hafði ver- ið nokkrum mánuðum áður. Já, þeir sem oft sáu mennina staulast riðandi fram og aftur við óp og barsmíð, gátu stað- fest, að tala Júgóslavanna minnkaði dag frá degi. f byrjun desember 1942 var vegavinnunni hætt. Jafnvel yfirforinginn hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að sjúkir og máttvana fangamir gætu ekki áorkað meiru í ís og metersdjúpu frostlagi, og hann vildi hlífa hermönnunum við áreynslunni að standa vörð í þessum hræðilega kulda. Aðeins á sögunarplássinu var unnið jafnt sem fyrr til að útvega eldivið í ofna Þjóðverj- anna. Meðan svipuhöggin dundu á Serbunum, drógu þeir hlass eft ir hlass á stórum sleða til bragga og hertekinna íveru- húsa, og sennilega hefur það verið þessi fangahópur, sem íbúar Karasjok sáu síðast til. Eins og venja var á veturna, létu flökku-Samar hunda sina ganga lausa milli húsa og girð- inga á Kirkested. Urrandi og geltandi þutu hundamir þrjátíu eða fjörutíu í hóp um þorpið og brekkurn- ar hjá sjúkraskýlinu, og hvað eftir annað hafði forstöðu- konan kvartað yfir því, að hundarnir gerðu sjúklingunum ónæði. Loks ákvað lénsmaður- inn, að skjóta skyldi tvö villt- ustu dýrin. Starfsmaður hans valdi úr tvo stærstu hundana. Annar þeirra féll fyrir fyrsta skot- inu, en hinn hörfaði í áttina að sögunarplássinu mikið særður. Startfsimaðurinin kocmst ekki í slkotfæri við ihundinin aftur fyrr en hanm var kominn alveg nið- ur á ísinm rétt hjá föngunum. Um leið og hundurinn féll dauður niður, köstuðu Serb- amir sér yfir hann. Þýzku varðmennirnir öskr- uðu, en hinir banhungruðu menn fengu stuttan frest með- an starfsmaðurinn fór til her- mannanna til að gefa skýringu 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. apríl 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.