Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 20
biía í blokkuin oða í einbýl Ishúsnm, sem er algengt er- lemlis. Börn og nnglingar, sem bna lieima við mismun- andi aðstæðnr, liittast þannig í skóhim og kynnast öðrn en eigin lífi. Margir Reykvíkingar tala með nokkurri fyrirlitningu um Breiðholt og Kópavog, eins og þar búi einhverjar óæðri verur. Biöndun fólks er ekki minni þar en annars staðar og trú- legt að fólk sem svona talar hafi lítið séð af þessum stöð- um. Hætt er við að þetta sama fólk sé meðal sjúkdómsein- konna borgarlifsins, — fólk sem ekkert þekkir nema næstu götur og fyririítur það, sem sem það ekki þekkir. Eina sveitarfélagið, sem gert hefur skipuleg tilraun til að fá fóik með jafnan efnahag er Garðhreppur. Hefur þetta ver ið gert með því, að skipuleggja eingöngu hverfi fyrir raðhús og einbýlishús. Útkoman hefur þó ekki orðið auðmannahverfi, þar sem bianda starfsstétta og efnahags er mjög mikil í hreppnum og valda því marg- ar ástæður, efnahagslegar og þjóðfélagslegar. Ekki er alveg hægt að ganga framhjá snobbinu, þó að það hafi ekki mikla þýðingu. Orsök þess er vanmetakennd, sem fær útrás í því að reyna að verða „fínn“ á því, að gera hluti, sem „fínt fólk“ gerir. Snobbar- ar fást við yfirborð hlutanna en ekki innihald og búa sér til kenjar og kúnstir, til að gera ómerkilega hluti merki- legri. I>að dapurlega við snobliið er það, að öll fyrirliöfnin er unnin fyrir gig. Það er alltaf angljóst hvað fólk er að reyna að gera og breytir því þjóðfélagsstöðii niður á við, gagnstætt því sem til stóð. Hvimleiðasta snolibið er þó snobb niðlir á við. 1 Morgunblaðinu, laugardag- inn 13. marz, var birtur listi yfir 30 umsækjendur um próf- essorsstöður. Þrir hafa ættar- nöfn og gætu því orðið til að breyta verulega prósentu próf- essora. En það er athyglisvert, hvaðan þetta fólk er komið. Flestir umsækjenda eru ungir, yfir tuttugu á aldrinum 27 til 36 ára. Aðeins fimm eru komn- ir af menntamönnum, 6 eru komnir af mönnum í viðskipta- lífinu, sem raunar gætu ein- hverjir verið menntamenn, 3 eru bændasynir, 2 synir verka- manna, einn sonur bílstjóra, einn sonur kennara og stærsti hópurinn eða 7 eru synir iðnað- armanna. Virðist af þessu ljóst, að möguleikar á hreyfingu milli stétta séu hér mjög mikl- lr, eins og stendur. Að búa til varanlega lágstétt I>að er ljóst, að alltaf verð- ur einliver hópur ofaná í þjóðfélaginn á hverjnni tínia og einhverjir verða undir af margvísleguni orsökum. Ein- liver verður að stjórna Iand- inu og vafalaust verður nóg til af hiefileikamönnuin, til að því fylgi liá þjóðfélagsleg síiiða. I>að sem við verðiim að koma í veg fyrir að slík að- staða gangi sjálfkrafa í erfð- ir, eins og vill verða í mótuð- um stéttaskiptingarþjóðfélög nm. Þannig er í mörgum grann- löndum okkar. Við verðum að sjá til þess, að börn þess fólks, sem á einhvern hátt lendir undir í þjóðfélaginu, fái öll tækifæri til að nýta alla þá hæfileika, sem þau hafa til að bera. Þannig getum við komizt hjá að eignast varanlega lág- stétt, en öðruvísi ekki. Hættan á menningarlegum skorti og vannæringu er nú mest í sveitum og smærri þorp um. Stór svæði á landinu eru nú læknislaus, prestslaus og að mestu kennaralaus. Það er stað reynd, sem ekki verður um deilt, að skólar í sveitum hafa víða dregizt svo aftur úr skól- um í bæjum, að varla er um það að ræða, að barn úr sveitabarnaskóla geti sezt í gagnfræðaskóla. Það er tiltölulega auðvelt í Reykjavík, að koma börnum sínum til mennta. Það er íáum óviðráðanlegt að hafa börn sín í fæði og húsnæði ókeypis á meðan þau stunda nám. Úti á landi gegnir öðru máli. Að senda barn i héraðsskóla kost- ar varla minna en 50 þúsund krónur á ári og það er fjölda manna ofviða með eitt barn, hvað þá fleiri. Kostnaðurinn fer svo vaxandi, eftir því sem lengra líður á námið. Sá tími er þvi miður liðinn, þegar náms menn gátu unnið að verulegu leyti fyrir sér með sumarvinnu. Það hefur verið talað um þetta mál, en aðgerðir verið of litlar. Ég óttast að stjórnmálamenn bíði eftir að vandamálið verði óviðráðanlegt. Ef ekki verður brugðizt við þessum vanda strax, með fullnægjandi að- gerðum, erum við að dæma vissa hópa landsmanna úr leik. Við erum að búa til mennt- nnarlausa stétt, sem er sama og að búa til varanlega lág- stétt, eins og þjóðfélög nú- tínians eru byggð upp. Þetta verðum við að forðast, hvað seni það kostar. Það verður dýrara í framtíðinni, að bregðast við þeim vandamál- iim, sem slík stétt skap- ar, en að koma í veg fyrir myndun liennar núna. Það kann að vera að þetta sé mikilvægasta verkefni okkar í dag, þó að fáir virðist enn skilja bvílíkt grundvallarmál er liér á ferð. Góðir menn með jafningjum Við verðum að gera fleira. Við þurfum að hefja alþýðu- menntun í nýjum skilningi. Eins og heimurinn er I dag, getur enginn maður haldið and legu lífi án þess að fyLgjast með þeim andlegu straumum, sem um heiminn fara. Menn sem taka pióf og halla sér aft- ur á bak i skrifborðsstól vakna senn við vondan draum. Við verðum að gefa öllum, skólamönnum sem öðrum, kost á stöðugri þátttöku í menntun. Við verðum líka að hvetja til þátttöku í menntun. Það er líka mikilvægt verk- efni, að gera menntamönnum ljóst, að þeir dragast stöðugt aftur úr, ef þeir ekki halda áfram að mennta sig. Því mið- ur eru það allt of margir, sem halda að háskólapróf hafi end- anlegt gildi og ekkert meira þurfi að læra. Við þurfum nýtt skólakerfi fyrir fullorðið fólk, ekki aðeins til að kenna þvi tungumál, að sníða, teikningu, bókband, eða aðra gagnlega hluti. Við þurf- um menntun í heimspeki, sálar- fræði, siðfræði, hagfræði, lista- sögu, bókmenntum, og ótal mörgu öðru, sem jafnvel há- skólamenntaðir Islendingar hafa næsta lítið inngrip í. Við verðum að viðbalda menntuii — ekki aðeins skóla göngu — heldur nienntun sem er stöðugur andlegur vöxtur — menntun sem losar um Iileypidóma — menntun sem gerir okkur fært að skilja okkar stað í gangi lifs- ins og lifa þar cins og menn, — ekki sem yfirstétt eða iág- stétt, ríkir eða fátækir, lærð- ir eða voldugir — heldur eins og góðir menn með jafn- ingjum. Rubinstein Framh. af bls. 2 fóik leikur á cello, tvöfaldan bassa og obo og nær fullkomn- um árangri. Leikur þess er e.t.v. ekki framúrskarandi en a.m.k. mjög góður. Það er mér mikil ánægja að leika með þeim ein- ieik. 1 Yale háskólanum í New Haven er stórfengleg lítil hljómsveit, sem á engan sinn líka í Evrópu. Ég hef verið að þvi spurður hvort ungir listamenn um all- an heim leiki ekki með mikilli tækni, sem aftur á móti hneppi þá í fjötra og hindri að með- fæddar hljómlistargáfur þeirra fái að njóta sín. Ég hef svar- að þessu játandi og hef einnig svar til útskýringar á reið- um höndum. Áður en útvarp og grammófónn komu til skjalanna léku gömlu píanóleikararnir eftir sínu eigin höfði. Þeir sýndu snilld sína og sérkenni þeirra komu skýrt fram. De Paohmann var ekki meiri háttar snillingur en hann gat töfrað áheyrendurna. Hann gældi við hljóðfærið. Hann gat leikið hin ótrúlegustu smáverk og náð þar slíkum áhrifum með pedalmum, að það var ekki á nokkurs annars manns færi. Aftur á móti mistókst honum aigjörlega við stærri sónötur. Haft er eftir honum um Beet- hoven: „Alltaf upp og niður og ekkert þar á milli. Ég vildi helzt komast hjá því með öllu að leika hijómlist Beethovens." Þetta var einkennandi fyrir De Pachmann, sem varð fræg- ur vegna þess að fólk tók ást- fóstri við flutning hans á smá- tón verkum. Þá komum við að D’Albert, sem renndi gegnum Beet- hovens-sónöturnar með leikni snillingsins. Stundum lék hann þær af harðneskju og sló falsk ar nótur gegnum allt verkið. Heyrt hof ég að Anton Rubin- stein hafi gert hið sama. En að baki þessu öllu bjó snillingur- inn með sinn mikla sannfær- ingarkraft. Nú á dögum er eng- inn jarðvegur fyrir slika útúr- dúra. Ungir píanóleikarar um all- an heim eru sér svo meðvit- andi um nótnaslátt að of langt gengur. Á hljómleikum virðast þeir leggja aðaláherzluna á að slá ekki falska nótu, í stað þess að opna hjörtu sín fyrir áheyrendum og láta sínar með- fæddu gáfur njóta sín. Það er eins og þeir séu alltaf við upp- töku og búizt við að leikur þeirra á hverjum tónleikum verði ódauðlegur. Ungir menn nú til dags eru alltof varkárir — merking og eðli verksins missa marks. Þú situr eftir, dá- ist að verkinu, árangrinum og fingrunum, sem þeim árangri hafa náð, en aðdáunin nær ekki til hjartans. Þér liður eins og þú værir að horfa á sterkan mann í sirkus lyfta 500 pund- um i 20 skipti í röð. Þér finnst mikið til þess koma, en hrærð- ur ert þú ekki. Þú situr með krosslagða fætur og nýtur þess að borða pylsuna þín. í gamla daga kom það fyrir að ungfrúrnar i Rússlandi, frömdu sjálfsmorð af því að lífið var þeim einskis virði eft- ir að þær höfðu hlustað á stór- kostlega hljómleika. 1 dag er slíkt óhugsandi. Eftir hljómleik ana fá þær sér rjómais í róleg- heitum. Það er mikilvægt að vera op- inn fyrir nýjungum. Ég hef fengið það heilræði frá vini mínum Picasso. Við hittumst oft áður fyrr. Ég heimsótti hann i vinnustofu hans í París, þegar hann var að mála. Ég barði að dyrum, hann hleypti mér inn og ég átti stórkost- legar samræður við hann með- an hann var að vinna. Mánuð- um saman sá ég Picasso standa fyrir framan trönurnar sínar og mála sherryflösku, borð, gítar, sem lá úti í horni og járna- rusl á svölunum. Mér fór að leiðast þófið. Ég vildi sjá nýjan Picasso. Einn daginn varð mér að orði. „Heyrðu nú Pablo, hvað gengur að þér. — Er þér ekki farið að leiðast að mála alltaf það sama dag eftir dag?“ Ég mætti stingandi augnatilliti. Hann var fok- reiður. „Hvers konar þvætting- ur er þetta? Ég er ekki sá sami nokkra mínútu. Það er alltaf eitthvað nýtt á döfinni. Persónuleiki þessarar flösku er daglega breytilegur. Þetta er önnur flaska, annað borð, annað líf í öðrum heimi, allt er breytt." Þegar ég hafði jafnað mig sagði ég: „Pablo þú hef- ur á réttu að standa. Ég finn það sjálfur, að hugsunarhátt- ur minn er mismunandi frá degi til dags. Ég sé hlutina í nýju ljósi, og skoðanir mínar breytast." Og þannig er það enn. Þetta heldur mér við efn- ið. Ný upptaka á Carnjval opn- ar mér nýjan heim, hljómlistin talar til mín á nýju tungumáli. Til allrar óhamingju verður þessi nýja plata, sem við erum núna svo hreyknir af farin að fara óstjórnlega í taugarnar á mér eftir nokkra mánuði. Þetta endurtekur sig oftast. Ég hlusta heillaður á nýja plötu — mig langar jafnvel til að fá bréfberann til að staldra við og hlusta á hana. Ég mundi fúslega borga áheyranda mín- um fyrir að hlusta með þolin- mæði. Svo hreykinn er ég, — 5 dali á tímann fyrir að hlusta á plötuna. Ég vil leggja þetta af mörkum vegna þess að fáir virðast geta hlustað á hljómlist í næði. Fólk vill hafa sem mest að gera meðan það hlustar. En hjá mér kemst það til sjálfsmeð- vitundar. Allir verða að sitja aðgerðarlausir og hlusta. Þeir eru allir á iði, ég verð því að múta þeim. En eftir nokkra mánuði get ég ekki hlustað lengur. Ég er annar maður. Ég spyr sjálfan mig. „Hver leikur þetta?“ Það er of hratt, of hægt, of til- brigðalaust. Þegar svo er kom- ið talar hljómlistin til mín á annan hátt. Mikill málari gerir af þér andlitsmynd af fullkominni sannfæringu. En ef hann mál- aði þig þrem árum seinna vær- ir þú allt önnur persóna. 1 hans augum litir þú allt öðru vísi út. Verk tónskálds eða málara, sem búnir eru snilli- gáfu eru sköpunarverk. Guð skapaði blómin, litskrúðið og þessar guðdómlegu konur, sem vér karlmenn föllum fyrir. Listamaðurinn sér þetta allt á sinn eigin sérstæða hátt. Þann- ig verðum við að líta á sónötu eða á concerto frá okkar sjón- arhóli. Mér er þannig farið, að Mozart stendur mér nær en nokkru sinni áður. Mozart er e.t.v. ljósastur allra tón- snillinga. Hljómlist hans er laus við öll ónauðsynleg til- brigði. Hann þarf ekki nótna- fjölda til að töfra fram hæstu og dýpstu tóna ástriðu, ástar og gamansemi. Með einni línu seg- ir hann þér ailt. Þetta kemur einnig fram hjá börnum. Ég kom fyrst fram opinberlega í Berlín þegar ég var 12 ára og lék þá Concerto í A-dúr eftir Mozart, en hljómsveitarstjóri var Joseph Joachim. Þessir eiginleikar, hreinskilnin og einfaldleikinn eru fjarri ung- um og ómótuðum listamanni þegar hann kemst í uppnám i fyrsta sinn — á í sínum fyrstu raunverulegu erfiðleikum. Ung- ir menn reyna að gera mikið úr sjálfum sér í augum vin- konunnar, fara á bak við feð- ur sína, reyna að sýnast hærri í loftinu en þeir raunverulega eru — í stuttu máli sagt: Þeir eru afar uppteknir af sjálfum sér. Þetta eldist af mönnum og hverfur algjörlega þegar þeir komast á gamals aldur. Þá er þess ekki lengur þörf. Það er orðið of seint. Menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Allir gamlir tónlistar- menn krjúpa í duftið fyrir Mozart. Busoni tók Mozart. að lokum langt fram yfir Beet- hoven, á næstum grófiegan hátt. Hann sagði við mig: „Ég er búinn að fá meira en nóg af Beethoven. Mozart er hinn mikli snillingur.“ Þegar ég var unglingur dáð- ist ég að Mozart. Það veitti mér hina mestu ánægju að lesa són- ötur hans og concerta. Vinir mínir báðu mig alltaf að leika þessi verk. En seinna vildu þeir heyra erfiðari verk. Um- boðsmenn mínir máttu ekki heyra á Mozart minnzt, þegar þeir vissu, að ég gat leikið concerto eftir Tchaikovsky með góðum árangri. Seinna náði ég valdi á spánskri hljómlist og verkum Chopin og á hljóm- leikum komst ég ekki hjá að leika þessa hljómlist. Það er mismunandi á hvaða ald- ursskeiði menn læra að meta hin ýmsu tónskáld. Fram til fimmtíu ára aidurs voru con- certar Griegs mér einskis 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. april 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.