Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 9
systra, og hlaut þá sín fyrstu verðlaun fyrir sérstaka vand- virkni í handavinnu. Á iðnsýn- ingu 1911 hlaut hún verðlauna skjal fyrir hannyrðir og á heimilisiðnaðarsýningunni 1921 tvö heiðursskjöl, annað fyrir veggábreiðu en hitt fyrir prjónað langsjal. Á sömu sýn- ingu fékk Auður, dóttir henn- ar, heiðursskjal fyrir tvær brúður i prjónuðum fötum. Þorbjörgu er svo lýst, að hún hafi verið fremur lágvax- in, en grannvaxin og svarað sér vel, léttlynd og létt á fasti, dugleg og skemmtileg og mik- ilhæf húsmóðir. Að Kvennaskólanámi loknu réðst Þorbjörg innistúlka á mannmargt og myndarlegt Blöndukanna úr trc frá 19. öld. I slíkuni könnum var geymd sýrublanda, sem var svaladrykkur. heimiii Ásthildar og Péturs J. Hihorsteinsson á Bildudal. í»ar kynntist hún mannsefni sínu, Sigfúsi Bergmann, og giftust þau aldamótaárið. Er það mál þeirra, er til þekktu, að jafn- ræði hafi verið með þeim hjón- um um mannkosti alla. Sigfús Þorsteinsson Berg- mann fæddist að Hrafnabjörg- um í Hörðudal í Dalasýslu 2. dag desembermánaðar 1872, einn fimm barna hjónanna þar, Ingveldar Danielsdóttur og Þorsteins Arasonar Berg- manns. Á fermingardaginn sinn, 1886, réðst hann til Péturs J. Thorsteinsson á Bíldudal og starfaði við verzl- un hans þar næstu fjórtán ár- in. Árið 1900 fól Pétur Sigfúsi stjórn nýstofnaðs fyrirtækis síns í Hafnarfirði Gerði það út fimm stóra kúttera auk smærri þilskipa. Auk útgerðar Systkinin frá Pálsbæ (síðar Litla-Seli við Vesturgötu) og nióð- ir þeirra. 1. röð frá v.: Gyða, giftist Jóni Otta Jónssyni, skip- stjóra; Gróa, giftist Gisla Guðmundssyni, bókbindara; Guðriin, giftist Larsen, dönsknm manni. — 2. röð: Þorbjörg; Jafet, skip- st.jóri, kvæntist Guðrúnn Kristinsdóttur; Sigriðnr Jafetsdóttir, móðir beirra; Nikólina, giftist Guðmundi Guðnasyni, gullsmið; Sigurður, f. k. Klísabet Böðvarsdóttir, s. k. Þórey Þorsteinsdóttir. 3ja röð: Einar eldri, kvientist Helgu Ivarsdóttur; Gtiðtaug, gift- ist sr. Guðbrandi Björnssyni og Einar yngri, prentari, kvæntist Mörtu Einarsdóttur. Verzlunar- og íbúðarhús Sigfúsar Bergmanns að Strandgötu 26 í Hafnarfirði. Hafnarfjörður 1908. A vinstra lielniingi myndarinnar eru átta hús og stakkstæði P. J. Thorsteinsson á Haniarskotmöl. 11. aprííl 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.