Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 2
* A * r Ég heí einstaka ánægju af samræðum. Þar þarf ég engar áhyggjur að hafa af orðtökum og athugasemdum, sem eru mér ófviða. Fyrir skömmu var ég beðinn að koma fraim í sjón- varpi í Kanada. Ég var töhi- vert hreykinn af þessu boði. Það var ekki farið fram á, að ég slægi svo mikið sem eina nótu, en ég fékk að tala að vild. Ég ákvað því að taka að- eins smávægilega þóknun fyrir þetta viðtal. Ég nýt þess að tala og finnst það ein æðsta ánægja lífsíns. Fyrir nokkrum árum tapaði ég næstum rödd- inni. Ég leið vitiskvalir. Ég hafði áhyggjur af, að þetta væri mjög alvarlegt og fór þvi í skoðun til sérfræðings. Hann Meypti í brýnnar, setti upp ai- vörusvip og óð með alis kyns verkfæri ofan í kok á mér. Ég var að sáiast úr hræðslu, en sagði þó við hann: „Þér megið ekki leyna mig sannleikanum. Segið mér hvað að er.“ Hann var enn mjög alvarlegur á svip, glotti síðan ofurlítið og sagði: „Þér talið of mikið.“ Nú þegar mér er að fullu batnað, hef ég oft haft í hótunum að gerast óperusöngvari og syngja tenór. Fóik spyr mig oft um álit mitt á þekktum píanóleikurum, sem ég hef kynnzt og hvern ég telji þeirra snjallastan. Ég man mjög vel eftir þeim öllum, þeim þekktustu svo sem Busoni, Pad erews'ki, De Padxmarm. Ég man einnig mjög greiniiega eftir fyrstu tónleikunum, sem ég hlustaði á í fæðingarborg minni, Lodz. Píanóleikarinn var Joseph Slivinski. Ég var tæplega fjögurra ára gamall, en allt stendur mér skýrt fyr- ir hugskotssjónum, útlit Slivin- skis, hljómleikasalurinn og jafnvel hluti af þeim verkum, sem flutt voru. Slivinski var allþekktur á sinum tima, marg- ir tóku hann jafnvel fram yfir Paderewski. En Paderewski stóð þá á hátindi frægðar sinn ar og var talinn snjallasti pinaóleikari sinnar samtiðar. Leikur Paderewski og annarra píanóleikara er honum voru samtiða var frábrugðinn leik nútimalistamanna, og það er mjög skiljanlegt. Þeir léku aí meiri innlifun, einstaklings- bundnara, tefldu í meiri tvi- sýnu. Þeim stóð ekki beygur af útvarpi og flutningi tónlistar af hljómplötum eins og okkur nútímapíanóleikurum. Útvarp- ið og plötuspilarinn hafa hneppt okkur í fjötra, sem við getum ekki brotið af okkur. Það er hvergi hægt að hafa of- urlítið rangt við. Við getum ekki slegið nótu af fullkomn- un án þess að haida áfram og slá allar nóturnar, halda áfram gegnum erfiða kafla verksins. Þetta notuðu þessir gömlu píanóleikarar sér í ríkum mæli. Að sjálfsögðu faldist snilling- urinn á bak við í mörgum til- fellum. Ef Paderewski væri að Rubinstein: Ein æðsta ánægja lífsins er að tala. H AMING JU SAMUR MAÐUR AÐ EÐLISFARI Arthur Rubinstein segir frá byrja feril sinn í dag, yrði hann að líkindum hindraður í að ná nokkrum árangri. Gagn- rýnendurnir myndu tæta hann í sig. Þeir myndu fullyrða að hann léki falskar nótur, ýkti bassanótumar, hann slægi aukanótur til að ná meiri áhrif um, lyfti höndunum þar sem ekki væri til ætlazt — til að heilla áheyrendur sina með fegurð undirtónsins. Einungís það, að heilla áiheyrenduma er nútímapíanóleikara með öllu forboðið. 1 hljómleikasalnum mundi Paderewski heilia áheyr- endurna með leik sinum og framkomu. En margir mundu verða fyrir mikium vonbrigð- um ef þeir heyrðu leik hans af hljómpiötu eða í útvarpi. Hin segulmagnaða návist hans á senunni heillaði áheyrendur. Ég var þeirra á meðal. Ekki vegna tækni hans, því hann var ekki fæddur píanóleikari, en oft vegna hljómlístarinnar, þvi hann var mjög snjali hljóm listarmaður. Hann samdi töfr- andi hljómlist. Það voru aldreí mikil tónverk, en hann vissi hvaða hlutverki hljómlistin gegnir. Hann var gæddur djúpri tilfinningu — krafti og skapfestu. Busoni lék óviðjafnanlega. Leikur hans var dulúðugri en annarra píanóleikara. Hann var snillingUr í orðsins fyllstu merkingu. Hljóðfæri hans gaf oft frá sér töfrahljóma. Við píanóleikaramir ungir og gaml ir sátum dáieiddir undir leik hans. Því miður urðu margir af áheyrendum hans til þess að spyrja okkur: „Hvar eru töfr- ar hans og leikni?" Hann var yfir þá hafinn. Hann var á undan sinni samtíð, einn af okkar samtíðarmönnum. Hann myndi skara fram úr okkur öll- um. Ég hef aldrei heyrt neinn leika hin erfiðustu tónverk af þvílíkum léttleika, töfrum og snilld. Þó tók það stundum á taugamar að hlusta á hanri. Stundum lék hann adagio- kaflann í Hammerklavier- sónötu Beethovens með nokk- urs konar háðsblæ. Piin djúpa sársaukafulla hryggðartilfinn- ing teom e'ktei fram. Ad- agio-kaflinn er raunverulega endalokin, endalok lífsins, heimsins — aiis. Þessir tóm- legu langdregnu tónar. Jafn- vel tónarnir, sem eiga að flytja huggun eru fullir örvæntingar. En þrátt fyrir það er okkur ætlað að skilja, að þó allt sé farið forgörðum, jafnvel þó við deyjum, beri okkur að vera þakklát. Með ofurlitlu háði færði Busoni heim sannanir, eins og hann vildi segja: „Ég flyt þennan boðskap, en ég er alls ekki áhangamdi hans.“ Að öðru leyti lék hann verkið dásamlega — að sjáifsögðu. Busoni náði aldrei vinsæld- um í Bandarikjunum. Hann kom einfaldlega, sem píanóleik- ari frá Berlín, án nokkurrar undanfarandi auglýsingar- starfsemi, gagnstætt Richter til dæmis. Hann lék erfiða hljóm- list fyrir áheyrendur okkar svo scm ti'lbrigði Goldbergs um verte Baohs og Beethovens. Hann lék eteki eitt einasta verk eftir Liszt, sem hefði fært honum skjótan frama og hylli áhorfenda. Aftur á móti lék hann a'llar hinar sex Paganini- Liszt etýður. Og hann gekk ræteilega fram af hverjum venjulegum Amerikana á þeim tímum. Slíku var fólteið ekki vant. liljóml-eikiaskránni var þá enn þröngur stakkur sniðinn. Verk- in voru auðveld og gamaldags. Tunglskinssónata Beethov- ens var að sjálfsögðu vinsæl með ajfbrigðu'm. öðru hverju tók einhver á sig rögg og lék útfararmars Chopins og áheyr- endur horfðust hrærðir í augu og minntust þess er afi var sett- ur undir græna torfu. Og ofan á allt saman kom svo Söngur Vefarans eða preludia eftir Rachmaninoff. Preludia Rach- maninoffs í C-moll var i há- vegum höfð í byrjun 20. aldar- innar. Verkið er mjög hugljúff og sorglegt. Allar heimasætur frá betri heimilum spreyttu sig á að leitea það. Ég get ekld orða bundizt, áramgurinn var ekki upp á það bezta. Útvarpið og hljómplöturn- ar hafa breytt afstöðu okkar al mennt til hJjómlistaa;.' Tök- um til dæmis mann fyrir 40—50 árum, sem gæddur var ofurlít- illi tónlistargáfu. Á hverju átti hann völ? Að heyra gamla frænku, systur eða dóttur glamra á píanó, fiðlu eða cello svo að kalt vatn rann milli skinns og hörunds. Einhver kennari hefði mótað smekk hans, t.d. gömul piparjómfrú, sem tónlistarskólinn hafði út- skrifað í þeim tilgangi einum að losna við hana. Síðar gerð- ist hún menningarviti í smá- borg og stjórnaði að lokum öllu menningarlífi bæjarins í smáu og stóru. Það er auðvelt að ímynda sér hve hár mælikvarðinn varð. Ég sá hundruð slíkra bæja þegar ég var ungur og alls staðar var hl j ómlistarlífið í kaldakolum. Nú hefur þetta allt breytzt. Synir hins umrædda manns geta opnað útvarpið eða sett plötu á grammófóninn og hlust- að á Toscaminni, Serkin, Gitel-s, Casadesus. Þeir heyra viðun- andi flutning á verkum Beet- hovens, Mozarts, Sehumanns eða Chopins. Flutningurinn getur verið mismunandi að gæð um, en mælikvarðinn er mjög hár. Þetta hefur orðið pipar- jómfrúnum að falli. Þær eru horfnar af sjónarsviðinu. Enginn listamaður getur haldið út á landsbyggðina í dag með því hugarfari, að allt sé nógu gott í sveitafólkið. Þeir tímar eru liðnir. Þar verð- ur að flytja tónlist eins vel og i N.Y., Paris, Ríó og London. Almennt eru Ameríkumenn sér þess ekki meðvitandi að þeir hafa tekið sömu framför- um á 25 árum og Evrópubúar tóku á 200 árum. Vegna tæki- færanna, hinna fjölmörgu hljómsveita og hins rikulega fjármagns, sem lagt hefur ver- ið af mörkum til hljómlistar- innar standa Bandaríkin nú fremst í tónlistarheiminum. Evrópa heldur sinum sérstæðu gömlu siðvenjum, Evrópubúar hafa enn á sumum sviðum leikni, sem við höfum ekki náð. En á öðrum sviðum erum við þeim miklu fremri. Hljómsveitir okkar, eða flutningur á kammermúsik, svo dæmi séu tekin, standa á há- tindi. Hlustið á evrópskar hljómsveitir í smærri borgum. Þegar komið er út fyrir París, London eða Róm má heyra sannkallaða sargtónlist. Ég þekki litlar einkahljómsveitir, er leika dásamlega. Þetta unga Framh. á bls. 20 » 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. april 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.