Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 4
Sigfiirður Guðjönsson með móður sinni, Sigríði Giinnarsdótfcur. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Minnsta barn, sem fæðzt hefur á íslandi og lifað Rætt við Sigurð Guðjóns- son og móður hans Sigríði Gunnarsdóttur Eftir S'tefán Halldórsson Sig'urður, níu mánaða gamaU. Minnsta bam, sem fæðst.hef ur á Islandi og lifað, kom í hei'minin fyrir röskum 25 árum. l>etta var drengur og voru for- oldrar hans hjónin Siigríður Gurmnarsdóttir oig Guðjón Jó- hannesson, vöruaígreiðslumað- ur hjá Ei.mskipafélagi Islands, en hann er iátinn fyrir nokkr- um árum, Drenigurinn hefur síð an stæiklkað mikið og ber það ails ekki utan á sér, að eitt sinn hafi hann verið einstak- lega liitiil vexti. Hann heitir Sig urður og starfar hjá Piugfélagi Islands. Við brugðum okkur í heiimsókn til hans á Bræðra- borgarstiginn, þar sem hann býr með móður sinni. Ðáð- 'uim við fyrst móðiur hans, Siig- ríði, að lýsa fyrir okkur fyrstu æviárum hans. Hún sagði: „Hann kom í hjeiminn 31. mai 1045, þrem mánuðium fyrir tim ann. Hann var 700 grömm eða teepar þrjár merkur á þyrvgd, 36 senitimetra langur oig alveg slkinnlaus. Ég átti hann heima hjá mér á Vesturgötu 10 og Hoiga Níelsdóttir, fjósmóðir og Kristín Ólafsdóttir læfcnir að- stoðuðu mig við fæðinguna. Þær töldu enga iífsvon fyrir barnið, þvi það vtéri svo litið. En Helga kom til mín á hve.rj- um degi í 10 daga til að að- stoða mig og fýligjast með Mð- an drengsins. Þetta var vel gert af henni. þvi henni bar ekki skylda til að fcoma nema í vifcu. Læfcnar töldu alls ekfci ráð- legt að flytja dreniginn á spi't- ala, því hann myndi ekki þola hitastiigsbreytingiuna í fiutninig unium. Því varð ég að annast hann heima og hafði litla að- stoð. Hann var ákaflega við- kvæmur fyrir öllum breyting- um. Ég mátti ekki opna glugga fyrr en eftir 10 vikur og hann haifði hjá sér í tau'körfunni f jór ar hitaflösikur með nákivæmlega mældu hitastiigi, þvi hitabreyt- ing hefði getað riðið honum að fuiliiu. Hann lá í bómuli og ég varð að baða hann úr olium, því vatn mátti ekki koima á hann. Kristbjörn Tryggvason, læknir kom að líta á drenginn, þegar hann var orðinn þriggja vikina gamall. Helga ijósmóðir koim einnig og hún var að biðja Kristbjöm að útvega hjúkrun- arlkonu mér til aðstoðar. En Kristbjörn sagði þá þessi orð, sem hilýjiuðu mér mikið og veiittu mér styrk: „Hjúkrunar- kona er ekki til. En ég sé, að barninu hefur farið fram, og ef móðirin getur ekki annast það, þá getur það enginn." Tíminn ieið oig drengnuim virt ist fara vel fram. Hann þymgd- ist um 250 grömm á vik-u og dafnaði vel. Ég gat ekki gefið honutn neina brjóstamjó] k sjáif en ég féfck eina máltið á dag frá vinkomu minni, sem hafði fætt bam satna dag og ég. Ég varð að gefa honum þessa mjólk í dropatali, láta einn dropa detta upp í hann í einu, Síðan fékk ég brjóstamjólk úr sjö konum í gegnum Líkn, þang að til þrír og hálfur mánuður var liðinn, en þá gat ég farið að gefa honum kúamjólk. Hann þyngdist með hverri vikunni, sem leiö, allt sumarið, og þegar hann var átta mánaða gamall, var hann orðinn 26 merkur á þyngd. En þá fékk hann kighóstann og var óskap lega veikur í átta vikur. Þá hélt ég, að ég væri að missa hann. En hann komst ytfir veik indin, en hafði ekki bætt við sig grammi á þessum tíma. Þegar hann var kominn á annað árið, fór ég með hann í alisherjarskoðiun hjá Kristbimi. Drengurinn var ekki enn far- inn að ganga, því hann var svo blóðlítill, var aðeins með 35% blóð, en hann skreið og gat staðið. Kristbjörn sagði, að snáðinn yrði farinn að ganga um jólin, en sá litli beið ekki svo lengi, heldur fór af stað i lok nóvember. Kristbjörn tók hann síðan í allsherjarskoðun á hverju ári fram til fimm ára aldurs og eft ir það var hann lengi í ljósböð um. Hann var lítill fram yfir fermingu, en þá tók hann að stækka og er nú 1.71 metrar á hæð. Og hann hefur alla tið verið stálhraustur. Fyrsta árið hans var ákaf- lega eríiður timi fyrir mig. Það þurfti svo mikla nákvæmni i allri meðferð hans og á stund- um fannst mér eins og ég ætl- aði ekki að hafa þetta af. En þegar þannig stóð á, fann ég jafnan nálægð einhvers, sem hjálpaði mér og veifti mér styrk. Hvað þetta var, get ég ekki sagt, en þefcta var ábyggi iega ekki héðan úr þessum heirni. Og það var mikið lán, að þetta timburhús, sem við bjugg Framh. á bls. 17 Siguröur var á sínum tíma formaður nemendafélags Gagn- fræðaskóla Yestnrbæjar og hér er hann að afhenda skólastjór anum, Óskari Magnússyni frá Tungunesí, blómakörfn frá nemendum. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. apriil 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.