Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 16
menn botnuðu yfirleitt nokk- um skapaðan hlut í „kristni" þeirrar tiðar. Kristnin réðst ekki að hinum ytri ramma. Hun réðsit að imntakiniu. Hér látum við staðar numið að sinni. Ýmsum mun koma á óvart að hevra Njálu orðaða við svipaða rithefð og aðrar miðaldabókmenntir, einhverjir munu sakna þeirrar hugmynd- ar að Islendingar hafi orðið til að skapa lýðræði í heiminum. Allt er þetta þó létt á vog menningarfrseðinnar miðað við þau umbrot sem búast má við, er menn gera sér ljósari hug- myndafræðilegan grundvöli kristindóms og strauma þá er gengu um Evrópu að fornu. Þeir sem hyggja, að við miss- ixm spón úr okkar aski við hin nýju viðhorf meta iiins vegar stöðu okkar skakkt. Ekkert verður til að auðga íslendinga á borð við nýjar rannsóknir á nýjum morgni íslenzkra íræða. Við stöndum með ein- stæð gögn í höndum. Sú hug- mynd að mikill hluti islenzkr- ar fornmenningar liafi fallið af himnum ofan úr menningar- sögulegu tómi styðst hvorlti við heimildir né skynsamlega fræði mennsku. fslenzkir landnáms- menn voru engar kynjaverur 1 bófcmenntum heims — þeir voru lifandi menn sem sigldu til Islands frá Evrópu. Þeir áttu það sameiginlegt með Jésú Kristi og öðrum er af móð ur eru fæddir, að þeir lifðu í vissu þjóðfélagi við tiltekið menningarstig. Þetta er okkar gæfa, fslendinga, bein ástæða þess að unnt er að nota is- lenzkar heimildir til að skýra forsögu Evrópu — og liristni. Tilvitnanir 1. Jorge Luis Borges, The Book of Iniaginary Beings. Jonathan Cape, London 1970. 2. sjá til hliðsjónar Absalon Taranger í Bikssamling og Kristendom, Universitetsforlag et, Oslo 1967, s. 290. 3. Einar Pálsson, Baksvið Njálu, Mímir, Reykjavík 1969. 4. Einar Pálsson, Trú og land nám, Mímir, Reykjavik 1970. 5. sjá t.d. Baksvið Njálu, s. 22—27. 6. sjá fslenzk fornrit I, 1. s. 7. 7. sjá Halvdan Koht og Ólafía Einarsdóttir í Rikssaml- íng og Kristendom, s. 88-—105 og 144—166. Hafi Hákon góði verið á unga aldri áratuginn fyrir 930, og hafi hann vart get að BYRJAÐ starf sitt að laga- setningu fyrr en eftir 933 eða 945 — jafnvel ekki orðið kon ungur fyrr en EFTIR að Al- þingi var stofnað, er víst ráð- legt fyrir ýmsa að hugsa mál sitt á ný. Hvernig átti að sníða íslenzk lög sem viðtekin voru formlega 930 eftir lögum sem ef til vffl voru ekki „samin" fyrr en 10 eða 20 árum siðar? Hér er að sjálfsögðu engin af- staða tekin til þessa máls, að- eins bent á vandann. Eða: Hvenær var Alþingi sett á stofn? 8. sjá Trú og landnám, kafla 43, 44, 48, 49, 52, 53. 9. sjá sama rit, kafla 5, 49. 10. sjá t.d. Joseph Campbell, The Masks oí God. Primitive Mythology. The Viking Press, New York 1969, s. 294. Að minnsta kosti tvær aðrar skýr- ingar virðast til á Miðgarði, en þær verða ekki ræddar hér. 11. sjá Baksvið Njálu s. 52, 206 og Trú og landnám, kafla 3, 27, 28. 12. sjá t.d. Edward Bull í Rikssamling og Kristendom, s. 390. 13. Þessi þýðing er tilbúning ur. Á enskunni raefraast Váfuð- ir Lagarins „The Lamed Wufn iks“ (J. L. Borges The Book of Imaginary Beings, s. 142). Ég hef hvergi fundið skýringu á orðinu Wufniks — við fyrstu sýn virðast The Lamed Wufn- iks merkja Wufnikarnir löm- uðu. Slík þýðing væri þó látt skiljanleg, enda vandséð hví þessir menn skyldu lamaðir — nema er þeir skildu að þeir voru frelsarar manna. Þó kynni þessi að vera merking- in. Sú þýðing sem hér er val- in byggist á hinu óræða hug- taki frelsaranna. Er reynt að ná þama svipuðum blæ og í frumsögninni. Váfuður var Óð- ins-nafn. Óðinn átti sér „12 nöfn“ og var vafalaust tengd ur Hring —og þar með Ári. Af goðaveldinu sjáum við, að hann hefur verið tengdur tölunni 36. Orðið LAMED á ensku getur merkt 12. stafur hins hebreska stafrófs. Hliðstæða hans í rún- um hljóðfræðilega séð nefndist LÖGUR. Þar sem LAMED var 12. stafur hins hebreska staf- rófs þykir mér sennilegt, að helgi hans búi að baki hinni einkennilegu ensku nafngift, og að Wufnikarnir hafi verið við hann kenndir, samanber tölu þeirra, 36 (þrisvar 12). Þó er þetta ekki víst. LAMED var tengdur Uxa, LÖGUR var vafa litið tengdur helgi nautgripa. Þar sem Árið rann upp af LEGI — þeim stað á sjóndeild arhring er tengdur var Vatni, ætti „þýðingin" alla vega að standast. 14. Eins og sjá má hér á eft- ir er þessi skýringartilraun skáldsins óþörf. 15. Mér hefur ekki tekizt að finna merkingu KUTB, þegar þetta er ritað. Hins vegar get ég ekki stillt mig um að minna á það, að á tamíl-málinu ind- verska merkir orðið KUT ein- mitt „tindur“ eða „stöng“. Var slik stöng reist við töku lands, og verður ekki betur séð en að sá siður sé náskyldur þeim sið- um er að STÖNG lutu í nor- rænum trúarsiðum við landnám fslands (sjá J. G. R. Forlong, Encyclopedia of Religions, Uni versity Books, New York 1964, II. 432.) Stöngin KUT var tákn guðsins Siva, sú staðreynd að merking orðsiins er „tmdur" EÐA „stöng“ bendir ti‘l þess, að þama sé um stöng Miðjunnar að ræða, þeirrar er hjól árstíð anna snerist um. Tindurinn var þá vafalítið í táknrænum skiln ingi „tindur veraldariivolfs." Ósennilegt er, að orðin KUTB og KUT séu skyld að orðsifj- um, en orðið hefði getað borizt með helgisiðunum. 16. Hér er að sjálfsögðu ein ungis vitnað til einnar „teg- undar“ árs, þess er einkum var kennt við Egyptaland. Nafnið yfir Tlundimar er oftast Dek- anar á Evrópumálum og voru Dekanarnir jafnframt vikur er stóðu 10 daga hver. „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn“. (Mattheua 2. 15). 17. sjá t.d. Trú og landnám, kafla 13,14,15, 33. 18. Hermaran Fischer í Die Extemsteina, HaJJonen Verlag, Masehen v.d. Hallonen 1970, Heft 18/19, s. 30. 19. sjá íslenzb fomrit I, 2. s. 313. 20. Grahame Clark og Stuart Piggott í Prehistoric Societi- es, Felican 1970, s. 281. Heimildir eru nánar tilgreind ar i bökunum Baksvlð Njálu og Trú og Iandnám. Þá verður einnig heimildaskrá í næsta bindi ritsafns þessa, sem vænt- anlegt er að ári. Nafn ritsafns ins er Rætur íslenzkrar menn- ingar. Óboðnir gestir í Karasjok Framh. af bls. 7 að hanm sá táæ móður simnar. Hann var sjö ára, og harnn hafði grafið niður tréhestinn sínn meðan hinir fullorðmu földu innbú og verkfæri úti í skógi. Þessir tveir hermenm töluðu ekki. Allan timann höfðu þeir staðið þögulir og reykt vindlinga og brosað að hinn grátamdi konu. Þeir brostu ennþá þegar þeir gengu að gömlu smiðjunni og skvettu bensíni á vegginn. Þegar byrjaði að loga, hló annar þeirra. Berit grúfði andlitið við öxl- ina á Kirsten. Þegar þeir kveiktu í skemm- unni, stökk drengurinn óður af örvæntingu til þeirra og þeir ýttu honum hranalega í burtu. Áður en þeir yfirgáfu túnið á Svineng, kveiktu þeir líka í hlöðunni. Vindurinn frá ánm blés gneistum og brennandi heyi upp í ásinn. Ofan úr fjallinu gat Johann- es fylgzt með frá því fyrstu logamir titruðu í rökkrinu langt niður frá, og hann reið nú dökka klárnum í átt til bæj arins. Þegar hann náði heim, voru Þjóðverjarnir farnir. Kirsten sagði honum frá Þjóðverjunum tveimur, sem höfðu skemmt sér við að brenna niður allt, sem hann og faðir hans á undan honum, höfðu unnið baki brotnu við að byggja upp. Útlendingamir voru vopnaðir. Það var Johannes ekki, og jafnvel þótt hann hefði átt byssu, hefði hann ekki getað notað hana. Eldurinn hefði ekki orðið minni þótt hann hefði skotið eða verið skotinn, og hann átti böm til að hugsa um, og Berit stóð í eldbjarmanum frá brenn andi útihúsunum. Hún stóð þar hreyfingarlaus eins og tré, og það var sem hún hvorki heyrði hann né sæi. Þegar hún loksins svaraði, þekkti hann næstum ekki rödd hennar. Og hún sagði aðeins: „Þeir hlógu þegar þeir sáu log ana og tárin . . . “. Hann fór með Berit inn í hús ið, og hún var eins og svefn- gengill þegar hún byrjaði að hjálpa honum að bera út skinn, vaðmálsteppi og verk- færi, og það sem þau annars gætu komizt með í nokkrum ferðum út I skögarkjarr ! grenndinni. Starfið hafði góð éhrif á hana, og þegar þau yfirgáfu bæinn skömmu siðar, vstr Berit búin að ná sér og hjálp- aði tveimur minnstu börnunum að komast áfram. Johannes var einn fárr manna, sem hafði einhvern stað til að flytja fjölskylduna á. Þegar orðrómurinn um að brenna ætti Finnmörku jókst, hafði hann byggt kofa í dal um það bil tveggja tima gang frá Svineng. Kirsten gekk ekki til liðs við Berit og bróður sinn Jo- hannes. Hún hafði flýtt sér til nágrannabæjarins, þar sem Hans bróðursonur hennar bjó ásamt konu sinni Elen Soíie. Einnig á þessari stundu fór Kirsten þangað, sem hún taldi sín mest þörf. Elen Sofie og Hans áttu barn á öðru ári og annað aðeins sex vikna gamalt. Bornin voru vafiin iran í sauðargærur og í snjókomu og dimmviðri flýðu þau strax sam an frá Svineng. Uppi í hlíðinni stækkaði hóp ur flóttafólksins. Að lokum höfðu safnast saman fimm fjöl- skyldur, sem ætluðu að fylgj- ast að til felustaðarins úti í auðninni. Ákvörðunarstaður- inn var dálítið sæluhús, sem byggt hafði verið fyrir áratug- um siðan við ána Bakkeljokk. Þegar Þjóðverjarnir komu með tilkynnmguna um að brenna ætti bæinn eftir tvo klukkutíma, var Hans ekki ennþá búinn að ná skepnunum út úr fjósinu, svo hann og Kirsten og Elen Sofie teymdu nú kýr og kindur á eftir sér til Bakkeljokk. Þau áttu börn og margt annað að hugsa um, og gátu ekki komið þvi við að taka mik ið af búsmala með sér. Afgang- inn hafði Hans rekið upp í gerði skammt frá bænum, og nokkrum timum síðar læddist hann varlega til gerðisins til að sækja dýrin. En hann kom of seint. Kindur og kýr lágu hreyf- ingarlausar með stífa fætur i nýföllnum snjónum. Þjóðverjarnir höfðu séð þær og drepið þær. Hans varð að styðja sig við girðingarstaur. Veturinn gat staðið fram í mal næsta ár, og hann átti Elen Sofie og litlu bömin tvö, og enginn vissi hve nær striðinu myndi Ijúka. I-lann svimaði og hamn tók af sér skiinnhúfuna. Kaldur vtndur inn reif í dökkt, sítt hár hans og innra með honum brauzt fram svo ægileg reiði, að hon- um fannst sem hjartað og æð- arnar ætluðu að springa. Eins og óður maður reif hann nið- ur girðinguna, sem hann hélt í og dró upp störa Sama-hnífinn sinn. Þau höfðu þörf fyrir hvern einasta kjötbita úti í sæluhúsinu ... Kirsten var ekki i sæluhús- inu vi'ð Bakkeljokk fyrstu nótt ina. Johannes bróðir hennar hvíldi ekki heldur í kofanum, sem hann hafði byggt á felu- stað sínum. Þau lágu úti undir beru lofti uppi í fjaliinu og horfðu á Svineng. Það höfðu liðið margar klukkustundir fram yfir frest- inn, sem Þjóðverjamir gáfu þelm, en enniþá höfðu þau ekki séð eldsloga niður við Kara- sjok-ána. Og þau voru ekki tvö ein þama uppi i myrkrinu. Hjá þeim iá og sat fólk frá hinum bæjunum í grenndinni og beið eftir eldslogunum. Nokkrir áttu sér ennþá örvæntingar fuiia von um að kraftaverk kynni að eiga sér stað og það heyrðist hvíslað um þann möguleika, að Þjóðverjamir væru þegar famir frá Kara- sjok og hefðu gleymt húsunum uppi í dalnum. Yfir Kirkested sáu þau him- ininn rauðan af bjarmanum frá brennandi þorpinu. Það var lítið talað þessa nótt, sem leið svo hægt, að hún var á við heilt skammdegi. Þeir, sem eitthvað sögðu, voru lágmæltir. Fólkið lá all- an tímann og hlustaði eftir þýzkum leitarflokkum og hundgá. Hermennirnir höfðu sagt, að þeir, sem neituðu að láta flytja sig brott nauðuga, yrðu skotnir á staðnum. Um miðnætti sáust engir eld- ar í gremnd við Svineng, og það liðu margar klukku- stundir fram yfir miðnætti, og emnþá var alllit myrkt og kyrrt niðri á mannlausum bæjunum. Kirsten tók bita af þurrk- uðu kjöti upp úr poka sínum og gaf öðrum með sér. Prest- urinn, Nils Biti, sat við hlið- ina á henni á snævi þöktum mosanum ásamt konu sinni, Hönnu. Hann losaði hægt um spenntar greipar sinar þegar Kirsten rétti honum kjötbit- ann. Snemma um morguninn kom þýzki herflokkurinn og kveikti 1 húsunum, sem þeir áttu Johannes og Hans, Jon og Johannes yngri á Grönnmo, og í öUu, sem byggt var af manna höndum í nágrenninu. Kirsten og bróðir hennar stóðu ein eftir uppi á fjallsbrún inni. Hinir þoldu ekki að horfa á bæí sína brenna ti'I ösku. Andlit karlmannanna voru þungbúin og hrukkótt þegar þeir gengu hægum, þungum skrefum ásam't kormm sínum og börnum yfir fjallsbrúnina og niður hliðina hinum megin, þar sem þeir gátu ekki séð eldtung urnar í Svineng. Stórar snjó- flyksur bráðnuðu á andlitum þeirra, og enginn gat séð hvort tókst að halda aftur af tárun- um. Allir voru þögulir þar sem þeir gengu, og þótt konurnar berðust við grátinn og þrýstu vasaklútum eða slæðum að munninum, heyrðist samt hálf- kæfður ekki. Andlit lcarlmannanna urðu ennþá samanbitnari. Þeir lutu höfði, og handleggir þeirra héngu niður eins og þeir ættu að lyfta þungri byrði. Þvi í hvert sinn, sem kona kjökraði, var eins og jörðin, skýin og fjöllin fylltust gréti, og innra með þeim blossuðu logamir upp og þeir sáu timburvegg- ina hrynja saman, og þeir hugs uðu með sér, að það hefði kannski verið síður hræðilegt ef þeir hefðu verið kyrrir á fjailílsbrúninni og séð allt með augunum . - . Kirsten var nú orðin fimm- tíu og þriggja ára, og Johanm- es var sextugur. Þegar hún starði á logana, sem léku um hús hennar og bæ Johannesar 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. aprid 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.